Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 2
2 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR
SKRIFSTOFUVÖRUR
ODDI SKRIFSTOFUVÖRUR
ER UMBOÐS- OG ÞJÓNUSTUAÐILI
Á ÍSLANDI
Borgartúni 29 • Sími 515 5170 • Opið virka daga kl. 8 - 18 • laugardaga kl. 11 - 16
Höfðabakka 3 • Sími 515 5105 • Opið virka daga kl. 8 - 18 • Pantanasími 515 5100
H
Ö
N
N
U
N
O
D
D
I
V
O
B
4
1
6
3
SLYS Maðurinn sem slasaðist þegar
hann ók flutningabíl með brota-
járnsfarm fram af veginum efst á
Bessastaðafjalli í Fljótsdal í fyrra-
dag hefur verið útskrifaður af
Heilsugæslunni á Egilsstöðum.
Maðurinn, sem er hollenskur
en ekki pólskur eins og misfórst í
Fréttablaðinu í gær, slapp ótrú-
lega vel og hlaut aðeins minnihátt-
ar meiðsl. Hann rifbeinsbrotnaði,
hlaut skurð á höfuð og marðist
vegna bílbelta. Að sögn Sveins
Ásgeirssonar, annars eiganda
Hringrásar, vill maðurinn ólmur
komast undir stýri aftur. - æþe
Bílslysið í Fljótsdal:
Ökumaðurinn
útskrifaður
STJÓRNMÁL Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir, borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar og fyrrverandi borgar-
stjóri í Reykjavík, sest á skólabekk
í Háskóla Íslands í haust.
„Ég ætla í meistaranám í opin-
berri stjórnsýslu,“ sagði Stein-
unn Valdís Hún
tekur námið
samhliða vinnu
sinni í borgar-
stjórn en hún
situr í borgar-
ráði og fram-
kvæmdaráði
fyrir flokk sinn.
Þá situr hún í
stjórn Lands-
virkjunar.
Steinunn
Valdís hefur verið orðuð við þing-
framboð í vor en segist ekkert
hafa ákveðið í þeim efnum. „Ég er
oft spurð út í þetta og ætla að velta
málinu fyrir mér á skólabekk í
vetur,“ segir hún og bætir við að
hún telji hollt fyrir fólk að fara í
skóla og endurnýja sjálft sig.
- bþs
Steinunn Valdís Óskarsdóttir:
Íhugar þing-
framboð
STEINUNN VALDÍS
ÓSKARSDÓTTIR
HEILBRIGÐISMÁL Nú er ljóst að ný
áhætturannsóknarstofa við til-
raunastöð Háskóla Íslands í meina-
fræði að Keldum verður ekki til-
búin 1. febrúar næstkomandi, eins
og stefnt hafði verið að. Ástæðan
er stöðvun sem stjórnvöld settu á
útboð allra opinberra fram-
kvæmda fyrir um það bil mánuði,
að sögn Helga Helgasonar fram-
kvæmdastjóra tilraunastöðvar-
innar. Fyrri áfangi framkvæmd-
anna er nú tilbúinn til útboðs.
„Við reynum að gera okkar
besta til að vinna upp þann tíma
sem tapast hefur ef við fáum
grænt ljós frá stjórnvöldum,“
segir Helgi. „Þarna er fyrirhuguð
rannsóknarstofa til að greina fugla
vegna fuglaflensu og önnur dýr
vegna sjúkdóma. Þar verður krufn-
ingastofa fyrir sérstakar aðstæður
svo og áhættugreiningastofa. Við
stefnum að því að rífa gamalt hús
sem er úr sér gengið og byggja
þetta á þeim grunni. Þá þarf sér-
staka loftræstingu til að vernda
starfsfólkið sem vinnur við rann-
sóknirnar þannig að það smitist
ekki af þeim dýrum sem það er að
vinna með hverju sinni.“
Helgi undirstrikar að mikil-
vægt sé að málinu verði hraðað
vegna hugsanlegrar hættu á
fuglaflensu og dýrasjúkdómum
hér á landi.
Ríkisstjórnin hafði samþykkt
að heimila níutíu milljónir króna
til uppbyggingar rannsóknar- og
krufningaaðstöðu á Keldum, þegar
umræðan um hættu á að farfuglar
myndu bera hingað fuglaflensu í
vor var í hámarki. Að sögn Helga
er hönnun fyrri hluta verksins
lokið og sá hluti bíður nú útboðs.
