Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 42
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Jón Skaftason, Óli Kristján Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Anna Elinborg Gunnarsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 28. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N U M V Í Ð A V E R Ö L D Einbýlishús verður að kaffikönnu Fortune | Fortune fjallar um ástand mála í Afríkuríkinu Simbabve. Landið sé handhafi hinn- ar vafasömu heimsmeistaratignar í verðbólgu, sem hafi verið 1.043 prósent í apríl. Árið 1996 hafi milljón simbabvedalir nægt til kaupa á ein- býlishúsi. Nú fáist ekki einu sinni kanna af kaffi fyrir þá upphæð. Nýlega hafi prentun hafist á hundrað þúsund simbabvedalaseðlum, sem jafn- gildi tæplega einum bandarískum. Blaðið segir nýja seðilinn þó lítils virði fyrir hinn almenna íbúa landsins. „Maður fær ekki einu sinni brauðhleif fyrir mánaðarlaunin. Ég hef unnið allt mitt líf, og uppsker ekkert að lokum,“ er haft eftir tæplega áttræðum manni með sjötíu þúsund simbabvedala mánaðarlaun. Fortune segir enga lausn á vanda Simbabve í sjónmáli; opinberir starfsmenn eigi von á þrjú hundruð prósenta launahækkun frá Robert Mugabe forseta. „Og hvernig skal borga brúsann? Jú, auðvitað með því að prenta meiri peninga,“ segir í Fortune. Kínverjar í Afríku BBC | Vefsíða breska ríkisútvarpsins, www.bbc. co.uk, fjallar um aukin ítök Kínverja í Afríku. Wen Jiabao forsætisráðherra hafi nýverið heimsótt sjö Afríkulönd og lagt áherslu á aukin viðskipti milli Kína og Afríku. Þá lof- aði hann aukinni þróunaraðstoð Kínverja við Afríkuríki. Viðskipti Kínverja við Afríku hafa margfaldast frá því árið 2000, einungis í fyrra varð fjörutíu prósenta aukning milli ára. Þá hefur útflutningur á afrískum varningi til Kína aukist um rúm fimmtíu prósent á ári undanfarin misseri. Gagnrýnendur segja þó Kínverja fremur stjórn- ast af eiginhagsmunum en manngæsku; olíuþörfin ein knýi þá áfram. Kínverjar vísa þeim ásökunum á bug og benda á að þeir hafi afskrifað skuldir rúmlega þrjátíu Afríkuríkja, auk þess að hafa byggt skóla í Tansaníu, lagt járnbraut í Angóla og aðstoðað yfirvöld í Úganda við að byggja upp ferðamannaiðnað. Senn líður að því að Seðlabankinn taki ákvörðun um breytingu stýrivaxta, en næsta vaxta- ákvörðun mun líta dagsins ljós þann 6. júlí. Allt útlit er fyrir að bankinn hækki enn vexti, jafn- vel þó reynslan sýni að áhrifin séu harla lítil. Við tvær síðustu vaxtahækk- anir hefur það gerst daginn eftir að íslenska krónan hefur veikst, þó eitt af aðalmarkmið- unum með vaxtahækkun sé að styrkja krónuna og reyna að hægja á verðbólgunni. Það kom í ljós við síðustu verðbólgumæl- ingu þegar neysluverðsvísi- talan hækkaði í júní um 1,16 prósent að veiking krónunnar kemur mjög hratt inn í allar verðhækkanir á mat- og drykkj- arvörum. Mun hraðar en grein- ingardeildir gerðu ráð fyrir. En Seðlabankanum er vorkunn því þetta er eitt af örfáum stýri- tækjum sem hann hefur til hag- stjórnar. Vextir hér á landi eru nú nán- ast komnir út í hafsauga miðað við hvað þeir eru í nágranna- löndum okkar. Þessir háu vextir bitna fyrst og fremst á einstakl- ingum og minni fyrirtækjum. Stærri fyrirtækin fjármagna sig að langstærstum hluta með erlendum lánum. Það er nöturleg staðreynd hvað við búum við háa vexti, en það virðist eins og Íslendingar hafi mikla aðlögunarhæfni þegar kemur að háum vöxtum. Erlendis kveður við ramakvein í þegar bankar hækka vexti úr 2,75 í 3,00 prósent samanber nýlegt dæmi frá Svíþjóð. Vaxtamunur við útlönd helst áfram mjög hár. Þetta virkar sem mikið aðdráttarafl á erlent fjármagn sem leitar hárrar ávöxtunar sem vonandi leiðir síðan til styrkingar krónunnar og lækkandi verðbólgu. Flestir erlendu fjárfestarnir eru að upplifa íslenska efnahagssveiflu í fyrsta skipti, hvernig þeir mun hegða sér á markaðnum skiptir miklu fyrir framhaldið. Það eru engar smá upphæðir hjá erlendum skuldabréfasjóð- um í íslenskum skuldabréfum. Ekki er ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði komnir í 13,5 prósent í september, en eftir það ættu þeir að fara lækkandi og bankinn að vera óhræddur við að lækka vexti hratt. Sveigjanleiki íslensks efna- hagslífs er mikill sem tryggir skjóta aðlögun að breyttu vaxta- stigi. Háir vextir til lengri tíma draga úr áhuga innlendra aðila á að fjárfesta á Íslandi, rekstr- arumhverfi fyrirtækja, sér- staklega þeirra smærri, verður