Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 50

Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 50
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■18 Fyrirtaks áningar- staðir um allt land Marga góða veitingastaði er að finna nálægt þjóðvegum landsins. RÁIN Í KEFLAVÍK Ráin er talinn vera með betri veitingastöðum Kefla- víkur. Í hádeginu er hægt að velja um breskan morg- unmat, súpu eða fjóra aðal- rétti. Á kvöldin er stílað inn á a la carte-matseðil. Staðurinn er rómaður fyrir humarhala og lambalæri, sem er borið fram fyrir tvo. Þá þykir sjávarréttagratín hússins einstaklega gott. HÓTEL HEKLA Hótel Hekla er skemmtilegt sveitahótel sem stendur á Skeið- um með gott útsýni til allra átta. Á hótelinu eru 37 herbergi búin öllum helstu nútímaþægindum, svo sem baðherbergi, sjónvarpi og þráðlausu internetsambandi fyrir þá sem vilja. Í veitinga- sal hótelsins er hægt að panta ýmsa ljúffenga rétti og rúmgóðir fundarsalir með góðum tækja- búnaði standa hópum til boða. Sjá nánar www.hotelhekla.is. RAUÐA HÚSIÐ Á EYRARBAKKA Veitingastaðurinn Rauða húsið er á Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, skammt frá kirkjunni og byggða- safninu Húsinu. Hann hefur verið starfræktur í fimm ár og nýtur sífelldra vinsælda. Rauða húsið er á þremur hæðum. Miðhæðin er kölluð Guðmundu- búð í höfuðið á Guðmundu Niel- sen tónskáldi og verslunarkonu, sem byggði húsið árið 1919. Á þeirri hæð er eiginlegur veit- ingastaður hússins. Á þriðju hæðinni eru suðursalur, með útsýni yfir hafið, og norðursalur, með útsýni alveg upp í Gríms- nes. Í kjallara hússins er góð fundaraðstaða og bar. Aðalsmerki Rauða hússins er sjávarréttasúpa, uppfull af alls kyns fiski, humri og fersku nið- urskornu grænmeti. Nýbakað brauð og heimatilbúinn humm- us eru ávallt borin fram með súpunni. Af öðru lostæti má nefna saltfisk, fiskitvennu og nýjan humar. INGÓLFSSKÁLI Í EFSTALANDI Ef þú vilt upplifa sannkallaða víkingastemningu þá er Ingólfs- skáli í Efstalandi í Ölfusi málið. Skálinn er í víkingastíl og matur að hætti landnemanna. Reykt hangikjöt, silung, síld, harð- fisk og rúgbrauð má fá í for- rétt, lambasteik eða kjúkling í aðalrétt, en skyr og bláber eru vinsæll eftirréttur. Hægt er að panta bjór og hornasnafs með matnum. NARFEYRARSTOFA Í STYKKISHÓLMI Á Narfeyrarstofu við Aðalgötu 3 í Stykkishólmi (í miðbænum við hlið gömlu kirkjunnar) er boðið upp á ferskan afla úr Breiðafirði, svo sem humar, rauðsprettu og skötusel. Af eftirsóttum rétt- um má nefna hörpuskel, þorsk, reyktan svartfugl, léttsoðið egg í brauðbollu með salati og fiski- súpu, byggða á soði af humar- skeljum, trjónukrabba og fiski, sem hefur notið samfelldra vinsælda frá upphafi. Ekki nóg með að Narfeyrarstofa bjóði upp á ljúffengan mat heldur standa eigendur staðarins nú fyrir hest- vagnaferðum um bæinn. FJÖRUBORÐIÐ Á STOKKSEYRI Fjöruborðið á Stokkseyri er margrómaður fyrir ljúffengan, grillaðan humar með hvítlauk og smjöri, borinn fram með góðu brauði og salati. Aðeins er unnið