Fréttablaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 16
10. júní 2006 LAUGARDAGUR16
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.652 +0,28% Fjöldi viðskipta: 237
Velta: 1.340 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 64,90 +0,93% ... Alfesca
3,83 -1,54%... Atorka 5,80 +0,00% ... Bakkavör 47,80 -0,42% ...
Dagsbrún 5,93 -0,50% ... FL Group 18,90 -1,56% ... Flaga 4,03
-0,74% ... Glitnir 18,10 +0,56% ... KB banki 761,00 +0,93% ...
Landsbankinn 21,60 +0,47% ... Marel 69,50 -0,57% ... Mosaic
Fashions 15,80 -0,63% ... Straumur-Burðarás 17,90 -1,11% ... Össur
111,50 +0,00%
MESTA HÆKKUN
Actavis 0,93%
KB banki 0,93%
Glitnir 0,56%
MESTA LÆKKUN
FL Group 1,56%
Alfesca 1,54%
Straumur 1,11%
Stjórn House of Fraser (HOF)
hefur samþykkt um 48 milljarða
yfirtilboð frá Baugi Group og hópi
fjárfesta í vöruhúsakeðjuna, að
sögn Daily Telegraph. Blaðið telur
að bæði KB banki og FL Group
komi að tilboði Baugs auk skoska
fjárfestisins Sir Tom Hunter, sem
hefur tekið þátt í mörgum verk-
efnum í samvinnu við Baug. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
hefur þó ekki verið gengið frá end-
anlegum fjárfestahópi en nær full-
víst er að FL Group komi að yfir-
tökunni.
Stjórn HOF staðfesti í gær að
hún ætti í viðræðum við Baug
Group um yfirtöku á félaginu. Við-
ræður hafa farið fram um að Baug-
ur bjóði 148 pens í hvern hlut, sem
er yfir 20 pensa álag miðað við
lokagengi HOF á fimmtudaginn.
Gengi HOF hækkaði yfir fimm
prósent í Kauphöllinni í Lundún-
um í gær og fór yfir 136 pens.
Baugur hefur fengið aðgang að
bókum HOF og er því áreiðan-
leikakönnun hafin.
Reiknað er með að formlegt til-
boð liggi fyrir í ágúst en líklegt er
að flestir hluthafar HOF sætti sig
við þetta verð þótt sumir telji
félagið jafnvel meira virði.
House of Fraser rekur verslun-
arhús vítt og breitt um Bretlands-
eyjar. Baugur sér tækifæri í því að
velja smásala inn í húsin en félag-
ið sjálft á fjölmargar tískukeðjur,
til dæmis Mosaic Fashions sem
rekur Karen Millen, Oasis og fleiri
merki. Baugur myndi einnig vilja
endurbæta sumar verslanir sem
komnar eru til ára sinna.
Baugur, sem fer með tæplega
tíu prósenta eignarhlut í HOF,
hefur áður komið að hugsanlegri
yfirtöku á HOF en þá var það Tom
Hunter sem leiddi þær viðræur.
Það var árið 2002 og þá var rætt
um að bjóða 85 pens fyrir hvern
hlut í vöruhúsakeðjunni.
eggert@frettabladid.is
BAUGUR HEFUR GERT 48 MILLJARÐA YFIRTÖKUTILBOÐ Í HOUSE OF FRASER Baugur Group
mun ásamt hópi fjárfesta taka yfir House of Fraser. Formlegt yfirtökutilboð verður að öllum
líkindum lagt fram í ágúst.
HOF tekur boði Baugs
FL Group mun koma að yfirtöku á House of Fraser og jafnvel KB banki og Sir
Tom Hunter. Baugur sér tækifæri í því að taka eigin merki inn í vöruhúsin.
Flugfélagið Star Europe, sem er
dótturfélag Avion Group, hefur
gert samning um leigu á farþega-
vél til stærstu ferðaskrifstofu
Þýskalands, TUI.
Samningurinn gildir í fimm
mánuði og hefjast flugferðir nú í
júní. Flogið verður frá Frankfurt
og til áfangastaða TUI, svo sem
Palma, Ródos og Lanzarote.
Heildarvirði samningsins er
1,1 milljarður íslenskra króna.
„Við erum mjög ánægð með að
Star Europe hafi náð samningum
við stærsta ferðaþjónustuaðila
Þýskalands, einungis mánuði eftir
að félagið hóf flug undir eigin
merkjum“, sagði Magnús Þor-
steinsson starfandi stjórnarfor-
maður og stærsti eigandi Avion
Group. -jsk
Star Europe gerir
stórsamning
MAGNÚS ÞORSTEINSSON Dótturfélag
Avion Group hefur gert samning upp á 1,1
milljarð króna.
Ellefu milljarða vöruskiptahalli
var í maímánuði samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofu Íslands.
