Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 32

Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 32
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR32 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. ANTONI GAUDÍ (1852-1926), LÉST ÞENNAN DAG. „En maðurinn skapar ekki... hann uppgötvar.“ Spænski arkítektinn Gaudí fór eigin leiðir í listsköpun sinni. Þennan dag árið 1865 var nýjasta verk þýska tónskáldsins Richards Wagner frumsýnt í München. Óperan ber heitið Tristan og Ísold og varð hún ein frægasta þýska ópera þessa tíma. Sagan af Tristan og Ísold hefur verið þekkt um langa hríð og á rætur sínar að rekja aftur í keltneskan sagnaarf. Í stuttu máli fjallar hún um hinn unga Tristan sem fer til Írlands til að biðja Ísoldar prinsessu fyrir hönd frænda síns, konungsins Marks. Leiðin er ströng og þarf Tristan að drepa stóran dreka svo að ætlunarverk hans takist. Á leiðinni frá Írlandi lenda þau Tristan og Ísold svo óvart í því að drekka ástarmjöð sem ætlaður var Ísold og konungn- um Mark, og eru þau upp frá því bundin heitböndum. Efniviðurinn var notaður í ljóðum á ýmsum tungumálum á miðöldum. Á nítj- ándu öld varð sagan aftur vinsæl samhliða fundi á gömlum ljóðum, en Wagner var innblásinn af ljóði miðaldaskáldsins Gottfrieds von Strassburg. ÞETTA GERÐIST: 10. JÚNÍ 1865 Óperan Tristan og Ísold frumsýnd MERKISATBURÐIR 1789 Jarðskjálftahrina hefst á Suðurlandi. Í heila viku skalf jörðin með allt að tíu mínútna millibili. 1940 Þjóðverjar hernema Noreg í seinni heimsstyrjöldinni. 1940 Ítalía hefur þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni með því að lýsa yfir stríði á hendur Frökkum og Bretum. 1967 Sex daga stríðinu lýkur í Miðausturlöndum. 1986 Fimm þúsund króna seðill er settur í umferð á Íslandi. 1993 Steinboginn yfir Ófærufoss í Eldgjá finnst brotinn. 1999 NATO hættir loftárásum í Kosovo. 2001 Konur flytja ávörp í fyrsta sinn við hátíðahöld Sjó- mannadagsins í Reykjavík. Í dag hlaupa konur í Nam- ibíu og styrkja konur í Afganistan í Kvennahlaupi ÍSÍ. Nokkur ár er síðan Kvennahlaupið breiddist út til annarra landa og í ár er UNIFEM á Íslandi í sam- starfi við ÍSÍ undir yfir- skriftinni „Hvert skref skiptir máli“. Markmið samstarfsins er að hvetja íslenskar konur til þess að sýna samstöðu með mann- réttindum kvenna, sérstak- lega í Afganistan, um leið og þær efla eigin heilsu. „Samstarfið fer þannig fram að UNIFEM fær fimmtíu krónur af hverjum kvennahlaupsbol. Einnig stöndum við fyrir sölu á bleiku armböndunum á hlaupastað en allur ágóði af sölunni rennur til starfs- ins í Afganistan,“ segir Birna Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Armböndin eru einnig seld í nokkrum verslunum, Body Shop, Iðu og á Barnum, svo eitthvað sé nefnt. „Við erum líka búin að vera með áskoranir á saumaklúbba um allt land að taka þátt í hlaupinu. Saumaklúbbar hafa kannski meira verið bundnir við stofuna en nú ætlum við að hvetja konurnar til að drífa sig út saman.