Fréttablaðið - 28.07.2006, Síða 42

Fréttablaðið - 28.07.2006, Síða 42
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10 Til að fá ráð hjá vanri manneskju í því að pakka niður mat fyrir göngu- ferð var haft samband við Glóeyju Finnsdóttur hjá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum, sem sér um aðföng og nestisbúnað þar á bæ. „Við leggjum mikið upp úr því að vera með góðan mat í okkar ferðum. Vel heppnuð ferðalög felast meðal annars í því að næra bæði líkamann og andann og fólk þarf meiri orku í fjallgöngum en í kyrr- setu,“ segir Glóey og heldur áfram. „Ef um bakpokaferðir er að ræða er sérstök þörf á að vanda valið því bæði brennir fólk þá meira við að bera sína poka og fóðrið verð- ur líka að vera létt. Við miðum við þrjár máltíðir, morgunmat, hádeg- ismat og kvöldmat. Morgunmat- urinn er einfalt múslí, te og kaffi. Svo erum við með brauð í hádeg- inu og leggjum áherslu á að vera með fjölbreytt og gott álegg, kjöt, fisk og ýmiss konar osta. Á kvöld- in er þríréttað hjá okkur. Oftast er súpa í forrétt. Aðalrétturinn er yfir- leitt einhver þurrmatur sem gerður er fyrir fjallaferðir, blandaður með vatni og hitaður. Þetta geta verði karríkjúklingur, hakk og spaghetti eða tandoori pottréttur. Þetta er auðvitað ekki eins gott og eldað frá grunni en þegar maður er orðinn svangur og búinn að ganga allan daginn þá bragðast svona matur vel. Svo erum við alltaf með eft- irmat. Royal búðingar henta vel í bakpokann því hægt er að nota þurrmjólk í þá, ásamt vatni og stundum bökum við pönnukökur úr tilbúnu mixi. Þær geta bjargað köldum og blautum degi. Önnur lögmál gilda í trússferð- unum. Þá getum við leyft okkur að vera með fínni mat því sér- stakur bíll keyrir farangurinn milli gististaða. Fólk þarf ekkert að bera nema dagsnestið sitt sem það smyr sjálft af morgunhlaðborði og kippir kannski ávexti með. Eins erum við með kex og þurrkaða ávexti til að maula á göngunni. Á kvöldin eldum við á gasi í tjaldi og matargerðin þarf ekki að vera flókin ef hráefnið er gott. Við reynum að hafa ferskan fisk sem við steikjum á pönnu og silungur er mjög vinsæll heilgrill- aður í álpappír með sítrónu, salti og pipar. Við eldum kjötsúpu, saltkjöt og baunir eða grillum lambalæri í holu og oft myndast skemmtileg stemning þegar allir sameinast við eldamennskuna. Ef veðrið er slæmt og gangan löng geta ferðir orðið erfiðar en allt slíkt gleymist með ljúffengum mat í lok dags.“ gun@frettabladid.is Orkuríkt, ilmandi og lystugt Þeir sem ferðast gangandi um fjöll og firnindi þurfa að huga vel að næringunni og þyngdinni sem þeir bera. Það vita Íslenskir fjallaleiðsögumenn manna best. Guðrún, Arndís, David og Glóey pakka fersku hráefni niður í nestisboxin áður en haldið er á fjöll. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Íslensk kjötsúpa er vinsæll og kjarngóður réttur eftir erfiðan dag. Glóey sér um að enginn sé svangur í ferð- um Íslenskra fjallaleiðsögumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNNHlíðarlaug opin kl. 10.00 - kl. 20.00. Sundlaug, heitir pottar, verslun, sjoppa, gas, bensín Réttin opin kl. 10.00 - kl. 22.00 Pizzur, hamborgarar og franskar - kaldur á krananum Happy hour kl. 17.00 – 18.00 alla helgina Tjaldstæði Rafmagn og góð grillaðstaða. Aldurstakmark 20 ár. Golfvöllur Opinn 10 – 22 Golfkennsla með Sigurði Hafsteinssyni föstudag kl. 17 - 19 Barna- og unglingagolfmót sunnudag Hestaleiga Opin kl. 12.00 – 16.00 – Teymt undir börnum Skemmtistaðurinn Réttin Krakkaball með Helgu Möller laugardag kl. 17.00 Helga Möller og félagar skemmta föstudags- og laugardagskvöld, frá kl. 24.00 – aldurstakmark 18 ár. Brenna laugardagskvöld Sjá dagskrána nánar á www.uthlid.is Verslunarmannahelgin 2006 „Ég fæddist í Vestmannaeyjum og bjó þar til tíu ára aldurs og fór auðvitað alltaf á þjóðhátíð,“ segir Sigurbjörg þegar blaðamaður spyr hana um eftirminnilega útihátíð. „Í rauninni get ég ekki bent á neina eina hátíð sem stendur upp úr en í minningunni var þetta alveg frá- bært allt saman. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur hélt ég áfram að fara á þjóðhátíð með mömmu og pabba alveg þangað til ég var svona 14 ára. Ég hef ekki farið síðan þannig að það má eiginlega segja að ég hafi hætt að fara á þjóðhátíð á þeim aldri sem flestir eru að byrja,“ segir Sigurbjörg en bætir því við að hana hafi langað að fara í mörg mörg ár en aldrei komist. „Ég hef alltaf verið í útlöndum eða að vinna eða eitt- hvað komið upp á þannig að ég hef ekki komist – því miður.“ Þjóðhátíðin skipar stóran sess í lífi allra Vestmannaeyinga og í augum Sigurbjargar er hátíðin alls ekki sú drykkjuveisla sem hún er í hugum margra. „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Það voru allir með hvítt tjald í dalnum og ég man hvað það var gaman að rölta á milli tjalda, heimsækja fólkið í hinum tjöldunum og alla ættingj- ana. Þetta var svaka stemning og það tóku allir þátt í gleðinni. Lang- amma mín fór til dæmis á þjóðhá- tíð alveg þangað til hún var 94 ára, hún var aldursforseti og það var fólk að koma sérstaklega í tjaldið bara til að heilsa upp á hana,“ segir Sigurbjörg og bætir því við að það hafi verið margt um að vera fyrir krakka á þjóðhátíð. „Maður fékk alltaf að vaka til miðnættis og horfa á brennuna og flugeldasýninguna og svona. Svo var alltaf söngkeppni og frjásíþróttamót fyrir krakkana og ég tók auðvitað þátt í þessu öllu saman,“ segir Sigurbjörg og bendir á að stemningin í bænum hafi verið einstaklega góð þessa helgi. „Ég fæ alveg fiðring í magann þegar ég rifja þessar minningar upp og auðvitað er hætta á að þjóðhátíð í dag myndi ekki standast vænting- ar mínar. Þetta yrði auðvitað allt öðruvísi. Ef ég færi núna myndi ég finna mér garð í bænum, hjá vina- fólki eða ættingjum og tjalda þar. Svo myndi ég rölta á milli hvítu tjaldanna og gá hverja maður þekk- ir,“ segir Sigurbjörg sem ætlar pott- þétt að fara á þjóðhátíð ef hún þarf ekki að vinna. Vill upplifa þjóðhátíð aftur SIGURBJÖRG SÆUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, ANNAR UMSJÓNAR- MANNA ÞÁTTARINS PÍPÓLA Á SIRKUS, FÓR ALLTAF Á ÞJÓÐHÁTÍÐ ÞEGAR HÚN VAR LÍTIL. Sigurbjörg á margar góðar minningar frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN * Heimilt er að tjalda við alfaraleið í byggð á óræktuðu landi til einnar nætur. * Leita skal leyfis landeiganda eða rétthafa ef tjaldað er nærri bústöðum manna. Alltaf skal fá leyfi séu tjöldin fleiri en þrjú og tjaldað er lengur en í eina nótt. * Þegar farið er um eða dvalist á náttúru- verndarsvæðum skal haft samráð við landverði eða umsjónaraðila. * Heimilit er að tjalda við alfaraleið í óbyggðum. * Utan alfaraleiða í óbyggðum er heimilt að tjalda göngutjaldi nema sérstakar reglur séu á svæðinu. * Alltaf verður að fá leyfi landeiganda til þess að tjalda á ræktuðu landi. Skilja skal við áningarstað, tjaldstæði eða aðra áning- arstaði, eins og komið er að honum. Taka skal allt rusl með sér ef ekki er ruslatunna á svæðinu. Góð regla er að skilja við eins og enginn hafi þar verið. Landeigandi getur takmarkað eða bannað tjöld þegar sérstaklega stendur á, svo sem ef hætta er á að náttúra geti beðið tjón. Ef landeigandi hefur útbúið sérstakt tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt að beina tjaldferðamönnum þangað og taka gjald fyrir veitta þjónustu þar. camping.is Hvar er leyfilegt að tjalda? Eftirminnileg ferðahelgi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.