Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 44
8 10. júní 2006 LAUGARDAGUR Ertu á leið til framandi landa? Á heimasíðu Lonely Planet: www.lonelyplanet.com, er að finna góðar upplýsingar fyrir ferðamenn. Á síðunni eru upplýsingar um flest öll lönd í heimin- um, jafnvel þau allra frumstæðustu sem fáir ferðamenn heimsækja. Það besta við vefinn eru umræðuþræðirnir. Þar skiptast ferða- langar á upplýsingum og reynslusögum og þar má finna upplýsingar um allt milli himins og jarðar sem oft eru raunhæfari en það sem lesa má í glansbæklingum ferðaskrifstofanna. góð ráð } Strandbærinn Peniscola er sögulegur bær sem liggur norðarlega í Valencia-héraði á Spáni, um klukkustundar akst- ur er í suðurátt til samnefndrar borgar. Bærinn skartar líkt og flestir aðrir strandbæir á Spáni nútíma- legri og langri strandgötu sem teygir sig nokkra kílómetra með- fram fallegri hvítri sandströnd. Út frá ströndinni má vaða þrjátíu metra áður en sjórinn nær meðal stórum manni upp á mitti. Yfir ströndinni gnæfir gamall kastali sem stendur á sextíu metra hárri hæð sem umlukinn er háum virkismúrum. Páfar og kon- ungar voru meðal ábúenda í kast- ala þessum öldum saman. And- stæðurnar á milli nýtískulegrar strandgötunnar og kastalans eru hrífandi. Kvikmyndin El Cid sem fjallar um spænsku 11. aldar goð- sögnina Rodrigo Díaz de Vivar með stórleikaranum Charlton Heston í aðalhlutverki var kvik- mynduð í kastalanum og umhverfi hans. Þegar upp á hæðina er komið taka við þröngar húsagöt- ur umhverfis kastalann og fer hugurinn af stað um ævintýri fyrri alda. Innan um þröngar götur á hæðinni er aragrúi veit- ingastaða sem flestir bera fram sjávarrétti úr Miðjarðarhafinu, margir veitingastaðirnir eru þannig staðsettir að hægt er að njóta tilkomumikils útsýnis yfir Miðjarðarhafið á meðan fólk gæðir sér á matnum. Bærinn er þeim kosti gæddur að túristavæðingin er ekki orðin eins mikil og á mörgum öðrum stöðum á Spáni. Breskir barir eru sjaldséðir og gestir inni á þeim jafnvel sjaldséðari. Stærstur hluti gestanna er spænskt fjöl- skyldufólk. Íslenskar ferðaskrif- stofur eru ekki farnar að bjóða upp á pakkaferðir til bæjarins en miðað við það sem hann hefur upp á að bjóða þá gæti það hæg- lega gerst. Nýi hluti bæjarins er skynsamlega byggður, engin tíu hæða hótel sem skyggja á síðdeg- issólina hafa risið við ströndina nálægt gamla bænum. Göturnar eru hreinar og ekki hafa skyndi- bitakeðjur náð fótfestu heldur. Sólardýrkendur í leit að rólegu fríi í tiltölulega óspilltum bæ ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Sumir sem heimsækja spænska sólarströnd ekki í þeim tilgangi að vakna um miðja nótt þegar breski hópurinn á hótelinu kemur heim af barnum, með fullri virð- ingu fyrir þeirri annars ágætu þjóð. Peniscola hentar vel þeim sem vilja fá góðan nætursvefn. valgeir@frettabladid.is Söguslóðir og hvítar strendur Strandbærinn Peniscola. Það elta margir sólina á Spáni. Ferðaþjónustufyrirtæki vekja athygli á Vesturlandi sem væn- legum kosti fyrir ferðamenn. Þúsundir landsmanna flykktust á Vesturland um Hvítasunnuhelgina. Ástæðan var átak sextán ferðaþjón- ustuaðila sem tekið hafa höndum saman til að vekja athygli á Vestur- landi sem vænlegum ferðavalkosti. Ferðalangar hlýddu á sagna- menn, söngvara og tónlistarmenn vítt og breytt um Borgafjörð, gengu á fjöll og nutu kræsinga á Snæfells- nesi. Enn fremur brugðu menn sér í siglingar um Breiðafjörð og brýndu busana með víkingum í Dölum. Næsta samstarfsverkefni ferða- þjónustufyrirtækjanna er að fylkja liði á Vestnorden ferðakaupstefn- una í Reykjavík í haust til að festa Vesturland enn frekar í sessi hjá þeim erlendu aðilum sem selja ferðir til Íslands. Vesturland fyrir ferðamenn Gísli Einarsson segir sögur á Sögulofti Landnámssetursins. NÝ ÚTGÁFA AF KORTABÓK ÍSLANDS ER KOMIN ÚT. Á dögunum kom út hjá Máli og menningu ný útgáfa af Kortabók Íslands. Bókin inniheldur ný kort í mæli- kvarðanum 1:300 000 með sama útliti og Íslandsatlas Eddu. Landið er sýnt á 60 kortum sem unnin eru með bestu nútíma tækni og sýna landið eins og það er. Að auki eru í bókinni 40 kort af höfuðborgarsvæðinu og öðrum þéttbýlissvæðum auk upplýsinga um söfn, sundlaugar, golfvelli, tjaldsvæði og annað slíkt. Kortabókin er gormabundin og í þægilegu broti svo auð- velt er að fletta upp í henni á ferðalögum. Um er að ræða góða og aðgengilega bók sem er ómissandi í bílinn. Kortabók Íslands komin út Nýja kortabókin er ómiss- andi í ferðalagið. FERÐAMÖNNUM Á LEIÐ TIL OG FRÁ ÍSLANDI FJÖLGAÐI UM 20 PRÓSENT Á MILLI ÁRA. Farþegar um Keflavíkurflugvöll í maí voru 165 þúsund talsins og fjölgaði þeim um tæp 15 prósent milli ára. Um 15 prósent ferðalanganna áttu þó aðeins viðkomu hér á leið til annarra landa. Ef einungis er tekinn fjöldi þeirra sem voru á leið til og frá Íslandi fjölgaði farþegum um tæp 20 prósent. Fjöldi þeirra sem fóru um Keflavík- urvöll fyrstu fimm mánuði ársins var ríflega hálf milljón, eða 12 prósentum fleiri en árið 2005. Upplýsingar eru fengnar af vef Ferða- málastofu. Farþegum fjölgar Um 15 prósent ferðamanna sem koma á Keflavíkurflugvöll eru á leið til annarra landa en Íslands. Innritun fyrir haustönn 2006 Innritun fyrir haustönn 2006 stendur nú yfir. Umsóknarfrestur er til 12. júní. Rafræn innritun fer í gegnum www.menntagatt.is. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans sem er opin 8.00-15.00 eða á heimasíðu skólans, www.fa.is. Eftirtaldar námsbrautir eru í boði: Bóknámsbrautir til stúdentsprófs: félagsfræðibraut, málabraut, náttúrufræðibraut og viðskipta- og hagfræðibraut. Starfsnámsbraut; upplýsinga- og fjölmiðlabraut – veftæknanám, -viðbótarnám til stúdentsprófs Heilbrigðisskólinn: Heilsunuddarabraut, hjúkrunar- og móttökuritarabraut, brúarnám á hjúkrunar- og móttökuritarabraut, lyfjatæknabraut, læknaritarabraut, sjúkraliðabraut, brúarnám á sjúkraliðabraut og tanntæknabraut. -viðbótarnám til stúdentsprófs Almenn námsbraut. Nánari upplýsingar um allar þessar brautir eru á heimasíðu skólans, www.fa.is. Þar er einnig kynning á skólastarfinu, myndir úr félagslífi o.fl. Skólinn býður upp á fjarnám allt árið. Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans. Skólameistari Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Króatíu í júní. Króatía hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum síðan við kynntum þennan frábæra áfangastað. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað. Gríptu tækifærið og kynnstu einum eftirsóttasta áfangastað ferðamanna í Evrópu. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu til Króatíu 21. júní frá kr. 39.990 Allra síðustu sætin 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.