Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 24
28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður
Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á
FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Morgunblaðið birti á dögunum
frétt um, að aðilar skráðir erlend-
is ættu nú eignir í íslensku atvinnu-
lífi að verðmæti 252 milljarða
króna. Aðilar í Belgíu og Lúxem-
borg ættu hér eignir að verðmæti
90 milljarða, en aðilar í Guernsey
41 milljarð. Flestir þessir aðilar
eru íslenskir, en kjósa að skrá
félög sín í öðrum löndum.
Í viðtali við blaðið talaði Indriði
Þorláksson ríkisskattstjóri um
skattsvik og kvað nauðsynlegt að
setja lög um, að skattleggja mætti
menn í öðrum löndum en þeim,
sem þeir skrá félög sín í. Morgun-
blaðið tók undir það í leiðara, að
huga þyrfti að slíkum lögum.
Skattar ættu að vera lágir, en eng-
inn mætti skjóta sér undan að
greiða þá.
Sjónarhorn ríkisskattstjóra er
skrýtið. Í fyrsta lagi ber að gera
skýran greinarmun á skattvikum
(e. tax avoidance) og skattsvikum
(e. tax evasion). Það er ekkert að
því að víkja sér undan skatti, þótt
vissulega sé ámælisvert að svíkja
undan skatti. Menn sýna eðlilega
fyrirhyggju með því að haga starf-
semi sinni á þann hátt, að skattar
af henni verði sem lægstir. Maður,
sem stofnar til dæmis einkahluta-
félag um starfsemi sína, svo að
hann þurfi ekki greiða tekjuskatt
af henni sem einstaklingur, er
skynsamur.
Í öðru lagi er sú regla hæpin, að
skattleggja eigi menn, þar sem
þeir búa, en ekki þar sem eignir
þeirra verða til. Hugsum okkur
mann, sem býr á Spáni, en á frysti-
hús á Íslandi. Auðvitað á hann að
greiða opinber gjöld af frystihús-
inu á Íslandi, þar sem það er skráð
og rekið, en ekki á Spáni. Á sama
hátt á fjárfestingarfélag, sem
hefur aðsetur á Guernsey, að
greiða þangað opinber gjöld. Þar á
arðurinn heima. Þar á fjárfesting-
in sér stað, þótt hún kunni að vera
í fyrirtækjum, sem rekin eru í
öðrum löndum.
Í þriðja lagi spyr ríkisskatt-
stjóri ekki réttu spurningarinnar:
Hvað getum við Íslendingar gert
til þess, að landar okkar sjái sér
hag í að skrá eignir sínar á Íslandi,
en ekki Guernsey? Svarið er ein-
falt. Við eigum að lækka tekju-
skatt á fyrirtæki niður í það, sem
þeir eru í Guernsey, 10%, og
tryggja einnig góðan trúnað fjár-
málafyrirtækja við viðskiptavini
sína. Þetta er ekki erfitt, enda
höfum við þegar lækkað tekju-
skatt á fyrirtæki úr 50% niður í
18% með þeim árangri, að skatt-
tekjur af fyrirtækjum hafa aukist,
því að lítil sneið af stórri köku
getur verið stærri en stór sneið af
lítilli köku.
Við þurfum ekki lög, sem auð-
velda skattyfirvöldum að afla
upplýsinga um eignir Íslendinga
erlendis eða sem heimila þeim að
skattleggja slíkar eignir hér á
landi, heldur lög um ríkan trúnað
fjármálafyrirtækja við viðskipta-
vini sína. Ísland getur orðið alþjóð-
leg fjármálamiðstöð alveg eins og
Guernsey.
Skattyfirvöld um allan heim
reyna nú eftir megni að koma í
veg fyrir alþjóðlega skattasam-
keppni. En slík samkeppni er til
góðs, eins og Nóbelsverðlaunahaf-
arnir Milton Friedman og James
M. Buchanan og um 200 aðrir hag-
fræðingar bentu á í opnu bréfi til
Bandaríkjaforseta vorið 2001.
Hún heldur ríkisvaldinu í skefj-
um, jafnframt því sem frjáls flutn-
ingur fjármagns milli landa eykur
hagkvæmni, svo að allir græða að
lokum. Ef menn fá ekki að flytja
fjármagn sitt til útlanda, þá er
einnig hætt við því, að þeir flýi
með það í neðanjarðarhagkerfið.