með ferskt hráefni enda stend- ur staðurinn við fjöruna. Þá þykir humarsúpan vera einstök. Fyrir þá sem ekki borða humar má velja á milli lambafillets og nauta carpaccio sem er hvort tveggja með góðu meðlæti. Sér- stakur barnamatseðill er á staðn- um. Sjá www.fjorubordid.is. KRISTJÁN X Á HELLU Kristján X er veitingahús og bar á Hellu á Rangárvöllum. Húsið sem nú hýsir Kristján X á um margt merkilega sögu. Það var reist á Þingvöllum fyrir alþing- ishátíðina 1930 og notað sem matsalur fyrir hirð Kristjáns X Danakonungs, en þaðan kemur einmitt nafn staðarins. Árið 1938 var húsið svo flutt á Hellu og í því starfrækt pakkhús. Í apríl 1999 var hafist handa við að gera húsið upp og lauk því í nóvember sama ár þegar staður- inn var opnaður. Á veggjum veitingahússins má finna nokkrar myndir af Kristj- áni X konungi og meðal annars má þar sjá veiðistöng sem kon- ungurinn veiddi með í heimsókn sinni til landsins árið 1930. Á Kristjáni X má meðal annars fá fisk og steikur, meðal annars hrossafillet og hrefnusteik. Einn- ig er hægt að fá súpur, spaghetti, hamborgara og pitsur svo fátt eitt sé nefnt. Kristján X er nota- legur veitingastaður í sveitasæl- unni en alveg við þjóðveginn. (D) Einu sinni á (A) ágúst(D)kvöldi (D7) (G) austur í (A) Þingvalla(D)sveit (D7) (G) gerðist í (A) dulitlu (D) dragi (Bm) (m) dulítið, sem (A) enginn (D) veit, (Em) nema við og (A) nokkrir (D) þrestir (Bm) og (Em) kjarrið græna (A) inn í (D) Bolabás og (Am) Ármannsfellið (D7) fagurblátt og (G) fannir Skjaldbreið(Em)ar og (Bm) hraunið fyrir (E7) sunnan Eyktar(Em)ás. (A) (Em) Þó að ævi(A)árin (D) hverfi (Bm) (Em) út á tímans (A) gráa (D) rökkur-veg, við (Am) saman munum (D7) geyma þetta (G) ljúfa leyndar(Em)mál landið okkar góða, (A) þú og (D) ég. Lag: Jón Múli Árnason Texti: Jónas Árnason Ferða-lög Einu sinni á ágústkvöldi HÓTEL HÖFÐABREKKA Vinalegt sveitahótel sem stað- sett er um fimm kílómetrum frá Vík í Mýrdal. Á hótelinu eru 62 tveggja manna herbergi sem öll hafa sérbaðherbergi og sjón- varp, að auki eru heitir pottar fyrir utan hótelið og eru drykk- ir þjónustaðir í pottana sé þess óskað. Veislusalurinn tekur yfir tvö- hundruð manns í sæti og getur staðurinn boðið upp á hvort sem er veisluhlaðborð eða þriggja rétta kvöldverð. Á svæðinu við Hótel Höfðabrekku er mikil afþreying í boði. Sem dæmi má nefna veiðivötn við hótelið, fjór- hjólaferðir í fjörunni og jeppa- ferðir upp á afrétt. Í grenndinni er glæsilegur 9 holu golfvöllur auk þess sem mikið er um fal- legar gönguleiðir. Frá hótelinu er mjög stutt að fara í göngu- og sleðaferðir upp á Mýrdalsjökul. Höfðabrekka er tilvalinn stað- ur til þess að gefa sér tíma á og njóta náttúrunnar. FRIÐRIK V BRASSIERE Á AKUREYRI Friðrik V Brassiere er ósvikinn eyfirskur veitingastaður, við Strandgötu 7 á Akureyri, þar sem áhersla er lögð á íslenska og evrópska matargerð eins og hún gerist best. Unnið er úr vönd- uðu og fersku íslensku og evr- ópsku hráefni en lostæti eins og kræklingur, laxahrogn, hangi- kjöt, þorskur, saltfiskur