Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2006, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 28.07.2006, Qupperneq 61
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { ferðahelgin } ■■■■ 29 Fjallgöngur eru holl hreyfing og gefandi tómstundaiðkun. Það jafn- ast ekkert á við tilfinninguna sem því fylgir að standa á fjallstindi með sveitt bak, vindinn í andlit- ið og dást að útsýninu, vitandi að þú hefur háð baráttu við fjall og unnið. Þar sem veður getur brugðist til fjalla, allan ársins hring, er rétt að vera við öllu búinn. Til að auðvelda undirbúning og tryggja skynsam- lega ferðamennsku styðst fjallafólk oft við neðangreindar reglur, stund- um kallaðar fjallareglurnar níu. 1. Farðu ekki í langferð án þjálfun- ar. 2. Láttu vita hvenær og hvaðan þið haldið af stað og hvenær þið áætlið að koma til baka. 3. Taktu mið af veðri og veðurút- liti. 4. Hlustaðu á reynt fjallafólk. 5. Vertu viðbúin(n) slæmu veðri og óhöppum, jafnvel í stuttum ferð- um. 6. Hafðu alltaf kort og áttavita og jafnvel hæðarmæli með í ferðum. 7. Ferðastu ekki ein(n) þíns liðs. 8. Snúðu við í tæka tíð – það er engin skömm að fara til baka. 9. Sparaðu kraftana og leitaðu skjóls í tæka tíð. - elí Fjallareglur fyrir fjallafólk Hvort sem um lengri eða styttri fjallgöngur er að ræða getur margborgað sig að vanda til við undirbúninginn. Slysin gera ekki boð á undan sér. Verði þau á ferðalagi getur verið langt í læknisaðstoð og því mikilvægt að sem flestir séu undir það búnir að bregðast rétt við og veita skyndihjálp. Rétt fyrstu viðbrögð við alvarlegu slysi eru, samkvæmt Rauða krossi Íslands: 1) Tryggja öryggi. 2) Hringja í 112. 3) Beittu strax endurlífgun ef engin viðbrögð eru við áreiti og öndun er óeðlileg. 4) Stöðvaðu blæðingu með því að þrýsta á blæðingar- stað. Ef komið er að bílslysi er öryggi tryggt á eftirfarandi hátt: 1) Stöðvaðu umferð að slysstað. 2) Settu öryggisþríhyrning í 200 metra fjarlægð. 3) Slökktu eld. 4) Skorðaðu bílflak ef hætta er á að það velti. 5) Aftengdu rafmagn ef um rafmangsslys er að ræða. Eftir hátt fall, harðan árekstur eða bílveltu skaltu hringja í 112 og láta flytja viðkomandi til læknisskoðunar - án tillits til þess hvort áverkar sjáist eða ekki. Skyndihjálparkunnátta getur bjargað mannslífum. Hafir þú áhuga á að sækja námskeið í skyndihjálp getur þú hringt í Rauða kross Íslands í síma 570 4000. Aðkoma að slysi Rétt viðbrögð skipta höfuðmáli. Sjónvarpskokkurinn og bakar- inn Jói Fel hikaði ekki neitt þegar blaðamaður spurði hann hvað væri alveg ómissandi í útileguna að hans mati. „Ég myndi taka grillsteikina mína,“ segir Jói brattur og legg- ur áherslu að þetta sé sérstaklega steikin hans. „Steikin mín er 600 gramma feit rib-eye steik. Hún er alveg ómissandi á grillið í ferðalag- ið,“ segir hann og útskýrir að það sé ekkert mál að grilla hana. „Það þarf bara að elda þetta lítið, við háan hita og láta kjötið brenna aðeins. Þegar steikin er svona þykk og góð þá verður hún alltaf blóðug. Þetta er sko steikin mín.“ Grillsteikin mín Ferðafélag Íslands á 34 sæluhús víðs vegar um landið. Skálarn- ir eru þægilegir áningarstaðir fyrir ferðalanga á ferðum um óbyggðir. Aðbúnaður í skálun- um er góður. Hægt er að gista í skálunum eða skjótast þangað inn til að borða nestið sitt. Allir geta nýtt sér sæluhúsin og yfir sumartímann starfar í flestum þeirra skálavörður sem tekur á móti ferðamönnum og veitir upplýsingar um svæðið. Sæluhús í óbyggðum Nýr skáli Ferða- félags Akureyrar við Drekagil. Það geta allir lent í því að koma að slysi. Rétt viðbrögð geta skilið á milli lífs og dauða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ómissandi í ferðalagið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.