Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2006, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 28.07.2006, Qupperneq 84
 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is > Í SPILARANUM Motion Boys: Waiting to Happen Midlake: The Trials of Van Occupanther The Telepathetics: Ambulance Beirut: Gulag Orkestar Thom Yorke: The Eraser MOTION BOYS THOM YORKE > Plata vikunnar Eberg: Voff voff „Eberg stimplar sig inn með flottri plötu sem gefur góð fyrirheit um framhaldið. Love Your Bum er án efa eitt af lögum ársins.“ HDM Sumarið er tími tónlistar- hátíða í Evrópu eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson hefur komist að síðasta einn og hálfan mánuð. Hann hef- ur heimsótt sex hátíðir og sagt frá upplifun sinni hér í Fréttablaðinu. Nú er komið að ferðalokum og Steinþór gerir upp sumarið. Síðasta hátíðin að baki, Benicass- im á Spáni. Hún var án efa ein sú skemmtilegasta. Reyndar fullmik- ið af Bretum á svæðinu fyrir minn smekk. Pirrandi gaurar í þröngum gallabuxum, með sígarettu, berir að ofan og með stráhatt að reyna að líta út eins og Pete Doherty, sem er án efa mesti ræfill rokk- sögunnar. Ekki misskilja mig samt, ég er ekki að dæma heila þjóð út frá nokkrum lúðum. Kynnt- ist meira að segja fullt af Bretum sem voru hressir, sætir og góðir. Benicassim setti því flottan punkt yfir i-ið á þessari tónleikahátíða- yfirreið minni um Evrópu, sem nú er loksins, loksins á enda. Einn og hálfur mánuður, dvöl í níu löndum, vel yfir 100 klukkustundir í lest- um og sex tónleikahátíðir sem voru samtals um 20 dagar er eitt- hvað sem maður leggur ekki á hvern sem er. Sigur Rós og Hot Chip í verðlauna- sætum En hvað var skemmtilegt, brot- lentu einhverjir og hverjir komu á óvart? Ég þori alveg að leyfa mér að segja að Bob Dylan, Guns N’ Roses og Ms. John Soda á Hróars- keldu, Placebo og Babyshambles á Benicassim, flest allar austur-evr- ópsku sveitirnar á Pohoda, Digable Planets á Sonar, We are Scientist á Quart og The Hives á Southside hafi verið jafn óspennandi og leið- inlegt og Spaugstofan í endursýn- ingu á þriðjudagskvöldi. Aftur á móti voru Pretty Girls Make Graves og The Strokes á South- side, Spank Rock og Animal Coll- ective á Hróarskeldu, Dizzee Rascal á Pohoda, The Knife og Dj Krush á Sonar, Depeche Mode og Vashti Bunyan á Quart og Coldcut, Morrisey og Art Brut á Benicass- im jafn skemmtilegt og upplífg- andi og Fóstbræður og/eða The Office í sunnudagsþynnku. Verð- launasætin skipa þó Sigur Rós, Serena Maneesh og Hot Chip, frá- bærar tónleikasveitir þar á ferð. Hátíðarnar sjálfar voru líka eins mismunandi og þær voru margar, sem er gott en gerir það hins vegar að verkum að nær ógjörningur er að bera þær allar saman, svo vel fari. Nokkur góð ráð til skipuleggjenda Hér eru reyndar nokkur atriði sem skipuleggjendur tónleikahá- tíða ættu að hafa sér til hliðsjónar: Ekki hafa aðalpartítónleikatjaldið/ sviðið (þar sem stundum er dag- skrá til 8 á morgnana) alveg upp við tjaldsvæðið, banna öllum bandarískum bjórframleiðendum að vera aðalstyrktaraðilinn, hafa veðrið skýjað og milt í allavega um tvo tíma síðdegis, bjóða upp á fjölbreyttan skyndibita, tæma kamrana nógu oft þannig að það sé allavega hægt að pissa þar, ekki fá hljómsveitina hans Petes Doherty til þess að spila og svona mætti lengi telja. En hvað stóð þá upp úr? Einveran, skemmtilegt