Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 8
8 10. júní 2006 LAUGARDAGUR
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Við lofuðum
fólki því að hætt yrði við mið-
svæðisskipulagið og efnt til arki-
tektasamkeppni í staðinn og við
munum standa við það,“ segir Sig-
urður Magnússon, verðandi
bæjarstjóri á Álftanesi.
Í miðsvæðisskipulaginu er
meðal annars gert ráð fyrir níutíu
öryggisíbúðum fyrir aldraða,
þjónustumiðstöð fyrir aldraða og
heilsugæslu og hefur það þegar
fengið löggildingu. Einnig hafði
verið samið við hjúkrunarheimil-
ið Eir vegna öryggisíbúðanna og
við verktaka sem eiga einn þriðja
hluta lóðarinnar.
„Nú verður farið í það að ræða
við alla hagsmunaaðila og þá með
það fyrir augum að breyta dag-
setningum og öðru svo breytingin
megi eiga sér stað með sem
minnstum tilkostnaði,“ segir Sig-
urður.
„Ég hef miklar áhyggjur af
því að bæjarfélagið eigi eftir að
lenda í margföldum skaðabóta-
málum ef þessi nýi meirihluti
efnir loforð sín við kjósendur,“
sagði Guðmundur Gunnarsson,
bæjarstjóri og efsti maður á lista
sjálfstæðismanna, eftir að úrslit
voru ljós á Álftanesi, en aðeins
munaði þremur atkvæðum á list-
unum.
Ákveðið var á fundi Álftanes-
listans í fyrrakvöld að Sigurður,
sem er efsti maður á listanum,
yrði næsti bæjarstjóri og tekur
hann við embætti 13. júní. - jse
SIGURÐUR MAGNÚSSON, VERÐANDI
BÆJARSTJÓRI Oddviti Álftaneslistans var
reifur á kosningavökunni en afar mjótt var
á munum í Álftanesi. Hann tekur við sem
bæjarstjóri 13. júní og verður þá nóg að
gera vegna þeirra umfangsmiklu breytinga
sem hann boðar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Nýr bæjarstjóri á Álftanesi boðar strax breytingar:
Miðsvæðisskipulag blásið af
JAPAN, AP Ríkisstjórn Japans hvet-
ur til aukinnar atvinnuþátttöku jap-
anskra kvenna og telur að japanskt
þjóðfélag eigi að aðstoða konur
meira við atvinnuleit, stuðla að auk-
inni starfsþjálfun þeirra og hjálpa
þeim við að stofna lítil fyrirtæki.
Þetta kemur fram í skýrslu um
jafnrétti kynjanna sem stjórnarráð
Japans hefur sent frá sér.
Ríkisstjórnin vill auðvelda jap-
önskum mæðrum að snúa aftur á
vinnumarkaðinn þegar börnin eru
farin í skóla og stuðla þannig að
því að fleiri japanskar konur velji
að eignast börn, en fólksfækkun
er japönskum stjórnvöldum mikið
áhyggjuefni.
Heilbrigðisráðuneyti Japans
tilkynnti á dögunum að nýtt met
hefði verið slegið þegar fæðingar-
tíðni mældist einungis 1,25 börn á
hverja konu. Til að viðhalda fólks-
fjölda samfélagsins þyrfti hver
kona hins vegar að eignast 2,1
barn.
Afar erfitt þykir fyrir útivinn-
andi fólk að ala upp börn í Japan
og er ábyrgðin að mestu leyti á
herðum mæðranna. Dagvistunar-
stofnanir eru fáar og kröfur fyrir-
tækja um vinnuframlag svo mikl-
ar að 61 prósent japanskra kvenna
hættir að vinna fyrir fullt og allt
þegar þær verða þungaðar af
fyrsta barni. Þessu skal breytt
með „samfélagi kynjajafnréttis“,
segir í skýrslunni. - kóþ
Japanar vilja ólmir fjölga sér:
Aukið jafnrétti besta ráðið
JAPANSKT STÚLKUBARN Ríkisstjórn Japans
ætlar sér að gera framtíð þessarar stúlku
barnvænni. NORDICPHOTOS/AFP
NOREGUR, AP Norðmenn búa sig nú
undir mögulega bankalokun á
mánudaginn og hafa hraðbankar
verið þurrausnir síðustu daga.
Félag atvinnurekenda í fjárhags-
geiranum hefur hótað að loka
bönkum og læsa fimmtán þúsund
bankastarfsmenn úti í kuldanum,
ákveði um sex þúsund samstarfs-
menn þeirra að setja meiri hörku í
verkfall sem staðið hefur síðan
fyrsta júní.
Þetta hefði í för með sér að
gjörvöll bankastarfsemi lamaðist
í landinu og hafa Norðmenn verið
iðnir við að tryggja sér reiðufé.
