Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 74
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR50 Volver, nýjasta kvik- mynd spænska leikstjór- ans Pedro Almodóvar, vakti verðskuldaða athygli á kvikmynda- hátíðinni í Cannes á dögunum og þykir með hans bestu verkum. Þórarinn Þórarinsson hitti Almodóvar að máli og ræddi við hann um samkynhneigð, tilfinningar og brjóstin á Penélope Cruz. Almodóvar er jafnan bestur þegar hann fjallar um konur og það má segja að með Volver hverfi hann aftur til upp- runans þar sem hann segir tilfinn- ingaþrungna sögu tveggja systra, dóttur annarrar þeirra og móður þeirra. Karlmenn koma varla við sögu en þegar þeir gera það eru þeir bölvaðar skepnur. Penélope Cruz leikur aðra systurina sem þarf að takast á við ástvinamissi og kynferðislega misnotkun og losa sig við lík. Sterkar konur, vondir menn „Þegar ég byrjaði að skrifa hand- rit myndarinnar ákvað ég að vinna með þann kvennaheim sem ég ólst upp í,“ segir Almodóvar. „Þá var ég umkringdur konum þar sem karlarnir unnu fjarri heimilinu. Þessar konur voru mjög sterkar og þurftu að berjast fyrir öllu þannig að í mínum huga eru þær tákngervingur lífsins sjálfs og þær kvenpersónur sem ég hef skrifað um síðar byggja á þeim. Hvað sumt sem gerist í Volver varðar þá bjó ég í litlu þorpi og því miður gerast oft hræðilegir hlutir í litlum samfélögum og kynferðis- leg misnotkun er ekki óalgeng. Ég vil samt ekki alhæfa í myndum mínum og segja að allir karlmenn séu ofbeldishneigðir eða nauðgar- ar. Það er alls ekki málið. En ég verð samt að halda því til haga að þessir hræðilegu hlutir gerast í þessum litlu þorpum. Þetta er hluti af lífinu en ég er samt svolít- ið ósanngjarn við karlana í Volver vegna þess að ég vinn með bestu minningar mínar um konurnar og svo tvær verstu æskuminningar mína um karla. Hluti sem ég heyrði og eru sannir.“ Segir sögur með myndum Almodovar segist hafa hlustað af athygli á samræður móður sinnar við hinar konurnar á heimilinu og sögur þeirra hafi opnað sér leið inn í skáldskapinn en það voru aftur á móti bragðlaukarnir sem drógu hann að kvikmyndinni sem tjáningarformi tilfinninga sinna. „Ég kynntist kvikmyndunum í gegnum súkkulaði. Þegar ég var krakki borðuðum við brauð með súkkulaði. Þetta voru lítil súkku- laðistykki og þeim fylgdu myndir af Hollywood-stjörnum. Ég hafði þá ekki séð eina einustu mynd með þessu fólki en ljósmyndirnar kveiktu hjá mér dagdrauma. Þetta var eins og komast inn í annan heim og ég gerði mér grein fyrir því að mig langaði til þess að verða hluti af þessum heimi. Það var svo á unglingsárunum sem ég varð staðráðinn í því að ég vildi gera kvikmyndir. Þegar ég var um tví- tugt hafði ég ráð á að kaupa mér Super 8 kvikmyndatökuvél og þegar ég horfði á það sem gerðist fyrir framan augun á mér festast á filmu með því einu að þrýsta á hnapp fannst mér ég strax vera orðinn leikstjóri þó ég hefði ekki neitt vit á myndmáli þá. Hingað til hafði ég litið á mig sem sögumann og var byrjaður að skrifa smásög- ur en þarna komst ég að því að ég átti auðveldara með að segja sög- urnar mínar með myndum en texta. Það liggur betur fyrir mér að segja sögur svona.