Fréttablaðið - 28.07.2006, Síða 74

Fréttablaðið - 28.07.2006, Síða 74
 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR26 Ný bók Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, hefur mikið verið í umræðunni undanfarið og höfundurinn og ritverkið hlaðin lofi. Megininntak bókarinnar er að stöðva beri áframhaldandi nýt- ingu endurnýtanlegra orkulinda landsins og gera eitthvað annað og mikilfenglegra í staðinn. Ættjarðarást og þjóðernishyggja? Höfundur telur að hér sé lítið mál að koma á hámenningarsamfélagi án jafnoka. Ekki er þó allt sem sýnist og innihald og framsetning hugvekjunnar verða býsna kunn- ugleg því í bókinni koma fyrir margkveðin stef ættjarðarástar og þjóðernishyggju. Einangrunar- stefna og einlægur ótti við erlend áhrif er oftar en ekki fylgifiskur slíkrar þráhyggju ásamt staðfastri vissu um að innlendir samverka- menn - sannkallaðir landráðamenn - vinni að því öllum árum að selja land og þjóð á vald hinna illu og eyðandi afla - oftast ímyndaðra og lítt áþreifanlegra. Þjóðernishyggjan styður sig oftar en ekki við vel skilgreinda aðsteðjandi hættu og er raunveru- legur eða ímyndaður óvinur kjarni slíks málflutnings. Vangaveltur um yfirburði Íslendinga á sviði vísinda og menningar, verði Draumalandið að veruleika, minna á hugmyndir Þjóðverja um Þriðja ríkið og yfirburði þýsks samfé- lags og menningar – Þúsund ára ríkið (Großdeutschland). Oftar en ekki nærir málflutningur af þessu tagi vanmetakennd og stórveldis- drauma þeirra sem telja sig hand- hafa hins æðsta sannleiks og virk- ar sem herkvaðning til baráttu fyrir hinum óvéfengjanlega og réttsýna málstað - hinu nýja mikil- fenglega Íslandi Draumalandsins. Svokallaðri stóriðjustefnu og þeirri lágmenningu sem henni fylgi beri að víkja til hliðar strax. Engu skipti að atvinnustefna und- anfarinna áratuga byggi á vilja mikils meirihluta kjörinna þing- fulltrúa og þar með kjósenda. Einangrunarstefna og hræðsluhyggja Tortryggni í garð útlendinga og sú skoðun að þeir eigi helst ekki að vera virkir þátttakendur í íslensku atvinnulífi er eitt þjóðernis- hyggjustefið sem ákaft er spilað. Jafnvel standi til að beita varnar- liðinu gegn náttúruverndarfólki, sjálfum útlendingunum til varnar öðrum útlendingum. „Stjórnmála- maður hefur hugsað sér að verja aðgang stórfyrirtækis á borð við Rio Tinto að óspilltu og jafnvel vernduðu landi á Lowest Prices með vopnavaldi.“ Ómögulegt er að átta sig á því hvort höfundurinn sé að bulla eitthvað út í loftið eða tala í alvöru – í bókinni virðast skilin milli draums og veruleika afar óljós vægast sagt. Þrátt fyrir þetta taka margir boðskapnum án gagn- rýni og leggjast á árar með þeim sem hæst láta - Ísland fyrir Íslend- inga. Höfundur skilgreinir þá sem unnið hafa að uppbyggingu raf- orkuiðnaðar á Íslandi sem flugu- menn erlendra stórfyrirtækja og af óskýrðri illmennsku og sjálfs- eyðingarhvöt steypi þessir aðilar sjálfum sér og landinu í glötun. Það er segin saga að þegar ídeó- lógían hittir fyrir ídealistann og sá skilgreinir og vísar á meinta söku- dólga fer gamanið að kárna. Opin- berar sakbendingar og ráðlegg- ingar um hæfilegar refsingar til handa þeim er luma á skaðlegum skoðunum setja hroll að manni – DREKKJUM VALGERÐI. Hernaðurinn