Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 78
10. júní 2006 LAUGARDAGUR54
menning@frettabladid.is
Kl. 22
Argentínskt milonga tangóball
verður haldið í Leikhúskjallaran-
um við Hverfisgötu. Kvöldið hefst
með diskóteki kl. 22.
> Ekki missa af...
maraþon kvikmyndahátíð
frá kl. 11-18 í Gamla bókasafn-
inu í Hafnarfirði. Kvikmyndir
og fræðsluþættir frá ýmsum
löndum sem fjalla um fótbolta
á einn eða annan hátt.
sjómannadeginum á sunnu-
daginn. Allir þeir sem vettlingi
geta valdið og ekki þekkja mun-
inn á þorski og ýsu eru hvattir
til þess að fagna með hetjum
hafsins og kynna sér aðalat-
vinnuveg þjóðarinnar.
Sumardjass á Jómfrúnni.
Andrés Þór Gunnlaugsson og
tríó kynna nýjan geisladisk,
Nýjan dag, á notalegum síðdeg-
istónleikum í smurbrauðsparadís
Jómfrúarinnar við Lækjargötu.
!
Einleikur Benedikts Erlingsson-
ar, Mr. Skallagrímsson, hefur
hlotið frábærar viðtökur og
verður sýningum haldið áfram
á verkinu í Landnámssetrinu í
Borgarnesi.
Benedikt byggir leikrit sitt á
sögunni af Agli Skalla-Grímssyni
– eða eins og hann segir sjálfur,
rekur Egilssögu á 120 mínútum.
Og sögusviðið er allt um kring
og það nýtir Benedikt sér til
fullnustu. Hann færir atburði
sem gerðust fyrir meira en
þúsund árum til samtímans á
snilldarlegan hátt svo úr verður
ógleymanleg upplífun.
Verkið verður sýnt á Sögu-
loftinu í gamla Pakkhúsinu í
Landnámssetrinu allar helgar í
júní og júlí.
Í tilefni af Borgfirðingahátíð
um helgina býður Landnáms-
setur einnig til sögustunda
bæði fyrir börn og fullorðna.
Þar gengur Þorgerður Brák,
fóstra Egils aftur og segir
börnunum sögur. Í dag kl.
17 mun Hjörleifur Stefáns-
son, þekktur sagnamaður
úr héraðinu, segja sögur af
álfum, tröllum og skrítnu fólki.
Hjörleifur hefur þjálfað sig í
sagnamennsku með grönnum
okkar á Hjaltlandseyjum þar
sem sagnahefðin hefur lengi
verið í heiðrum höfð.
Upplýsingar um sagnastund-
irnar og Mr. Skallagrímsson
má finna á www.landnam.is.
Áfram Mr. Skallagrímsson
Tónlistarhópurinn Camerarctica
leikur á vegum 15:15 tónleika-
raðarinnar í Norræna húsínu í dag
og flytur efnisskrá litaða af þýskri
léttklassík og frönskum sjarma.
Tónleikasyrpan hóf göngu sína
árið 2002 að tilstilli Caput-hópsins
og hefur vakið verðskuldaða
athygli sem vettvangur nýsköpun-
ar í fjölbreyttu tónleikahaldi á
Íslandi.
Ármann Helgason klarinettu-
leikari segir að hópurinn hafi vilj-
að binda lokahnútinn á tónleikaröð
vetrarins með léttu úrvali af sum-
arlegri músík. „Við byrjum á að
leika Stef og tilbrigði fyrir klarin-
ettu og strengi eftir Jozef Kuffner
og svo kemur Serenaða fyrir
flautu, fiðlu og víólu eftir Ludwig
van Beethoven. Það er ekta
skemmtitónlist, samin í lok 18.
aldar - maður getur vel ímyndað
sér að hún hafi verið leikin í garð-
partíum síns tíma.“ Eftir hlé leik-
ur hópurinn síðan Kvintett fyrir
klarinettu og strengi eftir Jean
Francaix. „Hann er þekktur fyrir
að skrifa létta en krefjandi músík,
mjög skemmtilega áheyrnar. Það
er mikill húmor í þessu verki en
það er ljóðrænt og mjög fallegir
hægir kaflar. Verkin hans minna
stundum á götumyndir í París eða
franskar bíómyndir.“
Camerarctica skipa að þessu
sinni Hallfríður Ólafsdóttir
flautuleikari, Ármann Helgason
klarinettuleikari, Una Svein-
bjarnardóttir og Hildigunnur
Halldórsdóttir fiðluleikarar, Jón-
ína Auður Hilmarsdóttir víólu-
leikari og Sigurður Halldórsson
sellóleikari.
