Fréttablaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 10. júní 2006 HVAÐ ER... EFNARAFALL? Efnarafall er búnaður sem sér um að framleiða rafmagn úr gasteg- undum. Þetta hljómar svolítið undarlega í fyrstu, ekki síst þegar hugsað er til þess að hægt er að framleiða nægilegt rafmagn með þessum hætti til að knýja öflugan rafmótor. Hægt er að nota nokkur efni til að knýja efnarafal. Við skulum líta aðeins nánar á það kerfi sem í dag lítur út fyrir að vera líklegast til að ná í fjöldaframleiðslu; rafal sem gengur fyrir vetnisgasi og súrefni. Rafallinn samanstendur vana- lega af fleiri en einni „sellu“. Við getum ímyndað okkur selluna eins og samloku með smjöri og hangi- kjöti, þó hún sé auðvitað búin til úr málmum og efnum sem framkalla efnahvörf hjá eldsneytinu. Inn í brauðsneið eitt er vetninu dælt undir þrýstingi. Þegar það kemst í snertingu við smjörið (sem er í raun eins konar platínudufthimna) klofnar hver vetnissameind í tvær vetnisjónir og tvær rafeindir. Rafeindirnar eru leiddar til baka í gegnum brauðsneið eitt og fara þaðan í rafrásirnar og knýja það sem knýja þarf. Á meðan hefur súrefni verið dælt inn í brauðsneið tvö. Þegar það kemst í snertingu við smjörið klofnar það í tvö súrefnisatóm. Þær hafa nei- kvæða hleðslu sem draga að sér vetnisjónirnar, alla leið úr brauð- sneið eitt, í gegnum smjörið, hangikjötið, meira smjör og inn í brauðsneið tvö. Um leið og vetnisjónirnar koma yfir í brauðsneið tvö hitta þær fyrir súrefnisatómin og raf- eindirnar sem þær sögðu skilið við í brauðsneið eitt. Rafeindirnar þurftu að ferðast lengri leiðina, eftir raflögn, yfir í brauðsneið tvö og það er í raun það ferðalag sem býr til rafstrauminn. Við þessa endurfundi, að viðbættu súrefn- inu, verður til kunnuglegt efna- samband, H2O eða vatn. Það er því vatnsframleiðsla úr vetni og súrefni sem býr til strauminn sem efnarafallinn gefur frá sér. Útblásturinn er svo afurðin, eða hreint vatn. Hver sella gefur frá sér 0,7 Volt þannig að tæplega tuttugu sellu rafal þarf til að knýja bíl. Það er heilmikið af „brauði“. Við fyrstu sýn er efnarafall ekki ósvipaður nýlegri bílvél. Samlíkingunni sleppir þó um leið og skyggnst er undir yfirborðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Yfir hálf milljón seld TOYOTA PRIUS Í SÓKN Á NÍUNDA AFMÆLISÁRINU. Toyota Motor Corporation greindi frá því í vikunni að sala á Toyota Prius er komin yfir hálfa milljón eintaka á þessu ári en í lok apríl höfðu 507.700 eintök verði færð eigendum sínum um allan heim. Toyota Prius var fyrst kynntur í Japan árið 1997 en sala í Norður-Ameríku og Evrópu hófst árið 2000. Önnur kyn- slóð Prius var svo kynnt til sögunnar árið 2003 og þá með hinu byltingar- kennda Toyota Hybryd System II þar sem áhersla er lögð á umhverfisvernd með minni notkun jarðefnaeldsneytis og minni útblæstri í bland við góða aksturseiginleika. Í desember 2005 hófst framleiðsla á Prius í fyrsta sinn utan Japans með framleiðslu í Kína fyrir hinn ört stækk- andi kínverska markað. Toyota lítur á hybryd-tæknina sem lykiltækni í framþróun bílvéla næstu áratugi og stefnt er að því að bjóða þessar vélar í fleiri tegundum Toyota og Lexus. Eins dauði er annars verðhækkun DAUÐI ZARQAWI HEFUR ÁHRIF Á OLÍUVERÐ. Hráolíuverðið tifar í takt við fréttir af ástandinu í Mið-Austurlöndum. Fréttin um dauða Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Qaeda í Írak, hafði strax áhrif á heimsmarkaðsverð á hráolíu. Á Brent-mark- aðnum lækkaði olíutunnan um 0,81 Bandaríkjadal niður í 68,38 sem er það lægsta í þrjár vikur. www.fib.is sölutölur } Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. í fólksbíla, jeppa, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsendingar. Yfir 40 ára reynsla. ALTERNATORAR OG STARTARAR Auðbrekku 20 s.564 0400 UMBOÐIÐ GRENSÁSVEGI 14 / 108 REYKJAVÍK / 566 6820 NÝ SENDING Á GAMLA GENGINU! ATH!!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.