gegn landinu – hernaðurinn í sálinni! Svo svæsinn er höfundurinn í samsæriskenningunum að lesa þarf aftur og aftur heila kaflahluta til þess að átta sig á samhenginu og því hvort rétt sé skilið. Ef skipt er út orðunum Iðnaðarráðuneyti, Orkustofnun, Landsvirkjun og stóriðjufyrirtæki og sett inn í stað- in orðin Al-Kaída, Afganistan, Sómalía og Írak og George W. Bush skipt inná í stað höfundar, verður samsuðan íronísk. Reyndar tvinn- ar höfundur svo hressilega saman bölmóði og sakfellingum við súr- realískar vangaveltur og eigin spunafrasa að það tekur hressi- lega í að lesa herlegheitin. Ein- hvers staðar bakvið sveimar svo fyrrum orkumálastjóri í líki Osama bin Laden - höfuðpaurinn og hug- myndafræðingurinn - HRYÐJU- VERKAMAÐURINN. Eru núverandi forseti Banda- ríkjanna og höfundur Drauma- landsins að grafa í sama díki óttahyggju? Bush hræðist hryðju- verkamenn en Andri snær íslenska ráðamenn og ameríska herinn. „Íslandssagan væri auðvitað önnur og betri ef hryðjuverkafólk- ið sem sprengdi stífluna við Mývatn og bjargaði Laxárdal árið 1970 hefði verið „teppalagt“ með B-52 vélum. Hernaðurinn gegn landinu fær alveg nýja merkingu í þessu ljósi. Hver veit nema orrustuþoturnar fjórar verði búnar GoreTex-skynjara í fram- tíðinni. Það á ekki að gera grín að þessu, þetta er ömurlegt.“ Súrrandi áróður ritverksins gerist harla geggjaður og fylgjendum málflutningsins fjölgar dag frá degi. Upphrópanir landsþekktra Íslendinga um dásemdir kenninga Draumalandsins glymja í eyrum hvar sem farið er. TERROR ALERT – WE HAVE GOD ON OUR SIDE! Að njóta og nýta Flest álitamál eiga sér margar hliðar og virða þarf öndverðar skoðanir séu þær settar fram af sanngirni og án ofstopa og upp- hrópana. Þegar deilt var um hval- veiðar við Ísland fyrir áratug eða svo og ýmsir, þ.á.m. undirritaður, töldu óskynsamlegt að stunda hvalveiðar samhliða hvalaskoðun, sagði hrokkinkollur, núverandi seðlabankastjóri; „njótum og nýtum.“ Það voru gáfuleg ummæli og öðrum til eftirbreytni. Svo að lokum sé vitnað í höfund bókarinnar: „Ég var alveg sannfærður um að það kæmi til kjarnorkustyrj- aldar áður en ég næði unglings- aldri. Mig dreymdi það þegar ég var tíu, ellefu og tólf ára, ég las greinar í Mogganum, sá The Day After í sjónvarpinu, skoðaði öft- ustu síður símaskrárinnar um við- brögð við geislavirku úrfelli.“ Ætlar hinum hugumstóra rit- höfundi Draumalandsins að ganga illa að hrista af sér martraða- skelfingu bernskuáranna? Hefur óttanum tekist að persónugera kjarnorkusprengjuna í orkumála- stjóranum fyrrverandi og eru hin nýju kjarnorkuveldi martraðanna Iðnaðarráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun? Hríslast ótta- blandið svartnætti um sálartetur höfundar og annarra fylgjenda kenninganna? Hernaðurinn í sálinni Það er eitthvað sérstakt við geitur. Fyrir utan það að þær eru stór- skemmtilegar verur sem leika sér eins og hvolpar, þá hafa þær þann fallega eiginleika að geta bjargað mannslífum! Geitur eru mjög gef- andi dýr, þær gefa mjólk, tað, hita, kið, kjöt og skinn. Þær eru líka sérstaklega auðveldar í meðhöndl- un, nema að maður verður að passa að þær éti ekki sængurfötin úti á þvottasnúru. Það eru fá dýr í heiminum með eins góða meltingu og geitur og það er