Fréttablaðið - 28.07.2006, Síða 73
FÖSTUDAGUR 28. júlí 2006 25
Í flestum fjölmiðlum er nú nær
daglega rætt um matvælaverð og
hugmyndir um að fella niður tolla
til að auka enn frekar aðgengi og
innflutning á landbúnaðarvörum
sem alla daga flæða til landsins í
gífurlegu magni, svo sem hveiti,
matarolíur, epli, kaffi og hrísgrjón.
Svokallaðir verndartollar á
ákveðnar tegundir innfluttra land-
búnaðarvara eru ekki gripnir úr
lausu lofti enda eru Íslendingar
sannarlega alls ekki eina þjóðin
sem kýs að nýta þá sem leið til að
tryggja neytendum sínum aðgang
að heimafengnum mat. Eigin mat-
vælaframleiðsla og matarmenn-
ing er ein stoða sjálfstæðis í heimi
þjóðanna og hluti af þjóðarstolti
og menningu. Við búum á eyju í
Atlantshafi og þrátt fyrir nútíma-
tækni í samgöngum hlýtur öryggi
þjóðarinnar og sjálfstæði m.a. að
hvíla á því að við verðum ekki
algjörlega ofurseld öðrum þjóðum
varðandi þá frumþörf mannsins
að afla sér matar. Verndartollarn-
ir standa vörð um þann sjálfsagða
rétt og öryggi íslenskra neytenda
að geta boðið sjálfum sér, börnum
sínum og gestum erlendum sem
innlendum upp á íslenskan mat á
íslenskri grund.
Æ ofan í æ, síðast nú í fréttum
af matvörumarkaði í Bandaríkj-
unum, segja erlendir neytendur
okkur þær fréttir að íslenskar
landbúnaðarvörur séu eftirsókn-
arverðar en finnst okkur íslenskri
þjóð verðugt að vernda þær? Ef
breytt viðskiptaumhverfi, t.d. nið-
urfelling eða veruleg niðurfærsla
tolla á þær matvörur sem við
getum framleitt hér á eyjunni í
úthafinu, verður til þess að fram-
leiðsluvörur bænda, mjólkurfræð-
inga, kjötiðnaðarmanna og fjölda
starfsfólks í matvælavinnslu
verða verðfelldar og sviptar launa-
greiðslugetu og mögulegum
rekstrargrundvelli, hverfa ísl-
enskar landbúnaðarvörur og þar
með íslenskur matur, ef fiskur er
undanskilinn. Þá hafa íslenskir
neytendur ekkert val um íslenska
vöru eða erlenda heldur verða að
éta það sem heimsmarkaður býður
hvað sem tautar eða raular. Hver
verður íslensk matarmenning þá?
Hvenær þykir fínt að vernda
það sem íslenskt er? Á það aðeins
við urð og grjót, kletta, klungur og
íslenskt tungutak eða kjósum við
líka að venda og varðveita mögu-
leika Íslands og þjóðarinnar til að
skapa mat úr mold?
Matvæla-
öryggi og
þjóðarstolt
UMRÆÐAN
ÍSLENSK MATVÆLI
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR
KÚABÓNDI
Hæstiréttur hefur úrskurðað að vísa
frá fyrsta, og jafnframt viðamesta,
ákæruliðnum í Baugsmálinu.
Úrskurðurinn hlýtur að vera
gríðarlegt áfall fyrir dómsmálaráð-
herrann Björn Bjarnason en það er
ekkert launungarmál að hann hefur
haft horn í síðu sakborninga.
Í þessu samhengi er rétt að minn-
ast þess að Björn Bjarnason setti
fréttir af sýknudómi í Baugsmáli
sem féll í héraðsdómi í mars sl. í
samhengi við drápið á Júlíusi Sesar
með þeim orðum að þó svo að Júlíus
hefði fallið sama dag og dómur hér-
aðsdóms hefði saga Rómar haldið
áfram. Björn hefur svo sannarlega
reynst sannspár um að Baugsmálið
héldi áfram þrátt fyrir frávísanir og
sýknudóma og má reikna með að svo
verði svo lengi sem Sjálfstæðis-
flokkurinn situr í ríkisstjórn. Upp-
haf málsins má rekja beint inn í
innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins
þar sem m.a. framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins og ritstjóri
Morgunblaðsins lögðu á ráðin um
hvernig ætti að leggja til atlögu við
sakborninga.
Baugsmálið hefur verið rekið
eins og hvert annað einkamál Björns
Bjarnasonar og kom það skýrt fram
í svari við fyrirspurn sem ég beindi
til hans á Alþingi um kostnað við
rannsókn málsins sem hófst með
húsrannsókn þann 28. ágúst 2002.
Frá því er skemmst að segja að
Björn Bjarnason upplýsti í engu um
kostnaðinn rétt eins og fulltrúa
almennings varðaði ekki nokkurn
skapaðan hlut um hver kostnaðurinn
væri af dómsmáli sem farið var í á
þeim forsendum að verið væri að
gæta almannahagsmuna.
Það er vert að bera saman gríðar-
lega áherslu Sjálfstæðisflokksins
annars vegar á að velta við hverjum
steini til þess að kanna hvort stjórn-
endur Baugs hafi gengið á hlut
almenningshlutafélagsins sem þeir
stýrðu og hins vegar hvernig sami
flokkur hefur gengið sóðalega um
sölu á eignum almennings.
Við sölu eigna almennings hafa
sjálfstæðismenn tekið þátt í að ráð-
stafa þeim milli velunnara stjórnar-
flokkanna og alls ekki haft í huga að
fá sem hæst verð fyrir eignirnar.
Óhagstæðari tilboðum en buðust var
t.d. tekið í Síldarverksmiðju ríkisins
og Landsbanka Íslands. Hið sama
má segja um Framsóknarflokkinn
þar sem formaður flokksins hefur
sópað til sín og sinna eigum almenn-
ings fyrir lítið.
Ekki verður heldur séð að nokkur
áhersla sé lögð á að rannsaka olíu-
samráðssvikamálið sem tengir sig
langt inn í innsta kjarna stjórnar-
flokkanna. Öll teikn eru á lofti um að
hagsmunir almennings verði áfram
bornir fyrir borð í kaupum ríkisins á
olíu. Fréttir berast af því að forstjóri
Ríkiskaupa sem situr í skjóli Sjálf-
stæðisflokksins hafi ekki nokkurn
áhuga á að ná sem hagstæðustum
innkaupum á eldsneyti heldur hafi
framlengt án útboðs bróðurlega
skiptingu á milli olíufélaganna sem
svindluðu á ríkissjóði.
Það er ljóst að Sjálfstæðisflokk-
urinn þjónar alls ekki hagsmunum
almennings heldur mjög þröngum
flokkspólitískum hagsmunum.
Það er orðið löngu tímabært að
skipta um landsstjórn og veita
Frjálslynda flokknum umboð til
þess að setja hagsmuni almennings
í öndvegi.
Einkamál Björns Bjarnasonar
UMRÆÐAN
HAGSMUNIR
SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKSINS
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
ALÞINGISMAÐUR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI