Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 57
Í sumar hafa 20 skapandi sumarhópar verið starfandi hjá Hinu húsinu. Á fimmtudaginn gátu gestir og gangandi kynnt sér starfsemi þessara hópa á skemmtun sem haldin var í Tjarnarsal Ráðhúss- ins í Reykjavík þar sem hver hóp- ur sýndi brot af sinni starfsemi á svokallaðri lokahátíð. Hóparnir og verkefni þeirra voru mjög fjöl- breytt og ljóst er að það vantar ekki hugmyndagleðina hjá þess- um listamönnum framtíðarinnar sem ábyggilega eiga eftir að láta meira til sín taka í listalífinu. List framtíðarinnar GIRNILEGAR KÖKUR Hönnunartvíeykið Stígvél bjó til þetta girnilega bakkelsi en á bak við það standa þær Ingunn Jónsdóttir og Þórunn Árnadóttir, nemar í þrívíddar- hönnun við Listaháskóla Íslands. KVINTETTINN ATLAS Tónlistarfólkið Herdís Anna Jónasdóttir, Grímur Helgason, Þorbjörg Daphne Hall, Matthildur Anna Gísladóttir og Eygló Dóra Davíðsdóttir fluttu lagið Garðurinn eftir Jónas Tómasson úr verkinu Fjögur Andalúsíuljóð. RANNSÓKNARSVIÐ ÍSLENSKRAR ÞJÓÐ- MENNINGAR Árni Kristjánsson, Friðgeir Einarsson,og Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, nemendur í Fræði og framkvæmd við leiklistardeild Listaháskóla Íslands, kynntu vinnu síns hóps sem tók íslenska þjóð- menningu fyrir. GÓÐ MÆTING Hátt í 80 einstaklingar tóku þátt í hinu skapandi starfi sumarhópa Hins hússins. Hér eru þau Gunnar, Sólveig og Þóra.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SVÍNSLEG LIST Fjöllistahópurinn Grísa- lappalísur framdi gjörning en í honum eru myndlistarnemarnir Rósa Valtingojer, Saga Ásgeirsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Una Björk Sigurðardóttir. UMFJÖLLUN [KVIKMYNDIR] Þrátt fyrir það hversu ágæt og upplífgandi kvikmyndagrein ungl- ingahrollvekjan er verður það samt að segjast að meirihluti þess efnis sem framleiddur er innan hennar er óttalegt rusl og það er í raun mesta furða að fólk skuli enn dunda sér við að slátra gröðum og útúrreyktum gelgjum á hvíta tjaldinu eftir að Scream-myndirn- ar rústuðu greinina með háði og spotti. En unglingahrollurinn er einfaldlega jafn ódrepandi og Freddy Krueger, Michael Myers og Jason og það verður alltaf markaður fyrir öskrandi ljóskur sem enda ævina á röngum enda búrhnífsins. See No Evil er dæmi- gerð unglingahrollvekja en slefar sem betur fer upp fyrir meðallag og er því vel bíómiðans virði fyrir þá sem fá útrás við að horfa á geð- sjúkling refsa ungdómnum fyrir saurugar hugsanir, græðgi og dópreykingar. Fyrrverandi klámmyndaleik- stjóranum Gregory Dark tekst að byggja upp þokkalega spennu innan staðlaðrar frásagnarinnar og býður um leið upp á mátulegan skammt af splatterviðbjóð sem verður þó að teljast frekar mein- laus eftir að Eli Roth setti alger- lega ný viðmið í þeim efnum með hinni yfirgengilega viðbjóðslegu Hostel. Dark klikkar hins vegar alveg á því að bjóða upp á nekt en eins og Roth hefur sýnt eftirminnilega fram á eru ber brjóst og rassar alveg ómissandi þáttur í myndum af þessu tagi. Miðað við aldur og fyrri störf Darks hefði maður búist við fagmannlegum tilþrifum í strippli og kynlífi en hann heldur sig örugglega aftan við markalín- una sem Roth dró með Hostel. Annars er allt til alls hérna. Slatti af afbrotaunglingum fær tækifæri til að stytta sakadóma sína með því að þrífa yfirgefið og niðurnítt hótel með ótal ranghöl- um og dimmum skúmaskotum. Með þeim í för er einhent lögga sem missti útliminn nokkrum árum áður í átökum við snældubil- aðan fjöldamorðingja sem hafði þann leiða ávana að plokka augun úr fórnarlömbum sínum. Það líður svo ekki á löngu fyrr en lík með gapandi augntóttir fara að skjóta upp kollinum í hrörleg- um hótelherbergjunum og lögg- unni okkar verður ljóst að morð- inginn sem hjó handlegginn af honum er síður en svo dauður úr öllum