Fréttablaðið - 28.07.2006, Qupperneq 12
12 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR
ÍSRAEL Á dögunum barst Frétta-
blaðinu frétt frá alþjóðlegu
fréttastofunni Associated Press
um bardaga Ísraelsmanna og
Hizbollah-liða við Bint Jbail.
Fréttin var vandlega merkt sem
„endurskoðuð af ritskoðanda
ísraelska hersins“ og hafði verið
stytt frá fyrri útgáfu.
Embætti sérstaks ritskoðanda
stríðsfrétta hjá Ísraelsher hefur
„forkunnarmikil völd“ að sögn
Sima Vaknin, sem gegnir þeirri
stöðu nú um stundir. Í viðtali við
AP segist Vaknin geta látið loka
dagblöðum og sjónvarpsstöðum
og sett á allsherjar stríðsfrétta-
bann. Einnig er haft eftir henni að
hún geti látið varpa blaðamönnum
í fangelsi. „Ég get næstum allt,“
segir ritskoðandinn.
Allir blaðamenn sem fylgjast
beint með átökunum í Suður-Líba-
non þurfa að undirrita samstarfs-
samning sem kveður meðal ann-
ars á um að ísraelski herinn megi
ritskoða fréttaflutning þeirra.
Talsmaður hersins segir að rit-
skoðunin snúi einkum að fréttum
sem gætu skaðað öryggi borgara
og hagsmuni hersins. Til að mynda
sé bannað að segja frá því hvar
eldflaugar Hizbollah lenda, í því
sjónarmiði að auðvelda andstæð-
ingnum ekki að miða betur. And-
stæðingar ritskoðunarinnar segja
þetta „fyrirslátt“ og að virkt kerfi
opinberrar ritskoðunar sé til
marks um ólýðræðislegt stjórnar-
far landsins; reglurnar séu reynd-
ar ekki óeðlilegar sem slíkar, hið
óeðlilega sé að þeim sé fram-
fylgt.
Fleiri þjóðir eru með svipaðar
reglur á stríðstímum, þeirra á
meðal Bandaríkin vegna frétta-
flutnings frá Írak. Það mun þó
vera tiltölulega fátítt að þeim sé
framfylgt í slíkum mæli að frétta-
stofur eins og AP sjái ástæðu til
að minnast á það sérstaklega,
nema vegna myndbirtinga, til
dæmis af líkkistum bandarískra
hermanna. - kóþ
SKATTAMÁL Á hverju ári senda
skattstjórar út lista til fjölmiðla
yfir hæstu gjaldendur í sínu skatt-
umdæmi.
Samkvæmt skattalögum ber
skattstjórum að leggja fram álagn-
ingarskrár almenningi til sýnis í
hverju sveitarfélagi, þar sem
skattar á hvern gjaldanda eru til-
greindir. En hvergi er kveðið á um
í lögum að taka skuli saman lista
yfir hæstu gjaldendur til birting-
ar.
Ingvar J. Rögnvaldsson vara-
ríkisskattstjóri segir að um gamla
framkvæmdavenju sé að ræða.
„Skattstjórar hafa gert þetta um
áratugaskeið en það hefur vissu-
lega verið rætt um það innan emb-
ættis ríkisskattstjóra hvort leggja
skuli af þessa framkvæmda-
venju.“
Listinn yfir hæstu gjaldendur
er sendur fjölmiðlum þegar tryggt
er að allir hafa fengið álagningar-
seðlana í hendurnar, að sögn Ingv-
ars. Listinn er mislangur eftir
sveitarfélögum.
Ingvar treysti sér ekki til að
gefa skoðun embættisins á því
hvort æskilegt sé að slíkur listi sé
gefinn út með tilliti til persónu-
verndar. „Þetta eru opinberar upp-
lýsingar sem allir geta nálgast í
álagningarskrám. Það að við
tökum þær saman í lista er ein-
ungis hugsað til hægðarauka og
þeirri venju verður haldið við að
öllu óbreyttu.“ - sdg
Framkvæmdavenja er hjá skattstjórum að birta lista yfir hæstu gjaldendur:
Engin lagastoð fyrir birtingu
BIÐRÖÐ Á SKATTSTOFUNNI Í REYKJAVÍK
Listi yfir hæstu gjaldendur verður sendur út
til fjölmiðla á föstudaginn.
ELDFLAUG HIZBOLLAH TEKST Á LOFT
Samkvæmt ísraelskum lögum er frétta-
mönnum bannað að fjalla um hvar þessi
eldflaug lenti, nema með samþykki ísra-
elska hersins. NORDICPHOTOS/AFP
VERSLUNARMANNAHELGI „Við erum
ekki með neinar sérstakar
aðgerðir til að koma í veg fyrir
unglingadrykkju,“ segir Páll
Scheving, framkvæmdastjóri
ÍBV, sem stendur að þjóðhátíð í
Eyjum. Hann segir að sértækar
aðgerðir eins og áfengisleit á
öllum unglingum séu erfiðar í
framkvæmd. Lögreglan sjái um
að allt fari vel fram og sinni því
hlutverki vel.
Á Akureyri er reynt að setja
unglingum stólinn fyrir dyrnar á
hátíðinni „Ein með öllu“ með því
að hafa átján ára aldurstakmark
á tjaldstæðunum.
Ekkert aldurstakmark er á
tjaldsvæðinu í Neskaupstað þar
sem hátíðin Neistaflug verður
haldin um verslunarmannahelg-
ina. „Hér hefur alltaf verið fylgst
vel með hlutunum og lögregla
látin taka vín af börnunum ef þau
eru að drekka,“ segir Þorvaldur
Einarsson, sem stendur að Neista-
flugi.
Engin sérstök lög eru til um
hátíðir eins og þær sem haldnar
eru um verslunarmannahelgi.
