Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 17
Til sölu hjá Remax í Mjódd er skemmtilegt parhús með fallegum garði og rúmgóðum svölum.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ER ÞÍN EIGN AUGLÝST HÉR? MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINS Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is MIKILVÆGT AÐ TAKA TILLIT Gæludýrahald í þéttbýli er ýmsum takmörkun- um háð. HÚS 2 Fasteignasalan Remax Mjódd er með til sölu vandað parhús á tveimur hæðum með bílskúr á skjólsælum og vinsælum stað í Salahverfi. Húsið var byggt árið 2000 og er samtals 195,2 fermetrar og þar af er 25,9 fermetra bílskúr. Komið er inn í forstofu með náttúrusteini á gólfi og góðum fataskáp. Úr forstofu er inn- angengt í bílskúrinn sem er með flísum á gólfi, rafmagni og vatni. Gestasalerni er flísalagt í hólf og gólf. Eldhús er með vand- aðri sérsmíðaðri rauðeikarinnréttingu og dökkum flísum á milli efri og neðri skápa. Vönduð stáltæki eru í eldhúsinu og náttúru- steinn á gólfi. Gashelluborð, ruslkvörn í vaski, tvöfaldur ísskápur og uppþvottavél fylgja með. Stofurnar tvær eru samliggjandi og báðar afar rúmgóðar. Fallegur arinn myndar skemmtilega stemningu í stofunni. Krossvið- arklæðning með halogenlýsingu er í lofti og olíuborið eikarparket á gólfi. Frá stofu er útgengt á flísalagðar svalir, sem snúa í hásuð- ur. Frá svölum er hægt að ganga niður í gró- inn mjög skjólsælan garð og þar er um hund- rað fermetra timburverönd með heitum potti. Á neðri hæð hússins eru fjögur svefnher- bergi öll parketlögð. Frá hjónaherbergi er útgengt út í garð. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, innrétting við vask, stórt baðkar, sturtuklefi með nuddi, handklæðaofn og tengi fyrir sjónvarp. Inn af baðherbergi er stórt þvottahús sem einnig nýtist sem fata- herbergi. Um er að ræða fallega og vandaða eign í barnvænu hverfi þar sem stutt er í alla þjón- ustu. Söluverð eignarinnar er 49,9 milljónir króna. Heitur pottur í skjólsælum garði GÓÐAN DAG! Í dag er mánudagurinn 17. júlí, 198. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.46 13.34 23.19 Akureyri 3.02 13.19 23.31 Fjögur friðuð mannvirki ÁKVEÐIÐ HEFUR VERIÐ AÐ FRIÐA HEILSUVERNDARSTÖÐINA, RJÓMABÚIÐ, DALATANGAVITA OG GÖMLU SUNDLAUGINA AÐ SELJAVÖLLUM. Húsafriðunarnefnd gerði tillögur að friðun ofantalinna fjögurra mannvirkja en menntamálaráðherra tók endanlega ákvörðun um hana. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg er með merkustu opinberu byggingum í Reykjavík og jafnframt sú óvenjulegasta út frá sjónarhóli byggingarlistar. Einnig á hún merka sögu þar sem hún var fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins, teiknuð af arkitektunum Einari Sveinssyni og Gunnari H. Ólafssyni. Varðveislugildi Rjómabúsins að Baugsstöðum, skammt austan Stokkseyrar, felst einkum í fágæti þess og einstakri starfsemi. Dalatangaviti er elsti uppistandandi viti landsins, byggður af Otto Wathne, kaupmanni og útgerðarmanni á Seyðifirði. Veggir eru hlaðnir úr grjóti en þak er klætt bárujárni. Gamla sundlaugin að Seljavöllum undir Eyjafjöllum er elsta steinsteypta sundlaug landsins, með þrjá steypta veggi og þann fjórða klettavegg með náttúrulegum heitum uppsprettum. Heilsuverndarstöðin er fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FASTEIGNASÖLUR Ás 4-6 Árborgir 7 Domus 14-15 Draumahús 20-21 Eignamiðlun Suðurn. 12 Eignastýring 25 Eignaumboðið 13 Fasteignam. Mjódd 24 Fasteignafélag Austurl. 19 Hof 11 Húseign 26 Húsið 18--19 Höfði 10 Lundur 16-17 Lyngvík 23 Lögmenn Suðurlandi 22 Neteign 8-9 Remax Mjódd 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.