Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 54
 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR22 B&L verslun og varahlutir Brú Shell Fossháls Sú mynd sem flestir Íslend- ingar bíða eftir með mikilli óþreyju er Mýrin en hún er byggð á samnefndri met- sölubók Arnaldar Indriða- sonar. Fréttablaðið birtir hér fyrstu svipmyndirnar úr kvikmyndinni sem skart- ar Ingvari E. Sigurðssyni í hlutverki Erlends rannsókn- arlögreglumanns. Morð er framið í Norðurmýrinni og Erlendur er kallaður til að rann- saka málið. Við hlið líksins er mynd af lítilli stúlku og við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að málið teygir sig aftur í tímann. Erlendur þarf því að beita öllu sínu hyggjuviti til að ráða fram úr því auk þess sem mannshvarf úr brúðkaupi vekur upp vondar minningar. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, var mjög ánægður með hvernig tökurnar gengu fyrir sig. „Þær gengu frábærlega og myndin er að taka á sig mjög spennandi mynd,“ segir hann en nú er verið að klippa hana á Hofs- ósi þar sem kvikmyndagerðar- fólkið getur athafnað sig í friði og ró. Þá er Mugison á fullu við að semja tónlistina fyrir myndina en hann gerði einnig tónlistina fyrir síðustu mynd Baltasars, A Little Trip to Heaven, og fékk frábæra dóma fyrir. „Ég var mjög trúr bókinni en gætti þess einnig að vera mjög trúr kvikmyndaforminu þannig að þetta er ekki „staf fyrir staf“ eftir bókinni,“ útskýrir Baltasar sem er hvergi banginn þótt flestir Íslend- ingar þekki efnið. Mýrin að verða tilbúin LEIKSTJÓRINN Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Baltasar Kormákur er hér í góðum félags- skap Rafnhildar Rósu Atladóttur við tökur á Mýrinni. FORTÍÐ OG NÚTÍÐ Málið í Norðurmýrinni tengist fortíðinni og miklum fjölskyldu- harmleik. Hér er Guðmunda Elíasdóttir í hlutverki sínu. SKUGGALEGT Mýrin fjallar um morð á rosknum manni og þarf Erlendur að beita öllum tiltækum ráðum við að upplýsa það. KOM Í STAÐINN FYRIR ELVU ÓSK Ólafía Hrönn Jónsdóttir hljóp í skarðið fyrir Elvu Ósk sem Elínborg en hún heldur Erlendi svo sannarlega við efnið. SIGURÐUR ÓLI Björn Hlynur Haraldsson gerði góða hluti í Strákunum okkar og birt- ist hér íslenskum kvikmyndagestum sem Sigurður Óli, aðstoðarmaður Erlends. KJÖTSÚPAN VÍÐFRÆGA Ingvar og Ágústa Eva Erlendsdóttir í hlutverkum sínum sem Erlend- ur og Eva Lind að snæða hina víðfrægu kjötsúpu. STIRÐ SAMSKIPTI Samband Erlends við dóttur sína Evu Lind er í molum og hann á í erfiðleikum með að sætta sig við hvernig komið er fyrir henni. FLOTTUR Í HLUTVERKINU Ingvar E. Sigurðs- son hefur elst um nokkur ár í hlutverki Erlends rannsóknarlögreglumanns og hérna syngur hann með lögreglukórnum í síðustu tökunni. FRÉTTABLAÐIÐ/BERGSTEINN BJÖRGÚLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.