Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 18
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Ég veit að allir eru búnir að fá upp í kok af pólitík og kosningum. Ekki síst Halldór Ásgrímsson. En leyfist mér að láta nokkur loka- orð falla um niðurstöður sveita- stjórnarkosninganna, bara svo það sé á hreinu, hvað mér finnst. Allir þekkja þá viðteknu venju að hver flokkur, sama hversu illa hann fer út úr kosningum, telur sig sigurvegara. Ég las meira að segja blaðagrein eftir annan mann Framsóknar í Reykjavík sem hélt því fram að Framsókn- arflokkurinn væri sigurvegari kosninganna í Reykjavík! Hvað fengu þeir? Sex prósent!! Jú, jú, flokkarnir mega halda þessu fram, mér að meinalausu. Það er hin pólitíska list að túlka úrslit og atburði sér í hag og breyta vatni í vín, ef á þarf að halda. En hver var meginkjarninn í þessum kosningum? Hvað var það sem boðið var upp á? Kvartað var undan litlum málefnaágrein- ingi og daufum kosningaslag. Sagt var að flokkarnir og fram- boðin væru hvert öðru lík. Og rétt er það í aðalatriðum. Það var ekki tekist á um einkavæðingu skól- anna eða spítalanna. Það var ekki minnst á sölu Landsvirkjunar eða Orkuveitu Reykjavíkur, enginn hafði orð á því að illa væri farið með opinbert fé, það var aldrei tekist á um hina pólitísku hug- myndafræði, sem hefur skipt þjóðinni upp í tvo hópa, hina ríku og hina fátæku. Þvert á móti og þess í stað lögðu frambjóðendur og framboðslistarnir áherslu á félagslega þjónustu. Fría leik- skóla, fyrirgreiðslu til handa eldri borgurum, fjölskylduvæna stefnu, sem birtist í loforðum um frían strætó, samræmdan skóla- dag, frían mat í skólamötuneyt- um, lækkun fasteignagjalda og svo framvegis. Sem sagt margs konar vilyrði um atbeina stjórn- valda, sveitarfélaganna, til að koma til móts við þarfir og kröfur um samfélagslega ábyrgð. Auk- inn jöfnuð, heimilisaðstoð, vel- ferð allra. Þetta var boðskapur frambjóð- endanna og flokkanna. Frá hægri og vinstri. Úr öllum áttum. And- stæðingar Sjálfstæðisflokksins kölluðu kosningaloforð þess flokks bleik og má það til sanns vegar færa, að áherslan var ekki lengur sú frjálshyggja sem þar hefur riðið húsum og einkennt tal margra yngri talsmanna í þeirra röðum. Þögnin sem ríkti í því gjallarhorni var æpandi. Gæti það verið að skýringin sé sú, að flokkurinn hefur áttað sig á að pólitískar öfgar áttu ekki upp á pallborðið í þessum kosningum? Skyldi það vera að flokkar, jafnt til hægri sem vinstri, hafi komist að þeirri niðurstöðu að leiðin að hjörtum íslenskra kjósenda er fólgin í hófsemd, samábyrgð og jöfnuði? Enda er það útkoman og úrslit- in. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Lúðvik Geirsson og Árni Sigfús- son eru allir af þessu sauðahúsi, hófsemdarmenn, miðjumenn. Alveg eins og kjósendurnir sem þeir leita til. Hvað þýðir þetta? Svarið er einfalt, kjósendur eru inni á miðj- unni, styðja og kalla á samfélags- lega ábyrgð, jöfnuð, jafnrétti, vel- ferð, afskipti og aðhlynningu hins opinbera gagnvart börnum og barnauppeldi, öldruðum og umönnun þeirra, atbeina í þágu fjölskyldna og þjónusta á þeim vettvangi. Við getum kallað þetta hvað sem er: félagshyggju, jafn- aðarstefnu eða miðjumoð. Það skiptir ekki máli því það orkar ekki tvímælis að sigurvegari þessara kosninga var sú stefna, þau stjórnmál, sem grundvallast á frelsi, jafnrétti og bræðralagi (samábyrgð). Það er sama hvaðan gott kemur og hvað flokkurinn heitir sem flest fær atkvæðin, ef samhljóm- urinn er sá, sem úrslitin bera með sér, að hér á ekki að ríkja lögmál frumskógarins, hér er ekki verið hampa bullinu um frjálshyggjuna eða að hagur eins komi öðrum ekki við. Hér er ekki verið að kjósa afturhald eða íhald eða útópíur öfgamanna. Í þessum kosningum var verið að kjósa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og kjósenda, þá stefnu og þá strauma sem skírskota til þjóðarinnar. Sem hún vill að ríki og ráði í okkar stjórnarháttum. Við getum velt vöngum yfir því, hversvegna Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkurinn, nýtur ekki meira góðs af þessum pólít- íska vilja kjósenda, hversvegna einum eða öðrum tekst að breyta um ímynd og andlit, korteri fyrir kosningar, en ég endurtek að það er sama hvaðan gott kemur. Þegar upp er staðið er niðurstaðan sigur þeirrar jafnaðarstefnu að vel- megun er engin án velferðar, að frelsi er litils virði án lífsgæða og hlutverk ríkisvalds jafnt sem sveitarstjórna er að leggja af mörkum stóran og vaxandi hlut sinn í þágu þeirra einstaklinga, sem höllum fæti standa. Sú hugsun varð ofan á í þess- um kosningum. Svo sjáum við til um efndirnar. Þegar upp er staðið Í DAG ÚRSLIT KOSNINGA ELLERT B. SCHRAM Skyldi það vera að flokkar, jafnt til hægri sem vinstri, hafi komist að þeirri niðurstöðu að leiðin að hjörtum íslenskra kjósenda er fólgin í hófsemd, samábyrgð og jöfnuði? Enginn er verri en hann er sagður Menn voru mishrifnir þegar útlit var fyrir að Finnur Ingólfsson væri aftur á leið í stjórnmálin. Vestfirskir sjómenn skafa ekki af hlutunum í slíkri umræðu, eins og sann- aðist á innleggi Níelsar Ársælssonar á vef Bæjarins bestu. Þar segir: „Nú berast þau válegu tíðindi inn á heimili landsmanna að einn ósvífnasti og mest hataðasti stjórn- málamaður lýðveldisins Finnur Ingólfsson hafi í huga ásamt valdsjúkum uppgjafa formanni Framsóknarflokksins fjandsam- lega yfirtöku formannsstólsins Finni til handa.“ Svo vitnar hann í ævisögu Sverris Hermannssonar en þar segir: „Það er mín skoðun að Finnur Ingólfsson sé einn gerspilltasti stjórnmálamaður á Íslandi sem sögur fara af.“ Enginn er verri en hann er sagður og Finnur reyndist ekki svo spilltur að vilja spilla friðnum með endurkomu sinni. Treystir Finni og öllum Margt athyglisvert var að heyra og sjá á blaðamannafundinum á Þingvöllum á mánudaginn þegar Halldór Ásgrímsson tilkynnti þá ákvörðun sína að draga sig í hlé úr stjórnmálum. Blaðamaður Fréttablaðsins spurði Halldór hvort hann treysti ekki neinum úr stjórn Framsókn- arflokksins til að taka við af honum en á þessum tímapunkti var útlit fyrir að Finnur Ingólfsson yrði fenginn til þess. Bak við Halldór stóðu þá landsstjórnarmenn og þingmenn flokksins en meðan á ræðu hans stóð voru þeir misjafnlega ábyggilegir að sjá. Útlit var fyrir að Hjálmar Árnason ætlaði að skella upp úr en honum var greinilega hlátur í huga þó hann tæki sér svo tak inni á milli og setti upp alvarlegan svip. Halldór sagðist treysta öllu sínu liði. Hann hefði því ugglaust getað beitt „ugla sat á kvisti“ til að velja eftirmann sinn ef það hefði verið alfarið á hans valdi. Það hefði sparað stórvandræði. Bankastúka á Nou Camp Íslensku bankarnir leggja mikið upp úr því að fylgjast vel með framgöngu Eiðs Smára Guðjohnsen á knattspyrnuvellinum. Þeir