Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 75

Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 75
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 25 26 27 28 29 30 1 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Keflavík og Breiðablik mætast í Landsbankadeild karla.  19.15 ÍA og Víkingur mætast í Landsbankadeild karla.  19.15 FH og Grindavík mætast í Landsbankadeild karla.  20.00 Fylkir og ÍBV mætast í Landsbankadeild karla.  20.00 Fjölnir og Fram mætast í 1. deild karla.  20.00 Þróttur og Leiknir mætast í 1. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Landsmót hestamanna á Rúv. Endursýndur þáttur frá því í gær með samantekt þriðjudagsins. Það er Samúel Örn Erlingsson sem tekur saman, en hann er staddur í Skagafirði á Landsmótinu.  19.50 Fylkir og ÍBV á Sýn. Bein útsending frá leik liðanna í Árbænum.  21.40 Landsmót hestamanna á Rúv. Samantekt dagsins með Samúel Erni Erlingssyni.  22.00 Landsbankamörkin á Sýn. Öll mörk og tilþrif 9. umferðar.  22.20 Íþróttakvöld á Rúv. FÓTBOLTI Brasilíski framherjinn Ronaldo skráði nafn sitt með gylltu letri á spjöld knattspyrnu- sögunnar í gær þegar hann skoraði eitt marka Brasilíu í 3-0 sigri á Ghana í sextán liða úrslitum HM. Ronaldo hefur þar með skorað fimmtán mörk á HM en það hefur engum öðrum leikmanni tekist. Gerd Muller átti metið en þrjú mörk Ronaldos í keppninni til þessa hafa lyft honum yfir Þjóðverjann skotfasta. „Ég er mjög ánægður með úrslitin og að hafa bætt metið,“ sagði Ronaldo en Adriano og Ze Roberto skoruðu hin mörkin í leiknum en mark Adriano var mjög umdeilt en hann virtist vera rangstæður. Ghanamenn kvörtuðu síðan yfir því að dómarinn hefði dregið taum Brasilíumanna í leiknum og höfðu nokkuð til síns máls. - hbg Braslía í átta liða úrslit á HM eftir 3-0 sigur á Gana: Ronaldo sló marka- met Gerds Mullers MÖRKIN FIMMTÁN Ronaldo sést hér fagna öllum mörkunum fimmtán. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Harry Kewell gat ekki leikið með Áströlum gegn Ítalíu í fyrradag þar sem hann var með þvagsýrugigt. Þetta upplýsti Scott Chipperfield, liðsfélagi hans. Þvagsýrugigt er afar sársauka- fullur sjúkdómur sem leggst á smáliði í útlimum, oftast stóru tá. Þvagsýrukristallar, sem líkaminn losar sig venjulega við í þvaginu, berast í þessu tilviki með blóðinu út í liðina með þeim afleiðingum að minnsta hreyfing verður mjög sársaukafull. „Hann getur ekki gengið og verður að styðjast við hækjur. Honum líður hræðilega illa,“ sagði Chipperfield. - esá Harry Kewell: Er með þvag- sýrugigt HARRY KEWELL Kom Áströlum í 16-liða úrslit en þvagsýrugigt varð kappanum að falli. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI „Þetta er líklega erfiðasti leikur sem ég hef dæmt á ferlinum hvað varðar grófleika leikmanna,“ sagði rússneski dómarinn Valentin Ivanov, sem dæmdi leik Hollands og Portúgals í 16-liða úrslitum HM. Portúgal vann leikinn, 1-0, en Ivanov lyfti gula spjaldinu sextán sinnum í leiknum og því rauða fjórum sinnum. Það er met í heimsmeistarakeppninni og hefur Ivanov mátt þola mikla gagnrýna fyrir. - esá Valentin Ivanov dómari: Erfiðasti leikur ferilsins 16-liða úrslit: BRASILÍA-GHANA 3-0 1-0 Ronaldo (5.), 2-0 Adriano (45.), 3-0 Ze Roberto (84.). SPÁNN-FRAKKLAND X-X 1-0 David Villa (28.), 1-1 Frank Ribery (41.), 1-2 Patrick Vieira (83.), 1-3 Zinedine Zidane (90.). HM 2006 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Hið dapra lið Frakka á HM rankaði við sér í gær og sló út sprækt lið Spánverja í sextán liða úrslitum HM. Frakkar höfðu lítið getað í keppninni fram að þessu en Spánverjar fóru að sama skapi á kostum í riðlakeppninni. Að því er ekki spurt í útsláttarkeppninni og reynsla Frakka vó þungt í gær. Frakkar höfðu yfirhöndina þegar Lilian Thuram braut klaufa- lega á Pablo á 28. mínútu. David Villa tók vítið og skoraði örugg- lega, 1-0 fyrir Spán. Frakkar létu ekki bugast og Frank Ribery jafnaði fyrir þá fjórum mínútum fyrir leikhlé þegar hann fékk góða stungusendingu frá Patrick Vieira, hljóp fram hjá Casillas í markinu og lagði boltann í tómt markið. Staðan 1-1 og loksins mark hjá Ribery sem hefur fengið fjölda færa á mótinu. Luis Aragones, þjálfari Spán- verja, tefldi djarft í síðari hálfleik og setti Joaquin og Luis Garcia inn á völlinn á 54. mínútu. Við það tóku Spánverjar aftur völdin en gekk samt illa að brjóta niður frönsku vörnina. Leikurinn var á leið í framlengingu þegar Spánverjar gleymdu Patrick Vieira í teignum á 83. mínútu og hann skallaði auka- spyrnu Henrys í netið. Spánverjar reyndu hvað þeir gátu að jafna undir lokin án árangurs. Um leið opnaðist vörn þeirra og Zinedine Zidane fékk uppreisn æru þegar hann skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Langbesti leikur Frakka í keppn- inni er staðreynd og þeir verða til alls líklegir gegn Brasilíu, spili þeir svona áfram. Sorgarsaga Spánverja heldur aftur á móti áfram og niðurstaða mótsins eru þeim klárlega mikil vonbrigði. henry@frettabladid.is Frakkar vöknuðu til lífsins Dapurt gengi Spánverja á stórmótum hélt áfram í gær þegar Spánverjar töpuðu fyrir Frökkum í sextán liða úrslitum HM, 3-1. Frakkar mæta næst liði Brasilíu. FRANSKUR FÖGNUÐUR Frakkar sýndu nýja taka gegn Spáni í gær og komust áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP MIÐVIKUDAGUR 28. júní 2006 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.