Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 2
2 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Lögreglan átti ekki í miklum vandræðum með að ná manni sem er grunaður um inn- brot eftir að hún fékk upplýsingar frá snjallri afgreiðslukonu. Konan kom að ræningjanum þar sem hann var að taka peninga úr afgreiðslukassa í verslun þar sem hún var að afgreiða við Fiskislóð. Hún reyndi í fyrstu að hindra manninn í því að stela peningun- um en hann ýtti við henni og sló til hennar með krepptum hnefa. Afgreiðslukonan gafst þó ekki upp og elti manninn út þar sem hún sá hann keyra í burtu á bíl. Tók hún niður bílnúmerið og afhenti lögreglu ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum. Lögregl- an handtók þann grunaða þremur stundum síðar og færði hann á lögreglustöð til yfirheyrslu. - at Afgreiðslukona til aðstoðar: Skráði bílnúm- er ræningjans LÖGREGLUMÁL Snarpar vindhviður feyktu tveimur bílum út af vegin- um í nágrenni við Borgarnes um helgina. Fyrri bílveltan var við Álftatunguafleggjara á Snæfells- vegi og var ökumaður ásamt þrem- ur farþegum í bílnum. Voru farþegarnir fluttir undir læknis- hendur eftir slysið en reyndust ekki vera alvarlega meiddir. Stuttu síðar valt seinni bíllinn við Þjófaklöpp undir Hafnarfjalli. Ein kona var í bílnum en hún slas- aðist ekki. Konan hafði samband við Fréttablaðið í gær og bað um að komið yrði á framfæri þökkum til þeirra sem aðstoðuðu hana eftir óhappið. - at Bílveltur við Borgarnes: Vindurinn velti tveimur bílum LÖGREGLUMÁL Lögreglan hafði hendur í hári manns sem grunað- ur er um að hafa rænt verslun Krónunnar í Mosfellsbæ, einungis korteri eftir að talið er að maður- inn hafi framið glæpinn. Maður kom inn í verslunina með trefil fyrir andlitinu, ógnaði afgreiðslustúlku með hnífi og hafði á brott með sér talsvert fé. Korteri síðar var sá grunaði hand- tekinn á gangi ekki langt frá, vopn- aður hnífi. Tæpri klukkustund síðar voru fimm meintir vitorðs- menn hans handteknir í heimahúsi í nágrenninu. Yfirheyrslu yfir mönnunum verður fram haldið í dag. - at Lögreglan snör í snúningum: Handtekinn á 15 mínútum LÖGREGLUMÁL Bílbelti björguðu því að ekki fór verr þegar bíll valt af veginum í Mjóafirði í Ísafjarðar- djúpi. Fernt var í bílnum þegar óhappið átt sér stað um kvöldmat- arleytið á laugardaginn. Kom fólk- ið sér sjálft út úr bílnum og kallaði á aðstoð eftir að bílinn hafði farið eina veltu af veginum. Ökumaður bílsins er nýlega kominn með bílpróf og missti stjórn á bílnum á malarkafla sem er á veginum í Mjóafirði. Farþeg- arnir voru einnig ungir að árum en gleymdu ekki að hafa beltin spennt og sluppi því allir ómeiddir. - at Bílvelta í Ísafjarðardjúpi: Ungur öku- maður veltir bíl SUÐUR-KÓREA, AP Norður-Kóreu- menn ætla ekki að hætta tilraun- um sínum með langdrægar eld- flaugar, þrátt fyrir ákvörðun Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um refsiaðgerðir gegn þeim. Ekki liðu nema 45 mínútur frá því að Öryggisráðið samþykkti ályktun sína á laugardagskvöld, þar til norðurkóresk stjórnvöld sendu frá sér opinbera yfirlýs- ingu sem hafnaði því algerlega að þau myndu hætta eldflauga- prófunum sínum. Jafnframt sögðu þau ályktunina vera und- anfara endurvakins Kóreustríðs. Öryggisráðið mun nú setja takmarkað viðskiptabann á Norð- ur-Kóreu, en því er ætlað að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn geti keypt þau efni sem notuð eru til að smíða eldflaugar. Kínverjar og Rússar komu í veg fyrir að í ályktunina væri sett ákvæði um að beita mætti vopnavaldi til að tryggja að bann- inu yrði fylgt. Í byrjun júlí skutu Norður- Kóreumenn sjö langdrægum