“ Stjórnar Penélope á heimavelli Almodóvar og Penélope Cruz unnu síðast saman í myndinni Todo sobre mi madre (Allt um móður mína) árið 1999 en leikkonan hélt fljótlega eftir að til Hollywwod þar sem hún hefur leikið í nokkrum stórmyndum með æði misjöfnum árangri. Almodóvar fagnaði því ákaflega að fá hana aftur og segir allt annað að sjá til hennar í evr- ópskum myndum en amerískum. „Það er eins og maður sé að horfa á allt aðra manneskju. Það var dásamlegt að fá hana aftur vegna þess að ég elska hana skil- yrðislaust. Við höfðum ekki unnið saman í sjö ár en höfum haldið nánu sambandi og ég vissi að hún gæti skilað þessu hlutverki með sóma. Penélope er mjög tilfinn- ingarík leikkona og það þarf að vinna mikið með henni. Hún þarf miklar æfingar og ég held að ameríska framleiðsluferlið henti henni síður þar sem þar er leikur- um ekki gefinn nægur tími. Við æfðum hverja einustu línu dag- lega í þrjá mánuði. Það voru uppi efasemdir um að hún gæti leikið fullorðna móður unglingsstúlku, lífsreynda konu sem er í senn bæði hugrökk og brotthætt.“ Hlutverkið vafðist þó ekki fyrir Penélope, sem fékk leikkonuverð- launin í Cannes ásamt stallsystr- um sínum úr myndinni. „Frammi- staða hennar hefur komið mörgum á óvart en ég efaðist aldrei og það hreyfði við mér að fylgjast með henni vinna.“ Brjóstin eru ekta Almodóvar játar það fúslega að hann hafi haft unga Sophu Loren í huga þegar hann sá persónu Cruz fyrir sér. „Hún er tvímælalaust fyrirmyndin og það sést á förðun- inni, hárgreiðslunni og fötum hennar.“ Brjóst leikkonunnar eru svo gerð að umtalsefni í kostulegu samtali móður og dóttur í mynd- inni. Þar er persóna Penélope spurð hvort hún hafi látið stækka á sér brjóstin. Almodóvar vill ekki viðurkenna að hann hafi skrifað þessa línu inn gagngert til að stríða leikkonunni. Spurningin þjóni tilgangi í sögunni þó hún snerti Penélope vissulega með beinum hætti. „Einhverjir blaðamenn hafa haldið því fram að Penélope hafi látið setja eitthvað í brjóstin á sér. Þetta er af og frá. Þið sjáið alveg að þau hreyfast mjög nátt- úrulega. Þetta var svar til þess- ara slúðurblaðamanna,“ segir leikstjórinn og hlær. „Ég hef gaman að því að fela hluti í text- anum en þessi spurning er ekki bara brandari. Móðirin er afskap- lega stolt af fallegu dóttur sinni. Hún sér að hún hefur blómstrað en áttar sig ekki alveg á því að hún hefur breyst úr stúlku í konu. Þegar Penélope svarar og segist alltaf hafa verið með þessi brjóst hefur móðirinn óafvitandi gert stúlkuna að kynferðislegu við- fangi föðurins. Það er því vís- bending um það sem koma skal í þessu. Þetta var brandari en það var samt eitthvað bitastætt á bak við hann.“ Samkynhneigðin skiptir ekki máli Almodovar náði fyrst vinsældum á jaðrinum í samfélagi samkyn- hneigðra en er orðinn hluti af megin- straumnum, margverðlaunaður leikstjóri sem allir þekkja. Hann segist þó ekki sjá neitt athugavert við þessa ævintýralegu þróun. „Mér hefur fundist þetta vera afskaplega eðlileg þróun þar sem ég hef ekki þurft að gefa neitt upp á bátinn eða gera neinar málamiðl- anir. Ég hef ekkert breyst og hef ekki þurft að svíkja sjálfan mig. Ég er samt mjög heppinn vegna þess að ég byrja á því að gera neðanjarðarmyndir og hef unnið Óskarsverðlaun. Það er langur vegur þar á milli. Kannski er ég undantekningin sem sannar regl- una vegna þess að ég held að það geti ekki margir samkynhneigðir leikstjórar sprottið upp á jaðrinum og náð miklum vinsæladum síðar.“ Almodóvar vill þó alls ekki ganga svo langt að segjast vera orðinn hluti af meginstraumnum. „Í það minnsta ekki í amerískum skilningi þess orðs. Þar á þetta við myndir eins og Mission Impossible III sem er frumsýnd á 4.000 bíó- tjöldum í einu. Mínar myndir opna í mesta lagi í 200 til 300 kvikmynda- húsum í einu. Þetta eru samt meiri vinsældir en mig hefði nokkurn tíma órað fyrir. Ekki einu sinni í mínum villtustu draumum.