Flutt var inn fyrir 35 milljarða
króna en út fyrir 24 milljarða.
Fram kemur í vefriti fjármála-
ráðuneytisins að vöxtur innflutn-
ings sé að stærstum hluta drifinn
áfram af fjárfestingar- og rekstr-
arvörum. Aftur á móti dragi jafnt
og þétt úr vexti innflutnings
neysluvara. Til að mynda virðist
hafa orðið samdráttur á innflutn-
ingi bifreiða eftir mikla aukningu
á síðasta ári.
Greiningardeild Glitnis telur
þessa þróun eðlilega í ljósi veik-
ingar á gengi krónunnar. - jsk
Samdráttur í inn-
flutningi neysluvara
BÍLAFLOTI Landsmenn virðast flytja inn
minna af bifreiðum en áður.
Útlit er fyrir að starfsemi í norsk-
um fjármálafyrirtækjum lamist
næsta mánudag um ófyrirséðan
tíma með verkbanni sem
næði til um 24.000 starfs-
manna fjármálafyrirtækja
og tryggingafélaga.
Á mánudag hafa á annað
þúsund starfsmenn spari-
sjóða boðað verkfall og
bætast þá í hóp 6.000 starfs-
manna tryggingafélaga
sem verið hafa í verkfalli
frá 2. júní. Atvinnurekendur hafa á
móti boðað allsherjar verkbann á
alla starfsmenn fjármálafyrirtækja
komi til verkfallsins.
Í tilkynningu Finansforbundet,
stéttarfélags starfsmanna fjár-
málafyrirtækja og tryggingafélaga
í Noregi, er ábyrgðinni alfarið
varpað á atvinnurekendur
enda hafi félagið þegar lagt
fram tilboð í deilunni sem
hafi verið hafnað. „Þeir
velja sjálfir að loka spari-
sjóðum, bönkum og trygg-
ingafélögum,“ segir Jorunn
Berland, formaður félags-
ins.
Deilan snýst um að félag-
ið vill að samið verði um greiðslur í
lífeyrissjóði í stað þess að fyrir-
tækin ákveði einhliða hvort og þá
hve mikið sé í þá greitt, segir í til-
kynningu Finansforbundet. - óká
JORUNN BERLAND
Verkfall lamar Noreg
Í síðasta mánuði flugu um 54 þús-
und farþegar með sænska lág-
gjaldaflugfélaginu FlyMe. Það er
34 prósenta fjölgun farþega frá
sama tímabili í fyrra. Sætanýting
var 68,7 prósent samanborið við
55,8 prósent í maí 2005.
Fredrik Skanskelid, forstjóri
FlyMe, er ánægður með árangur-
inn og segir að vel hafi tekist til
bæði á innanlandsmarkaði sem og
á nýjum flugleiðum í Evrópu. - eþa
Fleiri fljúga með FlyMe
Stjórn Sjóklæðagerðarinnar, 66°
Norður, segir Marinó Guðmunds-
son forstjóra hafa borið það upp
við stjórnina að hann hefði hug á
að skipta um starf. Vegna þess
hafi verið gert samkomulag um
starfslok hans, sem full sátt sé
um með stjórninni og forstjóran-
um.
Í frétt Markaðarins frá því á
miðvikudag var haft eftir heim-
ildum að frumkvæðið hefði verið
stjórnarinnar. Þessu mótmælir
stjórn Sjóklæðagerðarinnar. - jsk
Segja sátt um starfslok
Í lok síðasta árs höfðu
skuldir heimila landsins
aukist um 33 prósent frá
júní 2004, samkvæmt
tölum greiningardeild-
ar Landsbanka Íslands.
Greiðslubyrði heimil-
anna lækkar engu að
síður. Seðlabankinn fer
yfir tölurnar með birt-
ingu í huga.
Um síðustu áramót námu skuldir
heimilanna 1.082 milljörðum
króna og höfðu þá aukist um 33
prósent frá því í júní 2004, sam-
kvæmt nýjum tölum greiningar-
deildar Landsbankans. Meðalláns-
tími hafði lengst um fimm ár á
tímabilinu og greiðslubyrði því
hækkað mun minna en skuldirnar.
„Sem hlutfall af ráðstöfunar-
tekjum heimilanna hefur greiðslu-
byrði lækkað úr 20,5 prósentum í
19,5 prósent. Í dag fer því lægra
hlutfall af ráðstöfunartekjum til
að greiða af lánum en áður,“ segir
bankinn og telur mikilsvert
með tilliti til fjármálastöðug-
leika.
