Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 52

Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 52
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Þegar pakkað er ofan í matarkörf- una fyrir ferðalagið er mikilvægt að hugsa fyrir hráefni sem hentar vel til nestisgerðar. Með góðum und- irbúningi áður en lagt er af stað í ferðalagið er auðvelt að töfra fram dýrindisrétti í miðri náttúrunni. Marentza Poulsen, eigandi Café Flóru í Grasagarðinum, setti saman fimm uppskriftir að skemmtilegum samlokum og réttum sem auðvelt er að bera fram í útilegunni. Alla réttina er gott að undirbúa áður en lagt er af stað en uppskriftirnar eru einfaldar og fljótlegar. Gott er að hafa með einnota grill sem notað er til að grilla brauðsneiðarnar létt eða til að hita upp eplakökuna. Svo er bara að leggja uppskrift- irnar hennar Marentzu á minnið og slá í gegn sem smurbrauðsmeistari í ferðalaginu. Með nesti og nýja skó Fyrir útilegur og ferðalög er nauðsynlegt að pakka niður ljúffengu og gómsætu nesti til að næra líkama og sál. 20 Útilegubúnaður Íslendinga er óðum að breytast úr einföldum og hógvær- um tjaldbúnaði í færanleg lúxus hótel og hefur allur útilegubúnaður tekið stórstígum framförum. Gasgrillin hafa ekki farið varhuga af þessari þróun frekar en nokkuð annað. Hægt er að kaupa ýmiss konar tegundir af ferða- gasgrillum í öllum stærstu verslunum frá fimm þúsund krónum og upp í rúmlega fimmtán þúsund krónur. Flest grillin koma með þrýstijafnara og slöngu sem er allt sem þarf til þess að tengja við gaskút. Matgæðingar geta því auðveldlega haldið sama staðlinum við grillið þegar þeir bregða sér í útilegu. Grillað á gasi í útilegunni Flestar verslanir sem selja gasgrill eru einnig með ferða- gasgrill til þess að taka með í útileguna. Við skoðuðum úrvalið af ferðagasgrillum í Ellingsen, Byko og Húsa- smiðjunni. Outback gasgrill frá Byko. Með grillinu fylgir þrýstijafnari og kostar það 5.990 krónur. Ferðagasgrill frá Byko, hægt er að kippa fót- unum undan því svo að það passi betur í bílinn. Verð 15.885 krónur. Em C B Em C B (Em) Fjöllin hafa vakað, í (C) þúsund (B) ár. Ef þú (Em) rýnir inn í bergið, sérðu (C) glitra (B) tár. (Em) Orð þín kristaltær (C) drógu mig nær og (B) nær. Ég (A) reyndi að kalla á ástina, sem úr (C) dvala reis í (D) gær. (B) Em C B Em C B Þú (Em) sagðir mér frá skrítnu landi, (C) fyrir okkur (B) ein. Þar yxu (Em) rósir á hvítum sandi, og (C) von um betri (B) heim. Ég (Em) hló, þú horfðir á, (C) augu þín svört af (B) þrá. Ég (A) teygði mig í himininn, í (C) tunglið reyndi að (D) ná. (B) (Em) Sá er talinn heimskur, sem (C) opnar sína (B) sál. Ef hann (Em) kann ekki að ljúga, hvað (C) verður um hann (B) þá. Undir (Em) hælinn verður troðinn, líkt og (C) laufblöðin (B) smá. Við (A) hræðumst hjarta hans og augun (C) blá. (D) (B) Em C B Em C B (Em) Fjöllin hafa vakað, í (C) þúsund (B) ár. Ef þú (Em) rýnir inn í bergið, sérðu (C) glitra (B) tár. (Em) Orð þín kristaltær (C) drógu mig nær og (B) nær. Ég (A) reyndi að kalla á ástina, sem úr (C) dvala reis í (D) gær. (B) (Em) Sá er talinn heimskur, sem (C) opnar sína (B) sál. Ef hann (Em) kann ekki að ljúga, hvað (C) verður um hann (B) þá. Undir (Em) hælinn verður troðinn, líkt og (C) laufblöðin (B) smá. Við (A) hræðumst hjarta hans og augun (C) blá. (D) (B) Lag og texti: Bubbi Morthens Ferða-lög Fjöllin hafa vakað Ferðagasgrill frá Ellingsen. Grillið er lágþrýst og því fylgir þrýstiminnkari og slanga. Verð 4.807 krónur. Til að skapa góða stemningu í útilegunni má raða samlokum og ávöxtum í fallega körfu sem allir geta seilst í þegar hungrið sverfur að. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Ítölsk samloka Smyrjið tvær brauðsneiðar með pestói. Raðið á sneiðarnar fersku salatblaði, tómatsneiðum, sneiddum mozzarellaosti og basiliku. Þessi samloka er sérlega góð borin fram heit. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Laxasamloka Laxasalat 3 msk. sýrður rjómi, 18 prósent hálf lárpera 2 tsk. rauður kavíar 2 sneiðar reyktur lax pipar Skerið lárperuna í teninga og setjið smá sítrónusafa yfir svo hún verði ekki svört. Skerið laxasneiðarnar í strimla og blandið varlega saman við sýrða rjómann ásamt kavíarnum. Bragðbætið með pipar. Grillið brauðsneiðarnar lítillega og setjið salatblöðin ofan á, þrjár sneiðar af laxi, þá kemur laxasalatið og að lokum er skreytt með dillkvisti. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Tortilla-vafningar Hitið tortilla-kökur lítillega á pönnu eða á grilli til að ná pakkabragðinu úr þeim. Kökurnar eru smurðar með hummus eða með krydduðum rjómaosti. Á kökuna er svo sett góð salatblanda ásamt klettasal- ati sem gefur ferskt og gott bragð. Þessa vafninga er einfalt að útbúa og með því að binda utan um þá með borða er auðvelt að grípa þá með sér á annasömum útilegudegi. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Beikonsamloka með eggjasalati Eggjasalat 2 msk. sýrður rjómi 1 tsk. karrý pínulítið af salti 3 harðsoðin egg 2 msk. sýrðar agúrkur 4 sneiðar ferskar agúrkur Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma, blandið karrý og salti saman við. Saxið eggið og agúrkurnar og blandið saman við majónesið. Ágætt að geyma smá majónes til að smyrja brauðið með. Penslið brauðsneiðarnar með góðri olíu og steikið létt á grillinu. Ferskt lambasalat sett ofan á brauðið og fjórar agúrkusneiðar. Eggjsalatið kemur þar ofan á og að lokum tvær sneiðar af þurrsteiktu beikoni ásamt graslauk. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Eplakaka Café Flóru 250 g smjör 250 g sykur 3 egg 250 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 3 epli Þeytið saman sykur og smjörlíki, bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið saman. Hveitinu og lyftiduftinu er bætt saman við. Afhýðið eplin og skerið í sneiðar. Helmingurinn af deiginu fer fyrst í formið og helmingnum af eplunum raðað ofan á. Stráið smá kanil yfir. Síðan er restin af deiginu sett yfir og restinni af eplasneið- unum raðað ofan á. Bakið í ofni. Þegar komið er út í náttúruna má setja kökuna í álbakka og ofan á grillið í smá stund. Kjörið hitastig væri þegar grillið er að deyja út, sem er um það leyti sem svangir ferðalangar eru tilbúnir fyrir eftirrétt. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Kjúklingasamloka Kjúklingasalat hálf kjúklingabringa skorin í teninga Þrír meðalstórir sveppir skornir í sneiðar og léttsteiktir á pönnu með smjöri. Spergilkál skorið í bita Majónes bragðbætt með Dijon-sinnepi, HP-sósu, salti og pipar. 1 msk. söxuð steinselja Hrærið saman majónesið og bætið hráefn- inu við. Penslið brauðsneiðarnar með hvít- lauksolíu og setjið aðeins á grillið. Setjið salatblað á sneiðina og raðið því sem eftir er af kjúklingabringunni í sneiðum ofan á og þar á eftir kjúklingasalatið. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Í Húsasmiðjunni fást tvenns konar tegundir af ferðagrill- um frá Weber. Grillgrindin er glerungshúðuð og úr pottastáli. Með grillinu fylgir slanga í tengi fyrir einnota kút og er brennarinn ryðfrír.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.