Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 58
 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR26 FORMÚLA-1 Ferrari-ökumaðurinn Michael Schumacher varð í gær fyrstur til að vinna átta Formúlu-1 keppnir í sama landinu þegar hann fór með sigur af hólmi í Frakk- landi á Magny Cours-brautinni. Schumacher bætti sitt eigið met, sem voru sjö sigrar, frá Frakk- landi, Kanada og San Marínó. Með sigrinum heldur Schuma- cher áfram að saxa á forskot heimsmeistarans Fernando Alonso sem náði öðru sætinu í gær. Félagi Schumachers hjá Ferrari, Felipe Massa, varð svo þriðji en með sigrinum er Schumahcer nú aðeins sautján stigum á eftir Alonso í heimsmeistarakeppni ökuþóra. „Eftir að hafa séð þessa keppni þá er greinilegt að við höfum tekið miklum framförum, mótið er langt frá því að vera búið. Augljóslega er þetta alltaf spurning um þróun- ina en það er frábært að sjá yfir- burðina sem við höfðum um helg- ina, miðað við hversu erfitt við höfum átt uppdráttar,“ sagði Schumacher sem var að vinna annað mótið í röð en þetta var 88. sigur hans á ferlinum. „Bíllinn, dekkin og allur pakk- inn virkuðu frábærlega og þetta er góður sigur fyrir okkur, sér- staklega í ljósi þess að við náðum nánast ekkert að æfa á laugardag- inn vegna vandræða sem við vorum í,“ sagði Schumacher sem kom í mark 10,131 sekúndu á undan Alonso. - hþh Frakkland var litað rautt um helgina þegar Ferrari stal senunni á Magny Cours: Schumacher saxar á forskot Alonso GLEÐI HJÁ FERRARI Schumacher og Massa faðmast vel og innilega á verðlaunapallin- um í Frakklandi.NORDICPHOTOS/AFP Kaplakrikavöllur, áhorf.: 2638 Jóhannes Valgeirsson (7) FH Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–7 (5–6) Varin skot Daði 4 – Kjartan 4 Horn 3–3 Aukaspyrnur fengnar 14–16 Rangstöður 3–4 VALUR 4–3–3 Kjartan Sturluson 7 Steinþór Gíslason 7 Atli Sveinn 8 Barry Smith 7 Birkir Már 6 Matthías 7 (80. Örn Kató -) Pálmi Rafn 6 (90. Kristinn Haf. -) Baldur Ingimar 7 *Ari Freyr Skúlason 8 Garðar 7 Guðmundur Ben. 7 *Maður leiksins FH 4–3–3 Daði Lárusson 6 Hermann 7 Tommy Nielsen 6 (53. Baldur Bett 5) Ásgeir Gunnar 5 (73. Allan Dyring -) Guðmundur Sæv. 7 Ólafur Páll 4 Sigurvin Ólafs. 6 Ármann Smári 6 Matthías Vil. 7 Davíð Þór 6 Atli Guðnason 5 STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI: 1. FH 11 8 2 1 20-7 26 2. VALUR 11 4 4 3 15-13 16 3. FYLKIR 10 5 1 4 13-12 16 4. KEFLAVÍK 10 4 2 4 19-11 14 5. VÍKINGUR 10 4 2 4 13-9 14 6. GRINDAVÍK 10 3 4 3 15-12 13 7. KR 10 4 1 5 8-19 13 8. ÍBV 10 3 2 5 11-19 11 9. BREIÐABLIK 10 3 2 5 17-23 10 10. ÍA 10 3 0 7 12-18 9 Leikirnir í 11. umferð: Í kvöld: KR - ÍA Á morgun: ÍBV - Breiðablik Á morgun: Víkingur - Keflavík Á morgun: Grindavík - Fylkir 0-1 Garðar Gunnlaugsson (68.) 0-2 Ari Freyr Skúlason (79.) 1-2 Guðmundur Sævarsson (83.) 