Edda Rós Karlsdóttir, for-
stöðumaður greiningardeild-
ar Landsbankans, segir bank-
ann fyrstan til að taka
upplýsingarnar saman
með þessum hætti. Á
tímabilinu sem horft er
til urðu grundvallarbreytingar á
fyrirkomulagi fasteignaveðlána
þannig að lánamöguleikum fjölg-
aði, veðhlutföll hækkuðu, lánsþök
voru afnumin og lánstími var
lengdur.
Edda Rós segir stórmerkilegt
að greiðslubyrði sem hlutfall af
tekjum hafi lækkað hjá heimilum
landsins um leið og skuldirnar
hafi aukist þetta mikið. „Útlend-
ingar hafa enda ályktað sem svo
að við værum í vandræðum vegna
þess að greiðsubyrði hefði aukist
með auknum skuldum. Þetta
hefur því gríðarlega þýðingu.“
segir hún og telur að tölurnar
eigi að geta sýnt erlendum
greiningaraðilum fram á að
ekki sé aukin hætta á að
lántakendur lendi í greiðsluerfið-
leikum í lok þenslunnar hér. „Við
höfum lagt áherslu á að fyrirtæk-
in séu með erlendar tekjur og
njóta góðs af veikingu krónunnar
og að heimilin séu þrátt fyrir allt
ekki búin að auka greiðslubyrðina
og þegar verðbólguskot ríður yfir
verði hún ekki meiri í raun en hún
hefur verið undanfarin ár.“
Miklu skiptir fyrir bankana að
koma á framfæri upplýsingum um
að greiðslubyrði almennings hafi
ekki aukist og segir Edda Rós
verið að skoða hvort Seðlabanki
Íslands birti tölur um þróunina og
þá jafnvel lengra aftur í tímann.
Hún segir miklu skipta að fá Seðla-
bankann að kynningunni enda hafi
álit hans meiri vikt en greiningar-
deildarinnar einnar. „En það yrði
þá líka unnið betur aftur í tím-
ann.“ olikr@frettabladid.isEDDA RÓS KARLSDÓTTIR
FRAMKVÆMDIR Á VATNSENDA Þrátt fyrir að skuldir landsmanna hafi stóraukist frá því um
mitt ár 2004 hefur greiðslubyrðin minnkað og hallar því ekki á bankana líkt og margar
greiningardeildir erlendra banka hafa ályktað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Greiðslubyrði lána er
einu prósentustigi lægri
MARKAÐSPUNKTAR...
Avion Group og Atlantic Petroleum
koma ný inn í Úrvalsvísitöluna í
stað Kögunar og Flögu og tekur
breytingin gildi 1. júlí. Samsetning
Úrvalsvísitölunnar er endurskoðuð
tvisvar á ári.
Steinþór Pálsson hefur verið
skipaður í stöðu framkvæmdastjóra
framleiðslusviðs Actavis í Bandaríkj-
unum og mun taka sæti í fram-
kvæmdastjórn Actavis.
Føroya Banki P/F verður aðili að
hlutabréfa- og skuldabréfamörk-
uðum Kauphallarinnar frá 15. júní
undir auðkenningu FOB. Bankinn
er annar færeyski aðilinn til að fá
heimild til viðskipta í Kauphöllinni.
Það er viðskiptahalli víðar en á Íslandi.
Viðskiptahallinn í Bretlandi nam 19,6
milljörðum punda á fyrsta ársfjórðungi, sem
jafngildir 2.646 milljörðum íslenskra króna.
Það er talsvert meiri halli en hér á Íslandi
þar sem tilkynnt var um 66,3 milljarða króna
viðskiptahalla ekki alls fyrir löngu. Fróðlegt er
að bera saman tölur frá löndunum tveimur.
Á Íslandi búa 300 þúsund manns en í
Bretlandi 60,6 milljónir manna. Samkvæmt
nýstárlegri mælistiku nemur því viðskipta-
hallinn á Íslandi 221 þúsund krónum á hvert
mannsbarn en í Bretlandi 43.663 krónum.
Með slumpreikningi mætti því segja fimm
sinnum meiri viðskiptahalla á Íslandi en í
Bretlandi - miðað við höfðatölu að sjálf-
sögðu.
Flatskjáir á alla veggi
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst
í gær með opnunarleik Þýskalands og
Kosta Ríka. Leikurinn endaði með sigri
Þjóðverja og starfsmenn Landsbank-
ans misstu ekki af einu einasta marki.
Eins og allir vita eru ákvarðanir í stór-
fyrirtækjum teknar út frá viðskipta-
legum forsendum. Forsvars-
menn Landsbankans vita
þetta betur en flestir
og ákváðu því að
setja flatskjái á alla
veggi í fyrirtækinu.
Starfsmenn eru
hæstánægðir og þurfa
í mesta lagi að snúa sér níu-
tíu gráður til að sjá Michael
Ballack og félaga skeiða
um iðagræna knattspyrnu-
velli Þýskalands.
Fimmfaldur viðskiptahalli