Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2006, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 28.07.2006, Qupperneq 48
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■16 Prímus með máli. Drykkjarmálið er fest á prímusinn og vatnið soðið. Eftir það er málinu kippt af, en það heldur vatn- inu áfram heitu, og hægt er að drekka beint úr því. Þessi græja fæst í Everest og kostar 12.695 krónur. Borðbúnaður í bak- pokanum. Taska með matarstelli, diskum og hnífapörum, fyrir fjóra. Fæst í Everest á 4.995 krónur. Víntaska. Hentug í rómant- ísku útileguna. Það fer vel um vínflöskuna í sérstöku hólfi og tvö glös fylgja, fallegar servíettur og tappatogari. Fæst í Everest á 1.695 krónur. Kælikubbur í kælitöskuna eða -boxið. Fæst í þremur stærðum og er á verðbilinu 195-295 krónur í Nýju skáta- búðinni. Það er mun huggulegra að ganga að nestinu sínu vel pökkuðu og fersku en að róta í bakpokanum alla útileguna í leit að einhverju girnilegu. Nest- isútbúnaður þarf ekki að vera dýr eða sérstaklega hannaður fyrir útivist heldur er nóg að hafa gott loftþétt box og góðan brúsa til að það fari betur um nestið. Aftur á móti er alveg hægt að missa sig í skemmtilegum og flottum nestisútbúnaði sem gerir undirbúninginn fyrir útileguna svolítið skemmti- legri og býður upp á alls kyns möguleika. Það er til dæmis hægt að labba upp á fjall með kampa- vínsflöskuna kalda í bakpokanum, með plastvínglös og tappatogara, og eiga rómantíska stund. Einnig er hægt að leggja smekklega á borð án nokkurrar fyrir- hafnar með flottu matarstelli og öllu tilheyrandi. Smekkur manna er misjafn og sumir vilja lifa hátt í úti- legunni á meðan aðrir vilja hafa búnaðinn sem einfaldastan og þægilegastan. Gott úrval er fyrir hendi í búðunum og svo er bara að leyfa hugmyndafluginu að ráða. Hér eru nokkur dæmi um það sem er í boði fyrir nestið í útileguna. Skemmtileg box undir barnanestið. Hentugt fyrir samlokur og niðurskorið grænmeti. Fæst í Rúmfatalagernum. Barbie- box kostar 349 krónur. Svampur Sveinsson box kostar 420 krónur. Drykkjarmál sem heldur kaffinu heitu. Á þessu drykkjarmáli er tappi á stútnum þannig að hægt er að loka málinu á milli sopa. Fæst í Nýju skátabúðinni og kostar 1.795 krónur. Drykkjarbrúsi sem heldur vökvanum köldum og ferskum í útilegunni. Fæst í alls kyns litum og munstri í Everest og kostar 1.995 krónur. Allt fyrir nestið Það skiptir miklu máli að fara vel nestaður í útileguna. En það er ekki sama hvernig nestinu er pakkað og komið fyrir í farangrinum. Gott úrval af nestisboxum og drykkj- arbrúsum í útivistarbúðunum kemur í veg fyrir krumpaðar samlokur og sprungnar kókómjólkurfernur. Beljutaska. Taska sem heldur rauðvíns- belju við stofuhita og svo stingurðu kælikubb með og heldur þannig hvítvínsbeljunni kaldri. Fæst í alls kyns litum og munstrum. Taskan fæst í Nýju skátabúðinni og kostar 3.295 kr. Ketill með grisju. Ofan í katlinum er grisja þannig að það er hægt að búa til te í katlinum. Fæst í Nýju skátabúðinni og kostar 2.995 krónur. Kælitaskan er nauðsynleg í langar útilegur. Þessari kælitösku er hægt að stinga í samband í kveikjarann í bílnum og þá helst allt ískalt. Svo þegar það þarf að fara með töskuna inn í tjald þá er skipt um lok og settir kælikubbar ofan í töskuna. Þá ertu kominn með ósköp venjulega kælitösku. Þessi kælitaska er á tilboðsverði í Nýju skátabúðinni á 9.995 krónur. Drykkjarbrúsi með alls kyns fylgihlutum. Góður brúsi í úti- leguna sem hægt er að hengja á bakpokann. Með brúsanum fylgir lítið vasaljós, regnslá, lítill skyndihjálparpakki og vasahnífur. Þessi sniðugi brúsi fæst í Nýju skátabúðinni á 2.995 krónur. „Ég fór aldrei á útihátíð þegar ég var unglingur en fór einu sinni til Eyja á þjóðhátíð með dóttur minni. Það var á tíunda áratugnum,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur, spurð um eftirminnilega verslunarmannahelgi. Síðan kemur upprifjun. „Dóttir mín hafði suðað mikið um að fá að fara á Uxa á Kirkjubæjarklaustri en ég neit- aði henni um það, enda átti hún nokkra daga eftir í að verða sextán ára. Ég bauð henni þó að fara með henni ef það væri sáluhjálparatriði fyrir hana að heyra og sjá Björk sem var aðalnúmerið á hátíð- inni. Það fannst henni ótrúlega hallærislegt og afþakkaði pent. En næsta ár hafði þroskinn aukist svo að hún bað mig að koma með sér á þjóðhátíðina í Eyjum. Fréttir af eiturlyfjunum á Uxa árið áður höfðu greinilega haft áhrif. Ég tók áskoruninni. Þurfti sem betur fór ekki að vera í tjaldi inni í Dal held- ur hreiðraði um mig í bænum. Hitti samt dótturina og vinkonurnar á hverjum degi og var þeim innan handar. Það var alveg rosaleg rign- ing, mikil drulla og mikil drykkja. En þarna voru flottir hlutir líka eins og brennan á Fjósakletti og flugeldasýningin sem er ógleym- anleg. Svo var mikill brekkusöngur og ég dáðist mjög að Árna John- sen að honum skyldi takast að fá allt þetta blauta og hrakta fólk til að sameinast í söng.“ Allir sameinuðust í söngnum STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR RITHÖFUNDUR UPPLIFÐI HVORT TVEGGJA ÁHYGGJUR OG GLEÐI Á ÞEIRRI EINU ÚTIHÁTÍÐ SEM HÚN HEFUR FARIÐ Á UM VERSLUNARMANNAHELGI. „Það var alveg rosaleg rigning,“ rifjar Steinunn upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hráefni 3 egg Grænmeti, kjöt, krydd og ostur – allt eftir smekk kokksins (til dæmis laukur, kartöflur, blaðlaukur, skinka, salt, pipar, dill, ostur) Brjótið eggin og setjið í þar til gerðan plastpoka sem hægt er að loka og þolir suðu. Bætið niðurskornu grænmeti, osti, skinku og kryddi út í. Lokið pokanum og hristið hann varlega. Látið í pott af sjóðandi vatni í 5 til 10 mínútur, eða þar til eggjakakan er tilbúin. Athugið: Til að auðvelda matargerðina er hægt að skera niður grænmetið, skinkuna og ostinn áður en farið er í ferðalagið. Einföld eggjakaka HÆGT ER AÐ MATREIÐA EGGJAKÖKU Á EINFALDAN HÁTT Í ÚTILEG- UNNI. ÞAÐ EINA SEM ÞÚ ÞARFT ER POTTUR MEÐ SJÓÐANDI VATNI OG POKI SEM HÆGT ER AÐ LOKA. Hægt er að búa til hina girnilegustu eggjaköku á ferðalaginu án nokkurrar fyrirhafnar.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Eftirminnileg ferðahelgi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.