1-2 FRÁ ÍTALÍU TIL ENGLANDS? Chelsea: Alessandro Nesta (AC Milan), Fabio Cannavaro, Pavel Nedved, Gianluca Zambrotta (allir í Juventus) Manchester United: Patrick Vieira, Pavel Nedved (báðir í Juventus), Gennaro Gattuso (AC Milan), Luca Toni (Fiorentina) Liverpool: Mauro Camoranesi, David Trez- eguet (báðir í Juventus) Arsenal: Gianluca Buffon, Lilian Thuram, Patrick Vieira, David Trezeguet (allir í Juventus), Filippo Inzaghi (AC Milan) Tottenham: Lilian Thuram, Pavel Nedved (Báðir í Juventus), Filippo Inzaghi (AC Milan) FÓTBOLTI Talið er að stórliðin á Eng- landi renni hýru auga til leikmanna liða sem voru viðriðin Ítalíu- hneykslið en leikmenn Juventus, Lazio, Fiorentina og AC Milan eru líklegir til að yfirgefa lið sín. Þó gæti verið að AC Milan haldi sínum mönnum enda hélt félagið sæti sínu í deildinni þrátt fyrir að fimmtán stig hefðu verið tekin af því og félagið hefði misst sæti sitt í Meist- aradeildinni. Hér fyrir neðan má sjá töflu sem BBC útbjó en samkvæmt heimildum hins breska miðils eru þetta óskalistar stórliðanna á Eng- landi. - hþh Útsala á Ítalíu: Flykkjast þeir til Englands? 26 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkur, verður fertugur í næsta mánuði en þrátt fyrir það er þessi fyrrverandi lands- liðsmaður enn í fullu fjöri. Sigurður spilaði síðari hálfleikinn með U23 ára liði Grindavíkur um daginn gegn FH og samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins sem var á leiknum var Sigurður yfirburðamaður á vellinum á meðan hann spilaði. Annar heimildarmaður blaðsins sagði að Sigurður gæti vel spilað í úrvalsdeildinni ef hann æfði eftir því. „Við vorum í miklum vandræðum vegna þess að 2. flokkurinn var að spila. Við vorum fáir og þess vegna spilaði ég síðari hálfleikinn. Þetta var svolítið erfitt af því að ég tók ekki upphitun en þetta var allt í góðu undir lokin. Ég spilaði að sjálfsögðu í framlínunni og ætlaði að skora eitt mark en var aðallega í því að leggja upp. Það var gaman að þessu. Það var kalt og ég nennti ekki að horfa á þetta af hiðarlínunni og skellti mér því inn á,“ sagði Sigurður í gær. „Mounir Ahandour tekur 4-5 vikur í að jafna sig af tognun, Óli Stefán Flóventsson er kinnbeinsbrotinn, Paul McShane fékk ljótan skurð á ökklann eftir tæklingu en hann fór í myndatöku á föstudaginn og það er óvíst hversu lengi hann verður frá. David Hannah hefur verið í vandræðum en er á réttri leið eftir að hafa tognað. Eyþór Atli Einarsson er einnig frá og er líklega með slitinn vöðva auk þess sem nokkrir strákar sem hafa verið viðriðnir aðalliðið eru meiddir,“ sagði Sigurður. „Ég leik mér stundum með á æfingum, ég nenni ekki að vera með þegar það er leiðindaveður en þegar það er hiti og gott veður þá er ég oftast með. Ég er þokkalegur í bakinu í hitanum og þá er ég bestur,“ sagði Sigurður sem er enn aðeins 82 kíló og í frábæru formi. „Það er gott veður hérna í Grindavík núna og ég er á leiðinni á æfingu, ætli maður verði ekki með þar,“ sagði Sigurður Jóns- son að lokum við Fréttablaðið í gær. SIGURÐUR JÓNSSON ÞJÁLFARI GRINDAVÍKUR: ER ENN AÐ SPILA OG GEFUR EKKERT EFTIR Ég er bestur þegar hitinn er mikill > Örn setti Íslandsmet Sundkappinn Örn Arnarson úr Sund- félagi Hafnarfjarðar setti í gær nýtt Íslandsmet. Hann var að keppa í 100 metra flugsundi á opna meistaramótinu í Slóveníu og bar þar sigur úr býtum. Hann synti á 53,93 sekúndum og náði að bæta eigið Íslandsmet um 18/100 úr sekúndu en gamla metið var frá því í mars. Á laugardag- inn sigraði Örn í 50 metra flugsundi á þessu móti í Slóveníu og setti þá einnig nýtt Íslandsmet. Nánar má lesa um árangur Arnar á mótinu á vefsíðunni www.sh.is. HANDBOLTI Valsmenn verða með mjög sterkan hóp í DHL-deild karla á næsta tímabili en Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari liðsins, sagði Við Fréttablaðið í gær að hópurinn sé nánast full mannaður. Sigurður Eggertsson hafði hug á að reyna fyrir sér í atvinnu- mennskunni en af því verður ekki en hann er enn að jafna sig í hnénu eftir uppskurð. Auk þess að fá Markús Mána Michaelsson og Erni Hrafn Arnar- son halda Valsmenn öllum sínum bestu mönnum en Baldvin Þor- steinsson verður einnig áfram þrátt fyrir að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa fengið einkernings- sótt. Óskar Bjarni á von á Baldvin á fulla ferð aftur undir lok septemb- ermánaðar. „Við höfum auk þess aldrei farið leynt með áhuga okkar á Arnóri Gunnarssyni, vonandi gengur það í gegn og ef svo fer erum við komnir með einn breið- asta og besta hóp deildarinnar,“ sagði Óskar en Arnór mun líklega yfirgefa Þór á Akureyri. Hann hefur sjálfur líst yfir áhuga á að fara í Val en hann er á leið í skóla í Reykjavík í haust. - hþh Handboltalið Vals: Komið með fullskipað lið ERNIR OG ÓSKAR Takast hér í hendur á blaðamannafundi þegar sá fyrrnefndi gekk í raðir Vals.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Skagamenn geta lyft sér upp úr botnsæti Landsbankadeild- ar karla í kvöld þegar þeir heim- sækja KR en leikurinn hefst klukkan 20.00. Þetta er tuttugasti deildarleikur félaganna á KR-velli en fyrsti leikur félaganna í Vest- urbænum fór fram 21. maí 1985 og lauk með 1-1 jafntefli. KR hefur sigrað í 11 leikjum gegn ÍA á KR-velli, ÍA hefur sigr- að þrisvar en fimm leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 29-18 KR í hag. Þegar liðin mætt- ust á KR-vellinum í fyrra unnu Skagamenn 2-0 sigur með mörk- um frá Hafþóri Ægi Vilhjálms- syni og Igor Pesic en sá síðar- nefndi skoraði frá miðju. - egm Landsbankadeild karla: KR - ÍA í kvöld GÖMLU STÓRVELDIN Úr fyrri leik liðanna í sumar sem KR vann 2-1. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ísland vann Noreg Íslenska U21 árs landsliðs kvenna vann stöllur sínar frá Noregi í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Ísland og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt. Ísland mætir Bandaríkjunum á morgun og Dönum á fimmtudaginn. FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH töp- uðu sínum fyrsta deildarleik í sumar þegar Valsmenn gerðu góða ferð í Kaplakrikann í gær og unnu 2-1 sigur. Fram að fyrsta markinu var leikurinn lítil skemmtun og líklega stór hluti af þeim 2.600 áhorfendum sem á leiknum voru þökkuðu fyrir að ókeypis aðgangur hafði verið á leikinn. Þótt FH hafi tapað leikn- um í gær er liðið samt sem áður í mjög góðum málum í deildinni. Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur, Valsmenn byrjuðu þó ögn betur en eftir því sem á hálfleik- inn leið komust heimamenn betur inn í leikinn. Ari Freyr Skúlason átti ágætis rispu fyrir Valsmenn áður en fyrsta færi FH-inga leit dagsins ljós. Þá átti Hermann Albertsson góða fyrirgjöf en Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, sem var einn á auðum sjó, náði ekki til knattarins. Hinn ungi Matthías Vilhjálmsson kom sér tvívegis í mjög gott færi í fyrri hálfleiknum en í bæði skiptin náði Kjartan Sturluson að verja með naumind- um. Matthías Guðmundsson sýndi ágæt tilþrif þegar um stundar- fjórðungur var liðinn af seinni hálfleik en Daði Lárusson varði skot hans í horn. Hermann Albertsson átti fínan leik í vinstri bakverðinum hjá FH-liðinu og átti hann hörkuskot af löngu færi skömmu síðar en hitti ekki ramm- ann. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður kom svo loks mark en þá átti Pálmi Rafn Pálmason send- ingu á Garðar Gunnlaugsson. Vörn FH-inga var ekki með á nót- unum og Garðar endurtók leikinn frá því í Evrópuleiknum um dag- inn og skoraði með skalla. Það vantaði bit í sóknarleik heimamanna í gær og var eina ógnunin í Matthíasi sem skallaði rétt fram hjá eftir góðan undir- búning varamannsins Allans Dyr- ing. En það var síðan Ari Freyr Skúlason sem skoraði annað mark Valsmanna með stórglæsilegu skoti eftir að Guðmundur Bene- diktsson renndi boltanum á hann úr aukaspyrnu og kórónaði þar með góðan leik sinn. Bakvörður- inn Guðmundur Sævarsson minnkaði muninn í 2-1 eftir klafs en það var Dyring sem sendi á hann. Það mark kom of seint og Valsmenn hrósuðu góðum sigri. Valur spilaði skynsamlega í gær og liðið gaf fá færi á sér. Vals- menn voru kannski ekki mjög ógnandi stærstan hluta leiksins en eftir fyrsta markið kom tals- vert líf í þá og sigurinn var verð- skuldaður. FH var án Tryggva Guðmundssonar sem var í leik- banni í gær og var hans sárt sakn- að þótt lið eins og FH eigi að ráða við þannig missi. Það verður þó að horfa til þess að nánast ekkert lið hefur verið jafnóheppið með meiðsli eins og Íslandsmeistar- arnir og fór Tommy Nielsen til að mynda meiddur af velli í gær. „Það var mjög sætt að sjá bolt- ann liggja í netinu. Við fengum mikið sjálfstraust eftir að hafa spilað vel í síðari hálfleiknum gegn Bröndby og eftir þennan sigur er það komið í botn. Þetta var frábær sigur og það gerist ekki betra en þetta,“ sagði kampa- kátur Ari Freyr Skúlason við Sýn eftir leikinn. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, hafði þetta að segja eftir leik- inn: „Þetta var jafn leikur og þetta datt þeim megin að þessu sinni, svona er þetta stundum og það er ekkert við því að segja. Við gerð- um okkur grein fyrir því að við myndum ekki fara í gegnum mótið án þess að tapa stigum, nú er fyrsta tapið komið og eigum við ekki að segja að við töpum ekki fleirum,“ sagði Ólafur glaðbeitt- ur, en líklega ósáttur með tap sinna manna. elvar@frettabladid.is Valsmenn stöðvuðu FH Valur stöðvaði í gær sigurgöngu FH í Landsbankadeild karla í sumar þegar félag- ið vann 2-1 sigur í leik liðanna í gær. FH hafði unnið alla tíu leiki sína í deildinni í sumar þar til sprækir Hlíðarendapiltar komu í heimsókn í Kaplakrikann. SKOTIÐ AÐ MARKI Davíð Þór Viðarsson reynir hér metnaðarfulla skottilraun að marki Valsmanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.