Aftur á móti gilda þar almennar
reglur um útivistartíma og ungl-
ingadrykkju. „Menn meta hvaða
verkefni eru mikilvægust og auð-
vitað höfum við ekki mannskap
til að sinna öllu sem getur komið
upp,“ segir Björn Jósef Arnviðs-
son, lögreglustjóri á Akureyri.
Björn Jósef segir það ekki vera
hlutverk lögreglunnar að ala börn
upp og ábyrgðarleysi af foreldr-
um ef þeir leyfa börnum sínum
að fara einum á hátíðir og ætla
lögreglunni að gæta útivistartím-
ans.
Björn Þór Rögnvaldsson, full-
trúi sýslumannsins á Eskifirði,
tekur í sama streng og segir að
lögregla og björgunarsveit verði
viðbúin að framfylgja lögum.
„Margt annað þarf að fara í for-
gang. Lögreglumenn geta ekki
verið að spyrja hvern einasta
mann um skilríki,“ segir Björn
Jósef.
Engin aldurstakmörk eru inn á
þjóðhátíð í Eyjum en lögreglan
þar reynir þó að hafa hemil á ungl-
ingum eftir því sem heimildir
þeirra leyfa. „Við megum hafa
afskipti af börnum undir sextán
ára eftir að útivistartíma lýkur og
við nýtum okkur það,“ segir Karl
Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í
Vestmannaeyjum.
Einnig segir Karl að ef höfð séu
afskipti af unglingum undir átján
ára sé hægt að kalla eftir því hvort
þeir hafi heimild foreldra til að
vera á hátíðinni. „Einstaka sinnum
hefur komið fyrir að við höfum
sent börn til Reykjavíkur, en þeim
tilfellum fer fækkandi,“ segir
Karl Gauti. annat@frettabladid.is
Segir að uppeldi sé ekki í
verkahring lögreglunnar
Erfitt er að sporna gegn straumi unglinga á útihátíðir. Á sumum stöðum er aldurstakmark á tjaldstæði og
treyst á eftirlit lögreglu. Ekki hlutverk lögreglunnar að ala upp börn, segir lögreglustjórinn á Akureyri.
HÁTÍÐIR UM VERSLUNARMANNAHELGI DRAGA AÐ UNGLINGA Almennar reglur um útivistar-
tíma og áfengisdrykkju gilda á hátíðum um verslunarmannahelgi eins og annars staðar.
Lögreglan notar þær heimildir til að taka á vandamálum sem fylgja eftirlitslausum ungling-
um þó önnur verkefni séu oft meira aðkallandi. FRÉTTABLAÐIÐ/BILLI
Nafn rósarinnar
edda.is
Loksins fáanleg
í kilju
Ein þekktasta skáldsaga allra
tíma og margföld metsölubók
um heim allan.
Nafn rósarinnar breytti
bókmenntasögunni með því
að flétta saman æsispennandi
atburðarás og margslungið
efni sem byggist á merki-
legum og dularfullum
atburðum liðinnar sögu.
„Snjallasta og um leið
skemmtilegasta bók síðustu
áratuga.“
Der Spiegel
UMHVERFISMÁL Umhverfissvið
Reykjavíkurborgar tók nýlega á
leigu átta Kia Picanto bifreiðar
sem allar eru knúnar dísilelds-
neyti og teljast sparneytnar.
Ástæða þess er sú að umhverfis-
svið vill vera til fyrirmyndar í
vistvænum rekstri, að sögn
Ellýar Katrínar Guðmundsdótt-
ur, sviðsstjóra umhverfissviðs.
Ákveðið var að notast við skil-
greiningu sænsku vegagerðar-
innar á visthæfum bílum og leigja
bíla sem fullnægðu þeim kröfum.
Í fyrravetur voru keypt reiðhjól
fyrir starfsmenn umhverfissviðs
en í lengri ferðir þarf að fara á
bílum og til að hafa sem minnst
áhrif á umhverfið voru spar-
neytnir bílar valdir. - hs
Umhverfissvið fær dísilbíla:
Vistvænir bílar
í ráðhúsinu
KIA PICANTO Átta slíkir eru nú í notkun í
ráðhúsinu.
Blaðamönnum ekki frjálst að segja frá hverju sem er:
Ísraelski herinn
ritskoðaði fréttir
HEILBRIGÐISMÁL Engir þeirra sem
verða starfs síns vegna fyrir
geislun hér á landi eru nálægt
heilsuspillandi mörkum. Meiri-
hluti þeirra starfar annað hvort
innan heilbrigðisþjónustunnar eða
í tengslum við hana.
Þetta sýna mælingar Geisla-
varna ríkisins sem árlega aflar
upplýsinga um geislaálag starfs-
fólks er vinnur við jónandi geislun
á ýmsum stofnunum og fyrirtækj-
um. Um er að ræða fólk er starfar
á rannsóknastofum, við röntgen-
greiningar og almennar geisla-
lækningar. Allir þeir sem mældir
voru á síðasta ári voru langt undir
leyfilegu geislaálagi. - aöe
Geislaálag starfsfólks:
Allir vel undir
mörkunum
Kviknaði í hjólhýsi Lögreglu var
tilkynnt um eld í hjólhýsi í Þjórsárdal um
hálf þrjúleytið aðfaranótt miðvikudags.
Einn maður var í hjólhýsinu og náði
hann að komast út.
LÖGREGLUFRÉTTIR
FRÆGASTI BARMUR HEIMS Heimurinn
fékk barið annað þessara brjósta augum í
beinni útsendingu um árið. Þetta er barm-
ur Janetar Jackson og er myndin þáttur í
auglýsingaherferð fyrir nýja plötu hennar.
NORDICPHOTOS/AFP