eru með einkastúkur á Stamford Bridge þar sem bankamenn geta fylgst með leikjum Eiðs Smára og félaga í Chelsea í góðu yfirlæti. Nú er allt útlit fyrir að kappinn sé á leið til Barcelona en bankamönnum verður varla skotaskuld úr því að kaupa einkastúkur á Nou Camp þar sem þeir geta fylgst afstúkaðir með kappanum yfir tapas og cava. Í samfélagi okkar er nokkuð breið sátt um drýgstan hluta skiptinga verksviða milli hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar. Þó er talsvert svæði í athafnalífi lands- manna þar sem hugmyndafræðilegur ágreiningur er um hvernig eignarhaldi eigi að vera háttað. Við einkavæðingu bankanna var ekki mikið deilt um grund- vallarsjónarmið, heldur um framkvæmdina, sem ekki var nægjanlega gagnsæ. Fyrir utan Vinstri græna var tiltölulega mikil sátt um það að fjármálakerfinu væri betur komið í höndum einkaaðila. Sú ráðstöfun hefur reynst happadrjúg og skapað mikil verðmæti. Aftur þegar kom að sölu Símans voru flokkadrættir nokkuð svipaðir og við sölu bankanna. Mikill meirihluti vildi selja Sím- ann. Nú var ekki deilt með sama hætti um söluferlið, sem var mun gagnsæjara og betur útfært. Deilan snerist fyrst og fremst um hvort selja ætti grunnnetið með fyrirtækinu. Núverandi stjórnarflokkar komust að þeirri niðurstöðu að grunnnetið ætti að einkavæða. Fyrirtækið er eign skattborgara í Reykjavík og það væri auðvitað afar kostulegt, ef ekki í hrópandi mót- sögn, ef meirihluti sömu flokka og einkavæddu grunn- netið tæki þátt í einhvers konar þjóðnýtingu þess á ný. Nú er komin upp sérkennileg staða. Grunnetið, sem í rök- stuðningi ríkisstjórnarinnar var samofið annarri starfsemi Símans, er til sölu og fyrir liggja drög að samkomulagi við Orku- veitu Reykjavíkur um kaup á grunnnetinu fyrir hátt í tuttugu milljarða króna eftir því sem heimildir herma. Frá sjónarhóli eigenda Símans eru þessi viðskipti afar skiljanleg. Fyrirtækið myndi losa um mikla fjárbindingu, sem gæfi því afl til að takast á við ný verkefni. Ekki er heldur ólíklegt að þessi viðskipti kunni að vera afar snjöll frá sjónarhóli fyrirtækisins Orkuveitu Reykjavíkur. Vandinn er bara sá að Orkuveita Reykjavíkur er í almanna- eigu og byggir hluta starfsemi sinnar á einokunaraðstöðu. Fyrir- tækið er eign skattborgara í Reykjavík og það væri auðvitað afar kostulegt, ef ekki í hrópandi mótsögn, ef meirihluti sömu flokka og einkavæddu grunnnetið tæki þátt í einhvers konar þjóðnýtingu þess á ný. Stjórnmál eiga að snúast um grundvallaratriði. Deildar mein- ingar kunna að vera um þessi viðskipti og sitt getur hverjum sýnst um þau. Hitt er einnig ljóst að menn geta ekki gagnrýnt Orkuveituna fyrir uppbyggingu eigin nets árum saman í stjórnarandstöðu og látið það síðan verða sitt fyrsta verk að kaupa net samkeppnisaðila fyrir vel á annan tug milljarða. Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokkur stóðu að sölunni meðal annars á þeirri forsendu að fjármunum sem hefðu fengist fyrir Símann væri betur varið í önnur verkefni. Það er því ekki ósanngjörn krafa til þessara flokka að sama afstaða sé skýr í afstöðu til fjár- muna borgarbúa og hún var til fjármuna landsmanna allra. SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Sömu flokkar og seldu einkaaðilum grunnnet Símans ráða ákvörðun um framtíð þess: Einkavæðing eða þjóðnýting?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.