Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 72

Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 72
 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR16 Dögg Hjaltalín, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Avion Group, lætur sig dreyma um að komast í helgarferð til stórborgarinnar New York. „Í borginni er allt sem hugurinn girnist,“ útskýrir Dögg. „Ég hæfi laugardaginn á sólbaði í Central Park, sem er fallegur garður og uppfullur af afþrey- ingu. Þar er meðal annars hægt að fara í skemmti- legt barnatívolí og dýragarð.“ Förinni væri næst heitið niður í Village í New York, sem er að sögn Daggar fullt af skemmtileg- um verslunum og veitingahúsum. „Eftir að hafa eytt góðum degi í Village, Soho, Kínahverfinu og nágrenni færi ég út að borða í litlu Ítalíu,“ segir hún. „Ég á mér nú engan uppáhaldsstað, enda eru þeir margir góðir, og léti því stemninguna einfald- lega ráða því hver yrði fyrir valinu. Þar pantaði ég mozarella buffala og gott rauðvín, en limoncello ís í eftirrétt.“ Eftir mat færi Dögg að sjá söngkonuna Earthu Kitt syngja á djassklúbbi. „Hún er að vísu orðin svo gömul að það fer hver að verða síðastur að sjá hana koma fram,“ segir hún. „Ég hef þó heyrt að hún sé enn í feiknagóðu formi miðað við aldur.“ Afgangi helgarinnar myndi Dögg eyða á ströndinni á Long Island og sötra kokteil við söng og gítarleik Jacks Johnson. „Ég yrði að slappa af eftir búðarráp, en bókabúðir borgarinnar standa upp úr. Eins og heyrist dugar varla ein helgi til að heimsækja borgina og því væri nær að tala um draumaviku, en svona yrði mín draumahelgi fengi ég að ráða,“ segir hún og hlær. DRAUMAHELGIN: Með Earthu Kitt í New York Dögg langar til að slappa af á ströndinni á Long Island. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR VISSIR ÞÚ... ... að árið 1999 sýndi könnun að ef 25.000 orða enskri orðabók er flett er þegar búið að skrá 93 prósent af orðunum sem veflén sem endar á .com? ...að sundlaugin á Biltmore-hótelinu í Flórída er sú stærsta í Bandaríkj- unum? Flatarmál hennar er yfir tvö þúsund fermetrar. ...að það eru 318.979.564.000 mis- munandi leiðir til þess að leika fjóra fyrstu leikina í skák? ...að tveir í það minnsta deyja á hverju ári við að fá sjálfsala yfir sig? ...að um 0,7 prósent einstaklinga í heiminum eru núna undir áhrifum áfengis? ...að ef þú reyndir að telja stjörn- urnar og myndir ná að telja eina stjörnu á sekúndu myndi taka þig í kringum þrjú þúsund ár að telja þær allar? ...að fimmtíu þúsund frumur í líkamanum þínum munu deyja og aðrar myndast í þeirra stað á þeim tíma sem tekur þig að lesa þessa setningu? ...að flestir blikka augunum tuttugu og fimm sinnum á mínútu? ...að magi þinn framleiðir nýja innri húð á tveggja vikna fresti og að ef hann gerði það ekki myndi hann melta sjálfan sig? ...að vinstra lunga þitt er minna en hægra lungað til að hjartað komist fyrir? ...að tvö þúsund grettur gera eina hrukku? ...að meðalmanneskja blikkar aug- unum yfir sex milljón sinnum á ári? ...að hver einstaklingur er með sérstakt tungufar, það er að segja engar tvær tungur eru nákvæmlega eins? ...að þú brennir 26 kaloríum við að kyssa einhvern í eina mínútu? ...að í meðallíkama er nógu mikil fita til þess að búa til sjö sápu- stykki? ...að ef þú drekkur mjólk með kjöti tekur líkami þinn ekki upp neitt af kalkinu í mjólkinni og æskilegast er að láta líða tvo tíma á milli þess að drekka mjólk og borða kjöt til að fá kalkið? ...að tennur eru einu líffærin sem geta ekki endurnýjað sig? ...að fyrsta hálftímann var hver mannvera bara ein fruma? �������������� ������� ���������� ���� ���� ������� ������ �������� ����� �������� ���������� ��� �� �������������� �������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ����� ������������������������������������������������������������ ����������������������������������������������������������� ���������� �������������������� ������������������ �� ��� �� �� �� �� � � �� ������������� ��������������������������� ����������� ���� ������������ G L Æ S I L E G S Ý N I N G 28. - 30. júlí um helgina milli kl. 12 og 17 Gengið inn um aðalinngang Á sýningunni verða einnig til sýnis: Mercedes Bens CLS 500 Mercedes Bens SLK 280 Mercedes Bens ML 350 Mercedes Bens S550 Master er komin með þessa frábæru bíla í sölu og munum af því tilefni halda sölusýningu dagana

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.