Fréttablaðið - 10.06.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 10.06.2006, Síða 24
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR24 Hvað eru „mörk“? Þessi spurning kom fram á fyrirlestri fyrir ungl- inga um kynferðislegt ofbeldi fyrir stuttu síðan. Ertu að tala um fótboltamörk eða handboltamörk? Í framhaldi komu upp í hugann vangaveltur um hvernig við gætum ætlast til að börnin okkar viti hvað mörk eru, ef við, forráða- menn þeirra, erum ekki að tala við þau um þessi mörk og hvar þau liggja. Börnin okkar leita eftir upplýsingum um ýmislegt sem forráðamenn eru ekki alltaf vak- andi fyrir að gefa þeim. Þau líta upp til okkar fullorðna fólksins og vilja fá að vita hvað er rétt og hvað er rangt í lífinu. Þegar við hjá verkefninu Blátt áfram förum og spjöllum við ung- menni, gefum við þeim dæmi eins og að þegar einhver stígur yfir þín mörk í hegðun eða tali eða lætur þig gera eitthvað sem þú vilt ekki gera og lætur þér líða illa þá hefur þú eitthvað um það að segja. Við þurfum að sýna börnunum gott fordæmi og það gerum við með því að viðurkenna og virða þeirra mörk. Gefum okkur t.d. að það komi skyldmenni í heimsókn sem barnið okkar sér sjaldan eða hefur jafnvel aldrei séð áður. Eigum við þá að ýta þeim fram og segja þeim að faðma og kyssa viðkomandi? Auðvitað ekki! Barnið á að fá að heilsa á þann hátt sem það sjálft kýs og við eigum að kenna þeim í uppeldinu að það er í lagi og þarf ekki að þýða að um ókurteisi sé að ræða. Eins er það með lítil börn. Við tökum þau upp og knúsum þau og kitlum. Ef barnið gargar nei, hættu! Þá eigum við að HÆTTA. Gott ráð er að setja nafn á mörk svo þau geri sér grein fyrir því hver merk- ingin er. Þegar þau eldast þá bend- um við þeim á að setja öðru fólki mörk. Þetta eru kennarar, þjálfar- ar og fólk sem þau kynnast bæði innan og utan fjölskyldunnar. Gefum þeim dæmi og bendum þeim á að ef einhver fer yfir þeirra mörk þá eiga þau að segja þér sem foreldri frá því. Að þau séu meðvit- uð um að það sé hægt að treysta þér. Þú ávinnur þér traustið m.a. með því að ræða oft við barnið um hvað sé í lagi og hvað ekki og með því að setja því mörk. Daglega upplifa ungmenni að mörkin þeirra eru brotin á netinu í gegnum MSN. Foreldrar þurfa að fylgjast með því að barnið sé ekki komið í aðstæður sem það ræður ekki við. Veist þú við hvern barnið þitt er að spjalla á netinu? Ef þú sæir það fyrir utan húsið á spjalli við ókunnuga manneskju, hvað myndir þú gera? Það má aldrei gleymast að þú berð ábyrgð á barninu þínu jafnt innan heimil- is sem utan. Hjá Blátt áfram finnum við að umræðunni um hvar mörkin liggja virðist vera ábótavant í uppeldi barna og unglinga. Aðilar sem misnota börn kynferðislega notfæra sér sakleysi þeirra og þekkingarleysi um eigin líkama, persónuleg mörk og kynlíf. Talaðu opinskátt við barnið þitt og gerðu það frekar oftar en sjaldnar. Heilbrigð tjáskipti geta dregið úr líkum á að barnið þitt verði fyrir kynferðislegri mis- notkun og aukið líkurnar á að það muni segja þér frá því verði það fyrir henni. Talaðu við barnið um líkama þess. Segðu því að leynd- armál geti verið hættuleg. Segðu að „reglurnar“ banni fullorðnum að hegða sér kynferðislega í návist barna og komdu með dæmi. Kenndu barninu þínu að það sé á þína ábyrgð að vernda það. Blátt áfram býður upp á nám- skeið og fyrirlestra fyrir foreldra og aðra ábyrga aðila sem vinna með börnum og fyrir börn. Gerðu það sem þú getur til að vernda barn í þínu nánasta umhverfi. Hvar eru mín mörk? UMRÆÐAN FORVARNIR GEGN KYNFERÐIS- OFBELDI SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR VERKEFNISSTJÓRI BLÁTT ÁFRAM Heilbrigð tjáskipti geta dregið úr líkum á að barnið þitt verði fyrir kynferðislegri misnotkun og aukið líkurnar á að það muni segja þér frá því verði það fyrir henni. Viltu leggja lið í 3-12 tíma á mánuði? Við óskum eftir sjálfboðaliðum! Verkefni: � Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur: Tími: 19:00-23:00 � Sölubúðir á sjúkrahúsum: Afgreiðsla, 2-4 tíma vaktir, á daginn, kvöldin eða um helgar Starf Rauða krossins um heim allan byggir fyrst og fremst á starfi sjálfboðaliða. Þú ert velkomin / velkominn í hópinn. Sími: 545 0400 www.redcross.is/reykjavik Margt smátt gerir eitt stórt! Að afloknum kosningum blasir ömurleikinn við. Svo virðist sem „gáfaða ríka þjóðin“ hafi kosið að styðja flokkana sem leggja útlend- ingum lið við að eyðileggja landið og efnahag þess. En gerði hún það? Óvinur lands og þjóðar, Fram- sóknarflokkurinn, fékk