Atvinnumálaráðherra Noregs,
Bjarni Hákon Hansen, á kost á því
að setja lög á verkfallið, en óvíst er
hvort hann nýti sér þá lagaheim-
ild. Þó má telja það líklegt því
lokun bankanna hefði lamandi
áhrif á allt þjóðlíf í Noregi. Áhrifin
hafa þó verið örvandi enn sem
komið er, því í vikunni einkenndi
mikill taugatirtringur almenning í
Noregi og margir hraðbankar voru
við það að tæmast í gær. - kóþ
Norðmenn óttast auraskort:
Tæma alla
hraðbanka
HRAÐBANKI Öll bankastarfsemi í Noregi
gæti lamast eftir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SLYS Maður fannst meðvitundar-
laus á sundlaugarbotni í Reykja-
nesi við Ísafjarðardjúp aðfaranótt
föstudags. Félagar mannsins
komu að honum og komu honum
til bjargar. Að sögn lögreglunnar á
Ísafirði andaði maðurinn en sýndi
engin viðbrögð við áreiti.
Sjúkrabílar frá Hólmavík og
Ísafirði fóru á staðinn ásamt lög-
reglunni frá Ísafirði klukkan þrjú
um nóttina. Maðurinn var síðan
fluttur með þyrlu á Landspítalann
í Fossvogi, sem lenti þar korter
yfir sex.
Að sögn læknis á gjörgæslu-
deild Landspítalans í Fossvogi er
maðurinn í öndunarvél. - gþg
Slys í Reykjanesi:
Liggur enn í
öndunarvél
VEISTU SVARIÐ
1 Hvaða hryðjuverkamaður lét lífið í loftárásum í vikunni?
2 Hver er opnunarleikur heimsmeist-arkeppninnar í knattspyrnu?
3 Hvaða nýja tímarit hóf göngu sína í vikunni?
SVÖR Á BLS. 70
STÓRIÐJA Rússneska álframleiðslu-
fyrirtækið RusAl, sem er þriðji
stærsti álframleiðandi í heimin-
um, hefur átt í viðræðum við
íslensk yfirvöldum um uppsetn-
ingu álvers á Íslandi. Þetta stað-
festi Vera Kurochkina, upplýs-
ingafulltrúi RusAl í Moskvu, í
samtali við Fréttablaðið í gær.
Á vefsíðu fréttastofunnar
Moscow Times var greint frá því í
gær að viðræður milli RusAl og
íslenskra stjórnvalda um uppsetn-
ingu álbræðslu væru á upphafs-
stigi. Haft er eftir Halldóri
Ásgrímssyni forsætisráðherra að
eins og viðræður standi beri á
milli íslenskra stjórnvalda og
RusAl, en ef til vill verði samvinn-
an þróuð áfram.
Árið 2004 höfðu forsvarsmenn
RusAl samband við Fjárfestinga-
stofu, sem starfar á grundvelli
samkomulags viðskiptaráðuneytis
og útflutningsráðs, og lýstu þeir
yfir áhuga sínum á samstarfi við
íslensk stjórnvöld með uppsetn-
ingu álvers í huga. Í kjölfarið hóf-
ust samskipti íslenskra yfirvalda
og RusAl sem hafa verið í gangi
síðan.
Kurochkina
segir RusAl von-
ast eftir jákvæð-
um niðurstöðum
úr viðræðum við
íslensk stjórn-
völd, sem leiði til
þess að markmið
fyrirtækisins
náist. „RusAl
hefur átt í við-
ræðum við íslensk stjórnvöld síð-
ustu tvö ár um möguleikann á upp-
setningu álvers og vatnsorkuvers,
sem sæi álverinu fyrir orku,“
segir Kurochkina og segir viðræð-
um ekki lokið. „Við vonumst eftir
því að niðurstaðan úr þessum við-
ræðum verði jákvæð fyrir RusAl,
eftir því sem þeim verður áfram-
haldið.“
Páll Magnússon, aðstoðarmað-
ur Valgerðar Sverrisdóttur, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, segir
engu hafa verið hafnað ennþá en
einungis bréfleg samskipti hafi
átt sér stað við RusAl. „Það barst
ósk frá RusAl um samstarf, í gegn-
um Fjárfestingastofu. Afstaða
Fjárfestingastofu var sú að ekki
væri rétt að fara í formlegar við-
ræður við félagið vegna verkefna
sem til skoðunar væru á næstu
misserum.“
Kurochkina staðfesti við
Fréttablaðið í gær að RusAl liti
svo á að viðræður milli fyrirtæk-
isins og íslenskra stjórnvalda
væru enn í gangi jafnvel þó að
svar Fjárfestingastofu hefði verið
á þá leið að ekki væri tímabært að
fara út í framkvæmdir á þessu
stigi. magnush@frettabladid.is
RusAl vill setja upp
álver hér á landi
Rússneska álframleiðslufyrirtækið RusAl hefur átt í viðræðum við íslensk
stjórnvöld um uppsetningu álvers. Upplýsingafulltrúi RusAl, Vera Kurochkina,
staðfesti þetta í gær. Við vonumst eftir jákvæðri niðurstöðu, segir Kurochkina.
