Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 78

Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 78
 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR30 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Jóhannesdóttir frá Húsavík, Laxalind 9, Kópavogi, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 28. júlí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Guðgeirsson Ása Jónsdóttir Björn Halblaub Guðgeir Jónsson Guðrún Jónsdóttir Ingvar Stefánsson Jóhannes Heimir Jónsson Agnes Benediktsdóttir og barnabörn. MERKISATBURÐIR 1540 Henry VIII Englandskonung- ur kvænist sinni fimmtu eig- inkonu, Catherine Howard. 1750 Tónskáldið Johann Sebastian Bach deyr í Leipzig í Þýska- landi. 1821 Perú lýsir yfir sjálfstæði frá Spáni. 1943 Bretar sprengja Hamborg í seinni heimsstyrjöldinni með þeim afleiðingum að eldstormur myndast sem verður 42.000 þýskum borgurum að bana. 1974 Þjóðhátíð er haldin á Þingvöllum í tilefni 1.100 ára afmæli Íslandsbyggðar, um fjórðungur þjóðarinnar mætti. 2005 Írski lýðveldisherinn (IRA) bindur enda á þrjátíu ára langa vopnaða baráttu á Norður-Írlandi. JACQUELINE KENNEDY ONASSIS (1929-1994) FÆDDIST ÞENNAN DAG „Fyrsta hjónabandið snýst um ást, næsta um peninga og það þriðja um félags- skap.“ Jacqueline Kennedy var eiginkona John F. Kennedy og forsetafrú Bandaríkjanna á árunum 1961-1963. Austurríki-Ungverjaland lýsti stríði á hendur Serbum á þessum degi árið 1914 en mánuði áður hafði Bosníu-Serbinn Gavrilo Princip myrt austurríska hertogann Francis Ferdinand og konu hans í höfuðborg Bosníu, Sarajevo. Morðið setti af stað keðjuverk- andi atburðarás sem að lokum leiddi til fyrri heimsstyrjaldarinnar en raunverulegar ástæður hennar eru samt flóknar og enn þann dag í dag rífast sagn- fræðingar um þær. Daginn eftir stríðsyfirlýsinguna hóf Austurríki-Ung- verjaland að sprengja í Belgrad í Serbíu og Þjóðverjar réðust inn í Belgíu í byrjun ágúst en Austurríki-Ung- verjaland reiddi sig á stuðning Þjóðverja ef til stríðs kæmi. Austurríki-Ungverjaland var í bandalagi með Þjóðverjum og Tyrkjum en Rússar, Frakkar, Bretar, Ítalir, Japanar og síðar Banda- ríkjamenn mynduðu bandalag gegn þeim. Eftir fjögurra ára stríð var orðið ljóst að Austurríki- Ungverjaland og bandamenn þeirra höfðu tapað stríðinu og þann ellefta nóvember klukkan ellefu árið 1918 gekk vopnahlé í gildi. Stríðinu lauk formlega með undirritun Versalasamningsins í lok júní árið 1919. Segja má að fyrri heimsstyrjöldin hafi verið fyrsta nútímastríðið, það breiddist út víðar en áður hafði þekkst og eyðileggingin og mannfallið var áður óþekkt. Talið er að um níu milljónir hermanna hafi látist í stríðinu og að tíu milljónir óbreyttra borgara hafi látist bæði af beinum og óbeinum völdum stríðsins þar sem hungursneyð og sjúkdómar fylgdu í kjölfar átakanna. ÞETTA GERÐIST 28. JÚLÍ 1914 Fyrri heimsstyrjöldin hefst AFMÆLIÐ ÚTFARIR 11.00 Brynhildur Hjördís Jóhannesdóttir verður jarðsungin í Dómkirkunni. 11.00 Gísli Þorbergsson, Auga- stöðum, verður jarðsunginn frá Stóra-Áskirkju. 13.00 Agnes Ingimundardóttir, Dvergholti 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Guðrún Jóhannesdóttir, frá Húsavík, Laxalind 9, Kópavogi, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.00 Guðveig Ingibjörg Kon- ráðsdóttir (Imma), frá Garðhúsum, Skagaströnd, A-Hún., til heimilis á Grund, Hringbraut 50, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 13.00 Halldóra Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Kjarr- hólma 10, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digranes- kirkju. 14.00 Guðni Guðnason (Ninni), Kirkjulækjarkoti, Fljóts- hlíð, verður jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu. 14.00 Kristján Valdimarsson, vélstjóri, Ásabraut 11, Kefla- vík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Þórunn Sigurborg Jóhann- esdóttir, Hjarðartúni 3, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju. Ragnheiður Davíðs- dóttir er 52 ára. Birgitta Haukdal, söngkona er 27 ára. Í dag hefst hátíð í einu minnsta bæjarfélagi landsins, Borðeyri í Hrútafirði, og stendur hún alla helgina. Borð- eyrarhátíðin er skipu- lögð af gömlum nem- endum úr barnaskóla staðarins og eigendum Lækjargarðs sem er nýr verslunar- og veitinga- staður