æðum þótt okkar maður hafi sett byssukúlu í hausinn á honum. Þetta er hið besta mál þar sem þetta er fínasti skúrkur og það er alltaf eitthvað notalegt og næstum eðlilegt við geðsjúklinga sem myrða í nafni Guðs og Biblí- unnar. Persónurnar týna svo tölunni eftir kúnstarinnar reglum en Dark bryddar þó upp á þeirri nýbreytni að stúta krökkunum ekki eftir staðlaðri goggunarröð og það kemur skemmtilega á óvart hversu lífseig ljóskan er að þessu sinni. Ýmis önnur smáatriði og frávik frá staðalforminu ná að lyfta myndinni upp en allt endar þetta úti í móa í lokin enda virðast það vera flókin vísindi og á fárra færi að loka hryllingsmynd á sann- færandi hátt. Heildaráhrifin eru samt ásætt- anleg og Dark verður því varla sendur aftur í klámið og mun sjálf- sagt fá að spreyta sig frekar í þessum bransa. Þórarinn Þórarinsson Ef hægra auga þitt tælir þig... SEE NO EVIL LEIKSTJÓRI: GREGORY DARK Aðalhlutverk: Glen Jacobs, Christina Vidal, Samantha Noble, Steven Vidler Niðurstaða: See No Evil er unglingahrollur sem skríður upp fyrir meðaleinkunn og skilar því sem til er ætlast. Það næst meira að segja upp spenna innan staðlaðrar formúlunnar og viðbjóðurinn er mátulegur og fer ekki út fyrir velsæmismörk sem eru þó á undanhaldi innan greinarinnar. Kynlífsverslunin Exxxotica sem var til húsa á Barónsstígnum í mörg ár hefur nú vikið fyrir arktitektastof- unni Skapað og skerpa. Blaðamaður sló á þráðinn til Jóhanns Sigurðsson- ar hjá stofunni og spurði hann út í breytingarnar. „Við fluttum nú bara inn fyrir tæpum tveimur vikum og erum að koma okkur í gang. Þú getur rétt ímyndað þér hvað nágrannarnir eru ánægðir með þessi skipti,“ segir hann hlæjandi. „Það er þó alltaf einn og einn sem slysast hingað inn sem var á leiðinni í búðina, en áttar sig fljótt á því að það er búið að breyta. Nágrannarnir eru flestir yfir sig hrifnir af þessu. Sumir hafa meira að segja komið hingað niður bara til þess að þakka fyrir að það sé komið eitthvað annað hingað í húsið,“ segir hann en tekur það þó fram að engin leiðindi hafi verið á milli eigenda kynlífsbúðar- innar og íbúa í nágrenninu. „Ég er alveg viss um að verðgildi íbúðar- innar fyrir ofan okkur hafi aukist nokkuð við þetta.“ Húsnæðið við Barónsstíg er ennþá eldrautt í litum kynlífsbúð- arinnar og segir hann það á stefnu- skránni að mála húsið í nýjum lit. Jóhann segist þó ekki hafa orðið mikið var við óánægjuraddir frá traustum kúnnum Exxxotica. „Það var reyndar einn hérna sem kom hingað inn og sagði okkur hvað það væri slæmt að missa búðina úr hverfinu. Ég held þó að það hafi verið meira í gríni en alvöru,“ segir Jóhann léttur í bragði. -vör Arkitektar fyrir klámbúð SKAPAÐ OG SKERPA Starfsfólk nýju arkitektastofunnar segir að nágrannarnir hafi tekið sér fagnandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN SUPERMAN RETURNS SUPERMAN RETURNS VIP THE BREAK UP THE FAST AND THE FURIOUS 3 BÍLAR ísl. tal CARS enskt tal SHE´S THE MAN KL. 3:50-4:50-7-8-10:10-11:10 KL. 4:50-8-11:10 KL. 3:50-6-8-8:15-10:20-10:30 KL. 8-10:20 KL. 3-5:30 KL. 3:30 KL. 6 B.I. 10 B.I. 12 SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP BÍLAR ísl. tal KL. 6-9KL. 8-10:10 KL. 5:40 B.I. 10 *SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU. MYND OG HLJÓÐ * SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP BÍLAR ísl. tal *CARS enskt tal KL. 4-6-8-10 KL. 8:20-10:30 KL. 3:30-6 KL. 3:30 B.I. 10 SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP THE LAKE HOUSE CARS enskt tal BÍLAR ísl. tal KEEPING MUM POSEIDON KL. 5:50-9-10:40 KL. 6-8:15-10:40 KL. 6-8:15-10:30 KL. 8:15 KL. 5:50 KL. 6-8:15 KL. 10:30 B.I. 10 B.I. 12 B.I. 14 SUPERMAN RETURNS THE LAKE HOUSE KL. 7-11 KL. 8-10:10 B.I. 10 SAMBÍÓIN SÍMI: 575-8900 www.sambioin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.