Tónleikarnir hefjast að vanda
kl. 15.15. - khh
Léttleikandi músík
TÓNLISTARHÓPURINN CAMERARCTICA Garðveislutónlist Beethovens í bland við ljóðræna
franska angurværð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bræðurnir Kristján og
Sigurður Guðmundssynir
halda mikið upp á Seyðis-
fjörð og opna sameiginlega
myndlistasýningu í menn-
ingarmiðstöðinni Skaftfelli
í dag.
„Seyðisfjörður og Ísafjörður eru
uppáhaldsstaðir okkar bræðra hér
á landi, svona menningarlega séð -
nema kannski fyrir utan Reykja-
vík. Við höfum umgengist fólkið
hérna lengi og höfum alltaf verið í
einhverjum tengslum við þennan
stað,“ segir Sigurður Guðmunds-
son myndlistarmaður. Skaftfell er
miðstöð myndlistar á Austurlandi
en í þessu fallega hús á Seyðisfirði
er sýningarsalur og vinnustofa
fyrir listamenn og þar hefur Diet-
er Roth akademían einnig aðsetur.
Myndlist þeirra bræðra hefur
sterkar rætur í hugmynda- eða
konseptlist sem mótaðist á 7. ára-
tuginum er þeir hafa farið sínar
eigin persónulegu leiðir og mynd-
list þeirra sprettur af misjöfnu
meiði.
Kristján útskýrir að sín verk
séu nýleg en hafi þó verið sýnd
áður. „Ég er með gólfverk, skúlpt-
úra úr áli og verk unnið með torf-
hleðslu. Svo er ég líka með einn
lampa og símaljóð - það er eins-
konar úrdráttur úr verki sem ég
gerði einu sinni. Þetta eru ekki
gömul verk en svona blanda.“
Sigurður sýnir eldri verk sem
eiga það sameiginlegt að vera öll
af pólitískum toga. „Þetta eru
teikningar, emaleruð skilti og
kvikmynd. Þau eiga lítið sameig-
inlegt myndrænt en pólitíkin teng-
ir þau. Þau hafa verið sýnd áður
en aldrei saman.“ Sigurður kveðst
frekar pólitískur maður þó hann
láti ekki mikið á því bera. „Ég hef
alltaf fylgst með stjórnmálum,
oftar þó utanríkispólitíkinni af því
ég hef búið í svo mörgum löndum.
Ég er með lögheimili í Kína og hef
ekki kosningarétt þar en finnst
það nú allt í lagi. Utanríkispólitík-
in höfðar meira til mín því ég hef
lítinn áhuga á íslenskri lókalpólitík
- það er bara af þekkingarskorti.
Þetta er eins og með fótboltann,
maður verður að þekkja liðin til
þess að hafa áhuga á leiknum, eiga
sér uppáhaldslið til að halda með.
Ef ég byggi hér þá væri þetta
kannski annað mál,“ útskýrir Sig-
urður.
Kristján og Sigurður hafa
aðeins einu sinni sýnt saman en
þeir héldu eitt sinn litla sýningu á
Næsta bar í Ingólfsstræti. „Við
þekkjumst vel bræðurnir og
þekkjum hvers annars list mjög
vel enda höfum við lifað mjög
svipuðu listalífi þó list okkar sé
ólík á yfirborðinu. Við höfum allt-
af verið andlegir sálufélagar í list-
inni.
Sýningin verður opnuð kl. 16 í
dag og markar hún einnig upphaf
að bæjarhátíðinni Á Seyði 2006
sem stendur fram til 26. ágúst. Í
húsinu verður jafnframt sýningar-
röðin „Vesturveggurinn“ þar sem
ýmsir listamenn sýna í tvær til
þrjár vikur fram í september. Sýn-
ingar í Skaftfelli eru opnar daglega
frá 14-21. kristrun@frettabladid.is
Andlegir sálufélagar í listinni
SIGURÐUR OG KRISTJÁN GUÐMUNDSSYNIR SÝNA Í SKAFTFELLI Á SEYÐISFIRÐI „Við þekkjum hvers annars list mjög vel enda höfum við lifað
mjög svipuðu listalífi þó list okkar sé ólík á yfirborðinu.“