Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 8

Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 8
8 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR ��������������������� ������������������� �������������������������������������������������������������������� ����������������� ���� �������������������������������������������������������� ��������������������� � ����������������� ��������� ��������� ������������������������������������� ����������������������������������������������������������������� ������������ ����������������������� ������������������������� ����������������������� �������������������������� ��������������������� ������������������������ ��������������������� FERÐAÞJÓNUSTA Flugfélag Íslands mun að líkindum missa spón úr aski sínum á næsta ári þegar Grænlandsflug mun hefja reglu- bundin áætlunarflug milli Græn- lands og Bandaríkjanna. Hingað til hafa áhugasamir þurft að fljúga frá Íslandi eða Danmörku til að komast til lands- ins en með þessu vonast græn- lensk stjórnvöld til þess að auka ferðamannastraum til þessarar stærstu eyju heims. Inga Birna Ragnarsdóttir, sölu og markaðs- stjóri Flugfélags Íslands, sagði ekki ólíklegt að beinar ferðir Grænlandsflugs hefðu áhrif en of snemmt væri að spá fyrir um hversu mikil áhrifin yrðu. „Grænlandsflug er þekkt fyrir að vera nokkuð dýrt og við verð- um allavega vel samkeppnisfær þegar að þessu kemur.“ - aöe Grænlandsflug í samkeppni við Flugfélag Íslands: Fljúga beint til Bandaríkjanna SAMGÖNGUR Bæjaryfirvöld í Vest- mannaeyjum hafa lagt fram tillög- ur að úrbótum í samgöngumálum. Fyrsta tillagan snýst um að þrjár ferðir verði farnar á Herj- ólfi á sólarhring, þrisvar í viku yfir sumarið. Í öðru lagi verði flug milli lands og Eyja boðið út. Þriðja tillagan er að stærra og nýrra skip verði leigt eða keypt í stað núver- andi Herjólfs. Fjórða tillagan er að tryggt verði að fullnægjandi skip leysi Herjólf af meðan á slipptöku stendur. Seinasta til- lagan er að framkvæmdir vegna ferjulægis í Bakkafjöru hefjist á vormánuðum 2007 og þeim verði lokið árið 2010. - sdg Tillögur bæjarstjórnar: Samgöngur til Vestmannaeyja UMHVERFI Þingflokkur Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun mála í rannsóknar- og nýt- ingarleyfum til virkjana í vatns- afli og jarðvarma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flokknum sem blaðinu barst í gær. Svandís Svavarsdóttir, sem skrifar undir yfirlýsinguna sem framkvæmdastjóri flokksins, segir að mönnum bregði í brún þegar stórfellt jarðrask sé hafið á við- kvæmum landsvæðum án þess að næg umræða hafi farið fram um áhrif rannsóknaborana. Hún segir flokkinn vilja að mat á umhverfis- áhrifum hefjist fyrr en nú sé áskil- ið, þannig að allt ferlið verði matsskylt, líka rannsóknarstigið. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um rannsóknarboranir Landsvirkjun- ar í Suður-Þingeyjarsýslu. Bjarni Pálsson, verkfræðingur Landsvirkjunar, segir jarðrask af völdum könnunarborana við Þeista- reyki nánast ekkert og reynt sé eftir fremsta megni að afmá ummerki um rannsóknarboranir þegar svæðið sé yfirgefið. Bjarni segir svæðið á Þeista- reykjum ekki hafa verið matsskylt, en á boranasvæðinu við Kröflu hafi farið fram ítarlegt umhverfismat áður en rannsóknarboranir hófust. - sþs Vinstri græn mótmæla rannsóknarborunum