Tekjuskatturinn hefur gert fleiri
menn að ósannindamönnum en
hjúskaparbrot.
Næstu átján mánuði er rétti
tíminn til myndarlegra skatta-
lækkana. Áhrifa þeirra tekur ekki
að gæta, fyrr en eftir að núver-
andi þensluskeiði lýkur, en fjár-
hagur ríkisins er blómlegur um
þessar mundir og skuldir þess
óverulegar. Tekjuskattur einstakl-
inga og fyrirtækja þarf að lækka í
10% og fella niður öll vörugjöld og
tolla, svo að innfluttar nauðsynja-
vörur, þar á meðal matvæli, lækki
í verði. Þannig heldur góðærið
áfram, en breytist ekki í kreppu.
Skattsvik annað en skattsvik
Í DAG
SKATTAR
HANNES
HÓLMSTEINN
GISSURARSON
Við þurfum ekki lög, sem auð-
velda skattyfirvöldum að afla
upplýsinga um eignir Íslend-
inga erlendis eða sem heimila
þeim að skattleggja slíkar
eignir hér á landi, heldur lög
um ríkan trúnað fjármálafyrir-
tækja við viðskiptavini sína.
Við höldum með þér!
Komdu v
ið á næs
tu Olís-s
töð
og fáðu
stimpil í
Ævintýr
akortið
– og æv
intýragl
aðning í
leiðinni
.
Vertu m
eð í allt
sumar!
Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna
Árni í símann
Ljóst er að Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, menntamálaráðherra og
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
mun sækjast eftir fyrsta sæti í prófkjöri
flokksins í suðvesturkjördæmi fyrir
næstu alþingiskosningar. Fyrir nær fjór-
um árum var hún í fjórða sæti en vildi
hærra. Árni M. Mathiesen leiddi listann
þá. Gunnar Birgisson var í öðru sæti
en hefur afsalað sér þingmennsku. Í
þriðja sæti var svo Sigríður
Anna Þórðardóttir, fyrrver-
andi umhverfisráðherra.
Lengi hefur verið talað
um að Árni ætli að færa
sig í Suðurkjördæmi.
Hefur hann hvorki
játað því né
neitað. Nú mun
hann vera far-
inn að huga að
þessu af fullri alvöru. Hafa áhrifamenn
í kjördæminu fengið hringingu frá
ráðherranum sem undirbýr jarð-
veginn. Mun það vafalaust styrkja
flokkinn í kjördæminu þó kjarnakonan
Drífa Hjartardóttir hafi leitt listann af
myndarbrag.
Eitt mál tilgreint
„Óhjákvæmilegt er að víkja nokkr-
um orðum að opinberri rannsókn á
almenningshlutafélaginu Baugi hf. sem
hófst í ágústmánuði árið 2002 með
kæru um ætluð auðgunarbrot
forstjóra og aðstoðarforstjóra,“
segir í ársskýrslu embættis
ríkislögreglustjóra sem kom út
í gær. Sagt er að rannsóknin
sé án efa sú umfangsmesta
og flóknasta sem fram hafi
farið hér á landi. Hún snerti
grundvallarréttindi almennra
hluthafa. Ákæra hafi verið unnin og sett
fram með hefðbundnum hætti eins
og tíðkist. Hins vegar hafi Hæstiréttur
vísað 32 ákæruliðum af 40 frá dómi.
Lítið annað er tilgreint og kostnaður
skattgreiðenda á rannsókninni enn á
huldu.
Lögreglan til tunglsins
Eins og Stefán Eiríksson, nýr lögreglu-
stjóri höfuðborgarsvæðisins, hefur bent
á er sýnileiki lögreglu mikilvægur. Því
keyra lögreglumenn um götur borgar
og bæja allan sólarhringinn – ávallt
reiðubúnir. Heildarakstur ökutækja
lögreglunnar á síðasta ári var 5,5
milljónir kílómetra. Jafngildir það
sjö ferðum til tunglsins og til baka.
Eða 137 sinnum umhverfis jörðina.
