Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 10
10 10. júní 2006 LAUGARDAGUR PÓSTAFGREIÐSLA Samkomulag hefur náðst á milli Íslandspósts og Kaup- áss um að hætta rekstri póst- afgreiðslna í verslunum Nóatúns á höfuðborgarsvæðinu. Breyting- arnar verða innleiddar í áföngum til 15. október næstkomandi. og munu þýða flutning fimm afgreiðslna yfir í ný húsnæði. Að sögn Harðar Jónssonar, framkvæmdastjóra pósthúsa- sviðs, eru breytingarnar hluti af endurskoðun Íslandspósts á póst- netinu. Samstarfið við Nóatún þjónaði ekki framtíðarhagsmun- um fyrirtækjanna og vonast hann eftir betri þjónustu í kjölfar flutn- inga og ráðningar nýs starfsfólks. Samningar um póstafgreiðslur í verslunum Hagkaupa og Nettó standa enn og stefnan er að koma á þéttriðnu neti póstafgreiðslna á höfuðborgarsvæðinu. - sgj Glæsileg opnunartilboð Hlíðarsmári 17 • S. 555 6688 (Áður Krakkafjör) Við flytjum í Hlíðarsmára 17 Opnum nýja verslun í dag STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknar- flokksins, hefur gegnt embættinu síðan 1994, í tólf ár. Tveir af tólf formönnum flokksins frá stofnun hans 1916 sátu lengur en Halldór; feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson. Her- mann varð formaður árið 1944 og sat í átján ár, til 1962, en Steingrím- ur tók við embættinu 1979 og sat til 1994 eða í fimmtán ár. Sex af þessum tólf formönnum voru forsætisráðherrar um lengri eða skemmri tíma og tveir til við- bótar gegndu öðrum ráðherra- embættum. Tryggvi Þórhallsson varð forsætisráðherra ári áður en hann varð formaður og Ásgeir Ásgeirsson var áfram forsætis- ráðherra eftir að hann hafði látið af flokksformennsku. Þá varð Hermann forsætisráðherra í for- mennskutíð Jónasar Jónssonar. Hvorki Jónas né Eysteinn Jónsson urðu forsætisráðherrar. - bþs Nýr formaður Framsóknar verður þrettándi formaður frá stofnun flokksins: Tveir voru lengur formenn en Halldór STRANDGATA 24 Tímabundið húsnæði póstafgreiðslu Hafnarfjarðar er við Strandgötu, en í haust flytur afgreiðslan í Fjörðinn. MYND/JÓN HJÖRTUR HJARTARSON HERMANN JÓNASSON Formaður í átján ár. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Formaður í tólf ár. FORMENN FRAMSÓKNARFLOKKSINS 1916-1920 Ólafur Briem 1920-1922 Sveinn Ólafsson 1922-1928 Þorleifur Jónsson 1928-1932 Tryggvi Þórhallsson 1932-1933 Ásgeir Ásgeirsson 1933-1934 Sigurður Kristinsson 1934-1944 Jónas Jónsson 1944-1962 Hermann Jónasson 1962-1968 Eysteinn Jónsson 1968-1979 Ólafur Jóhannesson 1979-1994 Steingrímur Hermannsson 1994-2006 Halldór Ásgrímsson Staðsetningar póstafgreiðslustöðva endurskoðaðar: Íslandspóstur út úr Nóatúnsverslunum SMITANDI ÍÞRÓTTAANDI Þessar vændis- konur í Halle í Þýskalandi stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á dögunum. Vændishús í Þýskalandi búa sig undir blómleg við- skipti næstu vikur vegna heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu. NORDICPHOTOS/AFPN RÚSSLAND, AP Yfirmaður lögreglu í Ingúsetíuhéraði var skotinn á færi í gær ásamt börnum sínum þrem- ur, en hið elsta var sex ára gamalt. Einnig voru vegnir tveir aðstoðar- menn hans; lífvörður og bílstjóri sem var að keyra lögregluforingj- ann til vinnu og börnin á leik- skóla. Morðin voru framin í bænum Karabúlak í þessu róstusama hér- aði í Suður-Rússlandi. Þar, og víðar í nágrenni Tsjetsjeníu, eru tíðar skærur milli sjálfstæðissinnaðra múslima og útsendara ríkisstjórn- arinnar. Sjálfstæðisbarátta Tsjetsjena hefur nú staðið yfir í tólf ár og hefur alda ofbeldis breiðst út um öll Norður-Kákasusfjöllin. Mikil fátækt, spilling og trúaröfga- hyggja standa mannlífi á þessu svæði fyrir þrifum. - kóþ Engum eirt í Ingúsetíu: Börnin myrt líka ÁTÖK Í RÚSSLANDI Margir eiga um sárt að binda í Tsjetsjeníu og nánasta nágrenni. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRAN Umhverfisráðherra kynnti í gær nýtt vegakort ásamt fulltrúum frá Umhverfisstofnun og Landmælingum Íslands. Kortið er hluti af baráttunni gegn utan- vegaakstri og sýnir vegi á mið- hálendinu. Kortið verður aðgengi- legt á vefnum en einnig stendur til að hengja það upp víðs vegar um landið. Ráðuneytið hefur einnig gefið út nýtt tölublað af vefriti sínu en þar er meðal annars fjallað um loftlagsbreytingar, ferðamensku og náttúruvernd. - gþg Umhverfisráðuneytið: Nýtt vegakort UMHVERFISRÁÐHERRA Kynnti ný vegakort í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STEINGRÍMUR HERMANNS- SON Formaður í fimmtán ár. DÓMSMÁL Gestur Jónsson, verj- andi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, kröfðust þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Sigurður Tómas Magnús- son, settur ríkissaksóknari í mál- inu, og Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, bæru vitni í málinu. Héldu þeir því fram að nauð- synlegt væri að taka af allan vafa um það að settur ríkissaksóknari hefði, með samskiptum sínum við dómstjóra, ekki haft áhrif á það hver hefði verið skipaður dómari í málinu, í aðdraganda þess að gefin var út endurákæra vegna ákæru- liða sem vísað var frá dómi. Pétur Guðgeirsson var dómari í fyrri hluta Baugsmálsins en eftir að Sigurður Tómas hafði bent dómstjóra á fjölskyldutengsl Pét- urs og eitt vitnanna sem hann hugðist kalla fyrir var Arngrímur Ísberg skipaður dómari. Gestur Jónsson sagði Sigurð Tómas hafa, með samskiptum sínum við dómstjóra, haft afskipti að því hver hefði verið skipaður dómari í málinu. Dómstjórinn hefði verið búinn að ákveða að Pétur yrði dómari í málinu, eins og hann var í fyrra málinu. Sigurður Tómas mótmælti því að hann hefði haft afskipti af því hver yrði skipaður dómari í mál- inu. Hann sagðist aðeins hafa bent dómstjóra á tengsl Péturs við eitt vitnanna sem gætu leitt til van- hæfis. Sigurður sagðist hafa átt sam- skipti við dómstjóra meðal annars til þess að undirbúa flutning á mikilvægum gögnum til dómsins. Sigður Tómas sagði gögnin vera viðkvæm og að hann hefði viljað koma í veg fyrir að fjölmiðlar kæmust yfir gögnin, áður en ákærðu fréttu af því. Gestur Jónsson sagði nauðsyn- legt að fá skýr svör við tveimur spurningum. „Hvernig má það vera að settur ríkissaksóknari hafi haft samskipti um skipan dómara áður en ákæra var gefin út? Og hvers vegna voru verjendur í mál- inu ekki hafðir með í ráðum?“ Sigurður Tómas mótmælti því að hafa haft samskipti við dóm- stjóra um skipan dómara í málinu. Hann sagðist einungis hafa bent dómstjóra á fjölskyldutengsl Pét- urs Guðgeirssonar við eitt vitn- anna í málinu. Ásakanir um allt annað væru úr lausu lofti gripnar. Úrskurðað verður um það hvort Sigurður Tómas og Helgi verði kallaðir í vitnastúku á mánudag- inn. magnush@frettabladid.is Segist hafa bent á tengsl Verjendur í Baugsmálinu gera kröfu um að settur saksóknari og dómstjóri verði kallaðir fyrir sem vitni í Baugsmálinu. Sigurður Tómas Magnússon segist hafa bent á fjölskyldutengsl dómara. SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON Mótmælti því harðlega að hafa haft óeðlileg afskipti af skipan dómara í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.