háðuglega útreið í kosningunum, en er þó voldugasta aflið í þjóðfélaginu. Það er hann vegna, mér er næst að segja, siðleysis hinna flokkanna. Valdagræðgi þeirra vegur þyngra en hagsmunir þjóðarinnar. Fram- sóknarflokknum nýtist allt og getur komið fram af ósvífni gagn- vart þjóðinni og snúið útúr málum, misst helming fylgis, en heldur þó völdum. Hann er eins og óvelkom- ið náttúrulögmál. Ótrúlegt hvað svo lítill flokkur getur valdið mikl- um skaða á náttúru landsins og í félags- og heilbrigðismálum. Hann kemst nær undantekningarlaust í oddastöðu, sama hvað þjóðin reyn- ir til að losna við hann. Í samningum um ríkisstjórn fórnaði formaður flokksins ráðu- neyti til að verða forsætisráðherra. Þar situr hann nú í óþökk þjóðar- innar. Í stað þess að virða óskir frónverja biðla hinir flokkarnir til flokksins sem þjóðin hafnar. Sjá ekki allir hvað ræður för? Hags- munir þjóðarinnar virðast algjört aukaatriði allra flokkanna. Stjórn- málafólkið hugsar sýnilega fyrst og síðast um eigin hag. Augljós sönnun þess er eftirlaunafrum- varpið, sem allir flokkarnir sam- þykktu heilshugar. Með þeim lögum var óhugnanlegt misréttið fullkomnað. Yfirlýstur óvinur er betri en falskur vinur. Verkalýður- inn veit hvar hann hefur Sjálfstæð- isflokkinn. Allir hinir flokkarnir þykjast vera félagshyggjusinnaðir og Samfylkingin telur sig jafnvel til jafnaðarflokks, sem er hámark hræsninnar. Alþýðuflokkurinn var sá eini sem sinnti jafnaðarmennsku en sú hugsjón hvarf úr íslenskum stjórnmálum þegar þessi fyrrum flokkur fólksins varð spillingu að bráð. Þar sem Samfylkingin hefur ráðið situr misréttið sem fastast, en þrátt fyrir það er hún hvorki betri né verri en hinir fölsku vin- irnir. Samfylkingin vill að þjóðin afsali sér sjálfstæði sínu og hún var samþykk Kárahnjúkavirkjun og vill stækka álverið í Straums- vík. Hún grætur ekki aukna meng- un og umhverfisspjöll. Aldraðir, umönnunarfólk og fatlaðir eiga ekki upp á pallborðið hjá henni. Það sést meðal annars á bílakaup- um fyrir ferðaþjónustu fatlaðra, en breytt var frá góðum ferðabíl- um yfir í grjótharða vöruflutn- ingabíla þar sem farþegar í hjóla- stólum sjá aðeins ofan í götuna. Launamisréttið lætur hún sér í léttu rúmi liggja. Það er nú einu sinni þannig að þó orð séu til alls fyrst verður meining að fylgja. Fyrir 60 árum var ég skráður í Alþýðuflokkinn, svo í flokk Vil- mundar, svo í Þjóðvaka og þaðan í Samfylkinguna þar sem ég dvel enn, sjálfum mér til undrunar. Allur þessi ferill á rætur að rekja í von minni um sannan jafnaðar- flokk, með heiðarlegu og skiln- ingsgóðu forustufólki. Vonin um að hafa meiri áhrif innanfrá en utan veldur því að ég er enn um borð. Ég vona að Samfylkingin nái áttum og hafi gott af gagnrýni, eins og allir og auðvitað að hún þoli hana, sé hún byggð á réttum grunni. Vinstri grænir hafa áunnið sér virðingu fyrir baráttu sína fyrir umhverfinu, gegn inngöngu í ESB og stefnu stjórnvalda í nýtingu sjávarauðlinda. En þeir gleyma, eða eitthvað veldur, að réttlát deil- ing þjóðartekna skiptir þá ekki máli frekar en aðra flokka. Þeir, eins og fleiri, tala um misréttið en lengra nær það ekki. Formaður þeirra gætti þess að láta ekki ná í sig, þegar eftirlaunafrumvarpið alræmda fór í gegnum þingið. Hann eins og þingheimur, sveitar- stjórnarfólk og embættismenn, vill hafa það ofurgott í ellinni á kostnað þjóðarinnar. Þetta fólk vill fyrir alla muni ekki sitja við sama borð og það ætlar þjóð sinni. Þessu fólki finnst að það eigi rétt á að hafa það margfalt betra í laun- um og fríum en aðrir landsmenn og fullkomna það svo með því að setja lög sem neyða þjóðina til að sjá þeim fyrir margföldum laun- um seinni hluta ævinnar. Jafnvel á tveimur stöðum samtímis, eins og nú á sér stað og rétthafar þess, samkvæmt lögunum, sjá ekki sóma sinn í að hafna. Mannlegu þáttunum víkja allir flokkarnir fyrir minnsmerki um sjálfa sig og hækkandi launum til þeirra sem síst þurfa. Að sumu leyti gæti Frjálslyndi flokkurinn verið athyglisverð undantekning. Best væri að kosið væri um fólk, fyrir fólk. Ekki flokka fyrir flokka. Manneskjulegustu kostirnir nú, eru líklega ein frá Framsókn, fjór- ar frá Frjálslyndum, tvær frá Samfylkingu og þrjár frá VG. Íslendingar eiga lítið val þegar kemur að kosningum UMRÆÐAN SAMFÉLAGSMÁL ALBERT JENSEN TRÉSMÍÐAMEISTARI Mannlegu þáttunum víkja allir flokkarnir fyrir minnsmerki um sjálfa sig og hækkandi launum til þeirra sem síst þurfa. SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.