Spurning hvort Stefán sendi þá
oftar til tunglsins á næsta ári.
bjorgvin@frettabladid.is
Í frétt í Fréttablaðinu í gær kom fram að aldur stúlkna sem fara í megrun virðist stöðugt færast neðar. Dæmi eru jafnvel um að stúlkur allt niður í sjö ára aldur séu afar uppteknar af því að
fara í megrun. Sömuleiðis hefur í íslenskri rannsókn á heilsu og
lífskjörum skólabarna verið sýnt fram á að hlutfall þeirra barna
sem telja sig þurfa að léttast sé ekki í samræmi við umfang offitu-
vandamáls. Of feitum börnum fjölgar hins vegar einnig og í ann-
arri íslenskri rannsókn hefur verið sýnt fram á að of feitum börn-
um gangi lakar í námi en börnum í kjörþyngd.
Fyrir fáum áratugum hreyfðu bæði börn og fullorðnir sig marg-
falt meira en í dag. Dagleg störf fullorðinna tóku mun meira á lík-
amlega. Veröld barnanna var í samræmi við þetta þannig að leikir
fóru meira fram úti við og reyndu iðulega bæði á krafta og þol.
Samfélagið allt situr nú kyrrt stóran hluta dags. Leikir barna reyna
margir á hugann, samanber ýmsa tölvuleiki, en líkamleg áreynsla
er lítil nema helst á þumalfingur, sem oft gegna lykilhlutverki. Í
dag virðist meira að segja nánast aflagt að börn fari út og spyrji
eftir félögum sínum, það fer fram í gegnum síma, SMS eða MSN.
Á sama tíma og stórlega hefur dregið úr hreyfingu stendur ofg-
nótt matar til boða frá morgni til kvölds og samsetning fæðunnar
hefur breyst á þann hátt að fólk virðist fá mun meiri orku úr fæð-
unni en það hefur þörf fyrir. Menningin í tengslum við máltíðir
hefur einnig breyst. Fastir matmálstímar virðast víkja fyrir mun
„afslappaðri“ afstöðu til máltíða og matar. Til dæmis virðist hjá
yngra fólki koma til greina að fá sér skyndibita á hvaða tíma dags
sem er, einnig á tímum sem margir eldri hefðu alls ekki lyst á þung-
um og brösuðum mat. Við þetta bætist svo gríðarleg sykurneysla,
ekki bara í gosdrykkjum og sælgæti heldur einnig ýmsum matvör-
um sem markaðssettar eru sem hollar og njóta vinsælda meðal
barna, eins og mjólkurvörur ýmsar.
Mergurinn málsins er að hver og einn sé heilbrigður
og hafi góða orku til að takast á við dagleg verkefni.
Nútímafólk er því ekki endilega svangt þegar að hefðbundnum
matartíma kemur. Þegar þetta bætist við annir fjölskyldunnar, þar
sem til dæmis íþróttaæfingar unglinga eru allt eins settar niður á
hefðbundnum matartímum, er niðurstaðan sú að hinar hefðbundnu
máltíðir gegna ekki lengur sama hlutverki og áður.
Meðvitund um mataræði og hreyfingu í þessu breytta samfélagi
er mikilvæg en umræðan hefur snúist of mikið um holdafar og
útlit. Mergurinn málsins er að hver og einn sé heilbrigður og hafi
góða orku til að takast á við dagleg verkefni. Vissulega er hvorki
gott að vera allt of feitur né allt of mjór. Hins vegar eru staðal-
myndir um holdafar afar skaðlegar, ekki síst þegar þær eru farnar
að ná til ungra barna.
Engum er mikilvægara að borða hollan mat en börnum sem eru
að vaxa, ekki bara til þess að þau dafni vel heldur einnig vegna þess
að í æsku mótast bæði smekkur á mat og matarmenning. Ábyrgð
foreldra er því mikil í þessum efnum. Þeirra hlutverk er næra börn
sín vel og skynsamlega. Þá þurfa skólar að bjóða börnum girnileg-
an og um leið hollan mat en til þess að þau hafi smekk fyrir honum
þurfa þau þjálfun að heiman.
SJÓNARMIÐ
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR
Börn eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af
holdafari sínu.
Næring á
ábyrgð foreldra