Fréttablaðið - 28.07.2006, Qupperneq 83
FÖSTUDAGUR 28. júlí 2006 35
Afgangar er nýtt leikrit um ást
og tælingu eftir leikskáldið og
leikstjórann Agnar Jón Egilsson.
Persónur verksins eru par um
þrítugt sem hittist á hótelher-
bergi en það á sér leyndarmál
sem brátt koma upp á yfirborð-
ið. Í verkinu er tekist á um ást-
ina og birtingarmyndir hennar
og hugmyndum velt upp um hug-
rekkið sem þarft til þess að þora
að gangast við ástinni.
Leikendur er Elma Lísa Gunn-
arsdóttir og Stefán Hallur Stef-
ánsson, leikmynd og búninga
hanna Arnheiður Vala Magnús-
dóttir og Ólafur Stefánsson, um
lýsingu sér Halldór Örn Óskars-
son, tónlist er í umsjá Halls Ing-
ólfssonar og leikstjóri er höf-
undurinn Agnar Jón Egilsson.
Verkið verður frumsýnt á
nýju sviði í Austurbæ í byrjun
september en sérstök hátíðar-
sýning verður á verkinu á Menn-
ingarnótt þann 19. ágúst. - khh
Nýtt íslenskt leikrit
AÐSTANDENDUR LEIKRITSINS AFGANGAR Nýtt verk eftir Agnar Jón Egilsson verður forsýnt á
Menningarnótt.
Sópransöngkonan Margret H.
Ponzi heldur þrenna tónleika
ásamt orgel- og píanóleikaranum
Marco Belluzzi á næstunni. Þeir
fyrstu fara fram í Fríkirkjunni í
Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Á efn-
isskrá tónleikanna eru sönglög og
Maríukvæði, meðal annars eftir
Schubert, Verdi, Bizet og Liszt auk
laga eftir Sigvalda Kaldalóns og
Eyþór Stefánsson.
Margret Ponzi hefur haldið tón-
leika í Bandaríkjunum, Þýskalandi
og á Ítalíu þar sem hún hefur verið
búsett undanfarin tíu ár. Þar starf-
ar hún sem einsöngvari, kórstjóri
og organisti en hún er einnig eini
Suzuki-söngkennarinn þar í landi.
Marco Belluzzi hefur unnið með
fjöldamörgum hljómsveitum,
kórum og einsöngvurum. Hann
hefur einnig getið sér gott orð sem
tónskáld.
Ponzi og Belluzzi halda síðan
tónleika í Akraneskirkju á sunnu-
daginn kl. 20.30 og á sama tíma í
Keflavíkurkirkju næstkomandi
þriðjudag. - khh
Sópranrödd og orgel
MARGRET PONZI OG MARCO BELLUZZI Á söngferðalagi sem hefst í Fríkirkjunni í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JÚLÍ
25 26 27 28 29 30 31
Föstudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 Jóna Fanney Svavarsdóttir
og Erlendur Þór Elvarsson flytja óperu-
aríur og klassískar söngperlur við undir-
leik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur í
Ketilhúsinu á Akureyri.
17.00 Raftónlistarpoppgoðið Johnny
Sexual spilar í 12 Tónum ásamt mynd-
listarmanninum Sigga Eggertssyni.
20.00 Tónlistarhátíð í Reykholti.
Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur með
hljómsveitinni Virtuosi di Praga.
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og
Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleik-
ari koma fram auk Steinunnar Birnu
Ragnarsdóttur píanóleikara.
20.30 Margret Ponzi sópransöng-
kona og Marco Belluzzi orgelleikari
halda tónleika Ì Fríkirkjunni Ì ReykjavÌk.
Djasstónleikar í Hótel Framnesi á
Grundarfjarðarhátíð. Póstberarnir
leika af fingrum fram úr amerísku djass-
söngbókinni.
■ ■ LEIKLIST
16.00 Einleikurinn Úti bíður and-
lit á glugga eftir Halldóru Malín
Pétursdóttir er sýndur í gamla póst-
húsinu á Borgarfirði eystri. Önnur sýning
kl. 21.
20.30 Einleikurinn um Gísla Súrsson
verður fluttur á ensku í Byggðasafni
Vestfjarða á Ísafirði. Leikari og höfundur
er Elvar Logi Hannesson.