eld- flaugum, en sú öflugasta þeirra er talin geta náð til Alaska. Til- raunaskotin ollu miklum áhyggj- um meðal stjórnvalda annarra landa, ekki síst í Asíu. - smk Norður-Kórea um ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna: Ætla ekki að hætta tilraunum SPRENGJUEFTIRLÍKINGAR Ferðamaður skoðar eftirlíkingar af eldflaugum Norður- Kóreumanna á safni í Suður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Félag íslenskra flugum- ferðarstjóra hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að afnema núverandi vaktakerfi í flugstjórnarmiðstöðinni. Í álykt- uninni eru yfirmenn Flugmála- stjórnar sakaðir um að „ganga hart fram í að rjúfa friðinn, stjórna með valdboði og eitra þannig and- rúmsloft á vinnustaðnum.“ Álykt- unin var samþykkt á félagsfundi þann 10. júlí. Félagið fór í mál við ríkið eftir að Flugumferðarstjórn breytti vaktaskipulagi starfsmanna Flug- stjórnarmiðstöðvarinnar í Reykja- vík án samráðs við starfsmenn og, að sögn félagsins, þvert á ákvæði í kjarasamningum sem sagði að vaktavinnustarfsmenn ættu rétt á tveimur samfelldum frídögum í hverri viku. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samfelldur frídag- ur gæti hafist hvenær sem er sól- arhringsins, sem félagið segir aðra túlkun á hugtakinu en var við lýði þegar samningarnir voru gerðir. „Það hefur ekkert breyst í okkar afstöðu til málsins þó við höfum tapað því fyrir félagsdómi, þetta er jafn slæmt kerfi að okkar mati,“ segir Loftur. „Það sem í rauninni hefur gerst er að öll okkar vinnutímamál eru í upp- námi. Félagsdómur er að gefa Flugmálastjórn algjörlega frjáls- ar hendur til að ráðstafa okkar vinnutíma þar sem eru engin tak- mörk önnur en þau að menn fái vikulega 48 stunda frí sem getur byrjað hvenær sem er sólarhrings- ins. Við getum ekkert annað gert en að hlíta lögum en lögfræðingur okkar eru að skoða aðrar lagaleg- ar hliðar á málinu.“ Hann segir andrúmsloft á vinnustaðnum hafa versnað mikið. „Það er álag á menn að vera beittir valdi þó það sé löglegt; að okkar mati er valdbeiting alltaf siðlaus. Allt líf manna er í uppnámi ef þeir geta ekki stólað á það hvernig þeir eigi að skila sínum vinnutíma.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, vildi ekki svara þeim ásökunum Félags íslenskra flugumferðar- stjóra á hendur Flugmálastjórn sem koma fram í ályktuninni. Hún segir eðlilegra að samgönguráðuneytið gefi álit sitt á bréfinu þar sem því sé beint til samgönguráðherra. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. salvar@frettabladid.is Yfirmenn sagðir stjórna með valdboði Flugumferðarstjórar skora á samgönguráðherra að afnema núverandi vakta- kerfi þeirra. Þeir segja yfirmenn Flugmálastjórnar stjórna með valdboði og eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Flugmálastjórn svarar ekki ásökununum. FLUGUMFERÐARSTJÓRAR AÐ STÖRFUM Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir félagsdóm hafa gefið Flugmálastjórn frjálsar hendur til að ráðstafa vinnutíma þeirra. Andrúmsloft meðal starfsmanna hafi versnað til muna eftir að reglunum var breytt. BÍLSLYS Stúlkan sem slasaðist lífs- hættulega í bílslysi við Varmahlíð í Skagafirði á dögunum er komin til meðvitundar að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Stúlkan er enn þungt haldin en ástand hennar er stöðugt að sögn lækna. Hún er enn í öndunarvél. - æþe Bílslysið við Varmahlíð: Stúlkan komin til meðvitundar LÍBANON, AP Átökin héldu áfram í Líbanon í gær og fórust minnst 23 manns í þeim. Þar af voru átta kanadískir ríkisborgarar sem voru í sumarfríi í Líbanon. Loftárásir Ísraela í Líbanon hafa nú banað yfir 120 manns á fimm