“ Almodóvar segir að þrátt fyrir uppruna sinn í kvikmyndum hafi kynhneigð hans ekkert með vin- sældirnar að gera. „Vinsældirnar ráðast af myndunum sem maður gerir. Ég hef gert mjög persónu- legar og sjálfstæðar myndir um klikkað fólk, klæðskiptinga og fólk sem lifir á jaðri samfélagsins og það er óvenjulegt að ná vinsældum með slíkum myndum. Það er til fjölmargir samkynhneigðir leik- stjórar sem gera hefðbundnar og vinsælar myndir. Það er ekkert vandamál að vera samkynhneigður leikstjóri. Það er hins vegar miklu erfiðara að vera samkynhneigður leikari eða leikkona. Þá er hætt við að fólk sé dregið í ákveðna dilka og hlutverkaval þess þrengist vegna þess að einhverjir halda að það geti ekki leikið persónu með aðra kyn- hneigð en leikarinn sjálfur. For- dómarnir eru því miklu meiri gagn- vart leikurum og leikkonum. Ég átti samt aldrei von á að Akademí- an myndi verðlauna mig með Ósk- ari en það hafði ekkert að gera með það að ég væri hommi heldur ein- faldlega vegna þess að myndirnar mínar eru mjög oft til þess fallnar að ganga fram af Bandaríkjamönn- um.“ Tekur áhættu með hverri mynd Almodóvar segist alltaf vera að skrifa og hann hefur ekki fyrr lokið einni mynd en hann er farinn að huga að þeirri næstu. „Ég er alltaf með nokkrar sögur í gangi og þær eru þá mislangt á veg komnar. Nú er ég með þrjár í vinnslu og tvær eru nánast tilbún- ar en ég veit ekki enn hvor þeirra verður næsta mynd. Því er yfir- leitt þannig farið að það er alltaf ein af þessum sögum sem mér finnst mjög áríðandi að gera. Þetta ræðst meira af eðlisávísun en vali og það er þá eins og sagan velji mig en ekki öfugt. Það er ekkert vitrænt við þetta val og ég veit ekkert hvernig á því stendur. Þetta er mér ráðgáta en sumar sögur finnst mér ég bara verða að segja.“ Almodóvar segist vera ákaf- lega tilfinningaríkur maður og til- finningarnar beri hann stundum ofurliði þegar hann skrifar. „Ég er bara svona en ég reyni að hafa stjórn á mér. Þegar ég skrifa verð ég stundum djúpt snortinn af því sem ég skrifa. Ég man alltaf eftir atriði í Romancing the Stone þar sem Kathleen Turner er að skrifa ástarsögu og fer að hágráta. Mér líður oft svona en stundum upplifi ég sterkar tilfinningar og það er gott. Það segir mér einfaldega að ég sé á réttri leið,“ segir leikstjór- inn og einlægnin skín úr augun- um. „Ég hef alltaf áhyggjur af því að mér muni ekki takast að gera handritið að almennilegri bíó- mynd þannig að gerð hverrar ein- ustu myndar er ævintýri. Ef ég væri að gera hasarmyndir eða ævintýramyndir væri ég miklu öruggari með mig en þar sem myndinar mínar byggja á tilfinn- ingum er get ég aldrei verið viss um hvernig fólk muni taka þeim, hvort áhorfandinn muni upplifa sömu tifinningar og ég. Mér finnst það vera kraftaverk í hvert skipti sem það gerist og ég legg mig allan fram við að koma þessum til- finningum til skila. Ég vil að þær seu einlægar og raunverulegar. Þannig skrifa ég þær í handritið og veit að leikararnir gera allt sem þeir geta til að koma þessu til skila. Hvað sjálfan mig varðar er ég tilbúinn til þess að drepa mig á tökustað ef það verður til þess að mér takist að koma skilaboðum mínum til almennings. Maður getur samt aldrei verið viss um að fólkið í salnum muni gráta eða finna aðrar tilfinningar sem þú vilt vekja hjá þeim og þess vegna finnst mér starf mitt vera mjög áhættusamt.“ Súkkulaði og kvikmyndir KVENNALJÓMI Pedro Almodóvar ásamt aðalleikonunum sínum Penélope Cruz og Carmen Maura úr nýjustu mynd hans Volver. NORDICPHOTOS/AFP „Hvað sjálfan mig varð- ar er ég tilbúinn til þess að drepa mig á tökustað ef það verður til þess að mér takist að koma skilaboðum mínum til almennings.“ „Einhverjir blaðamenn hafa haldið því fram að Penélope hafi látið setja eitthvað í brjóstin á sér. Þetta er af og frá. Þið sjáið alveg að þau hreyfast mjög náttúrulega.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.