Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 4
4 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 14.7.2006 Bandaríkjadalur 74,68 75,04 Sterlingspund 137,57 138,23 Evra 94,59 95,11 Dönsk króna 12,679 12,753 Norsk króna 11,96 12,03 Sænsk króna 10,274 10,334 Japanskt jen 0,6444 0,6482 SDR 110,21 110,87 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 130,9663 Gengisvísitala krónunnar ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ����� ������������� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� ���������������������������������� ������������� ������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ������������������ �������� �������� �������� �������� ����������������� ����������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� �������������� ������� � ������������ ��� ������� ���������� ������������������� ��� ��������� ��������������� ������������������������ ��������������� �������� �� �� ���� ��� ��������� ������� ���������� � �� ��������������������� ��������������� ���� �� ���������������� � ��� ���� ������� ���� ����� ����������������� ��� ���� ��� ������� � ������������������������ ����������� �� ������������ �� ����������� ���������� ����� ������� ������ �������� ������ ������� ��������������� ����������� ����� ���� ������� ����� � ������ ����������������� ����������� ��� ��������� �������������������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� �� �� �� �� �� �� �� �� �� � � � � � � � � � � � � � �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� MATVÆLAVERÐ Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra og varafor- maður landbúnaðarnefndar, segir að álit nefndarinnar verði að skoða í samhengi við viðræður innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. „Það hafa verið viðræður í gangi í mörg ár innan stofnunarinnar varðandi ýmis alheimsviðskipti, þar á meðal landbúnaðarvörur og ég held að við verðum að skoða þetta í samhengi, meðal annars vegna samnings- stöðu Íslands í þeim viðræðum,“ segir Magnús. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, segir skýrsluna illa unna. „Það er vissulega mikilvægt að kanna hvað geti lækkað matarverð hér á landi. Hins vegar finnst okkur nefnd- in taka alltof þröngt á þessu máli, hún skoðar ekkert hvaða áhrif fákeppni og einok- un hér á matvæla- markaði og dýr flutningur hér inn- anlands hefur á matvælaverð,“ segir Jón. Hann segir mikilvægt að styðja við landbún- að hérlendis ef verndartollar verða afnumdir. „Áður en að tollunum verði breytt verði komið annað kerfi í gang sem styðji við matvælafram- leiðslu og byggð í sveitum lands- ins“, segir Jón. Vinstri græn eru alfarið á móti því að tollar verði lækkaðir á óhollustuvörum eins og gosdrykkj- um, kexi og öðru slíku. „Við teljum að tollar og skattar séu ein af tækj- um stjórnvalda til að stýra neyslu fólks,“ segir Jón. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er fylgjandi því að tollavernd á innfluttri búvöru verði afnumin, en að farið verði varlega. „Það er skynsamlegt að lækka tolla- verndina í áföngum og í sam- vinnu við hagsmunaaðila,“ segir Guðjón Arnar. Hann fagnar því að þessi umræða sé farin af stað og vill að málinu verði haldið til streitu. „Mér sýnast meginlín- urnar vera í lagi og nú þarf bara að komast að niðurstöðu og gera eitthvað skynsamlegt í þessum málum.“ Frjálslyndi flokkurinn er á sömu línu og Vinstri hreyfingin - grænt framboð varðandi tolla á vörum sem eru óhollar. „Ég sé enga þörf á að lækka tolla á óholl- ustuvörum, við framleiðum nóg af þeim sjálf. Við viljum að vörur sem tengjast venjulegum þörfum fjölskyldunnar fái lækkunina frekar,“ segir Guðjón Arnar. aegir@frettabladid.is Vinstri græn segja skýrsluna illa unna Skýrsla um matvælaverð er umdeild. Afnám verndartolla gæti haft áhrif á samningsstöðu Íslands innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, að sögn varafor- manns landbúnaðarnefndar. Illa unnin skýrsla segja Vinstri græn. MATARKARFA Mismunandi skoðanir eru á skýrslu nefndar forsætisráðherra um matvæla- verð hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN MAGNÚS STEFÁNSSON GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON JÓN BJARNASON