Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 6

Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 6
6 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR Laugardaginn 29. júlí kl. 10:00 efnir Orkuveita Reykjavíkur til fræðslugöngu frá Minjasafninu í Elliðaárdal, upp dalinn að Gvendarbrunnum. Meðal annars verður hugað að ánni, örnefnum, jarðfræði, gróðri og dýralífi. Fjölmargir fræðimenn koma til leiðsagnar. Gengnir verða um 12 km en boðið verður upp á akstur til baka um kl. 16:00. Frekari upplýsingar á www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O R K 3 35 55 07 /2 00 6 Fræðsluganga um Elliðaárdal og upp að Gvendarbrunnum KJÖRKASSINN Á að stöðva flutning eldsneytis um Hvalfjarðargöng vegna slysahættu? Já 86% Nei 14% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú fylgjandi eyðingu máva? Segðu skoðun þína á Vísi.is FJÁRMÁL Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fá tíu þús- und færri einstaklingar vaxtabæt- ur þetta árið. Greiðslur vaxtabóta lækka jafnframt um sjö hundruð milljónir vegna tekna árið 2005. Þessa skerðingu má meðal annars rekja til hækkunar á fasteignamati um 35 prósent á milli ára. „Það er óeðlilegt að mínu viti að hækkun á fasteignamati leiði til þess að vaxtabætur skerðist,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingar. „Það hefur ekk- ert breyst í hugum þessa fólks frá því að það fékk vaxtabætur í fyrra nema að fasteigna- matið hefur verið að hækka.“ Jóhanna segir að mörgum muni bregða í brún þegar þeir sjá skerðinguna svart á hvítu á álagningar- seðlunum sem berast munu lands- mönnum á næstu dögum. „Fólk er búið að reikna með vaxtabótun- um í sínum útgjöldum fyrir árið og gerði sér ekki grein fyrir hversu mikil skerðingin yrði,“ segir Jóhanna. Í samkomulagi á milli Alþýðu- sambands Íslands og ríkisstjórn- arinnar frá því í júní er kveðið á um að ákvæði laga um vaxtabætur verði endurskoðuð ef í ljós komi að hækkun fasteignaverðs verði til skerðingar á vaxtabótum. „Fjármálaráðherra verður að vinda sér í þessa leiðréttingu svo að fólk fái það sem það reiknaði með ef ekkert hefur breyst í kjör- um þess,“ segir Jóhanna. - æþe Hækkun fasteignamats leiðir til töluverðrar skerðingar á vaxtabótum: Tíu þúsund fá engar bætur JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR SKIPULAGSMÁL Esso fær takmarkað byggingarleyfi fyrir bensínstöð við Hringbraut, en fundargerð frá byggingarfulltrúa varðandi þetta var staðfest á borgarráðsfundi í gær. „Essó má hefja undirbúning en ef borgin tekur einhverjar aðrar ákvarðanir má blása framkvæmd- ina af hvenær sem er,“ segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfull- trúi. „Upphaflega átti leyfið fyrir bensínstöðinni að vera til fjörutíu ára en nú gildir það aðeins til tíu ára. Þá mun Landspítali krefjast lóðarinnar og flytja þyrfti bensín- stöðina aftur, ef hún verður reist.“ Gísli Marteinn segir einnig und- arlegt að ekki hafi verið haft sam- ráð við umhverfissvið áður en ákvörðunin um bensínstöðina var tekin. „Ef þessi bensínstöð rís er hún fyrst og fremst rauður og sjálf- lýsandi minnisvarði um skamm- sýni R-listans í skipulagsmálum. Við munum tala við Esso-menn um einhverja lausn á málinu, en það getur vel verið að við þurfum að lokum að hafa bensínstöðina þarna, þar sem búið var að semja um það,“ segir Gísli Marteinn. - sgj Enn óvíst hvort bensínstöð Essó fær að rísa á byggingareitnum við Umferðarmiðstöðina: Heimilt að blása framkvæmdina af REITUR BENSÍNSTÖÐVARINNAR Meiri- hlutinn í borgarstjórn vill finna bensín- stöðinni nýjan stað í sátt við Esso. HEILBRIGÐISMÁL „Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að senda unga krakka í einkaþjálfun ef um fagmenntað starfsfólk er að ræða en sé það gert á öðrum forsendum en til að styrkja heilbrigði þá er það vandamál,“ segir Pálmar Hreinsson, einkaþjálfari og verk- efnisstjóri hjá Íþróttasambandi Íslands. Heimildir Fréttablaðsins herma að ungmenni allt niður í átta ára gömul fari reglulega til einka- þjálfara, mörg hver vegna offitu- vandamála, en einnig séu dæmi um að börnin séu þangað send á öðrum forsendum. Kemur það fagfólki í stéttinni ekki á óvart en margir þeir sem titla sig einka- þjálfara hafa enga formlega menntun og taka á móti hverjum sem til þeirra sækir. Er vitað um minnst eitt dæmi þess að mjög ung stúlka sem æfði undir stjórn eins slíks fékk afhenta stóra skammta af svo- kölluðu Ripped Fuel, fæðubótar- efninu sem fjöl- margir nota þrátt fyrir sala þess sé ólögleg hér á landi. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir strangar reglur gilda um einkaþjálfun og ekki að ástæðulausu. Almenn sé miðað við sextán ára aldurstakmark en gefið sé leyfi niður að fjórtán ára aldri óski foreldrar þess sérstaklega. Sé um yngra fólk að ræða sé gerð krafa um að foreldrar séu sjálfir viðstaddir. „Meðalaldur þeirra sem leita til einkaþjálfara fer hægt og bítandi lækkandi en það er ekki algengt að krakkar mikið undir fjórtán ára aldri sæki slíkt og ég verð ekki mikið var við að foreldar séu sérstaklega að senda svo unga krakka í slíka þjálfun.“ Magni Fannberg, faglærður einkaþjálfari í Sporthúsinu, tekur undir og segir ekki algengt að ungir krakkar sæki slíka tíma en vissulega þekkist þess dæmi. „Foreldrar margir hverjir gera óraunhæfar kröfur og ég hef verið beðinn um að taka að mér unga krakka og koma þeim í form á sem skemmstum tíma. Það eru engar kraftaverkalausnir í þessu eins og margir virðast halda og það sama gildir um yngra fólkið og það full- orðna að það þarf að hafa fyrir hlutunum og hafa fyrir því að komast í gott form.“ albert@frettabladid.is Á ÆFINGU Í LAUGUM Björn Leifsson, eigandi World Class, segist ekki verða sérstaklega var við að foreldrar séu að senda mjög ung börn í einkaþjálfun hjá einkaþjálfurum sem starfi í líkamsræktarstöðvum World Class. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Átta ára börn send til einkaþjálfara Dæmi eru um að foreldrar sendi átta ára börn í einkaþjálfun. Einkaþjálfari segir foreldra oft gera óraunhæfar kröfur. Eigandi World Class segir strangar reglur gilda um einkaþjálfun. Almennt sé miðað við sextán ára aldur. BJÖRN LEIFSSON FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R Sa m kv . d ag bó ka rk ön nu n G al lu p ap rí l 2 00 6. Auglýsingasími: 550 5000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.