Fréttablaðið - 28.07.2006, Qupperneq 25
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Hreindýrahamborgarar slá
í gegn hjá landanum þessa
dagana. Búllan á Egilsstöðum
státar af því að vera eini stað-
urinn á landinu sem selur slíka
borgara. Hreindýraborgararnir
eru ekki ósvipaðir venjulegum
hamborgurum. Þeir eru bornir
fram í brauði en með pipar-
sósu, lauki, lollo rosso-salati og
tveimur tegundum af osti.
Drangey veitir 15 prósenta
kynningarafslátt af Titan ferða-
töskum. Ferðatöskurnar sem
um ræðir eru fisléttar, harðar
og mjög sterkar. Kynningaraf-
slátturinn gildir til 6. ágúst.
Babalú kaffihúsið á Skóla-
vörðustíg hefur nú fengið vín-
veitinga- leyfi fastagestum
staðarins
til nokk-
urrar
gleði.
Sögur
herma að
gestir staðarins
séu orðnir þreyttir á
kaffidrykkjunni einni saman og
skála nú fegnir í léttvíni og öli.
ALLT HITT
[MATUR TILBOÐ]
Guðný Helga Herbertsdóttir, dagskrárgerðarkona
á NFS, er mikill matgæðingur. Hún gefur lesendum
uppskrift að satay-kjúklingi sem er vinsæll á hennar
heimili og í matarboðum.
„Þetta er einn af uppáhaldsréttunum mínum og mér finnst
kjörið að elda þennan mat þegar ég býð einhverjum í mat,“
segir Guðný Helga. „Það er reyndar skilyrði að fólkið borði
hnetur því það er rosalega mikið af hnetum í þessum rétti.
Hneturnar gefa mjög sérstakt bragð en það er alveg fer-
lega gott og næstum því ávanabindandi.“
Uppskriftin að réttinum kemur frá Sigga Hall og er ein-
föld þó það taki svolítinn tíma að matreiða hann. „Það ættu
allir að geta eldað þennan rétt með góðum vilja. Allt hráefni
í honum er ferskt og það finnst mér svo æðislegt við þennan
rétt,“ segir Guðný Helga, sem er ekki mikið fyrir hefðbund-
inn mat heldur vill krydda hann aðeins öðruvísi og nota fer-
skar kryddjurtir. Það skiptir hana líka miklu máli að matur-
inn sé góður og fallegur, hvort sem hún eldar fyrir sig og
strákinn sinn eða heldur matarboð.
„Mér finnst gaman að gleðja fólk með því að gefa því
gott að borða og maturinn verður líka betri ef hann er
skemmtilega settur saman og lítur fallega út,“ segir Guðný
Helga að lokum. Uppskriftina að satay-kjúklingaréttinum
er að finna á bls. 2.
erlabjorg@frettabladid.is
Gleður fólk
með mat
Guðný Helga, dagskrárgerðarkona á NFS, vill að maturinn sé fallegur og borinn smekklega á borð.
GÓÐAN DAG!
Í dag er föstudagurinn
28. júlí, 209. dagur ársins
2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 4.21 13.34 22.45
Akureyri 3.46 13.19 22.49
ÓDÝRT AÐ TAKA
SLÁTUR
Össur Skarphéðinsson er
ekki manna duglegastur
að spara en lumar þó á
ýmsum ráðum.
TILBOÐ 5
KEPPTI VIÐ
ÞÁ BESTU
Elísabet Alba
Valdimarsdóttir tók
þátt í virtri vínþjóna-
keppni.
MATUR 2
Fetasneiðar
– ómissandi
í matargerðNýjung
Þrjár bragðtegundir
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
69
11
Girnilegar
uppskriftir
í lokinu
veistu hvers ég myndi óska mér ... reyndu að giska á ... hvers eðlis þessi ósk mín er ...Ef ég ætti eina ósk ...
Skyr.is-drykkurinn er fljótleg
og holl næring fyrir þá sem
vilja styrkja líkamann og lifa
heilbrigðu lífi.