Landsvirkjunar: Vilja umhverfismat mun fyrr ÞEISTAREYKIR Þingflokkur Vinstri grænna mótmælir stórfelldu jarðraski á viðkvæm- um landsvæðum vegna rannsóknarborana án þess að næg umræða hafi farið fram um áhrif þeirra. SKÁK Gestum og gangandi gefst kostur á að spreyta sig á fjöl- tefli við skákmeistarann Róbert Harðarson í dag. Fjölteflið verður fyrir framan verslun Bónuss í Kringlunni milli klukkan fjögur og átta. Á staðnum munu Hróksmenn einnig kynna landnám skáklistarinnar á Grænlandi, en þar hefst í næstu viku mikil skákhátíð, fjórða árið í röð. Róbert Harðarson, sem er meðal bestu skákmanna Íslands, sigraði á III. alþjóðlega Græn- landsmótinu - Flugfélags Íslands mótinu 2005, sem haldið var í Tasiilaq. - sdg Skákáhugamenn í Kringlunni: Fjöltefli við skákmeistara RÓBERT HARÐARSON BANDARÍKIN, AP Fulltrúadeild Banda- ríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta frumvarp um samstarf Bandaríkjamanna og Indverja að kjarnorkumálum. Veiti Öldungadeild Bandaríkjaþings Ind- verjum undanþágu frá banni um viðskipti með kjarnorku verður Indland í raun viðurkennt sem kjarnorkuveldi. Samkvæmt frumvarpinu fá Indverjar keypt kjarnorkuelds- neyti, tækniaðstoð og þekkingu af Bandaríkjamönnum, gegn því að veita alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að fjórtán kjarnorkuver- um á Indlandi. Indverjar eiga átta kjarnorkuver til viðbótar en þau eru skilgreind sem „hernaðarlega mikilvæg“ og verða lokuð umheim- inum eftir sem áður. Frumvarpið var samþykkt með 359 atkvæðum gegn 69 og felur í sér kúvendingu áratuga gamallar stefnu Bandaríkjanna í kjarnorku- málum, því nú verður tekið upp kjarnorkusamstarf við ríki sem neitar að skrifa undir NPT-samn- inginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að sala á banda- rísku kjarnorkueldsneyti til Ind- lands myndi gefa Indverjum aukið svigrúm og færi á að hefja stór- tæka vopnaframleiðslu og einn þingmaður demókrata, Ed Mark- ey, líkti því við að hella „kjarn- orkuolíu á vopnakapphlaupseld- inn“ milli Indlands og Pakistans. Verið sé að verðlauna Indverja fyrir að hafa framleitt kjarnorku í trássi við alþjóðasamninga. Gagnrýnendur óttast einnig að verið sé að senda misvísandi skila- boð til annarra ríkja sem einnig ásælast kjarnorku og þá sérstak- lega Írans, sem hefur lengi unnið að því leynt og ljóst að auðga úran til orkuframleiðslu, í óþökk kjarn- orkuvelda heimsins. Bandaríkja- menn hafi stigið skref í átt að frjálsum heimsviðskiptum með kjarnorkutækni sem Rússar eða Kínverjar gætu einnig viljað stíga. klemens@frettabladid.is Kjarnorka til Indverja Bandaríkjaþing samþykkti sölu á kjarnorku til Ind- verja, sem fá aukið svigrúm til vopnaframleiðslu og skrifa ekki undir bann við útbreiðslu kjarnavopna. Hætta á vopnakapphlaupi. KJARNORKUELDFLAUGATILRAUNIR PAKISTANA Pakistanar eru mótfallnir sérmeðferð þeirri sem Indverjar þykja fá hjá Bandaríkjamönnum og er viðbúið að þeir fari nú að leita ráða til að auka við kjarnorkuvígbúnað sinn. NORDIC PHOTOS/GETTYIMAGES VEISTU SVARIÐ? 1 Í hvaða firði er Hrafnseyri, fæðingar-staður Jóns Sigurðssonar forseta? 2 Fyrir hvaða liði tapaði FH 0-1 í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar- innar? 3 Í hvaða fylki Bandaríkjanna er samkynhneigðum heimilt að ganga í hjónaband? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.