Hann kveðst hafa sent beiðni um
undanþágu frá útboðsbanni til
menntamálaráðuneytisins en ekk-
ert svar hafi borist enn.
„Við fengum leyfi til að hefja
hönnunarvinnuna en nú er málið í
bið,“ segir hann. „Það er afar áríð-
andi að verkinu ljúki áður en
hætta á fuglaflensusmiti hér á
landi eykst á nýjan leik næsta
vetur, þegar farfuglarnir fara að
koma aftur til landsins. Útboðið
hefur þegar tafist í um það bil
mánuð, sem er afar bagalegt.“
Vilhjálmur Lúðvíksson, skrif-
stofustjóri í menntamálaráðuneyt-
inu, segir að málið sé nú í vinnslu
á borði stjórnvalda. Ráðast muni á
næstu dögum hvort undanþága
verði veitt þannig að útboð geti
farið fram. jss@frettabladid.is
RANNSÓKNARSTOFA Byggja á upp aðstöðu fyrir áhætturannsóknir á Keldum, sem felast meðal annars í því að kryfja dauða fugla.
Tafir á aðstöðu fyrir
áhætturannsóknir
Aðstaða fyir áhætturannsóknir sem byggja átti upp á Keldum fyrir 1. febrúar
verður ekki tilbúin í tæka tíð. Ástæðan er stöðvun sem stjórnvöld settu á útboð
allra opinberra framkvæmda, að sögn Helga Helgasonar framkvæmdastjóra.
GRÆNLAND Jonathan Motzfeldt, for-
maður grænlenska landsþingsins,
er kominn til meðvitundar og hefur
verið fluttur af gjörgæsludeild
Landspítalans, þar
sem hann hefur
legið meðvitundar-
laus í öndunarvél
undanfarna daga.
Motzfeldt var
greindur með
lungnabólgu og
nýrnabilun vegna
bakteríusýkingar.
Alma Möller,
yfirlæknir á gjörgæsludeild, segir
Motzfeldt hafa verið tekinn úr önd-
unarvél á þriðjudag og útskrifaðan
af gjörgæslu í gær. Alma segir
Motzfeldt nú liggja á nýrnadeild
Landspítalans og að líðan hans sé
eftir atvikum góð. - shá
Jonathan Motzfeldt:
Kominn til
meðvitundar
JONATHAN MOTZ-
FELDT
SPURNING DAGSINS
Arthur, á að gefa veiðileyfi á
skemmtibátaeigendur?
„Tvímælalaust. Veiðileyfið verði háð
„veiða/sleppa“ aðferðinni og gildi frá
13.30 til hálf tvö.“
Eigendur skemmtibáta fengu úthlutað kvóta
í þorski fyrir skemmstu. Landsamband smá-
bátaeigenda hefur gagnrýnt þetta þar sem
aðrir fá minna úr að moða. Arthur Bogason
er formaður sambandsins.
ELDHÆTTA Gríðarlega erfitt yrði að
forða fólki úr Hvalfjarðargöngum
ef kviknaði í olíuflutningabíl inni í
þeim, að sögn slökkviliðsstjóra í
Borgarnesi.
„Enginn hættir sér inn í göngin
ef þar brenna þrjátíu þúsund lítrar
af bensíni, bíllinn yrði látinn
brenna,“ segir Bjarni Kristinn
Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í
Borgarnesi. „Það er ólíklegt að
aðrir bílar gætu forðað sér, þarna
yrði mannskaði. Reykurinn færi á
tveggja metra hraða á sekúndu
um göngin, bílar virkuðu ekki og
allt yrði súrefnislaust. Við mund-
um ekki fórna fleiri mannslífum
fyrir færri.“
Í viðbragðsáætlun Hvalfjarðar-
ganga segir að nær útilokað sé
fyrir slökkviliðið að slökkva eld í
venjulegum vöruflutningabíl. Ef
um eldsneytisflutningabíl er að
ræða gæti bruninn valdið hrun-
hættu úr bergi vegna mikils hita.
Bjarni segir einnig marga vöru-
bílstjóra ekki hafa hugmynd um
hvað þeir eru að flytja í bílunum.