VINNSLA Í ÁLVERINU VIÐ GRUNDARTANGA Nú er í athugun að reisa álver á Bakka við Húsa-
vík og í Helguvík. RusAl hefur mikinn áhuga á því að reisa hér álver og nýta íslenska orku
fyrir starfsemina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
PÁLL MAGNÚSSON
LÖGREGLA Lögreglan í Keflavík
fann nýjan pallbíl falinn í bílskúr
við fíkniefnaleit í Garði aðfara-
nótt föstudags. Bílnum hafði verið
stolið fyrir utan bílaumboð í fyrra-
haust og var enn óskráður á
íslensk númer.
Lögreglumenn gerðu húsleit í
heimahúsi vegna gruns um fíkni-
efnamisferli. Þeir fundu kannabis
á ýmsum vinnslustigum og ákváðu
að því loknu að líta rétt sem
snöggvast inn í bílskúr hússins
þar sem þeir fundu bílinn.
Lögreglan í Keflavík rannsakar
nú málið. - sh
Lögreglan í Keflavík:
Leitaði að dópi
og fann pallbíl
DÓMSMÁL Dyravörður á skemmti-
staðnum HM-Pub á Selfossi hefur
verið dæmdur til að sitja mánuð í
fangelsi brjóti hann skilorð næstu
tvö árin. Hann kjálkabraut mann
fyrir utan skemmtistaðinn eftir að
hafa hent honum út.
Sá sem fyrir högginu varð segir
að hann hafi barið í útidyrahurð-
ina eftir brottvísunina. Dyravörð-
urinn hafi þá opnað dyrnar, gengið
rakleitt að honum og kýlt hann í
kjálkann. Hann hafi fallið við
höggið og fundið að kjálkinn hefði
brotnað því bitið passaði ekki
saman.
Dyravörðurinn gekkst ekki við
brotinu en var dæmdur vegna
fjölda vitna að atburðinum. - gag
Kýldi og kjálkabraut:
Dyravörður
réðst á gest
FRÁ SELFOSSI Dyravörður á HM-Pub greiðir
allan sakarkostnað, um 150 þúsund krón-
ur, og fer í mánaðarfangelsi brjóti hann
skilorð næstu tvö árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BANDARÍKIN, AP Talsmenn Banda-
ríkjahers segja upplýsingar sem
fengust eftir loftársina á Írak
aðfaranótt fimmtudags, sem al-
Kaída foringinn Abu Musab al-
Zarqawi fórst í, hafa leitt til fjölda
nýrra vísbendinga og handtöku
minnst tólf manns. Jafnframt voru
vopn gerð upptæk.
Al-Jazeera sjónvarpsstöðin
sýndi í gær myndband þar sem
næstæðsti maður al-Kaída, Ayman
al-Zawahri, lofar al-Zarqawi, en
þar sem hann nefndi ekki árásina
telja fréttaskýrendur myndbandið
vera minnst nokkurra daga gam-
alt.
Bílaumferð hefur verið bönnuð
í Bagdad yfir helgina, til að koma í
veg fyrir uppþot. - smk
Eftirmálar loftárásar:
Tólf handteknir
og byssur teknar
FRIÐUR OG RÓ Öll bílaumferð hefur verið
bönnuð í Bagdad í þrjá daga.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BORGARMÁL Ekki er nauðsynlegt
að gera breytingar á samþykktum
eða lögum Reykjavíkurborgar er
viðkoma skipan í ráð og nefndir,
þó að Framsóknarflokkurinn eigi
aðeins einn fulltrúa í borgar-
stjórn.
Ólafur Hjörleifsson, lögfræð-
ingur hjá Reykjavíkurborg, segir
almennt aðeins nauðsynlegt að
fulltrúar séu kjörgengir. „Formað-
ur nefnda og ráða þarf að vera
borgarfulltrúi eða varaborgarfull-
trúi. Almennt eru ekki skilyrði
fyrir því að fulltrúar í ráðum og
nefndum séu borgarfulltrúar eða
varaborgarfulltrúar, til þess að
sitja í ráðum og nefndum. Eina
skilyrðið er að þeir séu kjörgeng-
ir.“ - mh
Meirihlutasamstarf:
Einn borgar-
fulltrúi er nóg