fólk, hland- fýla, óstjórnlegur hiti í tjaldinu, ónýtu skórnir en umfram allt, tón- list, stuð og gaman. Jafnframt komst ég að því að tónleikar snú- ast ekki bara um sjálfa listamenn- ina sem þar spila, þvert á móti. Hvernig maður sjálfur er stemmd- ur, með hverjum maður er og fullt af öðrum smáatriðum skipta eiginlega mestu máli. Komst líka að því að þó að maður missi af einum og einum tónleikum þá þýðir það ekki endalok heimsins. Engin tónlistarhátíð er ómissandi. Feginn að komast í rúmið aftur Eftir svona langt og mikið ferða- lag, þar sem maður kynnist sjálf- um sér betur en maður hefur nokkru sinni fengið tækifæri til, er líka varla hægt annað en að þroskast, þó að það sé ekki nema bara til að hafa uppgötvað aukinn hárvöxt á bringunni. Nýr og breyttur ég, ásamt öllum sautján bringuhárunum mínum, verð því ferskur þegar ég held austur á land þar sem Belle & Sebastian ætla að leika og spila á morgun. Get ekki sagt annað en að ferða- lagið hafi verið meira en lítið skemmtilegt en ég er feginn að vera kominn aftur í rúmið mitt og 15 stiga hitann. Tónlistarsumarið mikla GOTT ÚTSÝNI Hér sést yfir sviðið á einni þeirra sex tónlistarhátíða sem greinarhöfundur fór á í sumar. Upplifunin var ólýsanleg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEINÞÓR VASHTI BUNYAN Einn þeirra listamanna sem standa upp úr eftir sumarið. ANIMAL COLLECTIVE Frábær hljómsveit á sviði. Áhorfendur á Hróarskeldu klöppuðu í tíu mínútur eftir að sveitin fór af sviðinu. HÁTÍÐARSVÆÐI Flugbrautir eru af einhverjum ástæðum vinsælar til að halda tónlistarhátíðir á. Ærslabelgirnir í hljómsveitinni The Go! Team hafa bæst við fríðan flokk þátttak- enda á Iceland Airwaves í ár. Er koma þeirra mikill fengur fyrir hátíðina enda þykir bandið með eindæmum skemmtilegt á sviði og hefur tónlist þess fengið glimr- andi viðtökur hlustenda beggja vegna Atlantsálanna. Fyrsta plata þeirra, Thunder, Lighting, Strike, var tilefnd til Mercury- verðlaunanna á sínum tíma en nú er von á nýrri skífu frá sveitinni og því líklegt að hún muni flytja glænýtt efni á tónleikunum í október. Hljómsveitina skipa fjölhæfar stúlkur og drengir sem splæsa saman allar mögu- legar og ómögulegar tónlistargreinar svo úr verður poppskotinn og drífandi rapp- og hip-hop bræðingur með viðkomu í Bolly- wood og elektróník, blanda sem fær flesta út á gólfin. Söngkonan Ninja er kunn fyrir galsafengna framkomu sem hinir fjölhæfu félagar hennar styðja í einu og öllu með til- heyrandi brambolti og örum hljóðfæra- skiptingum. The Go! Team á Airwaves EITT LÍFLEGASTA SVIÐSBAND NORÐAN ALPAFJALLA Hljómsveitin The Go! Team fær fólk út á gólf. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 1 WOLFMOTHERWOMAN 2 ARLS BARKLEYSMILEY FACES 3. JOHNNY CASHGOD’S GONNA CUT YOU DOWN 4 PANIC! AT THE DISCOI WRITE SINS NOT TRAGEDIES 5 BIGGITHE HARDWAY 6 SYSTEM OF A DOWNKILL ROCK N‘ ROLL 7 HOT CHIPBOY FROM SCHOOL 8 THE RACONTEURSHANDS 9 THE AUTOMATICMONSTER 10 PRIMAL SCREAMCOUNTRY GIRL X-LISTINN VINSÆLUSTU LÖGIN Á X-INU 97,7 WOLFMOTHER Á vinsælasta lagið á X-inu þessa vikuna. Bavaria, hollenskur gæðabjór: Kom best út í blindprófun Bavaria bjórinn kom best út í könnun sem hollenska dagblaðið De Telegraaf gerði á dögunum. 10 vinsælar tegundir af bjór voru prófaðar með blindprófi og fékk Bavaria bjórinn hæstu einkunn. LÉTTÖL 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.