sem var opnaður í gamla kaupfélagshús- inu um síðustu helgi. Á laugardeginum verður dagskrá fyrir alla aldurshópa og meðal annars boðið upp á söguferð, leiki og tónlist- aratriði. Einnig verður sýn- ing á gömlu handverki og ljósmyndum þar sem gestir geta lifað sig inn í sögu Borðeyrar. Um kvöld- ið verður síðan haldin heljarinnar grillveisla þar sem fólk ætlar að syngja, dansa og skemmta sér. Allir þeir sem bera taugar til Borðeyrar og þekkja þar til eru boðnir velkomnir og má búast við miklu fjöri. Gestir geta bæði gist á tjaldstæði stað- arins og á Gistiheim- ilinu Tanga. Einnig er boðið upp á gistingu á Brú og við Staðar- skála sem er í nokkurra kíló- metra fjarlægð. Borðeyringar halda hátíð Borðeyri í Hrútarfirði TÖFRAR Bill Martin sleppur úr spennitreyju á meðan hann hangir úr loftinu á Harry Houdini-kynningu í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ágústa Eva Erlends- dóttir söngkona er 24 ára. „Ég var í fríi þarna og varð svo hrifin af því sem þar er að gerast og fannst svo spennandi verkefni blasa við að þegar mér var bent á það að bæjar- stjórastarfið væri laust til umsóknar þá ákvað ég bara að prófa,“ segir Helga Jónsdóttir, nýráðinn bæjar- stjóri Fjarðabyggðar. Helga segir að það sé ekki tíma- bært að segja til um hver verði henn- ar fyrstu verk en hún fari með þann ásetning að leggja sitt af mörkum. „Það sem við blasir sem verkefni núna er að styrkja byggðakjarnana, sem áður voru sjálfstæðir, sem nýtt samfélag í sameinaðri Fjarðabyggð,“ segir Helga. Miklar breytingar eiga sér stað fyrir austan um þessar mundir en Fjarðabyggð samanstendur af Mjóa- firði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðar- firði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfjarðarhreppi. „Þarna er náttúrulega uppbygging sem á sér ekki hliðstæðu og gefur mjög mörg tækifæri til þess að gera hluti með nýjum og öðrum hætti.“ Þegar Helga er spurð um hvað hafi heillað hana mest við Austfirðina segir hún það hafa verið mannlífið og aflið sem búi í fólkinu og að sjálf- sögðu mikla náttúrufegurð. Hún segir fjölskyldu sína hafa tekið vel í það að flytjast austur enda hefði hún ekki tekið við starfinu ef hennar nánustu hefðu verði mótfallnir flutningunum. Helga starfaði sem borgarritari frá árinu 1995 og í fyrra tók hún við starfi sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfs- mannasviðs borgarinnar. „Ég kveð Ráðhúsið með söknuði og sérstaklega alveg einstakt samstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg, ekki bara í Ráðhús- inu, því það nær miklu víðar, og auð- vitað kveð ég það með söknuði en aðal- lega bara með þakklæti,“ segir Helga. Helga segir að starf sitt felist í því að vera leiðtogi starfsmanna bæjar- ins og að vinna með bæjarstjórninni að verkefnum til skemmri og lengri tíma. „Það er mikilvægt að horfa á þetta sveitarfélag og sjá fyrir sér hvernig menn vonast til þess að það þróist fram á við, ekki bara í núinu. Ég sé í þessu sveitarfélagi nánast óendanleg tækifæri, þessi nýi vinnu- staður, álverið, er fyrir fjögur hundr- uð manns þar sem gert er ráð fyrir að mjög stór hluti sé iðnmenntaður eða háskólamenntaður og það er mikil viðbót við mannauðinn í sveitarfélag- inu og það þarf þjónustu við þetta á nánast öllum sviðum,“ segir Helga og bætir við að aðrar atvinnugreinar eins og sjávarútvegur og ferðaþjón- usta gangi vel. Austfirðirnir eru Helgu ekki ókunnir þar sem amma hennar og afi bjuggu á Seyðisfirði þegar hún var barn og móðir hennar ólst þar upp en ljóst er að hún á eftir að kynnast fjölmörgu nýju í starfi sínu fyrir austan. gudrun@frettabladid.is HELGA JÓNSDÓTTIR: NÝR BÆJARSTJÓRI Í FJARÐABYGGÐ Opin fyrir nýjum tækifærum HELGA JÓNSDÓTTIR Helga stendur hér hjá sinni nýju heimabyggð við landakortið í Ráðhúsinu í Reykjavík en hún tekur við bæjarstjórastólnum í Fjarða- byggð um miðjan september. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskulegi faðir minn, afi og langafi, Björn Lárusson fyrrverandi bóndi að Auðunnarstöðum, Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést á Landakoti þriðjudaginn 25. júlí. Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 31. júlí kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Björnsdóttir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.