Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 16
 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ítalir fengu bikarinn en Zidane umtalið. Sigurinn féll í skuggann af ósigrinum. Frakkar voru betri en Ítalir sterkari. Liðsheildin var þeirra. Þeir stóðu saman í byrjun leiks, með hendur á öxlum hvers annars og kyrjuðu þjóðsönginn hástöfum. Frakkarnir stóðu hljóðir undir sínum. (Þó ekki hlæjandi líkt og á Laugardalsvelli forðum.) Lið þeirra var fullt af ljómandi einstaklingum en sumir voru frægari en aðrir. Við sáum óttann í augum hins unga Ribery þegar hann hljóp upp um hálsinn á Zidane eftir að sá síðar- nefndi hafði skorað. Virðingin var of mikil. Líka þegar strákur fékk dauðafærin en ákvað að gefa frek- ar á Henry, sér frægari mann. Og aldrei kvartaði hann þótt Henry borgaði sjaldan í sömu mynt. Það var ójafnvægi í liðinu. Ítalir óðu hinsvegar fram eins og herdeild. Engin stjarna innanborðs. Hún stóð á hliðarlínunni, með ljóst hár og vindil. Þá var áberandi hversu miklir íþróttamenn Ítalirnir voru að sjá; hver einasti þeirra minnti á tugþrautarkappa í toppformi. En hinsvegar skorti aðeins á íþrótta- andann. „Rasistarnir unnu,“ sagði kunn- ingi í SMS-skeyti utan úr heimi. Kannski eitthvað til í því. Í USA eru ítalskættaðir sagðir djarfir til fordóma og sjálfur hef ég séð eitt og annað til þeirra. Fyrir fjórum árum fylgdist ég með HM í fjalla- þorpi á eyjunni Elbu. Eftir leik Frakka og Senegala birtist í hér- aðsblaði Toscana skopmynd af stjörnu þeirra síðarnefndu, El Hadji Diouf. Myndin sýndi hann sveittan í lok leiks, spyrjandi: „Hvernig fór?“ Ég varð ekki var við að birtingin ylli umtali í ítölskum fjölmiðlum. Ítalir virðast leyfa sér meira í þessum málum en aðrar þjóðir. Og sama hvað það var nákvæmlega sem Materazzi sagði við Zidane, þá bar atburðurinn í sér vott af rasisma. (M. hefur áður hlotið áminningar fyrir slíkt.) Zid- ane er af alsírsku bergi brotinn. Hann er frá Afríku. Eins og margir í franska landsliðinu. Meirihluti liðsins er reyndar ættaður þaðan og úr Karíbahafinu. Hér áttust við gamli hvíti heimurinn og sá nýi svarti. Í lok liðinnar aldar bjó ég í París. Ekki varð hjá því komist að skynja veikleika þess gamla veldis. Stjórn- kerfið var rotið inn að kjarna. Sama tegund af fólki hafði stjórnað land- inu frá því á tíð Loðvíkinga og gerir enn. Þess vegna er franska bylting- in enn gerð á fjögurra ára fresti. Á öllum sviðum samfélagsins skynj- aði maður alvarlegt getuleysi. Frakkar voru ekki til stórræðanna. Það kom manni því á óvart þegar handboltalið þeirra fór til Íslands og varð heimsmeistari. Og stuttu síðar gerði knattspyrnulandsliðið það sama. Þetta voru fyrstu heims- titlar Frakka í hópíþróttum. Lykill- inn að velgengninni var þó sá að fáir ef engir „Frakkar“ voru í lið- unum. Þau voru full af innflytjend- um og sonum innflytjenda, sem Frakkar kalla reyndar landa sína með stolti. Og líkast til er það sú frjálslyndis-arfleifð byltingarinn- ar sem hefur gefið þeim umburð- arlyndið sem þarf til að halda með eigin landsliði mönnuðu öðrum kynþáttum. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér Íslendinga hvetja hand- boltalandsliðið af sama þrótti og nú væri það eingöngu skipað pólsk- um, marokkóskum, kóreskum og filippseyskum Íslendingum. Og þótt Ítalir hafi sigrað nú er lykillinn að knattspyrnustórveldi Frakka sá að þeir breyttu landsliði sínu í heimslið. Kóngur þess hét Zidane. Og hann varð einungis felldur á lymskubragði. Líkt og Grettir forðum. Þótt nýi heimurinn sé betri í fótbolta, eins og reyndar í íþróttum almennt, hefur sá gamli á honum sögulegt tak. Sem innflytj- endasonur í Evrópu hefur Zidane sjálfsagt mátt kyngja mörgu mis- jöfnu. Þegar tunnan er full þarf ekki stóran neista. „Zidane segir ekki mikið en springur síðan allt í einu,“ var haft eftir vini hans. Úrslitaleikur heimsmeistara- keppninnar var því meira en ein- faldur fótboltaleikur. Zidane lék ætíð með ólundar- svip, líkt og hann bæri innra með sér einhverja ægilega reiði út í lífið og tilveruna. Og samt var hann bestur. Hinn þunglyndi snill- ingur. Við urðum varir við þessa skaphöfn, nokkrir félagar, þegar stjarnan vatt sér allt í einu inn á Kaffibarinn haustkvöld eitt fyrir átta árum. Heimsmeistararnir höfðu gert jafntefli í Laugardaln- um fyrr um daginn og vildu nú fá sér snúning í miðbænum. Mig rak í rogastans að líta hetjuna augum (varð gersamlega „star-struck“) en Halli vinur Jóns var ekki fót- boltafræðingur þá fremur en nú, en skynjaði hinsvegar alvöru málsins af sinni alkunnu næmni; hér var heimsfrægur genginn í sal. Hann vatt sér ófeiminn að kauða og spurði hann á sinni góðu gæðafrönsku: „Hvort kjósið þér heldur, að leika knattspyrnu í flóðljósum eða dagsbirtu?“ Zid- ane sneri að okkur nautshöfði sínu (ég sé það nú að hann var þess albúinn að skalla Halla Jóns í bringuna) áður en hann svaraði: „Hvað? Er eitthvað að þér?“ Og var svo rokinn. Niður á Skuggabar. Sem þá var heitastur meðal borg- ardætra. Það segir þó mest um kappann Zidane að þótt Ítalir hafi orðið heimsmeistarar í fótbolta síðasta sunnudag minnast þess nú fáir. Sigur Ítala féll í skugga einstakl- ings, sem þegar upp var staðið, var stærri en liðsheild þeirra. Allir kunna söguna af Gretti sterka en enginn man hver drap hann. Sagan af Zidane hinum súraK osningaþátttaka hefur jafnan verið mjög góð á Íslandi. Eigi að síður örlar hér á þeirri þróun sem þekkt er í Evrópu og víðar að áhugi á að greiða atkvæði í kosningum dvínar. Sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem leið voru vísbending í þessa veru. Yfirleitt eru menn á einu máli um að virk kosningaþátttaka sé mikilvæg forsenda fyrir virku lýðræði. Á móti því verður ekki mælt. Kjósendur sem sitja heima eru sáttir við að aðrir ráði úrslitum. Í þeirri afstöðu geta hins vegar falist skilaboð sem stjórnmálamenn þurfa að vega og meta. Kosningaskylda er af þeim sökum óæski- leg. Ekki er sjálfgefið að ólík kosningakerfi ráði miklu um áhuga fólks á þátttöku í kosningum. En hvað sem því líður er í ljósi þess- arar þróunar vert að virða hvort ástæða sé til að auka áhrifavald kjósenda. Ennfremur er þarft að skoða með hvaða móti það má gera. Í þingræðiskerfi hafa kjósendur aðeins óbein áhrif á það hverjir sitja í ríkisstjórn með því að hún sækir umboð sitt til þingsins. Eitt af álitaefnunum í þessu samhengi hlýtur að lúta að því hvort auka megi raunveruleg áhrif kjósenda um val á ríkisstjórn án þess að afnema þingræðisregluna. Ýmsar leiðir geta verið færar í því sambandi. Sums staðar er kosningakerfið þannig upp byggt að kjósendur geta með beinum hætti kosið einn flokk til valda og annan frá völdum. Það getur hins vegar verið á kostnað hlutfallslegs jöfnuðar á milli flokka. Annars staðar fela yfirlýsingar einstakra flokka fyrir kosningar í sér að kjósendur hafa í reynd val á milli tveggja fylkinga. Segja má að aðstæður hafi verið nálægt því að vera á þennan veg í borg- arstjórnarkosningunum í Reykjavík á liðnu vori. Engum vafa er undirorpið að það leiðir til virkari pólitískrar ábyrgðar ef kjósendur geta með beinum hætti ráðið því hverjir sitja í ríkisstjórn. Kaupskapur þar um eftir kosningar dregur úr