Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 86

Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 86
Söngkonan unga Britney Spears hefur endanlega fengið nóg af eiginmanni sínum Kevin Federline. Á heimasíðu sinni sendir hún manninum tóninn gegnum ljóð sem hún samdi. Ljóð- ið heitir Minning um mig, Remembrance of Who I Am á frummálinu, og spyr hún meðal annars hvernig hann geti sofið um nætur og að hún vilji ekki verða særð aftur. Gæti þar verið á ferðinni nýtt lag frá popp- dívunni en hún gengur nú með annað barn þeirra hjóna. Sögu- sagnir af skilnaði þeirra hafa verið tíðar á síðum slúðurblaða sem og sögur af óreglu Federlines. Þau hafa verið gift í tæp tvö ár og hafa svo sannarlega skipst á skin og skúrir í hjónabandinu. Sendir eiginmanni sínum tóninn BÚIN AÐ FÁ NÓG? Britney Spears á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Önnur sólóplata Guðmundar Jóns- sonar, gítarleikara í Sálinni hans Jóns míns, Jaml, kemur út á mánudag. Jaml er önnur platan í þríleik hans sem hófst með Japli sem kom út árið 2004. Jaml inniheldur tíu glæný lög og texta eftir Gumma, sem í þetta skiptið sér sjálfur um allan hljóðfæraslátt, söng og upptökur, fyrir utan að í einu laganna, Ég trúi, syngur Magnús Þór Sigmundsson dúett með honum. Þessa dagana hefur lagið Fyrirgefðu af nýja disknum fengið töluverða spilun í útvarp- inu og hlotið fínar viðtökur. Gummi ætlar að fylgja plöt- unni eftir með útgáfutónleikum fimmtudaginn 15. júní á Sólon. Þar spila með honum Benedikt Brynjólfsson á trommur og Valdi- mar K. Sigurjónsson á kontra- bassa. Því næst fer Guðmundur á tón- leikaferð um landið. Tónleikarnir verða tuttugu talsins. Þeir fyrstu verða hinn 20. júní í Grindavík en þeir síðustu í Vestmannaeyjum 13. júlí. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. „Ég gerði þetta fyrir tveimur árum síðan. Það stóð aldrei til að vera einhver trúbador heldur var ég vélaður í að prófa þetta af kunningja mínum,“ segir Guð- mundur. „Ég fór á 10-15 tónleika um landið og líkaði þetta mjög vel. Það má segja að þessi plata sé svolítið undir áhrifum frá því þar sem hún er mikið spiluð á kassag- ítar,“ segir hann. Nánari upplýsingar um tón- leikaferð Guðmundar má finna á gummijons.is. Jaml kemur í búðir á mánudag GUÐMUNDUR JÓNSSON Gítarleikari Sálarinnar er að gefa út sína aðra sólóplötu. Stjórnvöld í Kína hafa skipað kvik- myndahúsum í landinu að hætta að sýna Da Vinci-lykilinn, nokkrum vikum eftir að hún var frumsýnd. Að sögn stjórnvalda var ákveð- ið að hætta sýningu myndarinnar til að rýma til fyrir nýjum kín- verskum kvikmyndum sem eru að koma út. Flestir halda því aftur á móti fram að banninu hafi verið komið á vegna söguþráðar Da Vinci- lykilsins, þar sem því er haldið fram að Jesús hafi átt afkomendur með Maríu Magðalenu. Kvik- myndin, sem skartar Tom Hanks í aðalhlutverki, hefur þegar verið bönnuð á Fídjieyjum, í Pakistan og í nokkrum borgum í Indlandi. Myndin hefur notið mikillar hylli í Kína síðan hún var frum- sýnd í síðasta mánuði og var á góðri leið með að verða aðsóknar- mesta erlenda myndin sem hefur verið gefin út þar í landi. „Við fengum mjög stuttan fyrir- vara fyrir því að hætta að sýna myndina frá dreifingaraðila henn- ar,“ sagði Wu Hehu, talsmaður United Cinema-fyrirtækisins í Shanghai. „Ég veit ekki hvers vegna en við verðum að gera það sem við erum beðnir um.“ Á meðan annarra kvikmynda sem hafa verið bannaðar í Kína að undanförnu eru Memoirs of a Geisha og Brokeback Mountain, sem fjallar um samkynhneigða kúreka. Bönnuð í Kína DA VINCI-LYKILLINN Kvikmyndin vinsæla, sem skartar Tom Hanks í aðalhlutverki, hefur nú verið bönnuð í Kína. Breska stúlknatríóið Sugababes hefur ákveðið að taka yfir rödd fyrrum meðlims sveitarinnar, Siobhan Donaghy, fyrir væntan- lega safnplötu sem er í vinnslu. Heidi Range, sem gekk til liðs við Sugababes í stað Donaghy árið 2001, er um þessar mundir að syngja lögin þar sem Donaghy kom við sögu upp á nýtt og því mun hvergi heyrast í henni á plöt- unni. Amelle Berrabah, sem nýverið var ráðin í Sugababes í stað Mutya Buene, hefur staðfest fregnirnar. Tekið yfir röddina SUGABABES Hljómsveitin Sugababes er að undirbúa safnplötu með sínum bestu lögum. S.V. MBL. D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM V.J.V TOPP5.IS S.V. MBL.B.J. BLAÐIÐ V.J.V TOPP5.IS L.I.B TOPP5.IS D.Ö.J. KVIKMYNDIR.COM HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR FRÁ RICHARD DONNER LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON 50.000 MANNS UPPLIFÐU VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! LEITIÐ SANNLEIKANS HVERJU TRÚIR ÞÚ? LOKAUPPGJÖRIÐ! MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? Heims frumsýning Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen! Á 6 degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma, Þorir þú í bíó THE OMEN kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA X-MEN3 kl. 1, 3.20, 5.40, 6, 8, 8.30, 10.20 og 10.50 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 2, 5, 8, og 11 B.I. 14 ÁRA DA VINCI SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 11 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 1 og 4 ÍSÖLD M/ ÍSL TALI kl. 2 THE OMEN kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA 16 BLOCKS kl. 3, 5.50, 8 og 10.10 B.I. 14 ÁRA DA VINCI CODE kl. 3, 6 og 9 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 3 og 6 RAUÐHETTA M/ ENSKU TALI kl. 10.15 PRIME kl. 8 THE OMEN kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA 16 BLOCKS kl. 6 og 10 B.I. 14 ÁRA X-MEN3 kl. 8 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 5 B.I. 14 ÁRA SKROLLA OG SKELFIR kl. 4 400 KR. RAUÐHETTA kl. 3.30 400 KR. !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 2000. KR. AFSLÁTTUR FYRIR XY FÉLAGA 40.000 MANNS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.