SAMGÖNGUR Meðalaldur langferða- bíla á landinu hefur lækkað úr tæpum þrettán árum í rúm tíu frá árinu 2000. Þetta er meðal þess sem fram kemur í frétt frá Sam- gönguráðuneytinu. Langferðabílum hefur á sama tíma fjölgað úr 1.673 í 1.906, en árið 1940 voru 137 slíkir bílar á landinu. Langflestir bílanna eru skráðir á höfuðborgarsvæðinu, eða rúmlega 1.100, en næstflestir á Suðurlandi, eða 175. - sh Langferðabílar yngjast: Rúturnar yngri en fyrir 6 árum LANGFERÐABÍLL Þessi rúta á eflaust þátt í að yngja upp langferðabíla landsins. UMFERÐ Sex sinnum á stuttum tíma hafa bílar með of háan farm reynt að fara um Hvalfjarðargöng. Að sögn Marínós Tryggvason- ar, öryggisfulltrúa Spalar, er ótrú- legt að atvinnubílstjórar hafi ekki grun um hvers konar farm þeir eru með. Því sé ljóst að hluti bíl- stjóranna sem rekast með farm sinn upp í öryggisslár séu sekir um ásetningsbrot. „Við sjáum í myndavélunum þegar menn eru að hægja á sér og reyna að sleppa en reka sig svo í.“ - at Hvalfjarðargöng: Ásetningsbrot nást á mynd ÞÝSKALAND, AP Ástargangan svo- kallaða fór fram í Berlín um helg- ina eftir þriggja ára hlé. Þúsundir manna, allt frá vöðvatröllum upp í bíkiniklæddar meyjar, tóku þátt í hátíðarhöldunum. Ástargangan var fyrst farin í friðarskyni árið 1989 en þróaðist smám saman í núverandi mynd. Hún gat af sér eftirmyndir víðs vegar um heim og náði hámarki árið 1999 þegar 1,5 milljónir manns sóttu hana. Skipuleggjend- ur göngunnar í Berlín voru til- neyddir til að aflýsa henni á árunum 2004-2005 vegna fjárhagsörðugleika. - rve Ástargangan aftur eftir þrjú ár: Ástin blómstr- ar í Berlín NÓG AF ÁST TIL AÐ GEFA Ástarganga var gengin eftir þriggja ára hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BELGÍA, AP Lögreglan í Belgíu handtók í gær 21 árs gamlan mann fyrir mannrán og ofbeldi gegn níu ára gömlum dreng. Drengurinn fannst keflaður og bundinn á hönd- um og fótum á engi skammt fyrir utan Verviers, þar sem hann býr, á laugardag, en þá hafði verið leitað að honum í sólarhring. Engin merki voru um kynferðis- lega misnotkun, að sögn lögreglu. Mikil leit var gerð að drengn- um enda ekki langt síðan tvær stjúpsystur voru teknar og myrtar í nágrannabæ. Einn maður hefur verið handtekinn vegna þess máls, en enginn hefur verið ákærður fyrir morðin, og óttast Belgar því að morðinginn gangi ennþá laus. - smk Barnarán í Belgíu: Drengurinn fannst á lífi STRÆTÓ „Ein ástæðan er sú að við viljum að ferli ákvarðana hjá fyrirtæk- inu fari meira í gegnum borgina. Hin ástæðan er sú að nú eru sex ár frá stofnun Strætó Bs. og í eigendasamkomulaginu kemur fram að úttekt eigi að fara fram á fyrir- tækinu eftir fimm ár,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Reykjavíkurborgar hjá Strætó Bs. Breytingar á þjónustu Strætó Bs. hafa verið gagnrýndar undan- farið og talað um að verið sé að skerða þjónustuna við borgarbúa. Þorbjörg Helga segir óánægjuna sprottna meðal annars vegna þess að borgin sé ekki höfð með í ráðum þegar ákvarðanir eins og þessar eru teknar. „Okkur finnst svolítið skrítið að greiða sjötíu prósent af fjármagninu inn í fyrirtækið og hafa ekki mikið vægi á ákvarðanatöku. Við vilj- um að allar breytingar fari til umfjöllunar hjá borginni en ekki ákveðnar á fundi,“ segir Þorbjörg Helga. Þorbjörg Helga segir aðkomu borgarinnar að undirbúningi á leiðarkerfinu sem tekið var í notk- un fyrir nokkru síðan, hafa verið afar takmarkaða. Leiðarkerfið sé umdeilt og hlutverk þess þurfi að skilgreina upp á nýtt. „Við höfum ekki verið sammála því að kerfið stíli inn á að fá fólk í vagnana sem nú þegar eigi bíl, heldur á kerfið fyrst og fremst að sinna sem best þeim sem þurfa að taka strætó,“ segir Þorbjörg Helga. Aðspurð um hvort það kæmi til greina að draga Reykjavíkurborg út úr byggðasamlaginu sem rekur Strætó Bs. vildi Þorbjörg Helga ekki gefa neitt uppi um það. - æþe Meirihlutinn í borgarstjórn er ósáttur við það hvernig ákvarðanir eru teknar hjá Strætó Bs.: Farið fram á stjórnsýsluúttekt á Strætó STRÆTÓ Reykjavíkurborg hefur farið fram á að stjórnsýsluleg úttekt verði gerð á Strætó Bs. Borgin vill taka aukinn þátt í ákvörðun- um fyrirtækisins. ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.