Fréttablaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 38
[ ] Í tilefni heimsóknar alþjóð- legra blaðamanna á vegum GM og Íslenskrar NýOrku. Í síðasta mánuði komu hingað til lands erlendir blaðamenn á vegum General Motors og Íslenskrar NýOrku. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast þeim möguleikum sem bjóðast til vetnisvinnslu á mismunandi stöðum í heiminum. Frumkvæði Íslendinga í tilraunum til vetnis- nýtingar í almenningssamgöng- um hefur án efa átt stærstan þátt í að beina athygli GM hing- að til lands. Auk fyrirlestra um þróun á sviði vetnisvæðingar bauðst blaðamönnum að reynslukeyra Opel Zafira sem knúinn er með vetni. Stefnt er að því að bíllinn verði kominn í fjöldaframleiðslu árið 2010. Bifreiðin sem kom hingað til lands er ein örfárra frumgerða sem GM hefur smíðað í þróunar- ferlinu og fulltrúi bílaframleið- andans fór hvergi leynt með þá staðreynd að bíllinn væri ekki fullkláraður. Aðvörunarljós og aukahljóð komu því ekki á óvart. Blaðamanni brá hins vegar þegar stigið var á inngjöfina. Bíllinn er furðu lipur og togar vel, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hann er knúinn áfram með 100 hestafla rafmótor. Í stað venjulegra hljóða frá sprengihreyfli heyrist ekkert nema lágvært ýl í rafmótornum og hviss í loftpressunni sem sér efnarafalnum fyrir súrefni. Innan hans eiga sér stað efna- hvörf, fyrir tilstuðlan vetnis og súrefnis, sem framleiða rafmagn sem svo aftur fæðir mótorinn. Í dag er drægni bílsins um 450 kílómetra fyrir hverja fyll- ingu. Vetnið er geymt undir þrýstingi og hefur geymslu- tækni farið mikið fram á síðustu árum, sem og nýtni efnarafala, en hún er nú fjórtánföld á við það sem hún var fyrir sjö árum. Samkvæmt fulltrúa GM eru enn nokkur atriði sem þarf að breyta áður en fjöldaframleiðsla vetnisbíla verður að veruleika. Til dæmis þarf að auka enn drægni þeirra, mótorarnir þurfa að vera stærri, sérstaklega fyrir Ameríkumarkað, og enn sem komið er getur efnarafallinn verið tregur í gang í frosti. einareli@frettabladid.is Vetnisbíll General Motors sýndur á Íslandi Að innan er bíllinn frekar hefðbundinn, ef frá er talin drifstýringin, fjórir rofar á milli fram- sæta, þar sem gírstöng væri venjulega. Á fullkomnum tölvuskjá má til dæmis fylgjast með starfsemi efnarafalsins. Zafira-vetnisbíllinn við einu vetnisstöðina á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þegar keyrt er með tjaldvagn þarf að sjá til þess að útsýni baksýnisspegla sé ekki skert. Vel getur hugsast að það þurfi að bæta við speglum. 23 29 / T ak tik n r. 3 Akureyri • Egilsstöðum • Hafnarfirði • Höfn • Keflavík • Kópavogi •Reykjavík •Selfossi VERKFÆRI fyrir fagmenn Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Þegar sumarið loksins gengur í garð er um að gera að vera klár í að halda á vit ævintýranna á glæsilegum jeppa. Þess vegna efnum við nú til Jeppadaga á Bílaþingi Heklu og bjóðum mikið úrval á frábærum kjörum. Komdu og skoðaðu úrvalið á Bílaþingi Heklu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.