Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 53
MÁNUDAGUR 17. júlí 2006 21 menning@frettabladid.is ! Á Seyðisfirði17. – 23. júlí 2006 Listasmiðjur, opnunarhátíð, alþjóðlegt pikknikk, stuttmynda- veisla, hönnunarsýning, uppskeruhátíð, RISAtónlistarveisla og Todmobile ball. Sjá www.lunga.is 14. júlí - uppselt 15. júlí - laus sæti 20. júlí - uppselt 21. júlí - laus sæti 27 júlí - laus sæti LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður matur, miði og frítt í Göngin til baka í boði Landnámsseturs Frá kr. 4000 - 4800 MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 Föstudag 14. júlí kl. 20 uppselt Laugardag 15. júlí kl. 20 uppselt Sunnudag 16. júlí kl. 15 aukasýning Sunnudag 16. júlí kl. 20 örfá sæti Föstudag 21. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 22. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 23. júlí kl. 20 laus sæti Föstudag 28. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 29. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 30. júlí kl. 20 laus sæti Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Kl. 10.00 Brúðubíllinn sýnir leikþáttinn Týnda eggið í Fífuseli og aftur í Skerjafirði við Reykjavíkurveg kl. 14. Frábær fjölskylduskemmtun með fallegum boðskap. Ekki missa af... leikritinu Penetreitor eftir Anthony Neilson sem leikfélagið Vér morðingjar sýnir í Sjó- minjasafninu að Grandagörðum 8. Leikstjóri er Kristín Eysteins- dóttir. myndlistarsýningu Snorra Ásmundssonar í Jónasi Viðari gallerí Kaupvangsstræti 12 á Akureyri. sumarsýningu Listasafns ASÍ sem helguð er vatnslitamál- verkum. Á sýningunni eru verk eftir Hafstein Austmann, Eirík Smith, Kristínu Þorkelsdóttur og Daða Guðbjörnsson auk vatns- litaverka eftir Svavar Guðnason. Dansarinn og danshöfund- urinn Helena Jónsdóttir er á leið til Svíþjóðar að vinna að dansverki fyrir sjónvarp í samstarfi við vel þekkta listamenn þar í landi. Helena hefur unnið að fjölda dans- verka en flest þeirra hefur hún skrifað sjálf og leikstýrt, hvort sem það fyrir sjónvarp, tónlistar- myndbönd eða svið. Verkefnið í Svíþjóð vinnur hún ásamt þremur Svíum sem allir eru vel þekktir á sínu sviði í heimalandinu. Leikar- inn Lars Bethke leikur aðalhlut- verkið í dansverkinu, rithöfundur- inn Irena Kraus skrifar handritið og Helena sér um leikstjórn og danshönnun. Að sögn Helenu mun hópurinn vinna ásamt tökuliði að kynningarefni myndarinnar í Stokkhólmi en tökur á myndinni sjálfri, sem verður 16 mínútur að lengd, hefjast í haust. „Það er gíf- urlega spennandi að vinna með þessu fólki enda er um mikla lista- menn að ræða. Leikarinn sem um ræðir hefur leikið í fjölda mynda í heimalandi sínu og Irena Kraus skrifað fjölda leikrita fyrir útvarp, en hún er hvað þekktust fyrir að vinna sem hægri hönd Mats Eek, sem er einn þekktasti danshöfund- ur Svía.“ Á síðasta ári vann Helena að dansverkinu Another með eist- neska sjónvarpinu en það var tekið upp í fangelsinu Tartu. „Fangelsið var opnað árið 2002 og geymir 800 fanga en það sem veitti mér innblástur að hluta er sú stað- reynd að síðan fangelsið opnaði hafa fjögur náin samband mynd- ast milli fanga og fangavarða. Þrátt fyrir rammgirta steinsteypta veggi og einangrun, snýst verkið um sambönd, raunverulegar til- finningar og spurninguna um að taka ábyrgð á okkar eigin frelsi.“ Fyrir utan eistneska sjónvarpið hefur dansverkið Another einnig verið sýnt víða annars staðar, svo sem í norska, sænska, danska og þýska ríkissjónvarpinu, auk þess sem sjónvarpstöðin Arte kaus verkið sem bestu dansmyndina árið 2005. „Another hefur hlotið góðar viðtökur en í Svíþjóð fékk hún 200 þúsund manna áhorf þrátt fyrir að hún var ekki auglýst sér- staklega. Leikarinn í myndinni sem er eistneskur, heitir Mait Malmsten en hann er eins og Ingv- ar Sigurðsson okkar Íslendinga, sem ég ber mikla virðingu fyrir.“ - brb Ný dansmynd unnin í Svíþjóð DANSMYNDIN ANOTHER SEM TEKIN VAR UPP Í FANGELSINU TARTU Í EISTLANDI „Verkið snýst um sambönd og spurninguna um að taka ábyrgð á eigin frelsi.“ HELENA JÓNSDÓTTIR, DANSARI OG DANSHÖFUNDUR Vinnur að nýrri dansmynd í Svíþjóð ásamt þekktum listamönnum frá heimalandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.