Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 75

Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 75
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 25 26 27 28 29 30 1 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Keflavík og Breiðablik mætast í Landsbankadeild karla.  19.15 ÍA og Víkingur mætast í Landsbankadeild karla.  19.15 FH og Grindavík mætast í Landsbankadeild karla.  20.00 Fylkir og ÍBV mætast í Landsbankadeild karla.  20.00 Fjölnir og Fram mætast í 1. deild karla.  20.00 Þróttur og Leiknir mætast í 1. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Landsmót hestamanna á Rúv. Endursýndur þáttur frá því í gær með samantekt þriðjudagsins. Það er Samúel Örn Erlingsson sem tekur saman, en hann er staddur í Skagafirði á Landsmótinu.  19.50 Fylkir og ÍBV á Sýn. Bein útsending frá leik liðanna í Árbænum.  21.40 Landsmót hestamanna á Rúv. Samantekt dagsins með Samúel Erni Erlingssyni.  22.00 Landsbankamörkin á Sýn. Öll mörk og tilþrif 9. umferðar.  22.20 Íþróttakvöld á Rúv. FÓTBOLTI Brasilíski framherjinn Ronaldo skráði nafn sitt með gylltu letri á spjöld knattspyrnu- sögunnar í gær þegar hann skoraði eitt marka Brasilíu í 3-0 sigri á Ghana í sextán liða úrslitum HM. Ronaldo hefur þar með skorað fimmtán mörk á HM en það hefur engum öðrum leikmanni tekist. Gerd Muller átti metið en þrjú mörk Ronaldos í keppninni til þessa hafa lyft honum yfir Þjóðverjann skotfasta. „Ég er mjög ánægður með úrslitin og að hafa bætt metið,“ sagði Ronaldo en Adriano og Ze Roberto skoruðu hin mörkin í leiknum en mark Adriano var mjög umdeilt en hann virtist vera rangstæður. Ghanamenn kvörtuðu síðan yfir því að dómarinn hefði dregið taum Brasilíumanna í leiknum og höfðu nokkuð til síns máls. - hbg Braslía í átta liða úrslit á HM eftir 3-0 sigur á Gana: Ronaldo sló marka- met Gerds Mullers MÖRKIN FIMMTÁN Ronaldo sést hér fagna öllum mörkunum fimmtán. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Harry Kewell gat ekki leikið með Áströlum gegn Ítalíu í fyrradag þar sem hann var með þvagsýrugigt. Þetta upplýsti Scott Chipperfield, liðsfélagi hans. Þvagsýrugigt er afar sársauka- fullur sjúkdómur sem leggst á smáliði í útlimum, oftast stóru tá. Þvagsýrukristallar, sem líkaminn losar sig venjulega við í þvaginu, berast í þessu tilviki með blóðinu út í liðina með þeim afleiðingum að minnsta hreyfing verður mjög sársaukafull. „Hann getur ekki gengið og verður að styðjast við hækjur. Honum líður hræðilega illa,“ sagði Chipperfield. - esá Harry Kewell: Er með þvag- sýrugigt HARRY KEWELL Kom Áströlum í 16-liða úrslit en þvagsýrugigt varð kappanum að falli. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI „Þetta er líklega erfiðasti leikur sem ég hef dæmt á ferlinum hvað varðar grófleika leikmanna,“ sagði rússneski dómarinn Valentin Ivanov, sem dæmdi leik Hollands og Portúgals í 16-liða úrslitum HM. Portúgal vann leikinn, 1-0, en Ivanov lyfti gula spjaldinu sextán sinnum í leiknum og því rauða fjórum sinnum. Það er met í heimsmeistarakeppninni og hefur Ivanov mátt þola mikla gagnrýna fyrir. - esá Valentin Ivanov dómari: Erfiðasti leikur ferilsins 16-liða úrslit: BRASILÍA-GHANA 3-0 1-0 Ronaldo (5.), 2-0 Adriano (45.), 3-0 Ze Roberto (84.). SPÁNN-FRAKKLAND X-X 1-0 David Villa (28.), 1-1 Frank Ribery (41.), 1-2 Patrick Vieira (83.), 1-3 Zinedine Zidane (90.). HM 2006 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Hið dapra lið Frakka á HM rankaði við sér í gær og sló út sprækt lið Spánverja í sextán liða úrslitum HM. Frakkar höfðu lítið getað í keppninni fram að þessu en Spánverjar fóru að sama skapi á kostum í riðlakeppninni. Að því er ekki spurt í útsláttarkeppninni og reynsla Frakka vó þungt í gær. Frakkar höfðu yfirhöndina þegar Lilian Thuram braut klaufa- lega á Pablo á 28. mínútu. David Villa tók vítið og skoraði örugg- lega, 1-0 fyrir Spán. Frakkar létu ekki bugast og Frank Ribery jafnaði fyrir þá fjórum mínútum fyrir leikhlé þegar hann fékk góða stungusendingu frá Patrick Vieira, hljóp fram hjá Casillas í markinu og lagði boltann í tómt markið. Staðan 1-1 og loksins mark hjá Ribery sem hefur fengið fjölda færa á mótinu. Luis Aragones, þjálfari Spán- verja, tefldi djarft í síðari hálfleik og setti Joaquin og Luis Garcia inn á völlinn á 54. mínútu. Við það tóku Spánverjar aftur völdin en gekk samt illa að brjóta niður frönsku vörnina. Leikurinn var á leið í framlengingu þegar Spánverjar gleymdu Patrick Vieira í teignum á 83. mínútu og hann skallaði auka- spyrnu Henrys í netið. Spánverjar reyndu hvað þeir gátu að jafna undir lokin án árangurs. Um leið opnaðist vörn þeirra og Zinedine Zidane fékk uppreisn æru þegar hann skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Langbesti leikur Frakka í keppn- inni er staðreynd og þeir verða til alls líklegir gegn Brasilíu, spili þeir svona áfram. Sorgarsaga Spánverja heldur aftur á móti áfram og niðurstaða mótsins eru þeim klárlega mikil vonbrigði. henry@frettabladid.is Frakkar vöknuðu til lífsins Dapurt gengi Spánverja á stórmótum hélt áfram í gær þegar Spánverjar töpuðu fyrir Frökkum í sextán liða úrslitum HM, 3-1. Frakkar mæta næst liði Brasilíu. FRANSKUR FÖGNUÐUR Frakkar sýndu nýja taka gegn Spáni í gær og komust áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP MIÐVIKUDAGUR 28. júní 2006 19

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.