áhrifavaldi kjósenda og hugsanlega áhuga þeirra á kosningaþátt- töku. Annað atriði sem getur haft mikið að segja í þessu viðfangi er möguleiki kjósenda til þess að velja einstaklinga. Að sönnu hafa prófkjör flokkanna komið að hluta til móts við slíkar óskir en þó með takmörkuðum hætti. Eftir því sem hugmyndafræðilegar markalínur milli flokka hafa dofnað eykst þörfin fyrir meira persónulegt val í kosningunum sjálfum en verið hefur. Einstaklingsbundin kosning leiðir einnig til aukinnar persónulegrar ábyrgðar frambjóðenda. Aukin persónuleg pólitísk ábyrgð í kosningum er í sjálfu sér eft- irsóknarverð og gæti aukheldur glætt áhuga kjósenda. Ýmsir kost- ir eru til að ná slíkum markmiðum. Æskilegt gæti verið að kjósendur gætu skipt atkvæði sínu á milli frambjóðenda fleiri flokka. Slíkir kostir geta eðlilega staðið skoð- unum og skapi einstakra kjósenda næst. Hví á þá að útiloka það? Írska kosningakerfið er til að mynda athyglisvert í þessu ljósi. Loks hlýtur skoðun á auknum áhrifum kjósenda að leiða til rýmri reglna um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þær eru eins og margt annað í þessu samhengi vandasamt viðfangsefni. Ákveða má að tiltekin mál verði einfaldlega skylt að bera undir þjóðaratkvæði. Ennfremur má opna fyrir möguleika á þjóðarat- kvæði með ákveðnum skilyrðum þegar sérstaklega stendur á. Lýðræðisskipulag þarf að þróa eins og annað eftir því sem kröf- ur tímans breytast. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Þróun lýðræðis: Hverju eiga kjós- endur að ráða? Í DAG ZINEDINE ZIDANE HALLGRÍMUR HELGASON Og þótt Ítalir hafi sigrað nú er lykillinn að knattspyrnustór- veldi Frakka sá að þeir breyttu landsliði sínu í heimslið. Kóng- ur þess hét Zidane. Og hann varð einungis felldur á lymsku- bragði. Líkt og Grettir forðum. Heitt kosningamál Nefnd forsætisráðherra um verð á matvörum skilaði útreikningum sínum á dögunum. Þar koma fram ýmsar tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjum. Er meðal annars talað um að lækka virðisaukaskatt og lækka vöru- gjald á matvörum. Einnig var minnst á niðurfellingu tolla á innfluttum landbúnaðarvör- um en fulltrúi Bændasam- takanna lagðist alfarið gegn þeim. Athygli vekur að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur ekkert látið heyra í sér um niðurstöður nefndar- innar, sem skipuð er af honum sjálfum. Ljóst er að breytingar á matvælaverði verða eitt af stærstu málunum í komandi kosningum, og því til mikils að vinna fyrir flokkana sem lofa að lækka matvælaverð. Margt að segja Rómur manna hækkar greinilega þegar þeir fara úr stjórn í stjórnarand- stöðu því mun meira hefur heyrst í Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinn- ar í Reykjavík, eftir að hann yfirgaf borgar- stjórn. Fréttatilkynningar frá honum hafa dunið á fjölmiðlum undan- farnar vikur og eiga fréttamenn fullt í fangi með að lesa allt sem Dagur hefur að segja þeim. Gaman væri að vita hvort rómurinn lækkar á ný komist hann aftur í stjórn. Fljótir að selja Viðræður um sölu hlutar Reykjavíkur- borgar í Landsvirkjun til ríkisins eru hafnar að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri segir ekki eftir neinu að bíða og að best væri ef kaupin tækju gildi um áramótin. Athyglisvert er hversu snöggir sjálfstæðismenn voru að koma viðræðunum í gang á ný, en málið strandaði síðast á ósam- stöðu R-listans sáluga. Þá vildu borgarfulltrúar Vinstri grænna ekki selja, en nú þegar þau eru ekki lengur inni í myndinni á greinilega að keyra málið í gegn af krafti. salvar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.