dögum og sært hundruð manna. Flest fórnar- lömbin eru óbreyttir borgarar og meðal þeirra eru fjölmörg börn. Liðsmenn Hizbollah vörpuðu sprengjum á ísraelsku borgina Haifa í gær, með þeim afleiðing- um að átta manns fórust, en nú hafa tólf óbreyttir ísraelskir borg- arar farist í árásum Hizbollah og tólf hermenn. Ísraelar sögðu sprengjurnar hafa komið frá Sýr- landi, en stjórnvöld þar hafa hótað hörðum viðbrögðum, ráðist Ísrael- ar á landið. Árásir Ísraela hófust á mið- vikudag eftir að liðsmenn Hiz- bollah tóku tvo ísraelska hermenn höndum og kröfðust fangaskipta við Ísrael, sem ísraelsk yfirvöld höfnuðu. Ekki náðist samkomulag í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hizbollah, eins og for- sætisráðherra Líbanons hefur beðið um, og saka Líbanar Banda- ríkjamenn um að hindra að tillag- an verði samþykkt. Leiðtogar stórvelda heims, sem funduðu í Pétursborg í Rússlandi í gær, sendu frá sér ályktun, þar sem þeir kenna öfgamönnum um að hefja árásirnar, en hvöttu Ísra- ela til að hætta öllum hernaðarað- gerðum í Líbanon og á Gaza-svæð- inu. Hundruð Evrópubúa flúðu Líb- anon í gær, bæði landleiðis og sjó- leiðis, en landleiðin þykir afar ótrygg því Ísraelar hafa varpað sprengjum á vegakerfi landsins. - smk Ekki náðist samkomulag í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé: Fólk flýr Líbanon í hrönnum ÍSRAELAR SKJÓTA Ísraelskir hermenn skjóta eldflaugum á Líbanon. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GAZA-SVÆÐIÐ, AP Ísraelar héldu áfram árásum sínum á Gaza- ströndina í gær og réðust meðal annars aftur inn í norðurhluta svæðisins. Í eldflaugarárásum þeirra og skotbardögum við vopn- aða Palestínumenn fórust sex Pal- estínubúar, þar af einn óbreyttur borgari. Meðal hinna sem lágu sárir eftir voru eitt barn og tveir blaðamenn, annar palestínskur og hinn japanskur. Ísraelsher réðst inn á Gaza- svæðið eftir að palestínskir víga- menn tóku ísraelskan hermann höndum í lok júní og fóru fram á fangaskipti við Ísrael. Ísraelar féllust ekki á það og hefur herinn síðan haldið uppi stöðugum árás- um á Palestínu. - smk Árás Ísraela á Palestínu: Skotárásir halda áfram BYGGING SPRENGD Björgunarstarfsemi í rústum húss sem Ísraelar sprengdu í loft upp í Gazaborg á laugardag.FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Sturla, ert þú guðfaðir FH- mafíunnar? „Nei, það held ég ekki. Það er miklu frekar Árni Karlsson sem er guðfaðir mafíunnar.“ Sturla Jensson er rekstrarstjóri nýs veitinga- staðar í Hafnarfirði sem ber nafnið Bada Bing eftir strippbúllu Tonys Soprano úr The Sopranos. FH-mafían, stuðningsmannaklúbb- ur FH, venur komur sínar á staðinn. LÖGREGLA Lögreglumaður í Grinda- vík var bitin af ökumanni snemma í gærmorgun. Var maðurinn stöðvað- ur vegna gruns um ölvunarakstur en tók svo illa í afskipti lögreglunn- ar að hann læsti tönnunum í einn lögreglumanninn. Ökumaðurinn var handtekinn í kjölfarið og færð- ur á lögreglustöðina í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík var bitið ekki svo alvarlegt að lögregluþjónninn þyrfti sérstakrar meðferðar við. Algengt er að lögreglumenn fái smá skrámur við handtökur og alls ekki í fyrsta sinn sem ósáttir einstakl- ingar bíta lögreglumenn sem hafa af þeim afskipti. - at Afskiptum lögreglu tekið illa: Lögregla bitin í Grindavík Líkamsárás við Mótel Venus Flytja þurfti mann á sjúkrahús í Reykjavík eftir líkamsárás á Mótel Venus í Borgarfirði. Ekki er vitað um líðan mannsins en að sögn lögreglunnar í Borgarnesi blæddi honum mikið og því var ákveðið að flytja hann til Reykjavíkur á sjúkrahús. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.