Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 56
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■24
„Ég er að grilla smjörfyllt nauta-
innlæri með kaldri franskri
sveppasósu, bakaðri kartöflu, grill-
uðu grænmeti og fersku salati. Það
sem er þægilegt við þennan mat
er að þú kaupir kjötið tilbúið hjá
okkur og þarft ekkert að krydda
það. Það er gott að láta vita að þú
sért að fara með kjötið í útileg-
una því að ef ferðagrillið er ekki
fyrsta flokks þá skerum við kjötið
í þynnri sneiðar og pökkum hverri
steik fyrir sig ef þess er óskað. Hjá
okkur geturðu líka keypt tilbúnar
bakaðar kartöflur sem aðeins þarf
að hita og við höfum ellefu teg-
undir af köldum sósum til sölu,“
segir Ómar.
Til að matreiða þennan mat þarf
því aðeins að skella kjötinu, kart-
öflunni og grænmetinu á grillið
án alls undirbúnings eða tilstands.
Það er þó ekki alveg sama hvernig
maður grillar kjötið en Ómar vill
meina að allir hafi grillfílinginn
í sér. „Um leið og þú heldur að
kjötið sé tilbúið þá er það í flest-
um tilfellum tilbúið. Þú byrjar á
því að kynda grillið í botn í svona
korter. Á meðan hitarðu græn-
metið og leyfir því að mýkjast vel
enda er paprikan bara betri ef hún
brennur aðeins. Þegar grillið er
orðið vel heitt þá brúnarðu kjöt-
ið báðum megin og ristar það vel.
Þegar kjötið er ristað þá lækkarðu
hitann og leyfir kjötinu að malla
þangað til safapollur myndast ofan
á því. Þegar kjötið hitnar fléttast
í því prótínþræðirnir sem þrýsta
safanum, og í þessu tilfelli smjör-
inu líka, upp á yfirborðið. Þegar þú
sérð þessa safapolla tekurðu kjötið
af og leyfir því að jafna sig í svona
tíu mínútur.“
Ómar segir innlærið hafa orðið
mjög vinsælt í sumar eftir að hann
byrjaði að setja smjör í kjötið.
„Áður fyrr var þessi vöðvi ekkert
sérstaklega vinsæll en nú er kjöt-
ið mun mýkra og safameira með
smjörinu. Þegar þú ert með svona
gott kjöt þá getur grillveislan ekki
klúðrast,“ segir Ómar að lokum.
erlabjorg@frettabladid.is
Ekki hægt að klúðra góðu kjöti
Ómar Grétarsson hjá Gallerý kjöti segir sumarsmellinn í ár vera smjörfyllt nautainnlæri
enda þykir það afar hentugt í útileguna.
„Það er best að vera
búinn að undirbúa
ka r tö f lu sk í fu rna r
og paprikuna heima
áður en lagt er af stað
í útileguna,“ segir
Þráinn. „Maður sker
kartöflurnar í þunn-
ar skífur, um það bil
eins sentimetra þykk-
ar, og veltir þeim upp
úr olíu með hvítlauk
og til dæmis basilikku
og timjan. Paprikuna
penslar maður með
sömu olíu og grillar
síðan í eina mínútu á
hvorri hlið, setur síðan á efri grind-
ina og leyfir henni að malla í svona
tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið.
Kartöflurnar eru grillaðar þar til þær
brúnast og eru komnar með grillrend-
ur og þá eru þær settar ásamt papr-
ikunni á efri grindina þar sem þeim
er snúið reglulega við þar til þær eru
grillaðar í gegn,“ segir Þráinn.
Eftir að grænmetið er komið á efri
grindina er komið að því að grilla
entrecôte nautasteikurnar góðu. Þær
fær maður niðurskornar og tilbún-
ar á grillið í kjötborðum í flestum
verslunum. „Kjötið er bara kryddað
með salti og pipar og svo fer það
eftir þykktinni á steikinni og smekk
manna hversu lengi maður grillar
það. Kjötið sem ég gerði er í rauninni
hrátt og ég grillaði það í tvær til þrjár
mínútur. Það er best
að nota kjötmæli og
stinga honum í miðj-
una á kjötinu til þess
að meta hvort kjötið
sé tilbúið. Kjötið hjá
mér var 50-55 gráðu
heitt, miðlungshrátt
kjöt er 55-60 gráður,
miðlungs er 60-65
og yfir miðlungs er
65-70 gráðu heitt.
Svo set ég kjötið á
efri grindina og leyfi
því að jafna sig þar í
tvær til þrjár mínút-
ur,“ segir Þráinn og
bætir við að þetta kjöt sé gott fitu-
sprengt kjöt sem standi alltaf fyrir
sínu.
