Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 40
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR4 Reynsluakstur 550 hestafla Ford GT ofursportbílsins. Það er varla að ég þori að viður- kenna það en ég fékk gæsahúð þegar hulunni var svipt af Ford GT ofursportbíl Brimborgar í flugskýli Arngríms Jóhannssonar á Akureyrarflugvelli síðastliðinn fimmtudag. Ford GT er eins og funheitur nostalgíudraumur. Enda sækir hann nánast alla hönnun sína í GT40, bílinn sem stoppaði sex ára sigurgöngu Ferrari í Le Mans kappakstrinum 1966. Þá voru GT40 bílar í fyrstu þremur sætun- um og forskot þeirra var slíkt að þeir höfðu tíma til að þétta hópinn og stilla sér upp fyrir myndatöku áður en þeir rúlluðu yfir marklín- una í einum hnapp. Það var fyrsti ameríski sigurinn í Le Mans. Eftir að hafa sigrað keppnina næstu þrjú ár líka varð bíllinn að eins- konar goðsögn. Goðsögn sem hefur nú öðlast nýtt líf. Það eitt að horfa á þetta þrjátíu milljón króna tæki með eigin augum hefði dugað mér út vikuna. Að fá tækifæri til að hleypa honum á skeið á flugbrautinni á Akureyri var heldur ekkert voðalega slæmt. Sú lífsreynsla byrjar strax á hurð- unum. Þær ná nánast inn á mitt þak en opnast þó með hefðbundn- um hætti. Þegar inn er komið líður manni eins og blómi í eggi, bíllinn er bókstaflega sniðinn utan um ökumanninn og þeir verða nánast eitt. 5,4 lítra V-8 mótorinn í Ford GT er handsmíðaður úr áli og skilar opinberlega 550 hestöflum. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum er það mjög varlega skömmtuð tala. Hvað sem því líður urrar hann vel bakvið ökumann og far- þega og togar enn betur. Gírkassinn er sex gíra og furðu- lega lipur, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hann er aftast í bílnum en gírstöngin er mjög stutt og leikur vel í lófa ökumanns í afslappaðri stellingu. Bíllinn er hátt gíraður, kemst í 100 km hraða í fyrsta gír, og því þarf smá gætni við að taka af stað án þess að drepa á honum. Þegar af stað er komið bíður ekkert nema frelsi og meira frelsi. Það fylgir því mikil ábyrgð að sitja undir stýri á bíl sem er 3,6 sekúndur í hundrað og á þá fimm gíra eftir. Við kynninguna á bíln- um sagði Egill Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Brimborgar, að það væri notandinn sem réði því hvort tæki og tól væru hættuleg. Því væri stefnan að nota Ford GT bíl- inn sem tákn um hvernig eigi að beisla kraft með ábyrgð. Eitt af því sem oft er nefnt í umræðunni gegn hraðakstri á vegum og götum eru afmörkuð æfingasvæði þar sem hægt væri að keyra hraðar en almennar hraðatakmarkanir leyfa. Af sömu ástæðum var bíllinn kynntur á flugbraut en ekki á Hellisheiði. Ég hafði í laumi gert mér vonir um að setja bílinn í 200 km hraða á brautinni og varð því hálfvonsvik- inn þegar ég varð að hægja á mér í fjórða gír eftir hálfa braut og hraðamælirinn sýndi tæplega 160. Aksturinn var þó mjög ánægju- legur. Mér fannst mér bíllinn varla hreyfast, hann var svo stöðugur á brautinni og lét betur að stjórn en flestir aðrir bílar sem ég hef ekið, algjörlega áreynslulaust. En það er einmitt eitt sérkenni bílsins, að vera búinn afli og búnaði sem hæfir helmingi dýrari bíl, en vera mikið auðveldari í meðhöndlun en flestir aðrir ofurbílar. Ég fylltist svo enn meiri virðingu fyrir bíln- um þegar það rann upp fyrir mér að hraðamælirinn sem hafði vald- ið mér vonbrigðum telur víst mílur en ekki kílómetra. Eftir örstutt kynni er þrennt sem stendur upp úr þegar Ford GT er annars vegar. Í fyrsta lagi er það útlitið sem er mjög nútíma- legt þó það beri sterkan svip sjö- unda áratugarins. Í öðru lagi er það mótorinn sem urrar svo skemmtilega og skilar gríðarlegu aflinu beint út í afturhjólin og í þriðja lagi eru það frábærir akst- urseiginleikar. Bíll sem haggast varla og er eins og hugur manns á 250 km hraða á svo sannarlega skilið forskeytið „ofur“. einareli@frettabladid.is Upp í hundrað í fyrsta gír Tveir öflugir frá Ford, GT bíllinn og Focus, rallýbíll Jóns Bjarna Hrólfssonar og Borgars Ólafssonar. Þeir kappar hafa gert það gott í rallinu í ár og voru mættir til leiks á Akur- eyri til að keppa á GT bílnum við flugvél Arngríms Jóhannssonar. Við það tækifæri komu þeir bílnum á 300 km hraða. Christian von Koenigsegg gaf bílnum góða dóma eftir fyrstu kynni. Hér skoðar hann mótorinn ásamt Agli Jóhannssyni, fram- kvæmdastjóra Brimborgar. Eldrauður, vígalegur, liggur vel og hefur feykinóg afl. Með öðrum orðum: Sportbíll. Mælaborðið er frekar einfalt en vel hannað. Fyrir ofan stýrið er stór snúningshraðamælir en lengst til hægri er hraðamælir í sömu stærð. Rauði hnappurinn fyrir miðri mynd er ræsihnappur mótorsins. Hesthúsið er fyrir aftan húsið og hýsir 550 uppgefna hesta. Stífurnar sem tengjast aftur- fjöðruninni eru áberandi. Vígalegar línur sem sameina það besta úr sportbílaheiminum í dag og 40 ára goðsögnina GT40. Afturdekkin eru á 19 tommu felgum en framdekkin á 18 tommum. LJÓSMYNDIR/HEIÐA.IS Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.