“ Hlaupið verður á yfir áttatíu stöðum hér á landi og taka íslenskar konur á erlendri grundu einnig þátt. „Okkur fannst að þessi mál ættu vel saman enda hefur verið hlaupið Kvennahlaup ÍSÍ víða um heim svo alþjóðlega teng- ingin var þegar komin,“ segir Birna. „Nokkur ár eru síðan farið var að hlaupa Kvennahlaup ÍSÍ í útlöndum og núna síðustu þrjú til fjögur árin hafa verið í kring um tíu staðir þar sem haldið er hlaup,“ segir Jóna Hildur Bjarna- dóttir, framkvæmdastjóri Kvennahlaups ÍSÍ. Í ár er meðal annars hlaupið í Namibíu, Kanada og Sviss og hefur áður verið hlaupið meðal annars í Eþíópíu. „Þetta er mjög vinsælt á Norðurlöndum og þar hafa Íslendingafélögin oft stað- ið fyrir hlaupunum, en þau eru stundum fléttuð saman við hátíðahöld í kringum sautjánda júní og verða að minnsta kosti fjórir staðir sem halda hlaupið þá. Einn- ig taka starfsmenn hjá íslenskum fyrirtækja að sér að halda hlaup,“ segir Jóna. Erlendis eru oftast á milli þrjátíu og fimmtíu þátttakendur í hlaupunum og eru aðstandendur Kvennahlaupsins vitaskuld mjög ánægðir með allan þennan fjölda sem hleypur í öðrum löndum. „Okkur finnst mjög skemmtilegt að íslenskar konur erlendis fylgjast vel með og vilja taka þátt í viðburðum sem eru hérna heima. Megin- markmiðið er náttúrulega að hvetja konur til að hreyfa sig og þegar við tökum höndum saman getur ýmislegt gert,“ segir Jóna. Stærsta Kvennahlaupið er haldið í Garðabænum í dag og verður lagt af stað Garðatorgi klukkan 14. Þátttakendur geta valið um að fara tvo, fimm, sjö eða níu kílómetra og má hver fara á sínum hraða. KVENNAHLAUP ÍSÍ: Í SAMSTARFI VIÐ UNIFEM Alþjóðlegur bragur á hlaupinu BIRNA ÞÓRARINSDÓTTIR FRAM- KVÆMDASTJÓRI UNIFEM Á ÍSLANDI UNIFEM selur bleik armbönd í hlaupinu í dag til styrktar konum í Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KVENNAHLAUP ÍSÍ Í EÞÍÓPÍU Góður hópur kvenna hljóp í Eþíópíu í fyrra. JÓNA HILDUR BJARNADÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI KVENNA- HLAUPS ÍSÍ Nokkur hefð er komin fyrir því að Kvennahlaup séu einnig haldin erlendis og verður hlaupið á um tíu stöðum handan við hafið í dag og næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÆDDIST ÞENNAN DAG 1922, Judy Garland, banda- rísk leikkona og söngkona. AFMÆLI Gerður Kristný Guðjónsdóttir er 36 ára. 11.00 Gunnlaugur Jóhannsson frá Krossi í Óslandshlíð, áður Freyjugötu 40, Sauð- árkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju. 11.00 Páll Jónsson, Hóli, Hvítár- síðu, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju. 13.00 Guðbrandur K. Sörens- son, Fífumóa 1b, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri- Njarðvíkurkirkju. 13.30 Bára Steindórsdóttir verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju. Elskulegur sonur okkar, bróðir og faðir, Hallgrímur Páll Guðmundsson Hegranesi 25, Garðabæ, lést af slysförum þriðjudaginn 6. júní. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudagsinn 16. júní kl. 13.00. Guðmundur Hallgrímsson Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir Elísa Björk Guðmundsdóttir Guðmundur Gabríel Hallgrímsson Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Þorbjörnsson skipstjóri, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 8. júní. Ágústa Pétursdóttir Sigurður Helgason Eyjólfur Pétursson Ingveldur Gísladóttir Líney Björg Pétursdóttir Kristinn Sigmarsson Pétur Örn Pétursson Ólöf K. Guðbjartsdóttir afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og veitta aðstoð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, Sigurðar Þorgeirssonar Múlavegi 59, Seyðisfirði. Guðný Björg Þorvaldsdóttir Þorgeir Einar Þórarinsson Oddný Ragna Sigurðardóttir Einar Þór Hauksson Þorgeir Einar Sigurðsson Jakobína Björnsdóttir Sigríður Björg Sigurðardóttir Richard Schols og afabörn. JARÐARFARIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.