■ ■ OPNANIR
19.00 Anne Törma opnar sýninguna
THE DAY í gallerí BOXi í Kaupvangstræti
á Akureyri. Anne mun sýna textaverk
og teikningar sem hún hefur unnið að
seinustu vikur.
■ ■ SKEMMTANIR
14.00 Lokapartí sumarsins í verslun-
inni Spúútnik. DJ Ta! Ta! Ta! mun halda
uppi stuðinu til hálf sjö.
Dúettinn Sessý og Sjonni spilar á
Paddy’s í Reykjanesbæ.
■ ■ SÝNINGAR
Nína Gautadóttir sýnir í Galdrasafninu
á Hólmavík. Sýningin stendur til 15.
september.
hvar@frettabladid.is
Bandaríska myndlistarkonan
Bec Stupak er stödd hér á landi í
boði Samtaka íslenskra mynd-
listarmanna en hún opnar einka-
sýningu í Gallerí Dvergi um
helgina. „Ég kom hingað lands
fyrir hálfum mánuði og dvel hér
í tvær vikur til viðbótar. Frá því
ég kom hingað hef ég verið að
vinna að vídeóverki sem ber
þann langa titil, „no, no, no, no,
no, no, no, no, no, no, no, no ther-
e´s no limit“. Þetta er í raun titill
á lagi sem ég sá mjög skemmti-
legt myndaband gert eftir. Þegar
ég fór að skoða mig um í Reykja-
vík þóttist ég merkja orð úti um
allt sem höfðu vísun í þennan
titil. Fyrir nokkrum dögum tók
ég meira að segja eftir mann-
eskju sem gekk í stuttermabol
sem áletraður var með sama titli
og verkið mitt. Öll nei-in voru
meira að segja á sínum stað,“
segir Bec hlæjandi. „Fyrir mér
er þessi titill áminning um að
allir vegir eru fólki færir ef það
er opið fyrir takmarkaleysinu.
Engin takmörk eru fyrir því hvað
lífið býður upp á marga mögu-
leika.“
Aðspurð um hvort engin tak-
mörk séu fyrir því hvað vídeó-
verk hennar muni sýna, segir
hún tímann einan setja takmörk-
in. „Alltaf þegar ég vinn að nýju
verki reyni ég að ganga eins og
langt og ímyndunaraflið ber mig.
Í þessum skilningi er ég að reyna
að útbúa vídeóverk hér landi sem
er óheflað og brjálað.“
Bec segist hafa komið hingað
með hugmynd að öðru verki í
farteskinu, en þegar á hólminn
var komið ákvað hún að leggja
það til hliðar og byrja á nýju.
Hún segir nýja verkið aðallega
vera mótað af því sem drifið
hefur á daga hennar að undan-
förnu. „Ég upplifi mikla orku allt
í kringum mig hér á landi og stór
hluti af vídeóverki gengur út á
að mynda það sem fyrir augun
ber og leggja líka orku sína í það.
Þetta er gífurlega spennandi
verkefni en ég vinn það að mestu
jöfnum höndum.“
Bec segist fyrst hafa komið
hingað til lands í janúar, en þá
hafði hún haft spurnir af þeirri
fegurð og þeim krafti sem Snæ-
fellsjökull býr yfir. „Ég ákvað
því að láta það verða mitt fyrsta
verk að skoða jökulinn þegar ég
kom og heillaðist svo að mér varð
orða vant. Myndir af veru minni
þarna munu án efa koma fyrir í
vídeóverkinu. Ég tók líka myndir
af sjálfri mér sem ég vinn síðan
áfram með, þannig að áhorfand-
inn mun vart geta merkt að þetta
sé ég á myndunum heldur verður
þetta á endanum orðin einhvers
konar ímynd af mér.“
Sýning Bec Stupak verður
opnuð í Gallerí Dvergi kl. 18 á
morgun og verður opin föstu-
daga og laugardaga frá 18-19,
fram til 19. ágúst. - brb
Engin takmörk nema tíminn
ORKAN ER ALLT Í KRING Myndlistarkonan Bec Stupak þekkir engin takmörk. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI