Fréttablaðið - 10.06.2006, Síða 68
10. júní 2006 LAUGARDAGUR44
Ian Rankin var rúmlega tvítugur bókmenntafræðinemi við háskólann í Edinborg þegar
hann fékk hugmyndina að fyrstu
Rebus bókinni. Þá hafði hann þegar
skrifað tvær óútgefnar skáldsögur
og fiktað við að skrifa smásögur,
ljóð og söngtexta. „Ég sat í íbúðinni
minni á kaldri vetrarnótt og starði í
eldinn þegar ég fékk hugmynd að
sögu þar sem tveir einstaklingar
tækjust á. Annar lagði þrautir fyrir
hinn, sem væri hugsanlega lögga,
og sendi honum vísbendingar um
glæpi. Ég vissi ekkert um lögregl-
una eða glæpasagnaskrif á þessum
tíma og hafði ekki lesið mikið af
reyfurum. Persónan tók samt fljótt
á sig mynd og ég planaði bókina alla
á þessu eina kvöldi,“ segir Rankin
um tilurð fyrstu Rebusbókarinnar,
Knots & Crosses.
„Ég hafði verið að stúdera Dr.
Jeckyl and Mr. Hyde eftir Robert
Louis Stevenson. Sú bók fjallar í
raun að miklu leyti um Edinborg og
er skrifuð af Edinborgara og mér
fannst það bæði pirrandi og fyndið
að hún skyldi eiga sér stað í London.
Ég lít á hana sem Edinborgarsögu
og finnst hún segja mikið um borg-
ina og gefa innsýn í persónugerð
Skota. Ég ákvað því að uppfæra
söguna og flyja hana heim til Edin-
borgar með Knots & Crosses. Allt
þetta löggudót var í mínum huga
bara tilgangurinn sem helgaði með-
alið, aðferð til að segja þessa sögu
þannig að það kom mér algerlega í
opna skjöldu eftir að hún kom út að
sjá hana í glæpasagnadeildum
bókabúða en ekki innan um skoskar
bókmenntir. Ég skammaðist mín
fyrir þetta vegna þess að ég ætlaði
að verða prófessor í ensku. Þetta
var mikið sjokk að verða glæpa-
sagnahöfundur fyrir slysni.“
Grunaður um glæp
Rankin ákvað síður en svo að binda
trúss sitt við Rebus strax eftir
Knots & Crosses og skrifaði tvær
aðrar bækur, njósnasögu sem ger-
ist í London og glæpasögu sem átti
sér stað í Bandaríkjunum. „Ég
komst svo að þeirri niðurstöðu að
allt sem mig langaði að segja um
lífið og tilveruna rúmaðist innan
ramma sakamálasögunnar. Rann-
sóknarlögreglumaðurinn eða einka-
spæjarinn eru mjög góð tól til þess
að kryfja samfélagið með. Hann
hefur aðgang að lægstu lögum sam-
félagsins, dópistunum, melludólg-
unum og vændiskonunum en hann
getur líka átt samskipti við stjórn-
málamenn, bissnissmenn og skoðað
alls konar spillingu. Útgefandinn
minn hafði sagt mér að hann sér lík-
aði vel við persónu Rebusar og ég
ákvað því að gefa honum annan
séns.“
Rankin leggur töluverða vinnu í
undirbúning hverrar bókar og
kynnir sér viðfangsefni sín gaum-
gæfilega. Þetta hefur hann gert frá
upphafi og lenti til að mynda í vand-
ræðum í samskiptum sínum við lög-
regluna þegar hann vann að fyrstu
Rebusbókinni. „Ég hafði ekki
hundsvit á störfum lögreglunnar og
skrifaði háttsettum lögreglumanni í
Edinborg og bað hann um hjálp.
Hann sendi mig til tveggja rann-
sóknarlögreglumanna sem voru til-
búnir til að ræða við mig um per-
sónu Rebusar. Þeir vildu samt fyrst
vita um hvað sagan væri og ég sagði
þeim upp og ofan af fléttunni. Ég
vissi auðvitað ekki að þeir voru þá
að rannsaka mjög svipaðan glæp og
ég var að skrifa um þar sem barni
hafði verið rænt í nágrenni Edin-
borgar. Ég fékk því réttarstöðu
grunaðs manns þar sem þeir héldu
að ég hefði framið glæpinn og væri
kominn til þess að leika mér að
þeim. Fyrsta glæpasagan mín varð
því til þess að það féll á mig grunur
í raunverulegu sakamáli. En mesta
hrós sem ég hef fengið var þegar
háttsettur lögreglustjóri í Edinborg
fjallaði um eina bókina mína í dag-
blaði og sagðist vilja óska þess að
hann hefði eina löggu eins og Rebus
Slysaðist inn á glæpabrautina
IAN RANKIN Tvítugur að aldri skrifaði Rankin fyrstu bókina um John Rebus. Tuttugu árum og átján bókum síðar ætlar Rebus að setjast í
helgan stein á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Rebus hefur notið mikilla vinsælda
í bresku sjónvarpi. Hinn mjög svo
geðþekki skoski leikari John Hannah
tók manna fyrstur að sér að túlka
ólíkindatólið.
„Hann er mjög ólíkur gaurnum í
bókunum mínum,“ segir Rankin. „Marg-
ir aðdáendur hafa sagt mér að þeim
finnist hann of ungur og myndarlegur
og ég held að John Hannah geti alveg
tekið undir það. Framleiðslufyrirtæki
hans keypti hins vegar réttinn á bók-
unum og þess vegna lék hann Rebus.
Þeir gerðu fjórar sjónvarpsmyndir áður
en hann varð of upptekinn í Holly-
wood og nú hefur Ken Stott tekið við
rullunni. Hann er miklu líkari Rebusi,
að minnsta kosti hvað líkamsburð
varðar. Hann hefur leikið í tveimur
myndum hingað til og þær hafa gengið
mjög vel og það stendur til að gera fjórar myndir með Scott í viðbót.“
Rankin segist ekki hafa neitt með sjónvarpsmyndirnar að gera. „Ég skrifa ekki
handritin, ég les þau ekki og ég horfi ekki á þættina vegna þess að ég vil ekki
að raddir leikaranna komist inn í hausinn á mér og trufli þær raddir sem hljóma
þar nú þegar. Mér hefur samt brugðið fyrir í smáhlutverki í einni Hannah-mynd
og einni með Scott. Það góða við sjónvarpið fyrir rithöfund er að maður eignast
vonandi nýja lesendur. Rebusbækurnar eru mjög vinsælar en þegar ný bók, eins
og Fleshmarket Close, kemur út í kilju í Bretlandi sel ég kannski hálfa milljón
eintaka. Þegar hún er sýnd í sjónvarpi horfðu átta milljón manns á hana. Það
eru þá sjö og hálf milljón sem hefur ekki lesið bókina. Aðeins lítill hluti þeirra
þyrfti að fara og kaupa hana til þess að gera mig mjög glaðan.“
Rebus í sjónvarpinu
JOHN HANNAH Lék John Rebus í fyrstu
myndunum um rannsóknarlögreglumanninn.
Sakamálasögur skoska rithöfundarins Ian Rankin
um rannsóknarlögreglumanninn John Rebus njóta
mikilla vinsælda út um allan heim og þá ekki síst á
Íslandi. Þórarinn Þórarinsson ræddi við höfundinn
þegar hann heimsótti landið á dögunum og spurði
hann um vinsældirnar, glæpasögur og Rebus sjálf-
an sem fer á eftirlaun á næsta ári.
í sínum mannafla, en aðeins eina því
það væri ekki pláss fyrir tvær lögg-
ur eins Rebus.“
Samfélagsrýnirinn Rebus
Rankin segist meðvitað hafa orðið
pólitískari í skrifum sínum með
árunum og hann beini sjónum
Rebusar iðulega að eldfimum sam-
félagsmálum enda sé skáldsagan í
eðli sínu heppilegur vettvangur til
þess.
„Mikið af fagurbókmenntum
sem eru að koma út í Bretlandi um
þessar mundir eru mjög sjálfmiðað-
ar. Þær fjalla um höfundana eða
persónur sem eiga í innri baráttu.
Bestu sakamálasögurnar fjalla hins
vegar um átökin í samfélaginu,
stóru siðferðislegu spurningar
dagsins í dag. Síðasta bók, Flesh-
market Close, fjallar um hælisleit-
endur og byggir á raunverulegu
morði sem var framið í Skotlandi.
Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu
fyrir hana. Ég geri það að vísu yfir-
leitt, sérstaklega þegar ég fjalla um
viðkvæm málefni eins og innflytj-
endur. Margir stjórnmálamenn lesa
bækurnar mínar og ég vil vera viss
um að ég sé með staðreyndirnar á
hreinu. Í þessu tilfelli fékk ég mikla
hjálp frá góðgerðarsamtökum sem
aðstoða hælisleitendur í Skotlandi,
félagsráðgjafar voru mér einnig
innan handar og svo vitaskuld lög-
reglan.
Ég nýt þess að vinna undirbún-
ingsvinnuna vegna þess að hver bók
byrjar yfirleitt á stórri spurningu
sem ég spyr sjálfan mig. Spurning-
in sem ég glímdi við í Fleshmarket
Close var: „Hversu kynþáttafor-
dómafullir eru Skotar orðnir?“ Við
höfum nefnilega í gegnum aldirnar
verið of upptekin af trúardeilum og
hatri milli mótmælenda og kaþól-
ikka og höfum því ekki gefið öðrum
menningaheimum gaum. En nú
virðist það vera að koma á daginn
að við glímum við mikla kynþátta-
fordóma í Skotlandi og við verðum
að horfast í augu við það. Ég hef tek-
ist á við aðrar erfiðar spurningar í
eldri bókum. Hver bók byrjar á
spurningu og til þess að svara þeim
spurningum þá læt ég Rebus fá
hana.“
Í helgan stein á næsta ári
Rankin segir að vinsældir Rebusar
utan Bretlands hafi komið sér
ánægjulega á óvart en bendir á að
þetta hafi allt gerst mjög hægt.
„Fyrsta Rebus bókin seldist í 800
eintökum þegar hún kom fyrst út
1987 og ég skrifaði átta Rebusbæk-
ur áður en ég sló í gegn. Sú áttunda
Black & Blue, sem hlaut Gullrýting-
inn, seldist í í miklu stærra upplagi
en fyrri bækurnar. Ég held að Danir
hafi orðið fyrstir til að þýða Rebus
en önnur lönd voru lengur að taka
við sér. Þetta hefur gerst hægt
þannig að ég hef haft nægan tíma til
að venjast þessu en það er frábært
að verða vinsæll rithöfundur.“
Persóna Rebusar hefur tekið
miklum breytingum á þeim tæplega
tuttugu árum sem Rankin hefur
skrifað um hann. „Ég ákvað snemma
að bækurnar ættu að vera raun-
sæjar. Rebus vinnur á raunveru-
legri lögreglustöð, gatan sem hann
býr við er til og hann drekkur á
alvöru bar. Raunveruleikakrafan
felur að sjálfsögðu í sér að Rebus
verður að eldast í rauntíma. Vanda-
málið er að núna er hann í kringum
58 eða 59 ára og verður að fara á eft-
irlaun sextugur. Ég stend þvi
frammi fyrir því að Rebus mun
hætta á næsta ári og ég geri ráð
fyrir að síðasta Rebusbókin komi út
á þá, 20 árum á eftir þeirri fyrstu.“
Rebus myndi ekki líka við mig
Rebus er vandræðaseggur, á erfitt
með að vinna með fólki og virðist
haldinn sjálfseyðingarhvöt en Rank-
in er þó ekki tilbúinn til þess að við-
urkenna að hann sé alkóhólisti.
„Hann er örugglega alveg á
mörkum þess að vera alvöru alkó-
hólisti. Hann náði botninum í Black
& Blue árið 1997 en hefur dregið úr
drykkjunni síðan þá og hefur stjórn
á henni. Það er áhugavert að aðdá-
endur hans virðast skipast í tvo jafn
stóra hópa; konur sem lesa bækurn-
ar vilja að hann breytist, borði betri
mat, drekki minna og hætti að
reykja. Körlum finnst hann hins
vegar frábær eins og hann er. Ég
held að það sé vegna þess að hann
hefur alla þá lesti sem þeir hafa
ekki. Ég hef ekki þessa lesti. Ég sit
og drekk bjór akkúrat núna en ég
reyki til dæmis ekki og ég gæti ekki
drukkið jafn mikið og hann. Við
erum mjög ólíkir hvor öðrum að
mörgu leyti.
Þegar ég skóp Rebus var ég tví-
tugur námsmaður en hann fertugur
fyrrverandi hermaður. Þannig að ef
hann gengi inn á bar í Edinborg er
ég viss um að honum myndi ekki
líka við mig. Alveg örugglega
ekki.“
„En mesta hrós sem ég
hef fengið var þegar
háttsettur lögreglustjóri
í Edinborg fjallaði um
eina bókina mína í
dagblaði og sagðist vilja
óska þess að hann hefði
eina löggu eins og Rebus
í sínum mannafla, en
aðeins eina því það væri
ekki pláss fyrir tvær lögg-
ur eins Rebus.“