Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 48

Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 48
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■16 Prímus með máli. Drykkjarmálið er fest á prímusinn og vatnið soðið. Eftir það er málinu kippt af, en það heldur vatn- inu áfram heitu, og hægt er að drekka beint úr því. Þessi græja fæst í Everest og kostar 12.695 krónur. Borðbúnaður í bak- pokanum. Taska með matarstelli, diskum og hnífapörum, fyrir fjóra. Fæst í Everest á 4.995 krónur. Víntaska. Hentug í rómant- ísku útileguna. Það fer vel um vínflöskuna í sérstöku hólfi og tvö glös fylgja, fallegar servíettur og tappatogari. Fæst í Everest á 1.695 krónur. Kælikubbur í kælitöskuna eða -boxið. Fæst í þremur stærðum og er á verðbilinu 195-295 krónur í Nýju skáta- búðinni. Það er mun huggulegra að ganga að nestinu sínu vel pökkuðu og fersku en að róta í bakpokanum alla útileguna í leit að einhverju girnilegu. Nest- isútbúnaður þarf ekki að vera dýr eða sérstaklega hannaður fyrir útivist heldur er nóg að hafa gott loftþétt box og góðan brúsa til að það fari betur um nestið. Aftur á móti er alveg hægt að missa sig í skemmtilegum og flottum nestisútbúnaði sem gerir undirbúninginn fyrir útileguna svolítið skemmti- legri og býður upp á alls kyns möguleika. Það er til dæmis hægt að labba upp á fjall með kampa- vínsflöskuna kalda í bakpokanum, með plastvínglös og tappatogara, og eiga rómantíska stund. Einnig er hægt að leggja smekklega á borð án nokkurrar fyrir- hafnar með flottu matarstelli og öllu tilheyrandi. Smekkur manna er misjafn og sumir vilja lifa hátt í úti- legunni á meðan aðrir vilja hafa búnaðinn sem einfaldastan og þægilegastan. Gott úrval er fyrir hendi í búðunum og svo er bara að leyfa hugmyndafluginu að ráða. Hér eru nokkur dæmi um það sem er í boði fyrir nestið í útileguna. Skemmtileg box undir barnanestið. Hentugt fyrir samlokur og niðurskorið grænmeti. Fæst í Rúmfatalagernum. Barbie- box kostar 349 krónur. Svampur Sveinsson box kostar 420 krónur. Drykkjarmál sem heldur kaffinu heitu. Á þessu drykkjarmáli er tappi á stútnum þannig að hægt er að loka málinu á milli sopa. Fæst í Nýju skátabúðinni og kostar 1.795 krónur. Drykkjarbrúsi sem heldur vökvanum köldum og ferskum í útilegunni. Fæst í alls kyns litum og munstri í Everest og kostar 1.995 krónur. Allt fyrir nestið Það skiptir miklu máli að fara vel nestaður í útileguna. En það er ekki sama hvernig nestinu er pakkað og komið fyrir í farangrinum. Gott úrval af nestisboxum og drykkj- arbrúsum í útivistarbúðunum kemur í veg fyrir krumpaðar samlokur og sprungnar kókómjólkurfernur. Beljutaska. Taska sem heldur rauðvíns- belju við stofuhita og svo stingurðu kælikubb með og heldur þannig hvítvínsbeljunni kaldri. Fæst í alls kyns litum og munstrum. Taskan fæst í Nýju skátabúðinni og kostar 3.295 kr. Ketill með grisju. Ofan í katlinum er grisja þannig að það er hægt að búa til te í katlinum. Fæst í Nýju skátabúðinni og kostar 2.995 krónur. Kælitaskan er nauðsynleg í langar útilegur. Þessari kælitösku er hægt að stinga í samband í kveikjarann í bílnum og þá helst allt ískalt. Svo þegar það þarf að fara með töskuna inn í tjald þá er skipt um lok og settir kælikubbar ofan í töskuna. Þá ertu kominn með ósköp venjulega kælitösku. Þessi kælitaska er á tilboðsverði í Nýju skátabúðinni á 9.995 krónur. Drykkjarbrúsi með alls kyns fylgihlutum. Góður brúsi í úti- leguna sem hægt er að hengja á bakpokann. Með brúsanum fylgir lítið vasaljós, regnslá, lítill skyndihjálparpakki og vasahnífur. Þessi sniðugi brúsi fæst í Nýju skátabúðinni á 2.995 krónur. „Ég fór aldrei á útihátíð þegar ég var unglingur en fór einu sinni til Eyja á þjóðhátíð með dóttur minni. Það var á tíunda áratugnum,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur, spurð um eftirminnilega verslunarmannahelgi. Síðan kemur upprifjun. „Dóttir mín hafði suðað mikið um að fá að fara á Uxa á Kirkjubæjarklaustri en ég neit- aði henni um það, enda átti hún nokkra daga eftir í að verða sextán ára. Ég bauð henni þó að fara með henni ef það væri sáluhjálparatriði fyrir hana að heyra og sjá Björk sem var aðalnúmerið á hátíð- inni. Það fannst henni ótrúlega hallærislegt og afþakkaði pent. En næsta ár hafði þroskinn aukist svo að hún bað mig að koma með sér á þjóðhátíðina í Eyjum. Fréttir af eiturlyfjunum á Uxa árið áður höfðu greinilega haft áhrif. Ég tók áskoruninni. Þurfti sem betur fór ekki að vera í tjaldi inni í Dal held- ur hreiðraði um mig í bænum. Hitti samt dótturina og vinkonurnar á hverjum degi og var þeim innan handar. Það var alveg rosaleg rign- ing, mikil drulla og mikil drykkja. En þarna voru flottir hlutir líka eins og brennan á Fjósakletti og flugeldasýningin sem er ógleym- anleg. Svo var mikill brekkusöngur og ég dáðist mjög að Árna John- sen að honum skyldi takast að fá allt þetta blauta og hrakta fólk til að sameinast í söng.“ Allir sameinuðust í söngnum STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR RITHÖFUNDUR UPPLIFÐI HVORT TVEGGJA ÁHYGGJUR OG GLEÐI Á ÞEIRRI EINU ÚTIHÁTÍÐ SEM HÚN HEFUR FARIÐ Á UM VERSLUNARMANNAHELGI. „Það var alveg rosaleg rigning,“ rifjar Steinunn upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hráefni 3 egg Grænmeti, kjöt, krydd og ostur – allt eftir smekk kokksins (til dæmis laukur, kartöflur, blaðlaukur, skinka, salt, pipar, dill, ostur) Brjótið eggin og setjið í þar til gerðan plastpoka sem hægt er að loka og þolir suðu. Bætið niðurskornu grænmeti, osti, skinku og kryddi út í. Lokið pokanum og hristið hann varlega. Látið í pott af sjóðandi vatni í 5 til 10 mínútur, eða þar til eggjakakan er tilbúin. Athugið: Til að auðvelda matargerðina er hægt að skera niður grænmetið, skinkuna og ostinn áður en farið er í ferðalagið. Einföld eggjakaka HÆGT ER AÐ MATREIÐA EGGJAKÖKU Á EINFALDAN HÁTT Í ÚTILEG- UNNI. ÞAÐ EINA SEM ÞÚ ÞARFT ER POTTUR MEÐ SJÓÐANDI VATNI OG POKI SEM HÆGT ER AÐ LOKA. Hægt er að búa til hina girnilegustu eggjaköku á ferðalaginu án nokkurrar fyrirhafnar.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Eftirminnileg ferðahelgi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.