Fréttablaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 42
10. júní 2006 LAUGARDAGUR6
Samkvæmt nýjum tölum frá Bílgreinasam-
bandinu um nýskráningu bíla hefur Toyota enn
yfirburðastöðu á íslenskum markaði.
Bílum heldur áfram að fjölga nokkurð ört hér á landi
samkvæmt nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu
yfir nýskráða bíla á fyrstu fimm mánuðum ársins.
Alls voru skráðir 8.374 nýir bílar frá janúar til
maí á þessu ári og 1.232 notaðir bílar voru skráð-
ir í fyrsta skipti hér á landi. Með sendibif-
reiðum, vörubifreiðum og hópferðabílum
voru alls 11.264 ný ökutæki skráð hér á landi
á tímabilinu.
Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins
heldur Toyota enn gríðarlegum yfirburðum
sínum varðandi sölu á nýjum bílum hér á landi.
Alls voru Toyota bifreiðar 27,6% allra nýskráða
fólksbifreiða á fyrstu fimm mánuðum ársins.
Næstir í röðinni komu Volkswagen með 7,2%,
Hyundai með 6,3% og Ford með 6,2%. - sha
Toyota með yfirburðasölu
Toyota Aygo er einn af þeim fjölmörgu bílum frá Toyota sem selst hefur
grimmt hér á landi það sem af er árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
ALLT AÐ FIMMTÍUFÖLD NÝTNI
MIÐAÐ VIÐ FJÖLSKYLDUBÍLA.
Í vikunni hófst árleg verkfræðikeppni
um ofurnýtin farartæki í Michigan í
Bandaríkjunum. Markmið keppenda
er að smíða eins manns farartæki sem
eyðir sem minnstu eldsneyti.
Yfir 30 lið taka þátt að þessu sinni en
keppnin hefur verið árlegur viðburður
síðan 1980. Keppendur eru margir
ennþá á unglingsárum en keppnis-
liðin eru mynduð í bekkjardeildum
skóla. Farartækin þurfa ekki að henta
til fjöldaframleiðslu, því aðaltilgangur
keppninnar er að finna nýjar leiðir til
að auka eldnseytisnýtingu sem hægt
væri að heimfæra upp á fullvaxna bíla.
Ef einhver hefur í hyggju að fara í
bílskúrinn í kvöld og slá metið upp
á eigin spýtur gæti verið gott að taka
með auka kaffibrúsa því núverandi
met er rúmlega 0,128 lítrar fyrir 100
ekna kílómetra.
Keppt um litla eyðslu
Sigurvegarar í keppninni 2002. Bíllinn fékk
viðurnefnið „Kolefniskistan“ og eyddi 0,22
lítrum á hundraði.
Áður en lagt er af stað í
ferðalög út á land er vissara
að ljúka við að yfirfara ýmis
atriði.
Þegar lagt er af stað í langferðir
geta ýmis atriði komið í ljós varð-
andi bifreiðina sem ekki voru eins
augljós í venjulegum innanbæjar-
akstri. Gott er að yfirfara bílinn
rétt áður en lagt er í hann.
Þrennt þarf helst að hafa í huga
og hafa í lagi þegar ferðast er;
bremsur, olíu og hjól. Allir ættu að
vita að strax og undarleg hljóð fara
að heyrast þegar stigið er á brems-
una þarf að skipta um bremsu-
klossa. Olíuna má láta skoða á bens-
ínstöðinni og þar má einnig tryggja
að loftþrýstingur sé réttur í hjól-
börðum. Á sumum bensínstöðvum
er kominn mjög fullkominn tölvu-
stýrður búnaður til þess að athuga
loftþrýsting og ættu allir að geta
nýtt sér hann. - sha
Allt tilbúið í
ferðina?
Af mörgu er að taka ofan í vélarhlífinni en
einföldustu atriðin eru oftast þau mikil-
vægustu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
16
18
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00
Nissan NOTE hefur alla kosti fjölskyldubíls og meira til:
Öryggi, lipurð, kraft og þægindi. Það sem gerir NOTE að
nýrri tegund fjölskyldubíls er sérhannað rými fyrir börnin,
öðruvísi útlit og mikill persónuleiki. NOTE er bíll fyrir alla
fjölskylduna, líka krakka með karakter!
Geymsluhólf - kælir fyrir drykki - öryggispúðar - dótahólf - borð - rúmgott farangursrými
Vél. Hö. Gírskipting Verð
NOTE Visia 1,4 88 Beinskiptur 1.740.000 kr.
NOTE Visia 1,6 110 Sjálfskiptur 1.950.000 kr.
NOTE Tekna 1,6 110 Sjálfskiptur 2.190.000 kr.
NÝR
FJÖLSKYLDUBÍLL
FRÁ NISSAN
Krakkabíll með karakter!
NISSAN NOTE
Prófaðu Note og fáðu miða í bíó!
Allir sem koma og reynsluaka nýjum NOTE fá miða á
IceAge eða Hoodwinked meðan birgðir endast!
Selfossi
482 3100
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
461 2960
50.000 kr. kaupauki!
50.000 kr. bensínkort frá
fylgir öllum nýjum Nissan bílum!