„Þeir gætu verið að flytja klór eða
rafgeyma, en þetta er aldrei skoð-
að,“ segir Bjarni. „Hér fara í gegn
hjá okkur að jafnaði um tveir stór-
ir bílar með flugvélaeldsneyti til
Akureyrar í hverri viku og það er
einungis Guði og lukkunni fyrir að
þakka að ekki hefur farið illa.“
Samgönguráðuneytið hefur ósk-
að eftir því við Umferðarstofu að
athugun fari fram á hættu við að
flytja eldsneyti um Hvalfjarðar-
göng. Búist er við niðurstöðum úr
þeirri vinnu í haust. - sgj
Ef kviknar í olíuflutningabíl í Hvalfjarðargöngunum mun slökkvilið lítið geta gert:
Mannskaði ef eldur brýst út
STÓRFLUTNINGAR UM HVALFJARÐARGÖNG
Eldsneytisflutningabílar mega einungis
fara gegnum göngin á ákveðnum tímum
dags, en slökkviliðsstjóri telur það mikla
mildi að ekki hafi orðið slys.
LÍBANON, AP Ayman al-Zawahri,
Egyptinn sem sagður er standa
næst Osama bin Laden að völdum
í al-Kaída, hótaði í árásum um
heim allan í ávarpi á myndbandi,
sem sýnt var í gær.
„Við getum ekki bara horft á
þessar sprengjur þegar þær
brenna bræður okkar á Gaza og í
Líbanon og setið hjá aðgerðar-
lausir og auðmýktir,“ sagði hann
og hvatti alla múslima til þess að
grípa til vopna.
„Þetta er heilagt stríð í þágu
guðs og það mun geisa þar til trú
okkar ríkir allt frá Spáni til Íraks,“
sagði hann. „Við munum gera
árásir alls staðar.“
Ehud Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, sagði aftur á móti á ríkis-
stjórnarfundi í gær að markmið
árásanna á Líbanon væru að nást
og Amir Peretz varnarmálaráð-
herra sagði að Hizbollah-samtökin
yrðu ekki svipur hjá sjón í fram-
tíðinni. Ísraelsstjórn sagðist í gær
hafa tekið þá ákvörðun að árásirn-
ar yrðu ekki hertar frá því sem
verið hefur, en að minnsta kosti 30
þúsund Ísraelar hafa verið kallað-
ir í herinn og eru að hefja þjálfun.
Lítill árangur varð á alþjóða-
ráðstefnunni um Líbanon, sem
haldin var í Róm á miðvikudag.
Þar var þó ákveðið að senda alþjóð-
legt friðargæslulið til Líbanons,
en alls óvíst er hvernig það gæslu-
lið verður samansett eða hvenær
það fer. - gb
Í RÚSTUM HEIMILIS Þessi maður í Líbanon
notaði kodda til þess að slökkva eld eftir
að flugskeyti féll á hús í bænum Zifta.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Næstæðsti ráðamaður al-Kaída bregst við árásum Ísraela á Líbanon og Gaza:
Al-Kaída boðar árásir
JERÚSALEM, AP Í gær sagði Haim
Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels,
að þar sem engin niðurstaða fékkst
á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon,
sem haldin var í Róm á miðviku-
dag, þá hljóti Ísraelar að líta svo á
að þeir hafi fengið „grænt ljós“ til
þess að halda áfram árásum sínum
„þangað til Hizbollah hefur verið
hrakið frá Líbanon og afvopnað“.
Erkki Tuomioja, utanríkisráð-
herra Finnlands, sagði þessa
túlkun Ísraela á niðurstöðu ráð-
stefnunnar vera alranga. Hann
talaði þar fyrir hönd Evrópusam-
bandsins, þar sem Finnland fer nú
með formennsku í framkvæmda-
stjórn þess. - gb
Evrópusambandið:
Ísraelar fengu
ekki grænt ljós
Helga hættir Helga Jónsdóttir óskaði
skriflega eftir lausn frá störfum sem
sviðsstjóri stjórnsýslu- og starfsmanna-
sviðs Reykjavíkurborgar á borgarráðs-
fundi í gær. Staðan verður auglýst á
næstu dögum, en Helga sest í bæjar-
stjórastól í Fjarðabyggð í haust.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Maðurinn sem lést í vinnuslysinu
við Hellisheiðarvirkjun á þriðjudag
hét Frédéric Robert Negro. Hann
var fæddur 2.
janúar 1957 og
var franskur.
Fréderic lést
þegar jarðveg-
ur undir lyft-
ara seig og
lyftarinn valt.
Fréderic stóð á
göfflum lyft-
arans í sjö til
tíu metra hæð.
Rannsókn á
slysinu stend-
ur yfir hjá lögreglunni á Selfossi.
Hellisheiðarvirkjun:
Lést í vinnuslysi
FRÉDÉRIC ROBERT
NEGRO
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/PJETU
R