í raun ekkert sem þær láta ekki í sig! Takmarkalaus neyð Það er engum ókunnugt um að stór fjöldi fólks í heiminum býr við örbirgð, svo stór fjöldi að fyrir mörg okkar er tilhugsunin um það of mikil að meðtaka. Neyðin er svo takmarkalaus að við vitum ekki hvar við eigum að byrja, hvað við getum gert til þess að hjálpa og mörg okkar spyrja hvort hjálpin virkilega nái fram. Við hjá Hjálpar- starfi kirkjunnar könnumst vel við slíkar hugleiðingar, með takmörk- uðum möguleikum til að aðstoða þá þarf að hugsa vel um hvar og hvern- ig við getum aðstoðað. Framtíðarvon Eitt sem við höfum uppgötvað í verkefnum okkar er að fátt bætir aðstöðu og gefur eins mikla fram- tíðarvon eins og að eignast geit. Fyrir allslausa fjölskyldu, munað- arlaus börn eða aldraða ekkju sem aldrei hafa haft möguleika á að stofna til skepnuhalds, getur ein geit verið happdrættismiðinn sem breytir lífinu. Með því að vinna með öðrum í nærsamfélaginu tekur ekki langan tíma að safna sér geitahjörð. Þá er hægt að selja afurðina og fjárfesta í frekari betrumbótum fyrir fjölskylduna og fyrir samfélagið. Taðið er notað sem áburður á ræktun sem gefur betri uppskeru og með því verður afkoman öruggari og fæðan fjöl- breyttari. Hlátur og gleði kemur af því að horfa upp á prakkara- strikin sem kiðin taka upp á. Allt þetta með einni lítilli geit... Gjöfin sem heldur áfram að gefa Ef þú eins og við vilt nýta þér þennan möguleika, að fá á áþreif- anlegan hátt að upplifa þá blessun að vera til aðstoðar annarri mann- eskju, að upplifa þá gleði að gefa náunganum happdrættismiða með vinning, að gefa gjöf sem heldur áfram að gefa, þá gefðu geit. Þú getur með því að kaupa gjafabréf hjá okkur gefið geit í afmælisgjöf, brúðkaupsgjöf, í raun hvaða gjöf sem er. Það mikilvæga er að með þessari gjöf ert þú að gefa líf, skapa von og þú getur verið örugg um að við sjáum til þess að hjálpin nái fram. Skoðaðu vefsíðu Hjálp- arstarfs kirkjunnar og lestu meira um geitur á www.help.is. Ein lítil geit... UMRÆÐAN HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR LYDÍA GEIRSDÓTTIR VERKEFNISSTJÓRI Fyrir allslausa fjölskyldu, munaðarlaus börn eða aldr- aða ekkju sem aldrei hafa haft möguleika á að stofna til skepnuhalds getur ein geit verið happdrættismiðinn sem breytir lífinu. UMRÆÐAN DRAUMALAND ANDRA SNÆS MAGNASONAR ÓSKAR VALTÝSSON FJARSKIPTASTJÓRI LANDSVIRKJUNAR Höfundur skilgreinir þá sem unnið hafa að uppbyggingu raforkuiðnaðar á Íslandi sem flugumenn erlendra stórfyrir- tækja og af óskýrðri illmennsku og sjálfseyðingarhvöt steypi þessir aðilar sjálfum sér og landinu í glötun. SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FERÐAFRELSI Taktu Frelsið með í ferðina. Ferðafrelsið virkar alveg eins og Frelsið þitt hér heima! Símtölin eru gjaldfærð samstundis og því færðu enga bakreikninga eftir heimkomuna. Núna þarftu ekki að skrá þig sérstaklega í Ferðafrelsi Og Vodafone og þú getur notað það í flestum löndum. Kynntu þér málið á ogvodafone.is áður en þú leggur af stað. Góða ferð. Smelltu þér á www.ogvodafone.is, komdu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 og fáðu nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 29 08 06 /2 00 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.