og skyr eru meðal annars á boðstólum. Þá eru gamlir íslenskir réttir á borð við saltkjöt með rófum og kjötsúpu framreiddir með nýstárlegum hætti. Ofnbakaður lambavöðvi með mysuosti og pistasíu-skorpu er mjög vinsæll. KJÖT & KÚNST Í HVERAGERÐI Kjöt & Kúnst er girnileg sælkera- búð sem býður meðal annars upp á sveitakaffihlaðborð og ýmiss konar tilbúna rétti. Kjöt & Kúnst sérhæfir sig í ljúffengu svínalæri sem eldað er með hveraorku sem leidd er inn í húsið. SYSTRAKAFFI Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Á Kirkjubæjarklaustri er að finna veitingastaðinn Systrakaffi sem er til- valinn áningarstaðar fyrir ferðalanga sem orðnir eru leiðir á hefðbundnu sjoppufæði. Matseðill staðarins er afar fjölbreyttur og freistandi og má þar nefna Klaustursbleikjuna sem er fyrir löngu orðin goðsagnakennd á Klaustri. Hlýlegur og þægilegur veitingastaður. „Ég var staddur í bíl með félaga mínum á föstudeginum fyrir versl- unarmannahelgina, árið 2002 minnir mig. Vinur minn var að vinna á blaði sem átti að fjalla um hóp sem hafði unnið ferð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann átti að redda ljósmyndara til að fara með hópnum en það fékkst enginn í verkið. Að lokum var ég settur í verk- ið á síðustu stundu án þess að hafa nokkra reynslu af ljósmyndun,“ segir Þorvaldur Davíð. Það gekk þó eitt- hvað erfiðlega fyrir hópinn að kom- ast á leiðarenda. „Það átti að fara með þyrlu til Eyja en við komumst bara hálfa leið vegna veðurs. Þá vorum við bara keyrðir í limmósíu á Bakka og þaðan flugum við til Vestmannaeyja. Ég var ekki með neitt dót með mér og vissi ekkert hvar ég ætti að gista en að lokum gisti ég bara á hótelinu með hópnum. Ég hafði aldrei hitt þessa gaura áður en okkur kom vel saman og skemmtum okkur konunglega.“ Eins og margir vita þá eru ótal hefðir hafðar í hávegum á Þjóðhá- tíð í Eyjum. Þorvaldur Davíð kynnt- ist því af eigin raun. „Ég hitti einn heimamann og hann dró mig út um allt þannig að ég fékk heimastemn- inguna beint í æð. Ég fór til dæmis í kjötsúpupartí hjá einni fjölskyldunni. Þar var borðuð dýrindis kjötsúpa og hlustað á lifandi tónlist. Síðan fór ég í partí í hvítu tjöldunum, fékk lunda og ótrúlega góðar móttökur. Eyjamenn eru upp til hópa ótrúlega gestrisnir.“ Þorvaldur Davíð býst alveg eins við því að fara á Þjóðhátíð nú í ár en félagar hans hafa leigt heilt félags- heimili þannig að það ætti ekki að fara illa um hann. „Ég hef einu sinni gist í tjaldi en mér finnst miklu þægi- legra að vera í húsi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af dótinu mínu og svona. Það skiptir svo sem ekki máli hvar maður er – það er alltaf rífandi stemning í dalnum,“ segir Þorvaldur Davíð að lokum. erlabjorg@frettabladid.is Fór óvænt á Þjóðhátíð Leiklistarneminn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur nokkrum sinnum farið á Þjóðhá- tíð í Eyjum en einu sinni fór hann án nokkurs fyrirvara í hlutverki ljósmyndara. Þorvaldur Davíð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.