Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 6

Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 6
6 10. júní 2006 LAUGARDAGUR Kl. 11:00 „Það kringlótta á hornóttu – að skora mörk, rífa niður veggi og hindranir.” Maraþon kvikmyndahátíð í tilefni af HM í Gamla bókasafninu. Kl. 12:00 Hansamót í knattspyrnu á Ásvöllum hjá 5.flokki karla og kvenna. Þýskubíllinn verður á svæðinu. Kl. 12:00 „Uppáhaldslagið hans langafa, Stefáns Íslandi“ Hádegistónleikar í Hafnarborg. Stefán Helgi Stefánsson tenór flytur aríur og ljóð við undirleik Antoníu Hevesi píanóleikara. Kl. 12:30 Dagur lúðrasveitanna Lúðrasveitir leika á ýmsum stöðum í bænum og hefst skrúðganga þeirra frá Gamla Lækjarskóla kl. 14.00* Kl. 15:00 Stuðtónleikar á Thorsplani. Lúðrasveitir, Lada sport, Morðingjarnir, Jakobínarína og Sign. Kynnir Úlfar Linnet.* Kl. 20:00 FRUMSÝNING Panic production á NO, HE WAS WHITE og Rauðar liljur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. ������������� ������������������������ � ������������������������������� *Ath. breyttur tími frá áður auglýstri dagskrá í dagskrárriti. Allar nánari upplýsingar í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 Sími 585 5500 - www.hafnarfjordur.is ���������������� - Rativ - Tungur í leikhúsi - Míkróveröld og morgunstemningar Ljóð í lauginni - Leikskólalist - Sumarlestur - Brynja og börnin Aðgangur ókeypis á viðburði nema annað sé tekið fram �� �� �� �� � �� �� �� � ��� ����� 1.-10. júní 200610. júní Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar � � � Hansahátíð, HM lúðrasveitir og skrúðganga KJÖRKASSINN Þjáist þú af frjóofnæmi? Já 28% Nei 72% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á ASÍ að segja upp kjarasamn- ingum næsta haust? Segðu skoðun þína á visir.is SJÓRÆNINGJAVEIÐAR Eftirlitsflug- vél Landhelgisgæslunnar, Syn, gómaði flutningaskipið Polestar um 190 sjómílur utan við íslenska lögsögu, þar sem það veitti sjó- ræningjaskipinu Carmen þjón- ustu. Polestar er skráð í Panama sem frystiskip. Landhelgisgæslan sendir skýrslu um málið til sjávar- útvegsráðuneytisins, sem tilkynn- ir skipið til Norðuratlantshafs- bandalagsins. Það gengur úr skugga um hvort flutningaskipið hafi brotið af sér. Reynist svo vera lendir skipið á svörtum lista og fær ekki afgreiðslu um nokkurn hlut í löndum bandalags- ins, en auk Íslands eiga lönd Evr- ópusambandsins, Eistland og Rússland aðild að því. Dagmar Sigurðsson, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunn- ar, segir að áhöfnin á Fokker-vél gæslunnar hafi talað við skip- stjórann á flutningaskipinu. Hann hafi sagt að aðeins væri verið að afhenda skipinu umbúðir. Eftir- litsmennirnir telji hins vegar að skipverjar hafi verið að lesta úr skipinu. Landhelgisgæslan stendur að eftirlitinu vegna skyldu sinnar sem aðildarríki að Norðuratlants- hafsbandalaginu. Alls eru sextán skip á bannlistanum. - gag Flutningaskipið Polestar sást taka við afla úr togara á ólöglegum veiðum á Reykjaneshrygg í gær: Líklega sett á lista sjóræningjaskipa Á ÓLÖGLEGUM ÚTHAFSVEIÐUM Sjóræningjaskipið Carmen fékk þjónustu frá flutningaskip- inu Polestar í gær. Það getur þýtt að flutningaskipið lendi á bannlista Atlantshafsbanda- lagsins. MYND/HAFSTEINN HEIÐARSSON FRAKKLAND, AP Á sama tíma og Jacques Chirac Frakklandsforseti segir ómögulegt að alþjóða- samfélagið samþykki kjarnorku- áætlun Írans bindast Bretar og Frakkar samningum um að rann- saka möguleikana á nánari sam- vinnu á sviði kjarnorumála. Chirac og Tony Blair, forsætis- ráðherra Breta, lýstu því yfir eftir fund sinn í París í gær að þeir hefðu ákveðið að setja á stofn við- ræðuhóp sem kanna myndi mögu- leika á að samnýta þekkingu, kunnáttu og rannsóknir landanna tveggja, að sögn Chiracs. Leiðtogafundurinn snerist aðal- lega um orkumál, en Chirac og Blair ræddu jafnframt loftlags- breytingar, varnarmál og ástandið í Mið-Austurlöndum. Nýverið tóku Bretar uppá- stungu Blairs um að byggja nýja kynslóð kjarnorkuvera með mikl- um fyrirvara, enda hafa Bretar ekki útkljáð hvað gera skuli við kjarnorkuúrgang þann sem fyrir er í landinu. Frönsk yfirvöld styðja áætlun Blairs. Frakkar eru sú þjóð heims sem mest reiðir sig á kjarn- orku, og þar í landi framleiða 59 kjarnakljúfar áttatíu prósent alls rafmagns sem notað er í landinu. Á blaðamannfundi eftir fund þeirra Blairs sagði Chirac að alþjóðasamfélagið „gæti ekki sam- þykkt“ kjarnorkuáætlun Írana, því hún gæti leitt til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Chirac sagðist hafa áhyggjur af því að eitthvert eitt ríki gæti hafið framleiðslu kjarnorkuvopna og bætti við að „nú þegar er nóg framleiðsla“. Þó sagði hann að enginn drægi í efa rétt Írans til að nýta kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi, eins og Íranar halda stað- fastlega fram að þeir ætli sér. Blair tók undir orð Chiracs og bætti við að hann vonaðist enn til að hægt væri að komast að frið- samlegri niðurstöðu um kjarn- orkuáætlun Írana, sem fullnægja myndi kröfum alþjóðasamfélags- ins og jafnframt virða rétt Írana. Á þriðjudag afhenti Javier Sol- ana, utanríkismálastjóri Evrópu- sambandsins, Írönum tilboð sex stórvelda heims um margvíslegan efnahagslegan ávinning fyrir Írana gegn því að þeir hætti auðg- un úrans. Chirac hitti Solana á fimmtudag. Frakkland og Bretland eru meðal fimm þjóða í heiminum sem viðurkenna opinberlega að eiga kjarnorkuvopn, en hinar eru Bandaríkin, Rússland og Kína. Einnig þykir ljóst að Pakistan og Indland eigi kjarnorkuvopn, og grunur leikur á að Ísrael og Norður-Kórea geri það einnig. smk@frettabladid.is Bretar og Frakkar í kjarnorkusamvinnu Bretar og Frakkar ætla að kanna samvinnu um kjarnorkuframleiðslu, kom fram á fundi Jacques Chirac og Tony Blair í gær. Jafnframt sagði Frakklandsfor- seti að alþjóðasamfélagið myndi ekki samþykkja kjarnorkuáætlun Írana. LEIÐTOGAFUNDUR Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, t.v., hlustar á Jacques Chirac Frakklandsforseta á blaðamannafundi í París í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LANDHELGISGÆSLAN Tvær leigu- þyrlur koma til landsins í sept- ember næstkomandi og eru þær sömu tegundar og þyrlurnar sem fyrir eru í þjónustu Landhelgis- gæslunnar. Samningur um leigu Super Puma-þyrlu, sem er sömu tegundar og TF-LÍF, við fyrirtæk- ið Air Lift var undirritaður í gær og samningur um leigu Dauphin- þyrlu, sömu tegundar og TF-SIF, verður gerður seinna í þessum mánuði. Þyrlurnar koma báðar til landsins í september. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði við undirritun samningsins í gær að um ársleigu væri að ræða. „Á þeim tíma sem leigusamningurinn er í gildi munum við vinna að síðari áfanganum, sem er að kaupa tvær Super Puma-þyrlur til viðbótar við þann þyrlukost sem Landhelgis- gæslan á í dag.“ Í ræðu sinni tók Björn það fram að í lok júní yrði boðin út ný flugvél sem ætti að leysa TF-SÝN af hólmi og minnti á að nýtt varðskip væri á útboðs- stigi. Björn sagði í viðtali við Frétta- blaðið að kostnaðurinn við leigu stærri þyrlunnar með áhöfn, tveim- ur flugmönnum og flugvirkja væri um 210 milljónir króna á ári. Benóný Ásgrímsson, yfirflug- stjóri hjá Landhelgisgæslunni, metur samninginn sem stærsta við- burð í sögu þyrlusveitarinnar frá upphafi. „Þetta er fyrsta skrefið til að tvöfalda getu sveitarinnar og framtíðin er björt og spennandi.“ Minni þyrlunni verður flogið af íslenskri áhöfn og þegar hafa verið ráðnir fjórir flugmenn á nýju þyrlurnar. Eins gengur vel með ráðningu annarra starfs- manna, að sögn Benónýs. - shá Dómsmálaráðherra undirritaði samning við fyrirtækið Air Lift um leigu á þyrlu: Leiguþyrlurnar koma í haust FRÁ UNDIRRITUN Frá vinstri: Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Björn Bjarna- son, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Bjarne Slapgard, framkvæmdastjóri Air Lift. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÓNVARP Áskrifendum Sýnar hefur fjölgað gríðarlega síðustu daga vegna beinna útsendinga frá Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Mótið hófst í Þýska- landi í gær og lögðu heimamenn Kosta Ríka að velli í upphafsleik með fjórum mörkum gegn tveim- ur. „Símalínurnar hafa verið rauðglóandi síðustu daga,“ segir Hermann Hermannsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri 365 miðla. Til marks um ásóknina má nefna að símkerfi Sýnar annar fimm- tíu símtölum í einu en í gær og síðustu daga brann við að álag- inu var ekki annað. Hermann býst við að áskrif- endum Sýnar muni fjölga um þúsundir vegna heimsmeistara- mótsins. - bþs HM í Þýskalandi hófst í gær: Mikil ásókn í áskrift að Sýn JAPAN, AP Akihito, keisari Japans, hvatti til þess í ræðu á þriðjudag að Japanar minntust afleiðinga hernaðarstefnu sinnar á sjálfa sig og nágranna sína. Keisarinn lýsti áhyggjum sínum af því að þær kynslóðir sem uxu úr grasi eftir lok seinni heims- styrjaldar hefðu ef til vill ekki tamið sér tilhlýðilega virðingu fyrir velferð og menningu ann- arra þjóða. Hann minntist þess einnig að í því ástandi sem ríkti á fjórða ára- tugnum í Japan, þegar fasismi náði þar fótfestu, hefðu embættis- menn átt erfitt um vik með að tjá sig um stjórnarfarið og margir óttast um líf sitt og limi af þessum sökum. Í Japan stendur til að sam- þykkja lög sem eiga að innræta þjóðerniskennd. - kóþ Japanskeisari áminnir: Læri af synd- um fortíðar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.