Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 43

Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 43
[ ] Króatía hefur upp á allt að bjóða. Falleg náttúran, lifandi menning og notalegt loftslag eru meðal þess sem dregur ís- lenska ferðamenn til landsins. Króatía hefur verið vinsæll áfanga- staður íslenskra ferðalanga undan- farin ár. Flestir dvelja þeir í sumar- dvalarbæjunum á Istríaskaganum og þar er af nógu að taka fyrir ferðamenn. Istríaskaginn er nyrsti hluti Króatíu. Þar er fjöldinn allur af fallegum litlum bæjum sem kúra niður við ströndina eða tróna upp á hæðum inn til landsins. Klettóttar strendur, grónar vínekrur og blóm- legar byggðir einkenna svæðið sem á sér langa sögu. Víða má finna minjar frá tímum Rómverjanna en menning landsins er skemmtileg blanda sem Grikkir, Rómverjar, Slavar, Ítalir og Austurríkismenn hafa sett mark sitt á. Strandbæirn- ir Porec og Rovinj eru vinsælustu sumardvalarstaðirnir meðal Íslend- inga en báðir bæirnir eiga sér langa sögu. Það er auðvelt að ferðast um Króa- tíu á eigin vegum. Bílaleigubílar eru ódýr kostur og vegakerfið er til fyrirmyndar. Fyrir þá sem dvelja í Porec eða Rovinj er stutt að skreppa yfir til Slóveníu og það tekur ein- ungis um tvær og hálfa klukku- stund að keyra til Zagreb, höfuð- borgar Króatíu. Pula er stærsti bærinn á Istríaskaganum og hann ættu ferðamenn ekki að láta fram hjá sér fara. Ágætar almennings- samgöngur eru á svæðinu og auð- velt er að taka rútu milli helstu bæja. Þá er einnig gaman að ferð- ast um svæðið á reiðhjóli. Undan ströndum Króatíu eru fjölmargar eyjar sem gaman er að heimsækja. Ferðaskrifstofurnar bjóða upp á skemmtilegar siglingar og eins er hægt að leigja sér báta fyrir styttri ferðir. Þeir sem vilja sigla lengra geta skellt sér í dags- ferð yfir Adríahafið til Feneyja sem eru skammt undan. Króatar dekra við bragðlaukana þegar kemur að matargerð. Ítalskra áhrifa gætir í matargerð á Istría- skaganum og á hverju götuhorni má rekast á veitingastaði sem bjóða upp á pítsur og pasta. Hvers kyns sjávarfang er einnig áberandi á matseðlunum og fiskimenn leggja að höfn í Porec og Rovinj með alls konar góðgæti úr sæ. Svæðið er einnig þekkt fyrir góð vín en á Istrí- askaganum eru fjölmargir vín- ræktendur. Verðið er hagstætt og maturinn er undantekningalaust góður. Uppbyggingin í Króatíu undan- farin ár er aðdáunarverð og ferða- mönnum er vel tekið. Landið er í senn framandi og nútímalegt og margir eru sammála um að þar sé að finna Evrópu eins og hún var. thorgunnur@frettabladid.is Evrópa eins og hún var Í bænum Groznjan. Hlaðnar, þröngar götur og vinaleg gömul hús einkenna bæina á Istríaskaganum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRGUNNUR Pula er stærsta borgin á Istría skaganum og þar er að finna merkar minjar frá tímum Róm- verja. Hringleikahúsið er eitt stærsta og best varðveitta hringleikahúsið í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRGUNNUR Rovinj er einn fallegasti bærinn við strendur Adríahafsins. Þröngar götur hlykkjast milli gamalla húsa og höfnin iðar af lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hægt er að leigja jeppa á Íslandi frá 8.000 kr á dag. Fínir í fríið innanlands þegar fara á um fjöll og firnindi. > Ekki missa af... Gönguferð um gamla bæinn í Rovinj. Eins og að rölta aftur í tímann. Euphrasiusar-basilíkunni í Porec. Hringleikahúsinu í Pula. Eitt stærsta og best varðveitta hringleikahús í heiminum. Dagsferð til Dubrovnik. Langt að fara en klárlega þess virði. Groznjan. Skemmtilegur listamanna- bær í dásamlegu umhverfi. Tímarit um útivist og ferðalög Nýtt tölublað 100 blaðsíður HVERNIG GRILLAR MAÐUR NAUTAKJÖT? –þú veist það ef þú lest Fréttablaðið – Vel lesið! F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.