Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 12
 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Við rekum reyklaust kaffihús hér á Kaffi Hljómalind en mér þætti vænt um það að eigendur veitingahúsa gætu ákveðið slíkt sjálfir í stað þess að fá tilskipanir frá ríkisvaldinu,“ segir Þórarinn Einarsson, einn rekstrar- aðila Kaffi Hljómalindar, aðspurður um hvernig honum lítist á allsherjar reykingabann á veitinga-, kaffi og öld- urhúsum, sem á að taka gildi næsta sumar í Reykjavíkurborg. „Það þykir að vísu minna arðbært að hafa kaffihúsið sitt reyklaust og skiljanlegt að flestir staðir í þessari atvinnugrein séu nokkuð reykmett- aðir en mér þykir sú forsjárhyggja að banna reykingar alfarið vera röng. Það væri illskárra ef ríkið myndi verðlauna þá staði sem með ein- hverjum hætti stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Best væri þó að fyrirtæki tækju kaffihús eins og Kaffi Hljómalind sér til fyrirmyndar með því að einblína ekki á það að skila sem mestum gróða, heldur að stuðla að bættu og heilbrigðara samfélagi.“ ÞÓRARINN EINARSSON EINN REKSTRARAÐILA KAFFI HLJÓMALINDAR SJÓNARHÓLL REYKINGABANN Á VEITINGASTÖÐUM OG ÖLDURHÚSUM Óþarfa forsjárhyggja „Ég hef notað tímann undanfarið til að sanka að mér grösum hér í Borgarfirðinum fyrir veturinn, til að setja í te og búa til olíur og krem og annað græðandi og þess háttar,“ segir Jónína K. Berg, Þórsnesingagoði, lithimnufræðingur og arómaþer- apisti. „Það er hægt að greina í augum mann- eskju hvernig ástand líkamans er,“ svarar Jónína aðspurð um hvað felist í lithimnufræðinni. Hún segir fjölskrúðugt plöntulíf að finna í Borg- arfirðinum og að tínslan hafi gengið vel. „Það er árstíðabundið hvenær sumar jurtir eru í vexti. Núna er ég aðallega að tína blágresi, elftingu og blóðberg.“ Jónína er ekki í nokkrum vafa um áhrifamátt náttúrunnar og segir jurtir margra meina bót. „Það er alltaf til góðs að geta nýtt sér fleiri aðferðir til að halda jafnvægi. Eftir því sem aðferðunum fjölgar er líklegra að maður finni jafnvægið,“ segir Jónína. Fyrir nokkrum dögum gerði Jónína sér ferð út á Snæfellsnes til að skoða svæðið og upplifa orkuna sem þar er að finna í ríkum mæli á viss- um stöðum, að sögn Jónínu. „Þar er mjög sérstök orka og síðan er jarðfræðiflór- an þarna svo ótrúleg. Þar eru ótal sýnishorn af bergtegundum,“ segir Jónína orkubolti. Á næstu dögum stendur til hjá Jónínu að fara til Færeyja, þaðan sem hún á ættir að rekja. „Ég er hálfur Færeyingur í föðurættina og ég ætla að heimsækja ættingja mína þangað og rifja upp gömul kynni,“ segir Jónína. Ættingjarnir í Færeyjum eru margir að sögn Jónínu og ber hún vistinni þar mjög góða sög- una. „Til Færeyja er alltaf svo gott að koma. Fólkið þar er ótrúlega gestrisið og tekur svo vel á móti öllum,“ segir Jónína. „Svo hlakka ég mikið til að fara á Ólafsvökuna, en ég hef ekki verið í Færeyjum áður á sama tíma og hún er,“ en helst má líkja Ólafsvöku Færeyinga við verslunarmannahelgina hér á landi. Ásamt því að skemmta sér í Færeyjum ætlar Jónína að mæla sér mót við fólk sem er áhugasamt um ásatrúna, en hún er einmitt goði fyrir Vesturland. „Ég hef haldið blót árlega á Vesturlandi undanfar- in tólf ár sennilega og hafa þau ávallt verið nokkuð vel sótt. En þau hafa verið öllum opin, ekki bara þeim sem eru skráðir í Ásatrúarfélagið,“ segir goðinn. Jónína ætlar að halda haustblót á haustjafndægrum 23. september næstkomandi og segir að vel verði tekið á móti öllum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓNÍNA KRISTÍN BERG ÞÓRSNESINGAGOÐI Hlakkar til að kíkja á Ólafsvökuna Karlar sauma líka „Í fyrra komu til dæmis nokkrir karlmenn til að læra að sauma sér þjóð- búninga.“ HEIÐUR VIGFÚSDÓTTIR, FOR- MAÐUR RITNEFNDAR HEIMIL- ISIÐNAÐARFÉLAGS ÍSLANDS, SEGIR FÉLAGIÐ EKKI VERA KVENNAKLÚBB. FRÉTTABLAÐIÐ, 16. JÚLÍ. Viðkunnanlegir popparar „Þessi heimur finnst mér hafa verið frekar við- kunnanlegur en hitt.“ KATRÍNA MOGENSEN, SÖNG- KONA HLJÓMSVEITARINNAR MAMMÚT, ER EKKI SAMMÁLA ÞVÍ AÐ ÍSLENSKI TÓNLISTAR- HEIMURINN SÉ HARÐUR. BLAÐ- IÐ, 15. JÚLÍ. Í ár, líkt og undanfarin ár, birtir Landssamband Veiðifélaga viku- legar aflatölur á heimasíðu sinni. Tölurnar eru úr 25 laxveiðiám og eru uppfærðar fyrir hádegi alla fimmtudaga. „Menn hafa mikinn áhuga á því hvernig veiðin gengur í þeim ám sem eru í uppáhaldi hjá þeim eða sem þeir eru á leiðinni að fara að veiða í. Þeim þykir gott að vita hvenær veiðin byrjaði, á hversu margar stengur verið er að veiða og svo framvegis,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, umsjónarmaður síð- unnar www.angling.is. Þorsteinn segir að veiðimenn sem og veiði- réttareigendur geti notað þessar tölur sér til gagns og gamans. „Veiðiréttareigendur geta séð hvernig þróunin er í öðrum ám í svipuðum flokki og áttað sig á því hvar þeir standa í samkeppninni,“ segir Þorsteinn. Tölurnar er að finna til hægri á forsíðu íslensku útgáfu angling.is. Hægt er að smella á tengilinn „Meiri upplýsingar“ þar sem skýrt er frá veiðitölum eins og þær voru vikuna á undan og tölur frá sambærilegum degi sumarið áður. Þá er þar einnig að finna upplýsingar um upphafs- dag veiði, stangafjölda í einstökum ám, lokatölur síðasta árs, sem og meðalveiði síðustu tíu ára. „Þetta eru upplýsingar sem fólk þarf að hafa aðgang að,“ segir Þorsteinn, sem bætir við að á síð- unni sé einnig að finna mikið af öðrum fróðleik um veiðimál. Laxveiðitölurnar á netinu VEITT Í GRÍMSÁ Samkvæmt tölum á angling.is var búið að veiða 164 laxa í Grímsá og Tunguá síðasta fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.