ójafnara. Samkeppnisaðstæður einfaldlega skekkjast. Það er mjög mikilvægt eftir þær hröðu vaxtahækkanir sem dunið hafa yfir síðustu miss- eri að Seðlabankinn og innlend fjármálafyrirtæki verði skjót til að lækka vexti þegar hámarki stýrivaxta er náð í haust í kring- um göngur og réttir. Hvenær lækka vextir? Jafet S. Ólafsson, Framkvæmda- stjóri VBS. O R Ð Í B E L G Háir vextir til lengri tíma draga úr áhuga inn- lendra aðila á að fjár- festa á Íslandi, rekstrar- umhverfi fyrirtækja, sérstaklega þeirra smærri, verður ójafnara. Samkeppnisaðstæður einfaldlega skekkjast. Samkomulag Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins var mikilvægt framlag þessara samtaka til að koma böndum á verð- bólguna. Ríkisstjórnin gerði það sem gera þurfti til að tryggja að þetta samkomulag næðist. Ef einhverjir skyldu nú halda að útspil ríkisstjórnarinnar hafi verið hagstjórnaraðgerð, þá er það mikill misskilningur. Ríkisstjórning tók einfaldlega upp tékkheftið og skrifaði stóra ávís- un. Hún stílaði hana svolítið öðruvísi en boðað hafði verið. Í stað tveggja prósenta skattalækkunar kom hækkun persónuafsláttar og eitt prósent skattalækkun. Það var allt og sumt. Sú skattalækkun sem vonir manna stóðu til að yrði frestað kemur til framkvæmda eins og boðað hafði verið. Þessir fjármunir fara því út í hagkerfið ef ekki er gripið til ann- arra ráðstafana og kynda undir frekari þenslu og verðbólgu. Áhrifin eru því öfug miðað við það sem ætla mætti að væri vilji ríkisstjórnar sem vill stöð- ugleika í hagkerfinu. Það var því mikilvægt að ríkis- stjórnin sendi loksins út skilaboð um að bregðast þyrfti við stöðunni í efna- hagsmálum. Þar er stigið skref til baka með lánshlutfall og hámarkslán Íbúðalánasjóðs og útboðum á vegum ríkisins frestað. Þá er ekki síður mikilvægt að rík- isstjórnin hyggst hefja viðræður við sveitarfélögin með það að markmiði að dregið verði úr fjárfestingum þeirra. Sveitarfélögin hafa ekki axlað þá ábyrgð sem nauðsynleg er á slíkum þenslutímum. Yfirlýsingar í kjölfar kosninga hafa heldur ekki bent til þess að hjá stærstu sveitarfélögunum væri sérstök meðvitund um þann efnahagsveruleika sem við búum við um þessar mundir. Við búum í þeim hluta heimsins þar sem ofgnótt verður okkur að fjörtjóni, en ekki skortur. Sama gildir um stöðu efnahagsmála. Líkt og með líkama okkar getur sá ofvöxtur sem við glímum við í efnahagslífinu valdið okkur varanlegu tjóni. Það er því mikill ábyrgðarhluti að taka ekki þátt í þeirri megrun sem enn á að geta verið átakalítil. Afleiðing þess að skorast undan getur kallað á alvarleg inngrip síðar. Sveitarfélögunum ber því að taka þessari ábyrgð af fullri alvöru og slá af framkvæmdir um sinn. Ríkið þarf líka að gera meira en boðað er í núverandi aðgerðum. Það eru fjömargir hagræðingar- möguleikar í ríkiskerfinu og þenslutímar eru rétti tíminn til að gera kerfisbreytingar sem valda takmörkuðum sársauka þegar atvinnu- stig er jafn hátt og raun ber vitni. Stærri verkefni í einföldun skatta- og tollaumhverfis bíða líka handan við hornið. Í fjármálakerfinu blasa við úrelt þing í Íbúðalánasjóði og sparisjóðakerfinu sem tímabært er að taka á. Grunnbygging hagkerfisins og fjármálakerfisins er traust. En jafn- vel hraustustu líkamar frá náttúrunnar hendi geta orðið veikburða ef ekki er um þá hirt. Útspil ríkisstjórnarinnar til að hemja verðbólgu dugir ekki eitt og sér: Megrun krefst þátttöku fleiri Hafliði Helgason „Sveitarfélögin hafa ekki axlað þá ábyrgð sem nauðsynleg er á slíkum þenslutímum. Yfirlýsingar í kjölfar kosninga hafa heldur ekki bent til þess að hjá stærstu sveitarfé- lögunum væri sérstök meðvitund um þann efnahagsveruleika sem við búum við um þessar mundir.“ VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. “Í þessu er fólginn mikill tímasparnaður.” Ester Ýr Jónsdóttir, kennari “Hreinn tímaþjófur að láta það fram hjá sér fara.” Rut Skúladóttir, 20 ára nemi. Meiri tími – Aukið forskot – Sterkari sérstaða Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, krefjandi, mikil aðstoð, árangursríkt, góð þjónusta. ...næsta 6 vikna námskeið hefst 4. júlí ...næsta 3 vikna hraðnámskeið 20. júlí Náðu árangri með okkur í sumar og skráðu þig á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans. Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400. Gerum föst verðtilboð í fyrirtækjanámskeið Betri leið til að vinna á tímaskorti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.