Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 28
 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR12 Dubai er eitt af sjö Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum og hefur ekki bara getið sér gott orð fyrir olíuviðskipti heldur hefur arkitektúr og byggingariðnaður á svæðinu blómstrað á síðustu árum. Það er erfitt að rölta um furstadæmið Dubai án þess að sjá að minnsta kosti eina vinnuvél eða krana enda er unnið hart að nýbyggingum þar í landi. Sérfræð- ingar áætla að 15 til 25 prósent allra krana í heiminum séu einmitt í Dubai. Ófyrirsjáanlegur fólksfjöldi fylgdi í kjölfar olíu- fundar í Dubai og á áttunda áratugnum var aðaláhersla lögð á að koma sem flestu fólki fyrir á litlu svæði. Þannig byrjuðu háhýsi Dubai að rísa og vestrænn byggingarstíll gerði vart við sig inni á milli hefðbund- inna arabískra bygginga. Nánast allt skipulag Dubai var ákvarðað á þessum áratugi en frægasta bygging- in sem byggð var á þessum tíma var hin 39 hæða Dubai World Trade Centre. Á níunda áratugnum þróaðist arkitektúr meira með hliðsjón af menningu á staðnum og var hallar- görðum og laugum bætt við helstu byggingar fursta- dæmisins. Arkitektúr í Dubai á tíunda áratugnum hélt áfram á sömu braut og var mikil áhersla lögð á menningar- arfleið borgarinnar. Ný efni og tækni gerðu það að verkum að í dag á Dubai margar af stórkostlegustu byggingum heims eins og Bur Juman-verslunarmið- stöðina, skrifstofubygginguna Emirates Towers og hótelin Burj Al Arab og Jumeirah Beach. Pálmaeyjarnar svokölluðu, Jumeirah, Jeleb Ali og Deira í Dubai eru fyrir löngu orðnar heimsfrægar. Um er að ræða stærstu manngerðu eyjurnar í heimin- um en hver eyja er í laginu eins og pálmatré og í toppi trésins verða íbúðahúsnæði og hótel. Eyjurnar voru byggðar til að auka ferðamannastraum til Dubai en takmark furstadæmisins er að verða stærsti ferða- mannastaður í heimi. Hafist var handa við gerð Jumeirah í júní 2001 og nálgast verklok óðum. Í pálmalaufum eyjunnar verða lúxusheimili sem voru öll seld árið 2004 en meðal kaupenda voru Beckham-hjónin. Búist er við að Jebel Ali klárist seint á næsta ári en bygging Deira-eyjunn- ar hefur verið frestað um nokkur ár en hún verður stærsta eyjan af þessum þremur. Mörg verkefni eru í vinnslu í Dubai eins og Burj Dubai, sem mun verða hæsta byggingin í heimi þegar henni er lokið, og verið er að vinna í að stækka höfn- ina sem og viðskiptamiðstöðina í borginni. Nýtt verk- efni var kynnt í byrjun maí á þessu ári en það gengur undir nafninu Bawadi og felur í sér 27 milljarða doll- ara fjárfestingu sem á að fjölga hótelherbergjum í Dubai um 29 þúsund. Stærsta samstæðan í því verk- efni verður kölluð Asia, Asia og verður stærsta hótel í heimi með rúmlega 6.500 herbergi. Það er því ljóst að fjárfestar í Dubai ætla sér enn stærri hluti í bygging- ariðnaði og arkitektúr og hætta ekki fyrr en toppnum er náð. lilja@frettabladid.is Ekki hætt fyrr en toppnum er náð Ski Dubai er einn af stærstu innanhúss skíðastöðum í heiminum en hann er tengdur við Emirates verslunarmiðstöðina. Emirates Towers turnarnir eru 12. og 24. hæstu byggingar í heimi og eru staðsettir á Sheikh Zayed Road. Jumeirah pálmaeyjan mun hýsa margar stærstu stjörnur heims eins og Beckham-hjónin. Golfklúbburinn Dubai Creek Golf & Yacht Club var kosinn einn af hundrað bestu golfvöllum í heiminum í nóvember í fyrra af breska tímaritinu Golf World. Sheikh Zayed Road í Dubai hefur verið kallaður Ísskáparöðin af innfæddum þar sem staðsetning háhýsanna líkist helst röð heimilistækja. Burj Al Arab hótelið er 321 metra hátt og er stærsta bygging í heimi sem er aðeins notuð sem hótel. Bygging hótelsins hófst árið 1994 og voru dyrnar opnaðar fyrir gestum árið 1999. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Eignamiðlun Suðurnesja Sigurður V. Ragnarsson, löggiltur fasteignasali Reynir Ólafsson, löggiltur fasteignasali Víkurbraut 46 240 Grindavík Sími 426 7711 Hafnargötu 20 230 Keflavík Sími 421 1700 www.es.is Heiðarhraun 1 Gott einbýlishús 122 ferm ásamt 41,6 ferm. bílskúr. Húsið skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, bað, þvottaherb og geymslu. Í eldhúsi er ný eldhúsinnrétting , mjög falleg, nýj- ar flísar á gólfii, nýr ofn, helluborð og vifta. Á baklóð er sólpallur. Verð: 23.900.000,- Túngata 5 Gott einbýlishús 155,9 ferm.hæð og ris, ásamt bílskúr 36,9 ferm. klætt með garð- astáli. 5 svefnherb. Lóðin girt og ræktuð. Hluti lagna endurn. Rúmgóð eign með mikla möguleika. Hluti af gluggum neðri hæðar er nýlegur. Verð: 19.200.000,- Efstahraun 26, Grindavík Fallegt einbýlishús á góðum stað177,6 ferm. ásamt 45,5 ferm. bílskúr. 5 svefnherb. Búið að endurnýja vatnslagnir. Nýjir gluggar í stofu, holi og einu herb. Stór sólpallur ásamt heitum potti. Laust. Verð: 29.000.000,- Glæsivellir 8, Grindavík Stórglæsilegt og vandað 215,1 ferm. einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 35,5 ferm. bílskúr. Mikill íburður í húsinu og allur frágangur fyrsta flokks. Innkeyrsla hellulögð með snjóbræðslukerfi. Stór sólpallur með heitum potti. Tilboð. Glæsivellir 20B, Grindavík Mjög gott og vel staðsett parhús 109,6 ferm. ásamt bílskúr 25 ferm. 3 svefnherbergi. Grunnur að sólstofu er kominn. Gott geymsluloft í bílskúr. Verð: 22.900.000,- Túngata 1, Grindavík Einbýlishús, kjallari, hæð og ris, klætt með garðastáli 126,1 ferm ásamt bílskúr 24,4 ferm. Nýlegt plastparket á stofum og gangi. Nýlegir ofnar að hluta. Eign með mikla möguleika. Verð: 16.500.000,- Staðarhraun 27, Grindavík Fallegt 113,5 ferm. raðhús ásamt 25,9 ferm. bílskúr. 3 svefnherb. Nýr gluggi í stofu og hurð út í garð. Nýtt þak og nýr þakkantur. Góður staður. Verð: 19.900.000,- Leynisbraut 11, Grindavík Vel viðhaldið einbýlishús ásamt bílskúr 154,20 ferm. 3 svefnherb. Búið að endurnýja þak. Gryfja í bílskúr. Verð: 23.500.000,- Fr um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.