„Gott meðlæti er til dæmis tilbún-
ar hvítlauks-, gráðosta-, eða pipar-
sósur og ferskt grænmeti. Gott er að
setja extra virgin olíu og balsamike-
dik út á salatið, örlítið salt og pipar,
sérrítómata og ef til vill fetaost. Það
er fljótlegt að grilla þennan mat ef
það er búið að skera og undirbúa
heima. Kartöfluskífurnar og paprik-
an endast jafnvel í heila viku í olí-
unni ef þær eru í loftþéttum umbúð-
um, eins og tuppeware-boxi. Maður
getur jafnvel skorið niður kartöflur
fyrir allar máltíðir í útilegunni og þá
þarf maður ekki að hugsa um það
meir,“ segir Þráinn að lokum.
erlabjorg@frettabladid.is
Úrvals nautasteik
Þráinn Júlíusson, matreiðslumaður hjá Hereford steik-
húsi, grillar entrecôte-steikur með kartöfluskífum og
grillaðri papriku.
Það er toppurinn á tilverunni að sitja úti í guðsgrænni náttúrunni, í
kyrrð og ró, með veislumat á borðum. Það er sérstaklega ljúft ef mat-
reiðslan tekur ekki hálfan daginn þannig að maður sofni ofan í diskinn
sinn loksins þegar það kemur að því að borða. Grillmeistararnir gefa
lesendum ráð og uppskriftir til að hafa veislumat í útilegunni sem kostar
ekki mikla fyrirhöfn og sem er svo einfaldur að ekki þurfi meistaratign
til að geta útbúið hann. erlabjorg@frettabladid.is
Einfalt og gott
á grillið
Grillmeistararnir hjá Kokkunum, Gallerý kjöti og Here-
ford steikhúsi grilla ljúffengan og hentugan mat fyrir
útileguna.
Rúnar Gíslason, mat-
reiðslumaður hjá
Kokkunum, gefur
lesendum uppskrift
að grilluðum stein-
bít með hollu kart-
öflusalati og grilluðu
grænmeti.
„Það sem er svo
gott við þennan rétt
er að þú getur klárað
allan undirbúning
heima áður en lagt er
af stað í ferðalagið.
Undirbúningurinn
tekur bara tíu til tut-
tugu mínútur og þú
ert með gómsætan
mat í útileguna sem
tekur enga stund að grilla. Fiskur-
inn er maríneraður kvöldið áður
og látinn liggja yfir
nóttina. Kartöflusal-
atið er líka búið til
kvöldið áður enda
er það bara betra
daginn eftir. Það
er eins með græn-
metið, paprikan er
skorin í stóra bita og
lögð, ásamt ferskum
aspas, í olíu, salt og
pipar. Áður en það
er lagt í hann er
maturinn allur sett-
ur í poka eða box og
tekinn með í útileg-
una,“ segir Rúnar.
Það tekur held-
ur ekki langan tíma
að grilla þennan einfalda mat. „Þú
skerð fiskinn í 200 gr. steikur og
skellir á sjóðandi heitt grillið. Eftir
að fiskurinn er kominn á grillið má
ekkert hreyfa við honum því að þá
fer hann í sundur og á milli járn-
anna. Eftir um það bil fimm mínútur
fer fiskurinn að losna frá járninu og
þá snýrðu honum við. Svo saltarðu
fiskinn á grillinu,“ segir Rúnar.
Það tekur sem sagt tíu mínútur
að grilla fiskinn og þegar hann er
tilbúinn þá er bara grænmetið eftir.
Undirbúningurinn
kláraður heima
Grillaður steinbítur með grilluðum ferskum
aspas og papriku ásamt kartöflusalati.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Steinbíturinn er grillaður í fimm mínútur á
hvorri hlið eða þar til fiskurinn skilur sig frá
grillinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Rúnar, hjá Kokkunum, við grillið.
Á GRILLINU:
Maríneraðar steinbíts-
lundir
Marínering:
Chilli, engifer, hvítlaukur
og olía. Látið marínerast
yfir nótt.
Kartöflusalat:
Nýtt íslenskt kartöflu-
smelki, rauðlaukur, hind-
berja- eða rauðvínsedik.
Paprika og ferskur aspas.
Lagt í olíu, salt og pipar.
Þráinn Júlíusson, matreiðslumaður hjá Hereford steikhúsi, sýnir snilldartakta við grillið.
Entrecôte-nautasteik með kartöfluskífum,
grillaðri papriku, fersku salati og kaldri
hvítlaukssósu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Þráinn með grillréttinn góða. Grillaða papr-
ikan, ofan á kjötinu, gerir gæfumuninn.
Á GRILLINU:
Entrecôte-nautasteikur
kryddaðar með salti og
pipar.
Kartöfluskífur og paprika
í olíu, hvítlauk, basilikku
og timjan.
Köld sósa. Með hvít-
lauks-, gráðosta- eða
piparbragði.
Salat, sérrítómatar og
fetaostur með olíu,
balsamikediki og salti og
pipar.
Á GRILLINU:
Smjörfyllt nauta-innralæri að
hætti Gallerý kjöts
Bakaðar kartöflur með hvít-
laukssósu
Grillaðar paprikur og rauðlauk-
ur
Ferskt salat
Galdurinn við að steikja kjötið er að hafa
grillið nógu heitt og treysta á sjálfan sig
hversu lengi á að grilla það.
FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Smjörfyllt nautainnlæri, bökuð kart-
afla, grillað og ferskt grænmeti ásamt
franskri kaldri sósu.