Fréttablaðið - 10.06.2006, Síða 13
LAUGARDAGUR 10. júní 2006 13
Ert þú að tapa réttindum
Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum
yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 2005:
en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber
ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta.
Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna:
Ell i l ífeyri
Makalífeyri
Barnalífeyri
Örorkulífeyri
Fáir þú ekki yfirlit,
Gættu réttar þíns
Gildi - Lífeyrissjóður
Lífeyrissjóður Austurlands
Lífeyrissjóður Bolungarvíkur
Lífeyrissjóður bænda
Lífeyrissjóður Norðurlands
Lífeyrissjóður Rangæinga
Lífeyrissjóður starfsmanna
sveitarfélaga
Lífeyrissjóður Suðurlands
Lífeyrissjóðurinn Lífiðn
Lífeyrissjóður verkfræðinga
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja
Lífeyrissjóður Vesturlands
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
Samvinnulífeyrissjóðurinn
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
Lífeyrir
Til þess að iðgjöld launamanna njóti ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota,
skulu launamenn, innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits og/eða birtingu auglýsingar, ganga
úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal
launamaður innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil
sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launamanni er viðkomandi lífeyrissjóður
einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást
greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.
MENNTAMÁL Í dag verða 340
kandídatar brautskráðir frá
Háskólanum á Akureyri. Félags-
vísinda- og lagadeild brautskráir í
fyrsta skipti nemendur með BA-
próf í fjölmiðlafræði, samfélags-
og hagþróunarfræði, sálfræði og
lögfræði. Hefur námsframboð í
Háskólanum verið aukið.
Fjölmiðlafræði, samfélags- og
hagþróunarfræði hafa aldrei áður
verið kennd sem sérstakar grein-
ar til BA-prófs hérlendis.
Alls útskrifast 59 nemendur úr
heilbrigðisdeild, 45 úr félagsvís-
inda- og lagadeild, 151 úr kennara-
deild og 87 úr viðskipta- og raun-
vísindadeild. - hs
Háskólinn á Akureyri:
Brautskráir
340 kandídata
ÞJÓÐGARÐUR „Við erum þarna að
bæta aðstöðu fyrir fatlaða veiði-
menn í hjólastólum með tilheyr-
andi pöllum og breiðum stígum og
öll framkvæmdin er afturkræf
með tilliti til náttúruverndar,“
segir Sigurður K. Oddsson, þjóð-
garðsvörður á Þingvöllum.
Athugasemdir hafa verið gerð-
ar við framkvæmdirnar við
norðurenda vatnsins, í landi Vatns-
kots, en til stendur að opna aðstöð-
una um miðjan þennan mánuð.
Jónína Melsteð, sem á ættir sínar
að rekja til Vatnskots, telur að
verið sé að fremja náttúruspjöll á
landinu. Hægt sé að útbúa aðstöðu
fyrir fatlað fólk í hjólastólum án
þess að ganga eins langt og verið
hefur gert. „Þarna eru fornminjar
sem virðist ekkert tillit tekið til
auk þess sem svæðið er friðað.
Þessi framkvæmd er vanhugsuð
og lýti á umhverfinu öllu.“
Sigurður fullyrðir að fyllstu
varúðar hafi verið gætt við fram-
kvæmdina og neitar því að ógæti-
lega hafi verið farið um. Hann
bendir til að mynda á að engin
steypa sé notuð, allir pallar hvíli á
steinum og ekki sé hægt að tala
um að rask hafi orðið á svæðinu né
þeim fornminjum sem þar eru.
Þingvellir voru samþykktir á
heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð-
anna 2. júlí 2004. - aöe
Verið að setja upp aðstöðu fyrir fatlaða í hjólastólum við Þingvallavatn:
Framkvæmdin gagnrýnd
UMHVERFISRASK Jónína Melsteð gagnrýnir
hversu umfangsmiklar framkvæmdirnir við
lagningu stíga og bryggju fyrir fatlaða við
Þingvallavatn hafi verið.
MYND/SÍMON H. ÍVARSSON
Akureyri Fimm gistu fangageymslur
á Akureyri aðfaranótt fimmtudags eftir
múgæsingu á Ráðhústorginu. Fólkið
veittist að fjórum lögreglumönnum
sem bar að garði en þeir eru að mestu
ómeiddir. Lítilræði fannst af fíkniefnum
en fólkið verður yfirheyrt í dag. Einn
maður gisti fangageymslur eftir að hafa
reynt að innheimta skuld. Hann verður
einnig yfirheyrður í dag en málið tengist
ekki fíkniefnum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
DANMÖRK, AP Leiðtogi dönsku
stjórnarandstöðunnar, Villy
Søvndal, sendi George W. Bush
Bandaríkjaforseta bréf á fimmtu-
dag þar sem hann ásakar Bush
harðlega fyrir stríðið í Írak, ásamt
fleiru.
Bréfið var sent daginn fyrir
heimsókn Anders Fogh Rasmus-
sen, forsætisráðherra Danmerkur,
til Bandaríkjanna, þar sem danska
blaðið Politiken segir leiðtogana
tvo ætla sér að fara í hjólreiðatúr í
fjöllunum við bústað Bush í Camp
David og snæða svo hádegismat
ásamt eiginkonum sínum.
Um 530 danskir hermenn eru í
Írak. - smk
Danska stjórnarandstaðan:
Gagnrýnir
Bush harðlega
ÍTALÍA, AP Landhelgisgæsla Ítalíu
fiskaði upp þrjú lík úr hafinu aust-
an við eyjuna Möltu í gærmorgun
og bjargaði sextán Túnisbúum úr
sjónum. Átta félaga þeirra er enn
saknað.
Ítalskir sjómenn fundu menn-
ina og gerðu gæslunni viðvart.
Mennirnir voru 27 talsins á lítilli
kænu og hvolfdi henni undan
þunga þeirra.
Mildi var að sjórinn var lygn
þennan morgun og þeir sem kom-
ust lífs af voru flestir vel á sig
komnir eftir volkið. - kóþ
Báti flóttamanna hvolfdi:
Sextán bjargað
úr sjónum
INNFLYTJENDAFLEY FRÁ AFRÍKU Afríkubúar
taka mikla áhættu með því að sigla fátæk-
legum kænum að ströndum Evrópu.
NORDICPHOTOS/AP
SJÓMANNADAGURINN Sjómanna-
dagsblað Austurlands er komið
út. Á meðal efnis er umfjöllun um
átök Breta og Íslendinga í þriðja
þorskastríðinu, sagt frá mann-
skæðasta harm-
leik siglingasög-
unnar og viðtal
við sjómanninn
og Norðfirðing-
inn Kristinn Pét-
ursson. Már
Karlsson segir
frá sjávarháska
sem áhöfnin á
Sunnutindi SU
lenti í og umfjöll-
un er um ísbirni
við Austfirði.
Ritstjóri blaðs-
ins er Kristján
J. Kristjánsson.
Hægt er að nálgast blaðið í versl-
unum Pennans Eymundssonar á
höfuðborgarsvæðinu og Akur-
eyri. - kk
Útgáfa á Austurlandi:
Sjómannadags-
blað komið út
SJÓMANNADAGS-
BLAÐ Sjómanna-
dagsblað Austur-
lands er komið út
og eru efnistök
fjölbreytt að venju.